Tíminn - 16.07.1966, Page 14

Tíminn - 16.07.1966, Page 14
14 THVBINN LAUGARDAGUR 16. júlí 1966 BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST á Laugarnesveg og í Miðbæinn. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins í aBnkastræti 7, sími 1 23 23. Islenzkir þjóðdans- ar í Árbæ Að undanförnu hefur Árhæjar- safn verið fjölsótt. Lætur nærri að 3000 manns hafi skoðað safnið frá því það var opnað 21. júní. Um síðustu helgi sýndi þjóð- dansaflokkur frá Umeá í Svíþjóð sænska þjóðdansa þar efra, en í dag, laugardag, ef veður leyfir, sýn þeir flokkur úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur íslenzka þjóðdansa. HESTAMOT Á HÓLUM Framhald af bls. 16. um njóta þeir gleðistunda jaftn í stuttum reiðtúrum vetr arins, sem í langferðum sum arsins á sólbjörtum öræfaleið um. Þeir, sem í sveitunum búa, finna það æ betur, að hest urinn verður ávallt hluti af búi bóndans. Vélarnar hafa létt af hestin um okinu, en nú, eins og áður, lyftir góður reiðhestur lífi. bóndans íslenzka í æðra veldi.“ Að lokinni setningarræðunni, hófst sýning á stóðhestum, hryss um og góðhestum. Var þeim riðið um sýningarsvæðið, ásamt afkvæmum, óg kynnir mótsins, Hjalti Pálsson, sagði frá sýningar gripunum. Var þarna saman kom ið úrval gæðinga landsins, og ekki á hverjum degi, sem gefst tæki færi til þess að skoða þá alla á einum og sama staðnum. Hryssu sýningin fór fyrst fram, og var hryssunum raðað í þrjá flokka: Hryssur með afkvæmum. einstak ar hryssur 6 vetra og eldri, fjög urra. til fimm vetra hryssur. Næst kom röðin að stóðhestunum, og var sami háttur hafður þar á, að fyrst voru stóðhestar með afkvæm um sýndir, þá stóðhestar sex vetra og eldri, síðan 5 vetra, 4 vetra, og að síðustu 2—3 vetra stóðhestar. Næst á dagskránni var gæðinga keppni hestamannafélaganna en hvert félag má senda tvo gæðinga til keppninnar nema Fákur í Rvík má senda 3. Var gæðingunum rið ið um sýningarsvæðið, en úrslit keppninnar verða ekld tilkynr.t fyrr en seinna, og sama máli gild ir um úrslitin í stóðhesta óg hryssusýnjngunni. Undanrásir í kappreiðum fóru fram* í dag. og fara hér á eftir beztu tímar, sem náðust: 2'50 m skeið, Hrollur úr Reykjavík, á 26. 4 sek, en móðir hans Gletta á ís landsmetið, sem er 22.6, Buska einnig úr Réykjavík, 27.4 sek. og Blakkur frá Áshildarholti 27.8 sek. Stökk 300 m: Ölvaldur, Sól heimatungu Mýrarsýslu 23.5 sek. Glóð, Hvítárholti. Árnessýslu, 23.5 og Fjallaskjóni, Kúskerpi, Skaga firði, 23.8. Síðast var svo 800 m hlaupið, sem beðið var eftir með mikiili eftirvæntingu, en 19 hest ar voru skráðir þar til keppni. Beztan tíma fékk Þytur úr Reykja vík, 65 sek. sléttar, þá kom Glanni frá Norðurhjáleigu í Skaftaíells- sýslu 67.7 en hann á íslandsmetið í 800 metrum, 64.5 sett í Skógar hólum 1962. og þriðja bezta tím ann fékk Gustur úr Reykjavík, 68. 6 sek. Úrslit kappreiðanna fara svo fram sunnudaginn. Þegar hér var komið dagskránni var klukkan orðin hálf átta og dag skrá dagsins því lokið, en kl. 9 í fyrramálið hefst dagskráin með sýningu stóðhesta í dómhring. Talið er, að hátt á annað þús und manns hafi verið komið til Hóla í kvöld, en erfitt er að gizka á nákvæma tölu, vegna stöðugs fólksstraums hingað. Eins og áður hefur verið getið, er hér mikill viðbúnaður til þess að taka á móti fólki og t.d. hefur hótel- stýran hér, Steinunn Hafstað, bú ið sig undir að geta gefið 900 manns að borða í hvert mál. og hefur ekki staðið á afgreiðslu á mat eðia öðru. Hestakonurnar úr Hreppunum voru að koma til Hóla í kvöld, og hópurinn frá Egilsstöðum, sem kom lengst ríðandi kom í gær kvöldi. BRADABIRGÐALOG Framhaid af bls. 1. göngumálaráðherra, fallizt á setningu bráðabirgðalaga um lausn deilu framreiðslumanna og veitingamanna, sem leitt hefur til stöðvunar á rekstri veitingahúsa. Hefur forseti ís- lands sett bráðabirgðalög um þetta efni, sem hér segir: Forseti íslands gjörir lcunnugt: Samgöngu- málaráðherra hefur tjáð mér. að verkfall hafi staðið yfir hjá félögum í Félagi fraimreiðslu- manna frá því 8. þ.m., og hafi sáttatilraunir ekki borið árang- ur og ekki horfur á lausn deil- unnar í bráð, m.a. vegna djúp- stæðs ágreinings um rétt Fé- lags framreiðslumanna til af- skipta af vinnutilhögun í veit- ingahúsum. Enn fremur, að Samband veit- inga- og gistihúsaeigenda hafi ákveðið að loka veitingahúsum sín um fyrir alla, nema erlenda dval- argesti, meðan verkfallið stendur, og tilkynnt það samgöngumálaráðu neytinu bréflega Muni þá ekki unnt að veíta öðrum mönnum, Utför Teits Eyjólfssonar frá Eyvindartungu er lézt 11. júlí s.l. verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykiavík þriðju- daginn 19. þ.m. kl. 10.30. Minningarathöfn hefst í Eyvindartungu sama dag kl. 2.30. Jarðsett verður frá Laugarvatni. Vandamenn. i þar á meðal farþegum erlendra skemmtiferðaskipa almenna og samningsbundna þjónustu. Nú sé mesti annatími veitingahúsa, vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna og ferðamannaskipa. Verði ekki unnt að veita þessu ferðafólki sæmi lega þjónustu, sé hætta á að var anlega verði spillt árangri langr- ar og ötullar landkynningarstarf- semi, sem erfitt yrði að bæta, og bitna myndi á öllum þeim aðilum hér á landi, sem hafa atvinnu af þjónustu við ferðamenn, og verða þjóðinni til vansæmdar. Því telur níkisstjórnin, að brýna nauðsyn beri til að koma í veg fyrir stöðvun á rekstri veitinga- húsanna. Fyrir því cru hér með sett bráða birgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórn arskrárinnar, á þessa leið: 1. gr. Hæstiréttur tilnefnir 3 menn í gerðardóm, sem ákveði kaup og kjör faglærðra framreiðslumanna og barmanna í veitingahúsum Hajstiréttur kveður á um, hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins. Gerðardómurinn setur sér starfs reglur, aflar sér af sjálfsdáðum nauðsyniega gagna, og er rétt að krefjast skýrslna. munnlegra eða skriflegra af einstökum mönnum og embættismönnum. 2. gr. Gerðardómurinn skal við ákvörð un þóknunar og starfskjara hafa hliðsjón af samningi frá 4. júní 1965 milli Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og Félags fram- reiðslumanna, svo og þeirra kaup- hækkana og kjarabóta, sem sam- bærilegar stéttir hafa orði'ð að- njótandi frá því 4. júní 1965. 3. gr Verkföll, þar á meðal samúðar- verkföll í því skyni að knýja fram aðra skipan kjaramála, sem lög þessi taka til, eru óheimil, þar á meðai framhald verkfalls Félags framreiðslumanna, sem hófst 8. júií 1936. 4. gr. Ákvarðanir gerðardóms, sam- kvæmt 1. gr. skulu að þvá er varð- er greiðslur veitingahúsaeigenda til féiaga í Félagi framreiðslumanna giida frá gildistöku laga þessara. Að öðru leyti skal samningur Sambands veitinga- og gistihúsaeig enda og Félags framreiðslumanna dags 4. júnf 1965, gilda, þar tU gerðardómur fellur. 5. gr. Kostnaður við gerðardóminn, þar á meðal laun gerðardóms- manna eftir ákvörðun ráðherra, greiðist úr ríkissjóði. 6. gr. Með brot gegn lögum þessum skal farið að hætti opinberra máia, og varða brot sektum. 7. gr Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda þar til nýr samningur tekst milli Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda og Félags framreiðslu- manna, þó eigi lengur en til 1. febrúar 1967. Gjört á Bessastöðum 15. júilí 1966. Ásgeir Ásgeirsson L.S.) Ingólfur Jónsson. ÚTSVÖR í KÓPAVOGI Framhald af bls. 1. gefið hverju sinni af útsvörum álögðum eftir útsvarsstiga, kæmi barnmörgum fjölskyidum til góða, því að útsvarsþunginn kemur einna verst niður á þeim. Þetta hefur því í för með sér. að þeir sem eiga tvö börn eða fleiri fá nokkru meiri lækkun en 5%, en aðrir minna. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lögðust hins vegar gegn því, að frádráttur fjölskyldubótanna væri leyfður, og báru fram tillögu um það, að veittur yrði 5% al- mennur frádráttur í þess stað. Sú tillaga var felld. LJÓN í HÁLOFTUM Framhald af bls. 1. markgreifinn af Bath, en hann á dýragarð á herra garði sínum, Longieat í Vest urEnglandi. Flugstjórinn, Paul Wihg man, sagði blaðamönnum í dag frá því, sem gerðist um borð í véili'nni. Búrið, sem ijónin voru geymd í, stóðu fyrir aftan brennslugeym ana.Ekkert skilrúm var milli búrsins og stjórnklefans. — Skyndilega fannst mér ein hver væri að snuðra fyrir aftan mig. Ég leit aftur fyr ir mig og sá Ijónsunga standa rétt við annan fót minn. Því næst sá ég tvö stór ljón, sem komu í átt til okkar — það var sann arlega taugaæsandi augna blik, — sagði Wihgman. Flugmennirnir náðu þeg- ar sambandi við flugvöllinn í Brussel og báðu um leyfi til þess að lenda. En þeir áttu í erfiðleikum með að sannfæra starfsmenn flug- turnsins í Brussel um, að þeir væru ekki að grínast. — Við höfum þrjú ljón í stjórnklefanum, — sagði flugmaðurinn. — Settu þau í benzíngeyminn, — svaraði flugturninn. Þegar flugvélin tók að lækka flugið yfir fiugvellin- um tóku ljónin að verða óróleg, og annar flugmað- urinn þreif öxi. sem hékk á veggnum, og hjó í átt til þeirra. Þannig tókst hon- um að halda þeim í fjar- lægð þar til flugvélin hafði lent og lögreglumenn, vopn aðir vélbyssum, umkringdu vélina. Sérfræðingar frá dýragarðinum í Antwerpen aðstoðuðu við að handsama ljónin. Eigandi ljónanna fullyrti í dag, að ijbnin væru alveg hættulaus. — þetta eru mjög lítil ljón, — sagði hann. Síðar í kvöld voru ljón- in sett í tvo sterka kassa og þeim síðan flogið til Lon don. Gekk ferðin án nokk- urra ævintýra. IÞRÓTTIR verið gerðar á enska landsliðinu. Paine kemur á hægri kant í stað Alan Ball, sem er meiddur, og Peters á hinn kantinn í stað Con- olly, sem einnig meiddist lítilshátt- ar í leik Englands við Uruguay. ÍÞRÓTTIR ur Spánverja langt frá því að vera góður og liðið getur gert sé litla vonir um áframhald í keppninni. en Spánn á eftir að leika við Þýzka land. Sjö breytingar voru gerðar á iiði Sviss frá 5—0 tapleiknum gegn Þýzkalandi og lék Uðið nú miklu betur, en greinilegt er, að lið, sem ekki er skipað algerum atvinnumönnum á litla möguleika í keppni sem þessari. FLUGFÉLAGIÐ Framhald af bls. 1. þótti, að fyrst yrði að endurnýja flugflotann fyrir innanlandsflugið og snúa sér síðan að kaupum á nýjum vélum fyrir utanlands- flugið. Þrjár nefndir voru settar á laggirnar til að kanna, hvaða vél myndi henta félaginu bezt og að 2 mánuðum liðnum skiluðu þær samhljóða áliti, að Boeing 727C þotan kæmi langhelzt til greina. Félagið tryggði þá for- kaupsrétt að Boeing 727 og falað ist síðan eftir ríkisábyrgð. Margir aðilar hafa unnið að þessu máli, og væri ástæða til að bera fram Isérstakar þakkir til ríkisstjórn ! arinnar, Alþingis og Landsbanka íslands. Kaupverð vélarinnar er um 230 milljónir króna, og talið er að. varahlutir og vararheyflar muni kosta um 70 milljónir króna. Bandarískir bankar munu veita félaginu lán fyrir 80% af kaup verðinu, til 7 ára. FÍ mun greiða 10% af kaupverði og allan kostn að við þjálfun áhafna, sem áætlað er að nemi um 10 millj kr. Til að mæta þessum kostnaði hefur félagið ákveðið að auka hlutafé sitt um 40 milljónir króna á næstu þremur árum. Þá sagði Örn O. Johnson, að vissulega hefði það orðið félaginu nokkur vonbrigði að ríkisstjórnin skyldi setja það að skilyrði, fyr ir ríkisábyrgð að þotan yrði gerð út frá Keflavíkurflugvelli. Þessi flugvélategund er sérstaklega smíðuð með það fyrir augum, að nota stuttar flugbrautir og væri 400 m flugbraut fyllilega nægi leg. Bandaríski flugherinn er meira að segja að kanna mögu- leika á því að láta Boeing þotu lenda á flugvélamóðurskipum. Það myndi að sjálfsögðu hafa talsvert aukinn kostnað í för með sér, að gera flugvélina út frá Keflavíkur- flugvelli, og þessi ákvörðun er ekki runnin undan rótum lán veitenda, eða annarra erlendra að- ila. Gert er ráð fyrir, að minni hátt ar viðhald verði framkvæmt hér heima, en 6 áhafnir verða þjálfað ar til að stjórna þotunni, og hefst þjálfunln í febrúar eða marz. Þot an mun suma daga fara tvær millilandaferðir á dag, frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur, og frá London til Reýkjavikur á sama degi. Félagið ætlar að selja tvær af þremur millilandaflugvélunum Vi scount og aðra Cloudmastervélina en hin Cloudmastervélin mun verða varaflugvél fyrir þotuna. Félagið hefur ekki nein áform um að fjölga flugleiðum, en það gefur auga leið, að fljót- lega muni þurfa að festa kaup á annarri þotu. Herra Ross, annar samningamannanna frá Boeing, vericsmiðjunum, þakkaði góða samvinnu við FÍ og þá gestrisni, er þeir félagar hefðu orðið að- njótandi. og hann benfi á, þá skemmtilegu tilviljun, að í dag væru nákvæmlega 50 ár liðin frá því að Boeingverksmiðjurnar voru stofnaðar, og hann vonaðist til, að þessi kaup yrðu FÍ til heilla og að þau myndu auka vöxt og við gang landsins. Það væri heiður fyr ir Boeing verksmiðjurnar að FÍ skuli hafa bætzt í hóp þeirra, flug félaga, er nota þessa þotu. MORÐINGINN Framhald af bls. 1. ar af hræðslu. Hún lét einn- og að því liggja. að þær hafi ekki skilið hvað morðinginn vildi, og þannig búist við að sleppa ómeiddar frá honum, ef þær hlýddu skipunum Ihans og færu með homim inn í hliðarherbergi það, er hann myrti þær i. IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. 200 m hlaup: Björk Ingimundar dóttir, Halldóra Helgadóttir. 80 m grindahlaup: Björk Ingi mundardóttir Halldóra Helgadótt- ir. Langstökk: Þuríður Jónsd., Guð ríður Guðbjartsdóttir. 4x100 m boðhlaup: Björk Ingi mundardóttir, Halldóra Helgad., Þuríður Jónsd., Guðrún Benónýs- dóttir. Augiýsíð í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.