Tíminn - 16.07.1966, Qupperneq 9

Tíminn - 16.07.1966, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 16. júlí 1966 TÍMINN Rætt við Harald Ólafs- son, hinn nýja dagskrár stjóra Rikisútvarpsins Einn dag er Haraldur Ólafsson kominn utan frá Svíþjóð með licen ciat-próf í þjóðfræði eða það sem mundi heita á ensku cultural ant hropology. Hann tók hátt próf, og það hefði hann sjálfsagt gert í öðru, sem hann hefði tekið sér fyr- ir hendur. Á undanförnum árum höfum við öðru hverju verið að hittast i blaðamennsku, því Har- aldur hefur gjarnan unnið fyrir sér við það starf á sumrin, ýmist á Alþýðublaðinu, Fréttastofu útvarpsins að hér á Tímanum. Og nú síðast er það af honum að frétta, að hann er orðinn dag- skrárstjóri Ríkisútvarpsins. En þetta fer ailt vel við Harald, því hann er einn af þeim mönnum, sem allt í einu eru komnir inn á mitt gólf hjá manni, hressir og kátir, og farnir að vinna einhver verk, eins og þeir hafi aldrei gert neitt annað. Þannig var það í blaðamennskunni hjá Haraldi, og þannig verður það sjálfsagt í hinu nýja starfi. Kynni okkar Haraldar , þætti Esikimóamenningarinnar, pá |las ég nokkuð grænlenzku og fór til Grænlands og var þar nokkrar vikur. Vonandi get ég haldið eitt ,hvað áfram að kynna mér Græn- j land. — Hefurðu stuðzt eitthvað við I innlend efni? — Nei, ekkert, nema rit Vil- hjálrns Stefánssonar um Eskimóa, sem eru frábær. Það hefur lítið iverið skrifað um þetta á íslenzku. I Hér eru til nokkrar bækur þýdd- ar. Til dæmis þýddi Guðmundur Finnbogason tvær bækur, mann- fræði eftir Marret og þjóðfélags- fræði eftir Romney. Auk þess hef- ,ur verið þýdd bókin Frumstæðar i þjóðir eftir Meyer, sem er nú meira almenn vísindi, annars er hann merkur þjóðfræðingur, þótt sú bók sé ekki sérlega merkileg. Nú svo hefur verið þýtt mjög merkt rit í þessum fræðum, sem er Uppruni fjölskyldunnar, eftir Engels, sem Ásgeir Blöndal Magn- í ússon þýddi. Að vísu er það óskap-1 Þegar viIEi- HARALDUR OLAIFSSON. — Tímamynd GE. menn skapa vísindin hófust á Alþýðusblaðinu fyrir nokkrum árum. Við töluðum aldr- ei um nám þá, og það var ekki fyrr en nú að mér fannst ástæða til að færa í tal við hann hvað hann hefði verið að læra. Og um þjóðfræðina gátum við margt spjallað, þótt það komi ekki allt fram í þessu viðtali við hann. Og vitanlega er sumt í henni, eins og í ýmsum öðrum fræðum, alls ekki prenthæft, en sleppum því. . — Er það almennt hér á ís- landi, að menn hafi þetta próf? — Nei, þeír eru ákaflega fáir, sem hafa lagt stund á þetta. Ég veit aðeins um einn, sem lokið hefur prófi í mannfræði, það er að segja fysiskri mannfræði, Jens Pálsson, og nokkrir munu hafa tek ið þjóðfræði sem áukafag með öðr um greinum, sagnfræði ,trúar- bragðasögu og jafnvel málfræði. Og svo munu vera tveir eða þrír íslendingar við þetta nám erlendis í dag. — En þú ert fyrsti maðurinn, sem lýkur prófi í þessari grein hér? — Ég veit ekki um annan, sem hefur lokið samsvarandi prófi. — Hvað varst þú lengi við nám? — Ég var tæp sex ár. — Og við hvaða skóla? — Háskólana í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Uppsölum, og lauk prófi frá skólanum í Stokk- hólmi með þjóðfélagsfræði sem að- alfag, enda þef ég mest allan tím- ann verið þar, hálft ár í Raup- mannahöfn og auk þess tók ég próf í fysiskri mannfræði í Upp- sölum. — Þú ferðaðist dálítið í sam- bandi við þetta nám. Fórstu ekki m.a. til Grænlands? — Ég get, nú ekki sagt að ég hafi ferðazt mikið, en vegna sér ritgerðar sem ég varð að leggja fram og tók mig ein tvö ár að skrifa, og fjallaði einmitt um vissa lega úrelt rit, en merkt á sína vísu. Fyrsta bindi Sögu mannsand- ans eftir Ágúst H. Bjarnason er þjóðfræði, Olafur Hansson hefur einnig skrifað menningarsögu og í fyrsta árgangi Tímarits Bók- menntafélagsins er ritgerð um for- sögu og mannfræði eftlr Benedikt iGröndal. Ýmiislegt fleira mun vera til, en merkilegust eru þau rit Vilhjálms Stefánssonar, sem þýdd eru. — í hverju liggur þetta nám aðallega? — Námið er fyrst og fremst fólgið í því að kynna sér sögu mannsins, og mannlegs samfélags. Það fjallar fyrst og fremst um þær þjóðir sem ekiki eiga sér rit- mál og ekki hafa skapað svokall- aða æðri menningu með ritun. Annars eru mörkin ákaflega fljót- andi. Til dæmis heyra rannsóknir á sögu Azteka undir almenna mannfræði, en þeir áttu sér rit- mál. En í stuttu máái mundi þetta vera saga framvindu mannsins og rannsóknir á núlifandi þjóðflokk um sem ekki hafa nema að litlu leyti orðið fyrir áhrifum af æðri mennfngu og lifa við svokölluð frumstæð skilyrði. — Þetta er þá lærdómur um manninn í sinni frumstæðustu mynd? — Já, þetta er tilraun til þess að finna lögmál fyrir þróun mann legra samskipta og menningar. Og þjóðfræðin sem slík er náttúrlega hluti félagsfræðinnar, stjórnmála- fræði, listasögu, trúarbragðasögu, málvísinda og fornleifafræði. Það má segja, að þetta vinni allt sam an. Eg mundi orða það þannig, að að þetta væri rannsókn á mann- legu samfélagi. — Að hvaða leyti mundi þetta vera hagnýt vísindi? — Ég get ekki séð neitt hag- nýtt, beinlínis, við þau, fremur en mörg önnur vísindi. Þetta byggist mest á forvitni um okkur sjálf, forvitni um okkar forfeður og „dýra“tegundina yfirleitt. — Það liggur þó altént fyrir ákveðinn samræmdur skilningur á eðli þróunar mannsins? — Jú, mikil ósköp. Og náttúr- llega hafa þessi vísindi haft ákaf- I lega mikla hagnýta þýðingu í sam ; bandi við afnám nýlendukerfisins Það afnám væri óhugsandi án mjög náinnar þekkingar á svoköll- uðu frumstæðu fólki í Afríku og Asíu og víðar. Svo tekið sé dæmi af aðferðum Dana á Græniand við að nútímagera landið, eru þær j byggðar að nokkru leyti á hrein- I um þjóðfræðilegum rannsóknum : danskra vísindamanna. Þjóðfræð- jin er skilgetið afkvæmi nýlendu- ! stefnunnar. — Það vex sem sagt upp for- ! vitni? — Já, Englendingar og Frakk- ar réðu yfir stórum lendum hing- að og þangað með milljónum manna. Víða er um villimenn að ræða og það vaknar upp forvitni um þetta fólk, hvernig lmgsar þetta fólk, hvað er þetta fólk að gera. Þjóðfræðingar börðust ein- mitt fyrir því að ríkisstjórnir not- uðu sér þessa þekkingu út í yztu æsar við að hjálpa þessu fólki fram á leið. Og það má minna á það, að það voru bandarískir mann fræðingar, sem réðu því, að Hirohito, Japanskeisri, var ekki rekinn frá völdum eftir unpgjöf Japana 1945. Þeir sögðu, að ef keisaraættinni væri vikið fra, þá væri komið svo mikið tómarúm, að engin leið væri að fylla í það. — Þetta mundi ég nú kalla hag nýt fræði? — Jú, en ég átti nú við að þau væru ekki hagnýt t.d. hér. Þessu er yfirleitt þannig varið um önnur félagsleg fræði. Það má spyrja alveg endalaust hvað sé hagnýtt. Við byggjum brú yfir fljót, og til þess þarf verkfræð- in.ga, ekki satt. En brúin er ekki fyrst og fremst tákn um verkfræð- inginn-. Hún er tákn um mannleg samskipti. Hún er tákn um þá um- ferð, sem þar fer fram, og að sam- gangur er milli fólksins. Þjóðfræð- ingar kanna þessi tákn. — Er ekki breyting okkar úr bændaþjóðfélagi í borgarþjóðfélag hér á fslandi töluvert rannsókn- arefni? — Gífurlegt rannsóknarefni, og fyrst og fremst fyrir þjóðfélags- fræðinga. Þjóðfræðingar gætu líka lagt þar mikið af mörkum, en þó ekki án mjög náinnar samvinnu við þá, sem eru þjálfaðir í þjóðfélags- fræði. Það væri einmitt mjög for- vitnilegt að rannsaka þær breyt- ingar, sem hér hafa orðið á fjöl- mörgum sviðum. Og ísland hefur þá sérstöðu, að landið er eyland með mjög samstæða menningu, og fámennt ríki um leið, samt mjög fullkomið ríki. Og ég get ekki hugs að mér meira gósenland fyrir fé- lagsfræðinga. Þær rannsóknir mundu ekki einungis hafa forvitni legt gildi fyrir íslendinga, heldur einnig fyrir aðrar þjóðir, þar sem svipaðir hlutir eru að gerast. Til dæmis er ekki vafi á því að vissir hlutir mannfræðivísinda, eins og málfræðivísindi og annað, gætu haft mjög mikið gagn af slíkum rannsóknum. — Þessi fræðigrein þín nær yfir mjög víðtækt svið? — Já, hin almenna þjóðfræði er það, sem kallað er „grænse-viden- skap.“ Hún er eiginlega á mörk- um margra annarra fræðigreina, eða eins og sumir orða það: marg- ar fræðigreinar eru á mörkum hennar. Þá er fyrst og fremst höfð í huga félagsfræði og pólitísk vís- indi. Og félagsfræðingar nítjándu aldar, eins og Spencer, Taylor og Morgan og aðrir þekktir menn þeirra tíma, leita stöðugt til svo- kallaðra frumstæðra þjóða um sam anburð og rannsókn*r Rektor Upp salaháskóla Torguy Segerstedt sem er félagsfræðingur og hefur rann- sakað Afríkuþjóðir, hefur stjórn- að ákaflega merkilegum rannsókn um um þróun smábæja í Svíþjóð. Þeir hafa tekið bæi eins og Katrine kolm og Husqvarna. Bæir þessir eru mjög svipaðir að stærð. Hus- qvarna er gamall iðnaðarbær, mjög gamall, sprottinn fyrst úr gömlu sveitaþorpi og verður síð- an járniðnaðarborg. Katrineholm rís upp í lík síðustu aldar, þegar járnbrautarkerfið er að toomast á fót, og þá sem flutningamiðstöð. Það hafa verið gerðar mjög skemmtilegar rannsóknir á þess- um borgum. Hvað er líkt og hvað er ólíkt, og það hefur komlð í ljós að munurinn er ótrúlega mik- ill, bæði á fólki og afstöðu fólks til ýmissa hluta í þessum tveiumr bæjum. — Þá vegna ólíkra aðstæðna? — Einmitt. Husqvítma eF rót- fastur staður, en í Katrineholm er langtum meiri hreyfing á fólkinu. Þar er allt lausara fyrir. ,— Mundu þetta ekki vera hag- nýt vísindi fyrir stjórnmálamenn? — Ja, kannski. Við vitum það að bandarískir stjórnmálamenn hafa tekið upp mjög nána sam- vinnu við þá, sem stjórna skoð- anakönnunuim. Þá er um tvennt ræða: annars vegar að komast að því, hvaða skoðanir stórir hóp ar fólks hafa og annars vegar að finna út hvaða skoðunum hægt er að moka í fólk. Þetta er svo sem ekkert annað en útfærð mann- fræði eða hagnýt félagsfræði. Þetta á vafalaust eftir að breiðast út um Evrópu líka. Eftirtektarvert er, að nú fara ekki svo fram kosn- ingar hjá milljónaþjóðum, að ekki liggi fyrir nokkuð nákvæmar nið- urstöður, fljótlega eftir að talning hefst, reiknað út í rafeindaheil- um. Þetta byggist á nákvæmri rann sókn á einkennandi svæðum. Síð- an koma 'tnn tölur frá þessum vissu hverfum eða svæðum, og á þessum prufum er hægt að reikna út nokkurn veginn hver úrsiitin verða. f síðustu toosningum í Bretlandi beittu þeir mjög þessari aðferð við að segja fyrir um úrslit, og það með góðum árangri. — Hvað hyggst þú fyrir með þetta próf? — í prófritgerð minni kannaði ég vissa þætti Eskimóamenningar- innar, tabúreglur, sem þeir fylgja i sambandi við veiðar, og athug- aði hvaða hugmyndir liggja að baki vissra aðferða. Eg hafði gam an af að kynna mér menningu Eskimóa nánar. Hugmyndaheíimur þeirra er ákafléga auðugur, og þótt aðgerðir þeirra og reglur séu ekki rationellar í venjulegum skiln ingi, eru þær aldrei út í bláinn, og þar af leiðandi gegna þær mik- ilvægu hlutverki í lífsbaráttu þeirra. Kannski sýna rannsóknir á frumstæðu fólki, sem svo er kall- að, að enginn munur er á grund- vallarafstöðu hinna ýmsu hópa mannfólksins til umhverfisins, og á ég þar við félagslegt umhverfi ekki síður en landfræðilegt. Allir stjórnast að miklu leyti af rót- grónum vanahugmyndum, sem gera lífið bærilest. Ég hefði sem sagt ákaflega gam- an að kynna mér Eskimóamenn- inguna frekar, en ég býst nú ekki við að það verði í nánustu frarn- tíð. Og einnig að kynna mér meir almenna mannfræði. Ég hefði einn ig gaman af að kynna frekar þessa fræðigrein á íslandi, og þá með bókaþýðingum. Ég tel mig ekki geta skrifað um þessi efni ennþá, til þess þarf lengri og meiri þjálf un í fræðigreininni. —IGÞ. □

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.