Tíminn - 14.07.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.07.1966, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 14. Jdlí 1966 TÍMINN Hann hefur verið oddviti í 28 ár Við hittmm Sigurð á Ljóts- stöðum daginn, sem hann skil- aði af sér reikningum hrepps- ins eftir tuttugu og átta ára oddvitastörf. Sigurður er sjö- tugur að aldri og hefur alið nær allan sinn aldur á land- námsjörðinni Ljótsstöðum í Vovnafirði. — Hingað var ég roiddur misserisgamall frá Valþjófsstað. Það gerði gömul kona, sem Margrét hét. Það var í snjó að vetri. Faðir minn hafði fengið ábúð á hálfum Ljótsstöðum og flutti fjölskylduna ásamt öllum bú- peningi í einni lest, þar á með- al þrjú hundruð ær. Nú er tvíbýli á Ljótsstöðum, því að sonur Sigurðar býr á Ljótsstöðuim II. Það er grösugt og fallegt á Ljótsstöðum, tún- ið gefur af sér tólf hundruð hesta af heyi, umhverfis húsið er trjágarður og þar er úti- arinn. A bænum er einnig rík- israfmagn, var leitt þangað fyr- ir nokkrum árum, vegna þess að allt neyzluvatn Vopnafjarð- arþorps er tekið úr landi Ljóts- staða. Inni í stofunni er hlýlegt, myndir af ættingjum og vin- um og gömlum Vopnfirðingum prýða veggi og hillur og á gólf- inu standa pappakassar með reikningum hreppsins, sem Sig- urður er að losa sig við. Kona Sigurðar er Jóhanna Sigurjónsdóttir og þau hjón eiga ellefu börn. Sigurður er hálfbróðir Gunnars skálds Gunnarssonar og ættarmótið ieynir sér ekki. Þrátt fyrir allar umbætur og framfarir, sem orðið hafa síð- ustu áratugina, þrátt fyrir marg vísleg þægindi og alls konar tækni, er þó sauðkindin bezti veðurspámaður Sigurðar og hann hallar sér upp að orgel- inu og segir okkur frá vizku s au ðkmd arinnar: — Útibeit er mikil í Ljóts- staðaland og er hér því ágæt fjárjörð. Fé var aðeins byrgt eina viku í fyrra, annars geng- ur það sjálfala og kemur að- eins heim, þegar vont veður er í aðsigi. Þess vegna veit ég alltaf fyrir óveður, þá kemur breiðan hérna á mýrina. Einu sinni sé ég, að kindurnar eru að koma heim klukkan sex að kvöldi og vissi strax að nú væri von á slæmu veðri. Þó var 6—8 stiga hiti og bezta veður, þeg- ar féð kom heim. Ég hringdi á nágrannabæina, en bændurn- ir trúðu mér ekki, utan einn, sem tók mark á mér og náði inn sínu fé. En seinni hluta nætur var komið aftakaveður og hinir bændurnir urðu að snúa við hér í brekkunum. Ég lærði að fylgjast með þessu af gömlum manni, Gunnlaugi Sig- valdasyni, bóksala, sem var hér, þegar ég var stráfcur. Hann benti mér á þetta. Og þegar ég fór að búa vandi ég féð strax og reyndi að hafa reglu, til dæmis byrjaði ég á því snemma á haustin að fleygja heyi í garðana, svo að kind- urnar gengu að því þar. Ég held, að það sé hægt að venja allar skepnur, ef maður byrjar nógu snemma á því. Það hefur sýnt sig, að kindumar eru ákaflega pössunarsamar, og ef vantar af fénu eru það helzt lömb og gemlingar, sem ekki eru alveg komin á lagið. Einu sinni var séra Sigmar Torfa- son næturlangt hjá mér. Þá um kvöldið var stilla og jörð hvit- héluð og þegar drengimir mín- ir koma inn, spyr ég, hvort þeir séu búnir að fleygja í garðana handa kindunum. Þá sagði séra Sigmar: „Ertu að gefa í svona góðtíð?“ Og er þó séra Sigimar ágætur bóndi. — Hefurðu búið alla þína búskapartíð á Ljótsstöðum? - Ég var reiddur hingað misserisgamall austan úr Fljót dal en ég er fæddur á Vai- þjófsstað. Það gerði gömul kona/ sem Margrét hét. Þetta var í snjó að vetri og ekki man ég margt úr þeirri ferð. Fljóts- dalinn sá ég siðan ekki fyrr en 1939 og hafði þó farið út á Egilssfaði. Foreldrar mínir voru að flytja búferlum, en faðir minn hafði fengið ábúð á hálfum Ljótsstöðum og flutti fjölskyld- una ásamt öllum búpeningi í einni lest, þar á meðal þrjú hundruð ær. — Varstu kunnugur á gömlu heiðarbýlunum? — Já. Og þau voru talsvert mörg, ætli þau hafi ekki verið 18—20 með Jökuldalsheiðinni. Nokkrar voru góðar bújarðir og heimili mannmörg, en víð- ast voru ekki stór býli á Jök- uldalsiheiðinni. Enda lifði fólk- ið ekki af búskapnum, heldur silungsveiði í vötnunum, sem var mikil og silungamir urðu allt að fjóru og hálfu kílói \ höfnina hef ég aldrei haft til reiknings. — Hefur fólkinu fjölgað á þessu tímabili? — Fjölgað og fækkað. Ég veit ekki almennilega, hver talan er núna. Flest hefur fólk- ið verið 814, í síðasta mann- tali voru þeir um 807 í hreppn- um. Ég hef ekki yfir fólkinu að kvarta, þetta hefur gengið vel og árekstralítið. Það telst ekki til tíðinda, þótt einhvern tíma hafi sletzt smávegis upp á vinskapinn á tuttugu og átta árum. Eg hef stundum verið skammaður, — mikil ósköp — en ég er svo mikill strákur í mér að hafa lúmskt gaman af þvi. Einu sinni fékk ég bréf frá manni á Vopnafirði og hafði gaman af, þetta var mesta óþverrabréf. Og ég var að hugsa um, hvemig ég ætti að svara þvi og endaði með að ég skrifaði honum vingjamlegt og gott bréf. En allt sumarið á eftir vék þessi maður úr vegi, ef hann sá mig. Svo hitti ég hann um veturinn og þá kom hann að máli við og sagð- ist hafa verið að skammst sín allt sumarið út af þessu. — Hefurðu fengizt við skrift ir? — Ég? Nei, ég hef lítið vit til þess, segir Sigurður og hlær við. — Það er þá áreiðanlega ekkert, sem orð sé á gerandi. — Er aldursmunur mikill á ykkur Gunnari? — Hann er sjö árum eldri en ég. Við ólumst upp saman þangað til 1906 að hann fór. Ég man að það ár ,ar lagður hingað sími og pabbi flutti vör- ur fyrir símamennina og Gunn- ar vann mikið við þetta áður en hann hélt á brott. — Nauztu einhverrar skóla- göngu sem barn? — Ég var einn vetur í gagn- fræðaskólanum á Akureyri, það var öll mín skólaganga. Og þó var ég ekki einu sinni allan Sigurður á Ljótsstöðum og Jóhanna kona hans og það var óhugur í mér, þeg- ar ég sá, að ég var aleinn, en þó var ég ófús að snúa við. En ekki gat ég fylgt slóð póst- anna, þegar hér var komið var skollið á gróft él og fennt í slóðina. Það fauk dálítið í mig við póstana, og ég ákvað að halda áfram upp á eigin spýt- ur. Svo kem ég að bæ um kvöldið og biðst gistingar. Bóndi tekur því dræmt, bend- ir yfir á næsta bæ þar og seg- ir: „en það er gott að vera þarna.“ Þá kallar húsfreyjan: „Hvað kemurðu ekki með gest- inn inn.“ Og þegar hún var komin var ekkert hik á lengur. Það fyrsta, sem ég sé, þegar ég kem inn er blaðamynd af Gunnari bróður á veggnum, en Gunnar var þá orðinn allþekkt- ur. Ég var nú ekki svo burteis að hafa sagt til mín, en þegar húsfreyja er að bera á borð segir hún: „Má ég ekki gizka á, hver þú ert? Ertu ekki bróð- ir þessa manns?“ Og þarna var ég í bezta yfirlæti af nóttina. í þessari sömu ferð var ég tepptur á Grímsstöðum einn dag. Þegar ég var nýkominn skall óveður á svo snöggt sem hendi væri barið á húsið. Veð- urofsinn var gífurlegur og engum datt í hug að stíga út úr húsi. Þarna voru þá nokkr- ir póstar staddir. Þegar þeir eru búnir að drekka kaffið seg- ir einn þeirra, Benedikt snöggt: „Nú kemur þó ekki helvítið hann Eðvald." En það var póst- urinn frá Seyðisfirði. Þegar við höfðum setið í tvo til þrjá tíma var barið að dyrum, svo hraust- Iega að mönnum varð hverft við og leizt ekki á blikuna. En þá er Eðvald þarna kom- inn, fannbarinn og klökugur, Rætt við Sigurð Gunnarsson á Ljótsstöðum. að þyngd. Það hefur verið bú- bót, því að skepnur voru sjaldn ast margar á heiðarbýlunum. Byggð hélzt nokkuð lengi á sumum þessum bæjum, Brúni- hvaimimur fer í eyði um 1930 og Foss 1941 og eru þau síð- ust í byggð. — Þú hefur verið oddviti lengi. — Ég tók við því árið 1938 og hef verið samfleytt þennan tíma, að ég er að skila af mér. Það er allmikið starf og má segja, að sé fullkomið verk, ef maður tekur allt, sem þessu til- heyrir, Sumt hef ég aldrei haft. síldarverksmiðjuna os? veturinn, því að ég þurfti heim áður en skólanum lauk. Ég var fjóra daga á leiðinni frá Akureyri, fór mest á skíðum og helzt á nóttunni, því að á daginn var svo mikil sólbráð. f þessari ferð lenti ég f því að mér var úthýst einum bæ — en ég var þarpsamt um nótt- ina. Ég varð samferða póstunum frá Akureyri og gekk vel fram- an af. Svo var áð á Vaðlaheiði og þar sofnaði ég og þeir skildu mig þar eftir — steinsofandi. vorkenndu mér líkast til að vakna og hafa haldið ég fyndi slóðina þeirra. Svo vakna ég við að mér er orðið hrollkali svo að varla sá i hann Bene- dikt segir: „Ertu þá kominn, helvitið þitt.“ Eðvald svarar ekki strax, lítur á Benedikt og segir síðan hinn rólegasti: „Er eitthvað að veðri?" Svo fékk ég bjart á fjall- garðinum, en síðan skall á öskr- andi veður Ég var skíðalaus, háfði skilað þeim á Grímsst. og nú sa ég heldur pr 3kk' eftir því. En þetta skánaði, þegar austur kom. Þá gekk hann í rösklegt norðanveður og mað- ur þurfti ekki að taka upn fæt- urna til að komast áfram! Ég ætlaði að leita skjóls i sælu húsinu en þá var það á kafi í snjó. En hvinurinn frá sím- anum hjálpaði mér, ég gat fylgt hljóðinu og farið eftir því. — Hefurðu verið mikill ferð garpur? — Ég hef auðvitað snúizt og ferðast í sambandi við oddvita- starfið. Stundum fór ég þrisv- ar sama dag út á pláss. Ég átti rauðan hest, Þyt, og hann fór með mig á milli á tuttugu mín- útum og þótti gott. Svo átti ég annan, Gosa, hann fór þessa leið á fimmtán mínútum, enda var nú mesti ofsi í honum. Ég hef alltaf átt ágæta hesta. og notaði þá mikið. Núna eru hest- ar ekki notaðir að ráði nema í göngunum. — Eru langar göngur hjá ykkur? — Þær taka um þrjá sólar- hringa og er farið inn á þrjár afréttir. Það voru 800 dagsverk, sem átti að leggja til, og því var mikill fjöldi, sem tók þátt i göngunum. Nú eru sums stað- ar notaðir bílar. En við þurf- um langt að sækja og þar er ekki hægt að koma bílum við. Ég fór fyrst í göngur, þegar ég var á ellefba árinu og síð- an fór ég í þrjár göngur á hverju hausti frá 1907—1924 og oft eftir það. Ég fann ekki til erfiðisins, þegar ég fór fyrst, þótt ég væri ekki gamall. Ég var fyrir verzlunarstjóra í þorp- Inu og hann lánaði mér jarp- an klár til reiðar, afburða þýð- ur hestur og viljugur og hafði allan gang. Fyrir þennan sama mann fór ég í ein tvö eða þrjú haust. Göngurnar voru stundum erf- iðar, þegar snjór var kominn og maður varð að fara gang- andi. Þá vorum við oft slæptir, þegar heim kom. Einu sinni fór ég í seinni göngur með Helga Tryggvasyni, bókbindara I Reykjavík, en hann er ættaður héðan. Helgi hafði verið í Möðrudal og því var talið víst, að hann þekkti sig. Ég sagði við hann að við skyldum ekkert vera að tvínóna við að fara. Svo gekk í versta veður og þeg ar við höfum brotizt áfram i snjónum hröpum við allt í einu langt niður. „Þekkirðu ekki all- ar kvosir og öll gil?“ spyr ég. Helgi segir: „Þetta hlýtur að vera bölvuð Möðrudalskvosin, engin önnur er svona djúp.“ Svo kröfsum við okkur með bakkanum og komvmst upp við illan leik, en vorum að tala saman og þóttumst góðir að vita, hvar við værum staddir. Verst þótti okkur að hafa enga kindina séð. Hjá lækjarsprænu einni rekumst við á roUu og okkur þótti aldeilis vænt um það og tökum hana með okk- ur. Við nálgumst bæinn Arnar- Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.