Vísir - 20.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 20.03.1975, Blaðsíða 6
ó vísm tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Heigason /\uglýsingastjóri: Skúli G. JóhannesTöiiT~ Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sifumuila 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Við höfnum útþynningu Rétt er að gæta hófs í bjartsýni á 200 milna árangur á þeim þætti hafréttarráðstefnunnar, sem hófst i Genf á mánudaginn og lýkur 10. mai. Þótt undarlegt megi virðast, er hinn nýi stuðning- ur margra siglingavelda við 200 milurnar að ýmsu leyti hættulegur hagsmunum íslands. Meðan siglingaveldin börðust með kjafti og klóm gegn 200 milunum, vissum við, hvar við höfðum þau. Þegar þau þykjast nú hins vegar vera orðnir samherjar i 200 milunum, er rétt að fara að gæta sin á þeim. Vitanlega stafa sinnaskipti siglingaveldanna af þvi, að þau sáu að þau voru að missa tökin á tólf milna kerfinu. Þau sáu, að meirihlutinn með 200 milunum var svo yfirgnæfandi, að við varð ekki ráðið. Þess vegna einbeita þau sér nú að útþynningu 200 milna efnahagslögsögunnar með ýmsum ráð- um. Þau tala um, að erlend riki eigi að fá að veiða innan 200 milnanna, ef fiskistofnarnir séu van- nýttir á svæðinu. Og hver á svo að úrskurða, hvort fiskistofnar séu vannýttir? Siglingaveldin vilja, að alþjóðleg- ur gerðardómur ákveði það, væntanlega jafn-ihaldssamur dómur og alþjóðadómstóllinn i Haag. Siglingaveldin vona, að þau geti haft nægileg áhrif á ýmis riki, sem ekki hafa mikilla hags- muna að gæta og mundu i samkomulagsskyni geta fallizt á útþynnta útgáfu af 200 milunum, með lögbundnum undanþágum og gerðardómum. Og reynslan sýnir, að mörg riki hafa ekki bein i nefinu til að standast svo lævislega gagnsókn sem þessa. Að sjálfsögðu nægir okkur ekki útþynnt útgáfa af 200 milna efnahagslögsögu. Rikisstjórn okkar hefur þegar gengið fram fyrir skjöldu og skýrt frá þvi, að hún muni einhliða stækka efnahags- lögsöguna i 200 milur i sumar eða haust, hvort sem úrslit hafréttarráðstefnunnar verða okkur i vil eða ekki. Æskilegast væri fyrir okkur, ef fundurinn i Genf leiddi til óskoraðrar 200 milna efnahagslög- sögu. Slikt mundi styrkja verulega aðstöðu okkar i þorskastriði þvi, sem búast má við, þegar fisk- veiðilögsagan verður stækkuð á þessu ári. Nokkur árangur hefur þegar náðst i fyrri þátt- um hafréttarráðstefnunnar. I Caracas fækkaði kostunum, sem um er að velja. Og i Evensens- nefndinni, sem starfað hefur milli funda hefur orðalagið á þessum kostum verið samræmt. Ekki er við þvi að búast, að linurnar skýrist strax á fundinum i Genf. Það verður varla fyrr en undir lok fundarins, i aprillok eða i byrjun mai sem reynir á, hvaða útgáfa af 200 milunum verður ofan á. Ljóst má vera, að útþynnt útgáfa af 200 milun- um nær ekki tilgangi sinum. Við Islendingar erum ekki einir um að hafna slikri útgáfu. Mörg önnur riki munu vafalaust stækka efnahagslög- sögu sina einhliða og neita að fallast á túlkun al- þjóðlegra gerðardóma á þvi, hvað sé vannýting fiskimiða. Samt munu fulltrúar okkar á hafréttarráð- stefnunni berjast ótrauðir fyrir nægilegum meiri- hluta með virkum 200 milum. Slikur árangur mundi létta okkur eftirleikinn verulega. —JK Vlsir. Fimmtudagur 20. marz 1975. ÖU italla hefur veriö sett á ann- an endann, ýmist dillað eða illa strltt, meö útkomu háðrits, þar sem skopazt er aö hugsanlegri framvindu stjórnmála landsins I framtlðinni. — Höfundurinn er ó- þekktur, þvi aö hann heldur réttu nafni slnu leyndu. t skopádeilu þessari er reynt að draga upp mynd af þvi, hvernig stjórnmálin eigi eftir að þróast á tlmabilinu frá 1975 til 2000. Eitt litið sýnishorn orðrétt úr bókinni hljómar svona: „Fyrir aðeins fáum klukku- stundum tilkynntu forsætisráð- herrann og innanríkisráðherrann að uppvlst hefði orðið um sam- særi til valdaráns. — Standandi frammi fyrir þessu svívirðilega tilræði við samfélagið hafa þjóðhöfðingi vor og forsætisráðherrann farið þess á leit við mig, að ég tæki mér öll völd I landinu. Frá þessu andar- taki skipa ég svo, að öll ákvæði stjórnarskrárinnar skuli falla úr gildi um ófyrirsjáanlega fram- tlð.” Þessi orð eru lögð I munn vold- ugasta stjórnmálamanni Italiu, Amintore Fanfani, leiðtoga kristilegra demókrata I sjón- varpsræðu, ,sem hann er látinn flytja I bókinni — En þau eru skrifuð af einhverjum öðrum. Jafnvel I stjórnmálalifi ítaliu þar sem flest þykir geta gerzt, og ekkert er taliö útilokað, þykir þetta hljóma reyfaralega. Og auövitað er það ekkert annað en bara réttur og sléttur reyfari. ítalir velta nú þessa dagana vöngum yfir þvi, hver muni vera höfundur þessa skáldskapar. Hans er leitað dyrum og dyngjum innan um frammámenn þjóðar- innar. Flestir veðja á, að hann sé fyrr- verandi forsætisráðherra lands- ins, nefnilega núverandi fjár- málaráðherra Italiu, Giulio Andreotti. Andreotti er einhver virtasti áhrifamaöur stjórnar- flokksins, kristilegra demókrata, og kunnur fyrir fyndni sina og rit- snilld. Andreotti hefur — eins og kann- ski mátti sjá fyrir — sjálfur þver- neitað að vera höfundur bókar- innar. 1 staðinn hafa menn þá látið sér detta I hug, að þar hefði verið að verki einhver blaðamaðurinn, sem vel væri heima I stjórnmála- lifi ítalíu. Maður á borö við Indro Montanelli, ritstjóra Mllanó- blaðsins II Giornale Nuovo. En bókin á jafnvel vinsældir sínar að þakka þeim möguleika, að einhver af forystumönnum þjóöarinnar hafi skrifað hana. — Menn búast hálft I hvoru við þvl, að ýmsar breytingar I stjórnar- kerfinu eigi eftir að leiða af þess- ari bók, áður en áhrif hennar fjara að fullu út. ,,Ef hershöfðingi ætlaði sér að senda herfylki til þess að leggja undir sig eitthvert ráðuneytið, má hann búast við þvl að sjá það komast á áfangastað að tveim vikum liðnum,” er Fanfani látinn segja á einum stað I bókinni. Hafi Andreotti, sem eitt sinn var varnarmálaráðherra Itallu skrifað þetta, boðar það ekkert gott herafla ítala. Eða svo segja fréttaskýrendur á ítaliu. — En menn þurfa svo sem ekki að hafa verið varnarmálaráöherra Italiu til þess að hafa sinar efasemdir um mátt og getu Italska hersins. Bókin ber titilinn „Berlinguer og prófessorinn” og dregur þar nafn af tveim aðalsöguhetjum slnum: Enrico Berlinguer, leið- toga Italska kommúnistaflokks- ins, og Amintore Fanfani prófess- or, sem er formaður kristilegra demókrata. Fyrsta útgáfan seldist upp á fyrstu viku, og þessi 135 blaðslðna bæklingur er orðinn metsölubók á ítalíu. Einn höfuðkostur hennar þykir vera sá, aö hún er eins og vin I um, en hjólhestar teknir við. Glæpaflokkar unglinga standa vörð um hverja brú og heimta háan brúartoll af hverjum, sem á leið þar yfir. Ágóðinn rennur til verkalýðsfélaganna, sem eru á kafi I samningaviðræðum við vinnuveitendur um fjölda þeirra vinnudaga, sem meðlimir þeirra eiga að skila á mánaðarfresti að liðnum miklu fleiri frldögum. Leone forseti er látinn neyðast til að flýja forsetahöllina vegna á- gengni ungra blómabarna, sem slá upp tjöldum á hallarflötinni. Sjálfur er forsetinn ekkert tiltak- anlega uppvægur yfir því, en kona hans, Donna Vittoria, segir það óþolandi, að „I garði hennar elskist þetta fólk frammi fyrir augum hallarvarðanna.” í bókinni er Fanfani orðinn hat- aöasti maður á Itallu árið 1980. Skoðanakönnun er látin sýna, að 82% ítala þola hann alls ekki, 13% hata hann meðan 5% fyrirllta hann aðeins. Á efnahagssviðinu er Italia jafnilla stödd og ávallt og á hálfs árs fresti kemur Henry Kissinger til Rómar með 4000 milljón doll- ara ávlsun. ítalir endurgreiða Andreotti þetta með listaverkum sínum, sem áletruð eru „Ríkiseign Bandaríkjanna”. Að lokum fer svo i bókinni, að kommúnistaflokkurinn er kvadd- ur til þess að bjarga landinu. A meöan miðflokkarnir fara með stjórnina að nafninu til, eru það kommúnistarnir I rauninni, sem hafa öll völd. Þetta samkomulag er látið vera patentlausnin á öllum vandamál- um Italiu. Fanfani reynir að út- skýra það fyrir Kissinger, sem er hálf-hvumsa: „Við og kommún- istamir erum eins og tviburar. Við erum báðir jafn bergnumdir af fortföinni og óttumst framtíð- ina báðir jafnt. — Við þorum ekki að fara úr stjórn og kommúnist- amir þora ekki að fara I stjórn. Þannig erum við eins og báðar hliöarnar á sama peningnum.” Þaö er einmitt þessi málsgrein, semvakiðhefur hvað mest umtal. Gefur þetta hina réttu mynd af þvl, hvernig kristilegir demó- kratar llta á samband flokks sins við kommúnista? Spurt er hvort þetta sé afstaða Andreottis til hugsanlegs samstarfs við komm- únista (meö það I huga, að hann sé auðvitað höfundur bókarinn- ar). 1 bókinni fær þetta samstarf demókrata og kommúnista hryllilegan endi. Mariano Rumor, sem sex sinnum hefur verið for- sætisráðherra ttallu, finnst myrt- ur. Leiðtogar kristilegra demó- krata finnast liflátnir hver af öðr- um unz 27 frammámenn þjóð- arlnnar hafa þannig verið myrtir á tveggja vikna timabili. Þeirra á meöal auðvitað Andreotti. Loks 12. janúar 1980 (fimm ár- um eftir að hjónaskilnaðarlög hafa verið samþykkt, en I bókinni eru þau upphaf alls þessa róts) flytur Fanfani sjónvarpsræðu slna, sem hér I upphafi var nefnd. 20 árum síðar er Italia orðin öf- undarefni alls heimsins. Mllanó verður efnahagsmiðStöð heimsins og allir ólmir i að fjárfesta á ttalíu vegna lirunnar, sem hvergi haggast i gjaldmiðlanna ólgusjó. Sem sagt reyfari, en kannski um leið llka draumhyggja. eyðimörkinni, þvl að kimni þykir fágæt I Itölskum stjórnmálum. Stjómmálamenn og fréttaskýr- endur taka sjálfa sig yfirleitt allt- of hátiðlega til þess að leyfa gam- anmálum aö fljóta með þvi, sem þeir hafa að segja. Annars skopast bókin að þeim tveim stjórnmálaöflum á ttaliu, sem munu að likindum sízt kunna að meta gamanið. Annaö er kristilegir demókratar og hitt páfagarður. I bókinni er komið þar að Vatl- kaninu, sem Páll páfi er látinn. Eftir langa fundarsetu, þar sem ríkir ringulreiö og óvissa, tekst kardinálunum loks að velja eftir- mann háns, Pál VII. Er hann heymarlaus Þjóðverji, sem talar svo slæma ítölsku, að enginn skil- ur orð af þvl, sem hann hefur að segja. Blessanir hans af torginu fyrir framan Péturskirkjuna á sunnu- dögum veröa þvllikt grln, að dag- skrárstjórar sjónvarpsins eru látnir trufla útsendingar og birta heldur orðsendingu á skermin- um: „Útsendingum verðurhaldið áfram strax og mögulegt er.” Þvi er lýst, hvernig Italska kirkjan tekur að gliðna og riða til falls. Prestar predika það, sem þeim sjálfum sýnist. Bókarhöf- undur bætir slðan lymskulega við: „Páll VII, sem er sannfærður um, aö hans hlutverk sé að sanna, að Þjóöverji var mestur Róm- verji allra páfa, neitar að taka nokkrar ákvarðanir.” Umheimurinn er sýndur les- andanum sem álíka ruglingslegt fyrirbæri. Verð á bensini er kom- iðupp I rúmar þúsund krónur litr- inn, og bilar eru horfnir af vegun- Fanfani Berlinguer Lygísoga eða draumhyggja

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.