Vísir - 24.03.1975, Síða 2

Vísir - 24.03.1975, Síða 2
2 Vísir. Mánudagur 24. marz 1975. VÍSDtSm: Hvert er þitt álit á nýja flugvall- arskattinum? Helgi Thoroddsen, hleðslustjóri: — Hann getur verið réttlætanleg- ur, en i þessu tilfelli er skatturinn of hár. Við getum ekki hagað okk- ur eins og apar og verið hátt fyrir ofan alla i slikri sköttun. Þessi skattur er 2-3 dollarar annars staðar, en 17 hér. Það er ekki heil brú I svona háttalagi. Reynir Þorleifsson, bakari: — Mér lizt mjög illa á hann. Mér er alltaf illa við nýja skatta, sem reikna má með, að verði til eilifð- ar. Guðfinnur G. Ottósson, verkamaður — Mér lizt vel á hann. Fólk, sem getur farið til út- landa, hlýtur að geta bætt þessari upphæð við, það fer varla að svelta fyrir hana. Nei, ég tilheyri ekki þessum hópi. llallgrimur Th. Björnsson, kenn- ari: — Mér finnst hann bara eðlilegur, þegar þjóðin á i vand- ræðum með fjárhaginn. Það verður að gripa til allar hugsan- legra ráða til að rétta fjárhaginn af. Haraldur Þórðarson, sótthreins- unarmaður: — Mér lizt illa á hann. Nú getur maður ekkert farið, en það er nú kannski til- gangurinn. Jón Guðmundsson, vélstjóri: — Ég hef bara heyrt ávæning af þessu, en ekki myndað mér neinar skoðanir. Ég ferðast ekki neitt sjálfur, fjárhagurinn leyfir ekki slikt, hvort sem slikur skatt- ur er eða ekki. ÉG VIL HELZT KALLA MIG LEIRARA Það hefur lengst af þótt léleg latina á ís- landi að nota leir i list sina, en fáeinum er þó gefið að gera þetta svo vel sé. Þeirra á meðal er Steinunn Marteins- dóttir á Hulduhólum i Mosfellssveit, sem yrk- ir i leir með margvis- legu móti, svo af verð- ur ágætasta list. / / — segir Steinunn Marteins- dóttir, sem á laugardaginn opnar sýningu á Kjarvalsstöðum Steinunn stendur i ströngu þessa dagana að láta listmuni sina ofan i kassa og pakka með þeim, svo þeir komist i heilu lagi til Reykjavikur, en hún ætl- ar að opna sýningu I Kjarvals- stöðum á laugardaginn, 29. Steinunn leggur siðustu hönd á listmun. Þessi skál var að kólna I ofninum, en orðin nógu köld til að taka hana upp úr. A sýningu Steinunnar á Kjar- valsstöðum verða 20 veggmynd- ir úr leir, sumar að hluta upp- hleyptar, og sumar unnar með sérstakri ieirlitatækni. marz. A sýningunni verða tæp- lega 440 sýningarnúmer: Leir- munir hvers konar, þar með tal- ið 20 veggmyndir úr leir, um 20 teikningar, tvær raderingar og silkiþrykk „frá þvi I eldgamla daga”, sagði Steinunn, er VIsis- menn heimsóttu hana einn góð- an slagveöursdaginn fyrir skemmstu. „Ég vil helzt kalla mig leir- ara”, sagði Steinunn. „Þegar krakkarnir leika sér að leir, segjast þau vera að leira, og mér finnst það ágætis orð”. Steinunn er fædd I Reykjavík árið 1936, dóttir Kristlnar Bjarnadóttur og Marteins Guð- LESENDUR HAFA ORÐIÐ KENNIÐ RÆÐUMENNSKU í GAGNFRÆÐASKÓLUM! Sigurður Jónsson hringdi: „Það er mikið I tizku núna, að menn fariá námskeið til að tala. Eru það bæði stjórnmálaflokkar og einstaklingar, sem standa fyrir sllkum námskeiðum. Um það er ekkert nema gott eitt að segja. En ég hef oft velt þvi fyrir mér, hvort ræðumennska sé ekki nokkuð, sem menn eiga að læra I skólum. í sumum skólum eru að visu rekin málfunda- félög, en þau gera ekki fullkom- lega sama gagn. Þar eru það jafnan sömu fjórir eða fimm kjaftaskarnir, sem standa upp. Hinir sitja sem fastast. Þeir ætla að vera kaldir og taka til máls seinna. Nú er það svo, að flestir standa frammi fyrir þvl fyrr eða sfðar á lifsleiðinni að þurfa Frimerkjasafnari skrifar: „Það hafa margir haft við orð, að islenzku frlmerkin séu alltaf að verða ljótari og ljótari. Þvl fór ekki fjarri, en breyttist allverulega til batnaöar með tilkomu frlmerkjanna, sem aö standa upp og flytja ræðu. Margir eru með eilifan maga- verk af ótta við að þurfa skyndi- lega að taka til máls frammi fyrir áheyrendum. Þessi ótti er þess valdandi, að t.d. ýmis stéttarfélög, sem I eru kannski nokkur hundruð félagsmenn, hafa aldrei nema litið brot félagsmanna á fundi. Launa- málafundir eru jafnvel illa sóttir. Þeir eru svo fáir, sem þykjasteiga erindiá slika fundi. Þeir hafa jú skoðanir, en vita sem er, að þeir munu aldrei standa upp og lýsa þeim. „Það gera hinir. Ég er bara þriðja flokks félagi. Það er bezt, að kjaftaskarnir finni lausn á mál- unum. Ég get svo farið og kosið meö eða á móti. Þannig get ég bezt haft áhrif i mínu félagi.” Er það ekki alltof margir, sem gefin voru út I tilefni gossins I Eyjum. Merkin voru orðin þaö stór, að maður var eiginlega farinn að lima umslögin aftan á frlmerk- in, eins og einhver góður maður komst að orði. Hrósyrði min I garö póstyfir- hugsa svona? En það er ekki aðeins I stétt- arfélögum, sem meiri eða minni kunnátta I ræðumennsku getur komið að gangi: það má t.d. nefna til viðbótar umræður á húsfélagsfundum, borgara- fundum, framboðsfundum, já, og siðast en ekki sizt við tæki- færi eins og stórafmæli, brúðkaup þar sem einhver I hópnum þarf kannski skyndilega að segja nokkur orð. Það getur verið nógu erfitt að koma þá upp orði. Það þekkja þeir, sem reynt hafa. Þykist ég hér vera búinn aö sýna fram á nauðsyn þess, að kennsla I ræðumennsku verði tekin upp I skólum. Það ætti að vera á námskrá strax I fyrsta og öðrum bekk gagnfræðaskól- anna.” valda fyrir gosfrlmerkin eru sennilega fyrstu hrósyrðin, sem þeirfá i langan tlma. En ég vil gera meira: Mig langar til að stinga aö þeim þeirri hugmynd, aö gefin verði út frímerki til minningar um hörmungarnar I Neskaupstað”. „Opnið stúkur- nar meira" Lilja Guðmundsdóttir hringdi: „Ég hef veitt þvi athygli, að ein og ein I.O.G.T.-stúkan er að auglýsa opna fundi. Sjálf hef ég fariö á einn slíkan fund og var á- nægð með hann. Nú vil ég koma þeirri ósk á framfæri við stúkumenn, að þeir geri enn meira að því að opna almenningi stúkufundi slna. Einkum væri óskandi, að ungtemplarar væru með slíka fundi og þá með efni á dag- skránni, sem llklegt væri til að laöa ungmenni að. Mér hefur virzt templarar starfa of mikið út af fyrir sig. Vera of lokaðir. Þeir ættu að bjóöa almenningi á fundi sina, þannig að hver og einn geti labbað sig inn og kynnt sér starf stúkunnar án nokkurra skuld- bindinga um að innlimast mef það sama. Ef templarar vilja ná ein- hverjum árangri I starfi slnu. verða þeir að vera opnari”. FRIMERKI TIL MINNINGAR UM HÖRMUNGARNAR í NESKAUPSTAÐ77 #/

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.