Vísir - 24.03.1975, Page 3

Vísir - 24.03.1975, Page 3
r Vísir. Mánudagur 24. marz 1975. Þessi fallegi vasi er eftirmynd Esjunnar, eins og sjá má, þegar grannt er aö gáö. Þetta stef er aö finna i fleiri myndum Steinunnar af ýmsum geröum. — Borðið er svipaö þeim, sem munirnir veröa sýndir á. Höfundur þess er eiginmaður Steinunnar, Sverrir Har- aldsson, iistmálari, en boröin hafa þá náttúru, aö hægt er aö taka þau sundur og raða þeim saman á andartaki. Ljósm. Vísis Bragi. mundssonar, myndhöggvara. Hún brautskráöist frá Mennta- skólanum i Reykjavik 1955, stundaöi nám i Handiöa- og myndlistaskólanum 1956—57, og Hochschule fur bildende Kunste i Vestur-Berlin 1957—60 með leirkeragerð sem aðalgrein. Þegar heim kom, vann hún um skeið hjá Glit h.f., rak eigið leir- verkstæði frá 1961 til 1966 og tók á þeim árum þátt i samsýning- um innanlands og utan. 1966—67 lagði hún stund á nám I teiknikennslu, og 1967—73 hélt hún námskeið i leirkera- smið fyrir almenning. Þann tima hefur hún ekki sýnt og ekk- ert látið frá sér fara af verkum. Þetta er þvi I senn fyrsta einka- sýning Steinunnar og hið fyrsta, sem hún hefur látið frá sér fara I nærri átta ár. Sem fyrr segir kennir ýmissa grasa á sýningu Steinunnar. Auk þess, sem áður er talið, má nefna veggskildi, blómapotta, vasa, lampa, platta, kerta- stjaka og sjálfsagt fleira. Sýn- ingin verður opin til 13. apríl, og er mikill hluti verkanna til sölu. Nokkuð er i einkaeign, og ,,ég er ekki viss um, að ég vilji selja al- veg allt”, sagði Steinunn. „Þá missi ég tengslin við þaö, sem ég hef verið að gera”. —SHH Ölvun á ölvun ofan — ölvaður tók bfl, en ölvaður eigandinn tók annan Ilonum fannst eigandinn of ölvaöur til þess að keyra bfl sinn, svo hann ákvaö bara að setjast sjálfur undir stýriö. Þaö versta var bara, að hann hafði sjálfur bragðaö of mikið af áfengum drykkjum um kviildiö og var þar að auki réttindalaus. Það er vist ekki i fyrsta skipti, sem slikt skeður á laugardags- kvöldi i Reykjavfk, en ekki er alltaf, sem eigandinn nær sér i annan bfl til þess að ná i sinn eig- inn. Þeir höfðu verið að skemmta sér eitthvað saman fyrrnefnt kvöld, þegar þetta skeði. Lögregl- an fann þann réttindalausa og sagði honum til syndanna. Eigandinn var ekki alveg á þvi að láta bil sinn frá sér, svo hann settist upp I bil móður sinnar og ók niður á lögreglustöð til þess að fá bil sinn aftur. Lögreglan var þó ekki lengi að sjá, að maðurinn var ekki allsgáður, og fékk hann að sjálfsögðu ekki að setjast undir stýri strax aftur. —EA 60 útköll á 6 tímum — mest ölvað ungt fólk — mikil ölvun á föstudagskvöld 60útköll á rúmum 6 timum. Þaö þykir nokkuö mikiö hjá lögregl- unni. Þetta átti sér staö aðfara- nótt laugardagsins, eöa rétt um og eftir miönætti hjá lögreglunni I Reykjavik. Aldrei var þó um neitt stórmál að ræða. Að sögn. lögreglunnar var aðallega um að ræða slags- mál, rifrildi eða annað slikt i samkomuhúsum eða heimahús- um. Hér virtist eingöngu um ungt fólk að ræða. Var sá yngsti 14 ára gamall, en þeir elztu um tvitugt og rétt þar yfir. Var Bakkus alls staðar I spilinu. Var unga fólkið annaðhvort héöan úr Reykjavik eða nágrenni. Engin alvaríeg meiðsli urðu þrátt fyrir slagsmálin. Nokkrir voru teknir ölvaðir við akstur og virtist talsvert um ölvun á föstudags- kvöldið. Ekki kunni lögreglan neina skýringu á, hvers vegna svo mikið var um ölvun þetta kvöld. Þrátt fyrir annirnar kom ekk- ert alvarlegt upp. — EA 3 ,Sjálfsákvörðunarrétt- urínn viðurkenndur — sfofnfundur baráftusamfaka í kvöld „Viðurkenndur sé sjálfs- ákvörðunarréttur kvenna varð- andi fóstureyöingu innan 12 vikna meðgöngu....” Þannig segir meöal annars i tilkynningu frá baráttusamtök- um fyrir sjálfsákvörðunarrétti konu til löglegrar fóstureyðing- ar. Stofnfundur þessara sam- taka verður haldinn á Hótel Sögu i kvöld. Markmið samtakanna er að vinna að þvi, að breytingar, sem gerðar hafa verið i upphaflegri gerð frumvarps til laga um ráð- gjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir og um fóstureyð- ingar og ófrjósemisaðgerðir verði niður felldar. Þá leggja samtökin megin- áherzlu á sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fjóstureyðingin sé allt- af neyðarúrræði, og skilyrði sé, að kona sé frædd um áhættu samfara slikri aðgerð og að henni sé gerð grein fyrir þeirri félagslegu aðstoð, sem þjóðfé- lagið veitir þungaðri konu og móður. Þá er lögð áherzla á, að skólar á skyldunámsstigi veiti fræðslu um kynlif, barneignir og notkun getnaðarvarna. Fundurinn hefst klukkan 20.30 i Súlnasal. —EA Halda 25. róðstefnuna ó tíu órum ó þrítugsafmœlinu t byrjun næsta mánaöar efnir Samband islenzkra sveitarfélaga til 25. ráöstefnunnar, sem haldin er á vegum sambandsins, og eru þá jafnframt liöin tfu ár, sföan starfsemi þessi hófst. Um leiö getur sambandiö haldiö upp á þri- tugsafmæliö. Til umræöu á þessari 25. ráö- stefnu Sambands fslenzkra sveit- arfélaga veröur efniö Sveitar- stjórnir og menningarmái. Meöal annars veröur fjallað um sam- starf rikis og sveitarfélaga i menningarmáium og leitazt viö að svara því, hverjar séu skyldur sveitarstjórna I menningarmál- um. —SHH Akureyrar- plast ó markað ytra Plastiðjan Bjarg á Akureyri hefur íengið pöntun á raflagna- efni frá fyritæki i Hollandi. For- ráðamenn verksmiðjunnar hafa leitað markaða ytra og sent sýn- ishorn af vörum i þvi skyni. Nú er eftir að vita hvort ekki verður áframhald á útflutningi á þessari vöru Akureyringanna. Ingólfistrœti 5 Vorsala á skinnfatnaði Mikill afsláttur SIMI 2-81-30 n GRÁFELDUR HF.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.