Tíminn - 14.07.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.07.1966, Blaðsíða 5
FIMMTUÐAGUR 14. júlí 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- iýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bahkastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjdld kr. 105.00 á mán. innanlands — 1 lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Dómur Gylfa Tímiim hefur stundum bent á það með ærnum rök- um, að núverandi ríkistjórn hafi fyrir löngu borið ský- laus lýðræðisskylda til þess að segja af sér vegna þess að henni hefur algerlega brugðizt geta til þess að koma fram einu helzta yfirlýsta stefnuatriði sínu — að stöðva verðbólguna, — og ræður ekki við meginverkefni hverr- ar ríkisstjórnar í nútíma þjóðfélagi, að hafa einhvern hemil á verðbólgu. Takist ríkisstjórn það ekki,' ber henni að víkja til þess að önnur stjórn geti freistað viðnáms. Þegar rikisstjórn situr sem fastast ár eftir ár, án þess að hafa tök á þessu meginverkefni, er það opin- bert skemmdarverk á efnahagskerfi þjóðarinnar og fjár- hagslegu sjálfstæði. Vinstri stjórnin fullnægði þessari lýð ræðisskyldu 1958. Núverandi ríkisstjórn hefur marg- brotið hana. Hagfræðileg forsjón ríkisstjórnarinnar, Gylfi Þ. Gísla- son, hefur í raun og veru viðurkennt réttmæti þessarar lýðræðisskyldu ríkisstjórnar, og því svaraði hann þess- ari gagnrýni Tímans í sérstakri grein 1 Alþýðublaðinu 15. janúar 1966. Greinin hét: 1958 og 1964. Gylfi lýsir fyrst yfir. að hann telji ákvörðun Hermanns Jönassonar um að biðjast lausnar 1958 hafa verið lýð- :ræðislega rétta ákvörðun vegna þess, að ekki var sam- staða um haldbærar varnir gegn þeirri dýrtíðaröldu, sem að fór. Síðan tekur hann núverandi ríkistjórn til saman- burðar og segir: „Alvarlegasta verðbólguaukning, sem orðið hefur síð- an núverandi stjórnarflokkar tóku við völdum í árslok 1959, varð síðari hluta árs 1963 og fyrri hluta árs 1964. Á tímabilinu frá 1. janúar til 1. maí 1964 hækkaði vísi- tala framfærslukostnaðar um 9%, og svarar það til 30% hækkunar yfir árið. Þessi hækkun var allt að því eins mi'kil og hin örlagaríka hækkun á síðustu mánuðum vinstri stjórnarinnar. MeS júnísamkomulaginu 1964 tókst hins vegar að stemma stigu við frekari aukningu þessarar verðbólgu". Úr þessum orðum Gylfa er ekki hægt að lesa annað en þann dóm, að snemma árs 1964 hafi verðbólgan komizt á það stig, að alveg væri komið að því, að ríkisstjórninni bæri skylda til þess að segja af sér, eins og vinstri stjórnin gerði. En þá skipti sköpum, segir Gylfi. Þá tókst m«ð júnísamkomulaginu „að stemma stigu við frekari aukningu þessarar verðbólgu” og það veitti ríkisstjórn- inni rétt til að sitja áfram að dómi ráðherrans. Nú blasir við reynsla heils árs sem órækt vitni um það, hvernig ríkisstjórninni tókst að „stemma stigu við frekari aukningu þessarar verðbólgu“ og þar með varð- veita rétt sinr. til þess að sitja, að dómi Gylfa. Þetta síðasta ár, og þó einkum síðasta missirið hefur verðbólguvöxturinn orðið miklu meiri og hraðari en nokkru sinni áður og ríkistjórnin sveik svo gersamlega öll fyrirheit júnísamkomulagsins um stöðvun verðbólgu, að verkalýðsforingjar stjórnarflokkanna sjálfra lýstu þau „marklaus” Dómur Gylfa frá því í janúar um það, að ríkisstjórn- inni beri að víkja, þegar hún ræður ekki við verðbólg- una er því í fullu gildi. Hann kvað sjálfur svo á, að rétt- ur hennar til setu helgaðist af því að henni tækist „að stemma stigu við frekari aukningu þessarar verðbólgu”. Það tókst eins og að framan er lýst. Að hans eigin mati hefur hún glatað rétti til þess að sitja. og henni ber að fara tafarlaust frá. Það er dómur Gylfa. TÍMBNN Walter Lippmann ritar um alþjóSamál: Breytt viðhorf eru nauðsynleg. Horfur hafa batnað í Evrópu Miklar vonir bundnar við eflingu Japans sem stórveldis í Asíu Liippmann nefnir Suð-Aust ur-Asíu-bandalagið í þessarí grein. Þeirra samtaka er ekki oft getið í fréttum hér á Iandj enda er verksvið þeítra og áhrifasvæði allfjarri okkur. Árlegur fundur aðalráðs SEATO var að þcssu sinni haldinn í Canberra í Ástralíu og lauk hinn 29. júní. í loka yfirlýsingu ráðsins var með al annars iýst yfir, a'ð öryggi allrar suð-austur-Asiu ylti á því. að auðnast mætti að koma í veg fyrir yfirráð kommúnista yfir Suður-Viet- nam. Sigur i þeirri baráttu væri „áþreifanleg og traust- vekjandi sönnun þess, að ú(- breiðsla kommúnismans eft- ir þeim leiðurn yrði ekki lið- in”. Ráðið Iýstj einma yfir fullum stuðningi og aðstoð við að vinna ge’gn þeini hættu. sem fælist i tuknum afskiptum kommúnista í Thaj landi, og fór viðurkenningar- orðum uin ráðstafanir Thai- landsstjórnar til að viniia bug á þessum afskiptum scm stjórnað er erlendis fra” f yfirlýsingunni >agði enn fremur, að aðildarrikin væru staðráðin í að auka he’maðar- l legan, efnaþagslegan o? mann úðlegan stuðning sinn við Suður-Vietnam. Ástandj mála í suðaustur Asíu var lýst sem hinu „hættulegasta í heim- inum” og því mættu tilraun- irnar til að standa gcgn ógn um kommúnista þar ekki mis takast fyrir nokkurn nmn. Þá lýsti ráðið einnig yfir miklum áhyggjum út at því sem nefnt var „aukin notk- un Norður-Vietnam á landi Laos sem flutningaleið bæði fyrir birgðir og liðsauka til hersveita kommúnista í Suð ur Vietnam” Þetta væri margendurtekið og freklegt brot á Genfarsáttmásanum frá 1962. Fulltrúar sjö af átta aðild arríkjum SEATO undirrit- uðu lokayfirlýsinguua, eða fulltrúar Bretlands, Banda- ríkjanna, Thaílands, Filipps- eyja. Pakistan, Nýja Sjálands og Ástralíu. Frakkar sendu aðeins áheyrnarfulltrúa að þessu sinni og fulltrúi þeirra undirritaði bví ekM yfirlýs- inguna. Walter Lippmann segir: .,NÚ í júnímánuSi hefur Dean Rusk. utanrikisráðherra farið til Evrópu og AsLalíu lil þess að heimsækja bandalög vor. Hvað NATO ahræri- rak hann ^ig á bá staðrevnd að Evrópa er í dag vaxin upp úr NATO sem stofnað var fyrir um bað bil 20 árum og Fvr ópumenn eru viðbúmr breyt íngum og krefjast raunar mjk illa breytinga á tilgi.igi áætl unum og markmiðum banda lagsins. Að því er SEATO banda'.ag- ið í Suð-austur Asíu varðar, er þyngra á metunuir en allt annað. að Bandaríkia standa í Dean Rusk umfangsmikilli styrjóid á þessu svæði, án þess að njóta stuðn ings Pakistana eða Frakka, og styðjast við að heila má að- eins við atfylgí í orðum fiá Bretum og Filipseyingum, en Thailendingar tlækjast æ meira í málin. Mikill munur er a bandalög- unum NATO og SEATO, en eitt er þeim sameiginlegt. Bæði eru þau varnarbandalög gegn miklu kommúnisiaveidi, ,og annað hvort eða bæði brygð ust' hprmplega, ef .„paij kæmu ekkl í 'veg fyrlr' stóf’styrjöld Ekki er tant að koma.í veg fyrir ,stórstyrjöld nema með þíðu í kalda stríðinu og sætt um smátt og smát! eins og ver ið hafa á prjónunum í Evrópu síðan samningurinn um tak- markað bann við kjarnorkutil raunum var gerður. en þeirri viðleítni hefur nú upp á síð kastið vaxið fiskur um hrygg fyrir öflugan atbeina de Gaulle hershöfðingja. ÞEGAR við hugleiðum, hvort svipuð þíða gæti orðið mögu leg í hinum fjarlægari Austur- löndum, ættum við að minni hyggju fyrst að líta á tvö at- riði. sem úrslitum virðast ráða samkvæmt reynslu OKkar í Evr ópu Fyrra atriðið er, að í Evr ópu ríkir hernaðarlegt valda- og afls-jafnvægi vegna gagn- kvæms kjarnorkuafla Sovét- ríkjanna og Bandarikjanna. Hitt atriðið er að Evrópumenn eru byrjaðir íhlutun um örlög sín sjálfir og teknir að nálg- ast endalok kalda d.ríðdns. Þetta á ekki aðeins vió um þani- hluta Evrópu, sem fylgir de Gaulle að málum. heldur alla Evrðpu frá Bretlandi tjl Rúmeníu. Hernaðarlegt valda- 12 atls- jafnvægi hefur hins vegar ek'ki komizt á í hinum fjarlægari Aust.urlönd um. Bandaríkjamenn hafa aö vísu algera kjarnorkuyfirpurði yfir Kínverja. en áhrif þessara yfirburða upphefjast vegna bandalags Sovétmanna og Kín verja, sem gera verður ráð fyrir að enn sé við lýði. Þetta veldur óvirkni kjarnorkuafians til áhrifa og af þeim sökum verður takmarkalaus mann- afli Kínverja til skæruhemaðar sífelldur og öflugur vaki ókyrrð ar og öryggisleysis. . ENNFREMUR kernur í ljós, þegar borið er saman við ástandið, sem mótazt hefir í Evrópu síðustu f jögur eða íiimm árin, að enn er efckert öflugt Asíuveldi fært um að taka að sér forustuna við að umbreyta mótun kalda stríðsins þar í álfu, eins 0<g Frakkland de Gaulles hefir gert í Evrópu. f þessu efni ætti að mega binda bjartari vonir en við höfum getað leyft okkur að dreyma um í langa hríð við þá þróun mála, að Japan er að verða stórveldi, eins og í ljós kom á ráðstefnu Asíuríkja, sem haldin var i Kóreu fyrir skömmu. Þess mátiti sjá nokkuð glögg merki, þó ekkerr kæmi að vísu fram um það slkýrt eða ákveðið, að Japan muni, þegar ttmar líða og því vex fiskur um hrygg sem stórveídi, tak- ast á hendur það hlutveric að miðla málum við Rauða-Kína. eins og Frakkland de Gaulles hefir gert gagnvart Sovétríkj unum. RUSK utanríkisráðherra hef ir tekið þann kost andspænis hinni mifclu framvindu breyt- inga í Evrópu og fjarlægum Austuriöndum, að kynna Banda rikin sem algerlega vantrúa á breytingarnar. Hann hefir al- gerlega vanrækt frumkvæðið um mörkun leiða til framtíðar innar og virðist svo gersamlega á valdi óttans við áhættu breýt inganná, — sem auðvitað er fyrir hendi, — að hæfni hans sem stjórnmálamanns má af því einu ráða, hve fast hann hefir getað haldið í fyrri við- horf. Siðferðilega öryggið, sem umvefur kyrrstöðu Bandarikj anna, er áhrifamikið. Aldrei heyrist efablandið orð frá opin berum aðilum. Fastheldni er dyggð, þótt saursháttur sé það ekki. Varðveizla er dyggð, en ekki þvermóðskan. Og áreiðan leiki er einnig dyggð, en kyrr staða er það ekki. Kostur er að vera óbreytan legur og laus við hverflyndi, en þó færi sínu betur á, að ut- anrikisráðuneytí Bandarfkianna breyti ekiki í öllum efnum eins og þar hefði aldrei skotið upp nýrri hugmynd í ko'lli síðan að John F. Kennedy lézt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.