Vísir - 20.03.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 20.03.1975, Blaðsíða 5
5 Vísir. Fimmtudagur 20. marz 1975. apUnTtbR UTLÖND í morgun útlöndí morgun ÚTLÖND í mORGUN Umsjór?: GP kosningunum Fresta Herstjórnin I Portúgal hefur nú ákveðið að fresta kosningun- 1 um, sem efna átti til 12. aprfl. f staðinn eiga þær að fara fram 25. aprfl á afmælisdegi bylting- ar hersins. Ef af kosningunum verður, eiga þær að heita fyrstu frjálsu kosningarnar, sem fram hafa farið i landinu i nær hálfa öld. — Þó hefur þrem stjórnmálaflokk- um landsins verið bannað að taka þátt i kosningunum. Kristi- legum demókrötum og tveim öfgasinnuðum vinstriflokkum. Kosningaundirbúningur hinna flokkanna mun ekki hefjast fyrr en 2. april. Byltingaráðið, sem nú fer með öll völd i landinu, segir, að • frestunin sé vegna ágreinings um listabókstafi, og kosninga- merkja flokkanna, en ekki vegna uppreisnartilraunarinn- ar, sem gerð var á dögunum. Segir ráðið að hinir ýmsu fram- boðslistar vinstri flokksbrot- anna noti svipuð tákn, sem séu sameiginleg þeim öllum (eins og hamar og sigð), og gæti slikt ruglað kjósendur. — Ellefu flokkar ætla að bjóða fram. SEGJA CIA STARFA I BRETLANDI Harold Wilson, forsætis- ráðherra Bretlands, getur búizt við nýjum fyrirspurnum i þinginu idag varðandi þá tiu starfsmenn sendiráðs Bandarikjanna I London, sem nokkrir þingmanna hans segja, að séu erindrekar CIA, leyniþjónustunnar banda- risku. Nokkrir þingmenn Verka- mannaflokksins hafa krafizt þess, að þessir sendiráðsmenn verði látnir fara úr landi. Þykjast þeir hafa vissu fyrir þvi, að mennirnir séu á vegum CIA. Bandariska sendiráðið hefur ekki viljað svara þeim áburði. Fyrirspurn varðandi þetta mál var borin upp I fyrradag i neðri málstofunni. Sagði Wilson þá, að hann mundi ekki hika við að láta rannsaka þetta ef einhverjar sönnur fengjust fyrir þvi, að CIA starfaði I Bretlandi undir dipló- matiskri vernd. 34 þingmenn undirrituðu álits- gerð, þar sem þeir sögðust vera sér meðvitandi um langa sögu um aðgerðir og afskipti CIA, og töldu upp fjölda landa, þar sem CIA hefði reynt að hrinda af stað byltingum. Hinzta ferð Onassis Þetta er eina myndin, sem birzt hefur frá jarðarför Onassis grafar. og sýnir hvar ferja flytur llk- vagninn út til eyjunnar Scorpios. — Ef vel er að gáð, má sjá Edward Kennedy þingmann t.v. á myndinni við hlið lög- regluþjóns, en hann var meðal þeirra, sem fylgdu Onassis til Innbyrðis erjur ó N-Í'rlandi Vaknað hefur kvlði meðal manna á Norður-trlandi fyrir því, SIGLDU MEÐ ARSENIK í GEGNUM ERMARSUND Einn af fremstu sérfræðingum Finna I umhverfisverndarmálum hefur skorað á Finnlandsforseta að hindra að finnska skipið Enskeri fleygi arsenikúrgangs- efnum I Atlantshafið. Kvöldblaðið „Iltasanomat” i Helsinki segir, að Pekka Eiturskipið finnska, Enskeri siglingu. Nuorteva prófessor við Helsinki- háskólann hafi sent Urho Kekkonen forseta bréf og skorað á hann að stöðva rikisolíufyrir- tæki Neste, áður en það fleygði eitrinu I sjóinn. Enskeri fór I gegnum Ermar- sund I gær á leið sinni til suður- hluta Atlantshafs, þar sem fleygja skal eitrinu fyrir borð. Finnska stjórnin gekk úr skugga um það á mánudaginn, að þetta mundi ekki brjóta i bága við neinar alþjóðasamþykktir. að hryðjuverkaaldan skelli nú yfir á nýjan leik. Keppinautar innan öfgasamtaka mótmælenda hafa skipzt á hermdarvigum og hryðjuverkaöfl kaþólskra hafa hótað að rjúfa vopnahléð og byrja aftur baráttuna gegn yfirráðum Breta. Þessar vikur, sem vopnahléð hefur staðið,hafa Varnarsamtök Ulsters og Sjálfboðaliðssveitir Ulsters skipzt á að vega hverjir aðra i deilum um, hverjir skuli ráða á hvaða svæðum. A meðan hafa forkólfar IRA (kaþólskra) orðið æ órólegri vegna þess sem þeir kalla brot brezkra hersins á vopnahléssam- komulaginu. Kenna þeir hernum um atvik, sem átti sér stað I Belfast I siðustu viku, þar sem tveir félagar irska lýðveldis- hersins voru skotnir og særðir. Glistrup I viðtali við frétta- mann danska útvarpsins. Glistrup Mogens Glistrup slapp við gæziuvarðhald i gær, þótt hann léti ekki sjá sig við mál- flutning i réttarhöldum skatt- svikamálsins gegn honum. — Rœða land- helgina í Þjóðahöll- inni í Genf Myndin hér við hliðina var tekin við setningu þriðju haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem stendur þessa dagana yfir IGenf. Um 2000 full- trúar 140 rlkja voru saman komnir i Þjóðahöllinni. Heiztu mál á dagskrá eru landhelgi strandrlkja og efna- hagslögsaga, nýting auðlinda á landgrunni og á þeim hafsvæð- um, sem lenda utan við lögsögur einstakra rikja. Fjöldi tillagna beið ráðstefn- unnar frá þvi I Carcas og fyrsta verk fulitrúanna að pæla i gegn- um staflann og leita mála- miðlunar. handargagns sovézka og flugvélar úr sjó Taka til kafbáta Bretland og Bandarikin tóku höndum saman um að reyna að ná hlutum úr sovézkri flugvél, sem hrapað hafði i Norðursjó fyrir þrem árum, sagði NBC-út- varpsstöðin I Bandaríkjunum I gærkvöldi. Björgunartilraunin i Norðursjó var ein af fjórum tilfellum að minnsta kosti, þar sem vestur- veldin komu höndum yfir sovézk hergögn er hafnað höfðu i sjón- um. NBC skýrði frá þessu i kjölfar frétta i gær um, að Bandarikja- menn hefðu náð upp hluta af sokknum sovézkum kjarn- orkukafbáti i Kyrrahafi. — Fréttamaður NBC bar fyrrver- andi erindreka CIA og einn sjóðliðsforingja fyrir þvi, að þrivegis hefðu Bretar og Banda- rikjamenn staðið að slikum að- gerðum. Hann hélt þvl fram, að banda- riski flotinn hefði náð hlustunar- tækjum úr sovézku skipi sem sökk i Japanshafi fyrir nokkrum árum. Einnig hafi Bandarikjaher náð kjarnorkueldflaug úr rúss- neskri herflugvél; sem hrapaði á þeim sömu slóðum. Talsmenn herstjórnarinnar hafa ekkert viljað um málið segja, en Mike Mansfield öldungardeildarþingmaður hefur staðfest, að reynt var að ná upp sovézkum kjarnorkukafbát. Féllust á aðra kröfu Fischers ,,En óvíst samt að hann tefli fyrir það" segir Edmundson Ed Edmundson, forseti banda- riska skáksambandsins, sagði i gær, að það væri aðeins „einn möguleiki á móti þúsund”, að Bobby Fischer mundi fallast á að verja heimsmeistaratitilinn I ein- vígi við Karpov. Edmundson, hafði þar i huga, að aukaþing FIDE (alþjóðaskák- sambandsins) hafnaði annarri aðalkröfu Fischers en samþykkti hina. Aukaþinginu lauk I gær og var samþykkt, að fjöldi skákanna i einviginu yrði ótakmarkaður. En á þinginu i Nice hafði verið sam- þykkt, að þær yrðu I mesta lagi 36. „Ég lít á þetta sem góð úrslit, þvi að þau leggja örlög einvigis- ins, algerlega I hendur Fischers,” sagði dr. Max Euwe, forseti FIDE, að afstöðnu þinginu. — „Ef hann neitar að tefla, vegna þess að þingið gekk ekki að báðum kröfunum, þá sviptir hann sig sjálfur titlinum.” Euwe sagði, að þessi afgreiðsla málsins þýddi, að bæði Sovét- menn og Bandaríkjamenn hefðu fengið helminginn af kröfum sln- um samþykktan. Forseti sovézka skáksam- bandsins, Yuri Averbach, kvaðst eftir atvikum ánægður með þessi málalok, og lýsti hann þvi yfir að Karpov mundi tefla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.