Vísir - 20.03.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 20.03.1975, Blaðsíða 16
visir Fimmtudagur 20. marz 1975. Fengu 1000 tonn í gœrkvöldi — vonzkuveður er nú ó loðnumiðunum NU er vonzkuveður á loðnumið- unum og flestir bátar f höfn. Sex bátar tilkynntu þó loðnunefnd afla I gærkvöldi og nótt, samtals um 1000 tonn. Þeir voru þessir: Asgeir 250 tonn, Svanur 150 tonn, Skirnir AK 50 tonn, Helga Guð- mundsdóttir 50 tonn, Heimir 280 tonn og Rauðsey 240 tonn. Einn þessara báta hugsaði sér að fara til Vestmannaeyja, en kemst ekki vegna veðurs. Hinir munu leggja upp á Reykjavíkur- svæðinu, og er Norglobal þá með- talinn. Afla sinn fá loönubátarnir nú einkum um 22-25 milur út af Akranesi og veiðist dável, þegar vel viðrar. Engir erfiðleikar eru nú með löndum og er viða laust pláss innan seilingar. Ekki þykir tiltökumál að sigla með aflann til Vestmannaeyja i bærilegu veðri. Samkvæmt upplýsingum loðnu- nefndar munu enn vera 43 bátar á loönuveiðum. — SHH Loðnumjöl til óburðar? „Enn of dýrt" — segir dr. Bjarni Helgason Þrátt fyrir gifurlega hækkun á tilbúnum áburði og fall verðs á loðnumjöli stenzt mjölið enn ekki samkeppni sem áburður. Mjölið kæmi þó til greina sem áburður á sérræktun, sem skilar miklum aröi, svo sem til dæmis I gróður- húsum,” sagði dr. Bjarni Helga- son jarðvegsfræðingur I viðtali við VIsi. Llklega þyrfti verö á tilbúnum áburöi að tvöfaldast eöa eitthvað þar um bil, til þess að mjölið kæmi I hans stað i nokkrum mæli. Menn hafa spurt, hvort ekki mætti fara þá leið, þar sem vitað er, að fiskimjöl er nothæft til áburðar. Dr. Bjarni sagði, aö loönumjöl mundi ekkert hafa ver- iö notaö til þess hér á'landi. Eins og annað fiskimjöl væri það mjög dýrt miðað við næringargildi. Þó hefði það meira gildi I heitu lofts- lagi til dæmis I Israel, sem hefði fengið héðan karfamjöl fyrir sitrónuræktun fyrir nokkrum ár- um. Loðnumjöl mundi hins vegar hafa þann kost, eins og húsdýra- áburður, að verka lengur, þar sem hin lifrænu sambönd væru lengur að brotna. Erlendis væri beina- og fiskimjöl notað nokkuð viö garðrækt. — HH Lögreglukonur harðar í horn að taka: HUÓP ÞJÓFANA — enda landsliðskona í handknattleik Arnþrúður Karls- dottir, handboitakona og lögregluþjónn númer 170, er að verða að hálfgerðri þjóð- sagnapersónu innan lögreglunnar. Á föstudaginn var dróst hún á eftir bil drukkins ökumanns, sem ætlaði að stinga hana af og nokkru áður gómaði hún ásamt stöllu sinni tvo innbrotsþjófa i Hressingarskálanum, sem vissu ekki af fyrr en þessar tvær borgaralegu kiæddu stúlkur höfðu fært þá i handjárn. Svo var það I fyrradag, að Arnþrúður ásamt vinkonu sinni, Björgu Jóhannesdóttur, lög- regluþjóni númer 166, var á eftirlitsgöngu á Laugaveginum, að þær veita eftirtekt tveim laumulegum strákum, er voru þar á gangi með poka undir hendinni. Um leið og piltarnir sáu, að lögregluþjónarnir veittu þeim athygli, tóku þeir til fótanna og töldu það litlum vandkvæöum bundið að hlaupa stúlkurnar af sér. En lögreglukonurnar tóku þegar á rás á eftir þeim, og Arnþrúður, sem er meðal okkar beztu handknattleikskvenna, tók hraðaupphlaup og náði strákunum innan skamms. Það kom þá I ljós, að piltarnir höfðu hnuplað skóm I Gefjun-Iðunn i Austurstræti, og eins höfðu þeir komizt yfir skósvertu og annað smádót hjá skósmið I Lækjargötunni. Piltarnir höfðu beðið skósmiðinn að lagfæra skóna slna og síðan stolið frá honum, er hann brá sér á bak við. 1 gærdag voru þær svo á gangi á Laugaveginum Arnþrúður og Katrln Þorkels- dóttir, lögregluþjónn númer 249. Þá gómuðu þær aftur tvo smáa búðarþjófa, sem komizt höfðu yfir ýmislegt smádót I verzlun- um við Laugaveginn. Katrln fór með piltana á fund Jóns Gunnarssonar rannsóknarlög- reglumanns. Búðarhnupl af þessu tagi er orðið mjög algengt að sögn rannsóknarlögreglunnar og á hverjum degi koma eitt eða fleiri slík mál til þeirra kasta. Til dæmis var Jón Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður á Laugaveginum fyrir nokkrum dögum og rakst þá fyrir tilviljun á'pilta sem honum þótti Arnþrúður Karlsdóttir, hand- boltakona og lögregluþjónn númer 170, hefur hangið I bilum, sem þeyst hafa af stað, hlaupið uppi stráka á Laugaveginum og gripið þjófa á innbrotsstað, frá þvi hún störf I lögreglunni. Ljósm. Bj.Bj. vert að athuga nánar. Kom þá I ljós, að piltarnir báru með sér skartgripí fyrir um 20 þúsund krónur, sem þeir höfðu hnuplað I einni verzluninni. Verzlunar- eigendur hafa þvl fulla ástæðu til að vera vel á verði gagnvart sllku hnupli úr búðunum. -JB. „Er að hœtta spámennskunni næstu helgi,” sagði þessi myndarlega kerling, sem varð á vegi blaðamanns Visis að Frikirkjuvegi 11. ,,Ég heiti Karólina,” upp- lýsti sú gamla, og hún kynnti blaðamanninn fyrir nokkrum kunningjum sinum, sem þarna voru. „Þetta er hún Sigga, vinkona min. Þú ættir að fá hana til að syngja fyrir þig. Nú, og þetta er hann Gústi, vinur minn. Passaðu þig á honum. Hann er göldr óttur. Og þú verður lika að kynnast honum þessum,” sagði Karólina og benti á hressan karl. „Þetta er hann Tralli trúður”. Að lokum kynnti Karólina blaðamanninn fyrir Láka nokkrum. Hann húkti úti I horni heldur daufur I dálkinn. „Hann er alltaf svona slapp- ur,” útskýrði Karólina. „Hann er nefnilega liðamótalaus”. Það upplýstist loks, að þessi furðulegi hópur tilheyrir Leik- brúðulandi, en það er nú orðið sjö ára gamalt. Það varð til I sjónvarpinu, en undanfarin þrjú ár hefur það verið með reglulegar sýningar á veturna að Frlkirkjuvegi I húsi Æsku- lýðsráðs. „Þið megið geta þess I Visi,” sagði Karólina,sem enn hafði orð fyrir hópnum, „að við vorum á leikferðalagi um siðustu helgi. Það fara allir flnir leikflokkar I leikferðir út á land. Við fórum til tsafjarð- ar og Bolungarvlkur. Það voru þrjár sýningar á tsafirði og aðsóknin var svo góð, að ég trúi ekki öðru en að þetta hafi verið allir krakkarnir I bæn- um.” Og að lokum gat Karólina þess, að Leikbrúðuland færi með nokkrar sýningar út á land, eftir að sýningum væri lokið I Reykjavik. —ÞJM „A ég að spá fyrir ykkur drengir? Það eru að verða sið- ustu forvöð fyrir ykkur borgarbúa að hlusta á spá- dóma mína. Ég hætti spá- mennskunni I Reykjavik um „Vonir til að atvinnurekendur hreyfi sig/' segir Björn Jónsson Allsherjarverkfall boðað 7. apríl #/Við höfum ekki gefið upp von um samninga án verkfalla. Það eru ef til vill einhverjar vonir til, að atvinnurekendur hreyfi sig. Til vonar og vara höfum við samþykkt að óska eftir, að vinnu- stöðvun verði boðuð f rá 7. apríl," sagði Björn Jóns- son, forseti Alþýðusam- bandsins, i morgun. „Það var samþykkt einróma I 37 manna baknefnd okkar og 9 manna samninganefndinni að fara þessa leið,” sagði Björn. „Mikill meirihluti félaga innan ASl mun fara I verkfall, ef ekki verður samið áður, þótt ég geti auðvitað ekki fullyrt, að það verði hundrað prósent,” sagði hann. Hefur ASl samþykkt, að kaup fyrir ofan 68800 krónur verði ekki hækkað? „Við höfum látið það liggja nokkuð á milli hluta, en það er ekki fjarri þeim mörkum, sem viö gætum hugsað okkur.” „Þá mundu lika svo til allir i ASt fá hækkun. Björn sagði, að at- vinnurekendur yrðu að hækka sig úr þeim 3800 krónum, sem þeir hafa boðið i kauphækkun, og auk þess þyrfti að koma hækkun á eftirvinnuna. Þetta væru þau tvö meginatriði, sem enn væru ófrágengin. -HH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.