Vísir - 20.03.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 20.03.1975, Blaðsíða 1
 "Þett oóðc A • — segir formaður FRÍ um fjársöfnun „reyklausra" VÍSIR a symr m hua" Vff ■ ffffVlf - bls. 3 65. árg. Fimmtudagur 20. marz 1975 — 67. tbl. Hvað verður í bíóum ó póskum? — bls. 4 200 mílurnar: Rétt að gœta hófs í bjartsýni — Leiðari á bls. 6 ítalska œvintýrið — bls. 6 Bjölluhring- ing um miðja nótt ó Laugarósvegi — bls. 3 • Lesendur hafa orðið — bls. 2 og 3 SKORIÐ UM 3.5 MILUARÐA — flugvallargjald á utanlandsfara — fjölskyldubœturnar hverfa í tekjuskattinn SUKKULAÐIVEIZLAN NALGAST Súkkulaðiveizla árs- ins stendur fyrir dyrum og af þvi tilefni keypti Visir þessi fjogur páskaegg, sem einn af blaðsöludrengjum blaðsins sýnir okkur hér. Þetta eru egg frá Mónu, Amor, Nóa og Vikingi, öll mjög girni- leg. Á INN-siðunni i blaðinu i dag kynnum við okkur frágang og innihald eggjanna. Sjá bls. 7 Rikisútgjöld verða skorin niður um 3,5 milljarða króna, en það mun þýða nálægt eins milljarðs lækkun á fjár- lögum, þar sem ýmsir liðir þeirra hafa hækkað talsvert, siðan frá þeim var gengið i vetur. Lækkun tekjuskatts rikisins verður þvi tæp- lega einn milljarður. Þá munu útsvör lækka með hækkun persónufrá- dráttar um tæplega 400 milljónir króna. Hluti af skattalækkuninni, hjá hinum tekjuhærri, mun tekinn sem skyldu- sparnaður og geymdur hjá hinu opinbera um skeið. Frumvarp um þessar aðgerðir kemur i dag. Þær verða viðfangs- efni i útvarpsumræðu i kvöld. Þá mun rikisstjórninni verða heimilað að verja 600-800 milljón- um til lækkunar söluskatts og tolla eða annars hvors á sumum nauðsynjum, svo sem £ matvæl- um. Fjölskyldubætur verða af- numdar i núverandi formi en i staðinn teknar inn i skattinn meö frádrætti, sem mun nema 30 þús- und á fyrsta barni og 45 þúsund með hverju öðru barni, aö þvi er talið er. Auk þess sem blaöið hefur áður rakið, mun vera gert ráð fyrir sérstöku flugvallargjaldi, sem fólk greiðir, þegar það fer til út- landa. —HH Lögreglu- konur harðar í horn að taka — baksíða TOBAKSLAUSA FJARSÖFNUNIN: „NAUÐSYNLEGT AÐ ÞEIR SEM SKOÐUN HAFA VEITI HENNI ÚTRÁS - — og taki söfnunarlista," segja forsvarsmenn söfnunarinnar „Við erura býsna hressir,” sagði Ragnar Tómasson, einn fors varsni anna tóbakslausu f jársöfnunarinnar handa Frjálsiþróttasambandi islands. „Okkur finnst undirtektir mjög góðar og fögnum þvi, að þær undirtektir FRÍ-manna, sem við höfum hlerað, skuli vera það lika. Menn hafa yfirleitt verið mjög jákvæðir gagnvart söfnun okk- ar, og það er greinilegt, að þetta er mikið tilfinningamál. Margir velunnarar iþróttahreyfingar- innar telja, að hér hafi verið farið of langt og nú verði að snúa við. Þeir einu, sem ekki hafa verið málinu hlynntir, eru fáeinir iþróttamenn, sem vilja biða átekta og sjá, hver við- brögð FRl verða, en ef FRl gef- ur „grænt ljós”, er þeirri einu hindrun rutt úr vegi. Við leggjum mikla áherzlu á það, að þeir, sem skoðanir hafa i þessu máli, loki þær nú ekki inni, heldur fái söfnunarlista og veiti skoðunum sinum útrás. Söfnun af þessu tagi stendur og fellur með samstilltu átaki þeirra, sem hafa skoöun á mál- inu. Þeir, sem viljá taka við list- um, geta hringt i 26600, og við munum reyna að senda þeim lista. Við viljum lika minna á, að sparisjóðsreikningur nr. 75600 i Búnaðarbankanum tekur við framlögum. Ég get ekki sagt til um, hve margir eru komnir á listana, en það eru komnir nokkrir tugir lista i umferð og fleiri fara i dag. En af þeim upplýsingum, sem ég hef fengið, má telja öruggt, að fjöldi þátttakenda er tarinn að hlaupa á hundruðum.” „Ég er mjög ánægður með undirtektirnar,” sagði Sveinn H. Skúlason, annar forsvars- manna söfnunarinnar. „Menn hafa yfirleitt tekið okkur með miklum ákafa, og margir hafa borgað tvöfalt — skrifað konu sina fyrir auk sin og þar fram eftir götunum. Þetta hefst, ef við fáum fleiri hendur á loft.” —SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.