Vísir - 24.03.1975, Page 6

Vísir - 24.03.1975, Page 6
6 Vísir. Mánudagur 24. marz 1975. vísrn títgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson' Auglýsingar: Iiverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: 'Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Kissinger mistókst Mistök Kissingers i tilraunum hans til að leiða deiluaðila i Mið-Austurlöndum nær samningum eru einhver sorglegasti atburðurinn i heims- stjórnmálum um langt skeið. Miklar vonir voru bundnar við, að honum tækist i siðustu lotu samningatilrauna sinna að mjaka ísraelsmönn- um og Egyptum að samningaborðinu, og greini- lega hefur ekki munað miklu, að það tækist. Svo virðist af ummælum stjórnmálamanna i gær sem þrjózka beggja hafi á siðustu stundu hindrað samkomulag. Samkomulagið, sem Kissinger stefndi að, átti að ganga út á, að ísraelsmenn drægju her sinn til baka á svæðum á Sinaiskaga en fengju i staðinn loforð egypzku stjórnarinnar um, að Egyptar mundu ekki gera árás á ísraels- menn. Jafnvel i fyrradag voru menn bjartsýnir, en skjótt skipast veður i lofti. Nú er striðshættan mikil, og það viðurkenna deiluaðilar. 1 Gólanhæðum, á landamærum ísra- els og Sýrlands, hafa báðar þjóðir um skeið undirbúið heri sina undir styrjöld. Egyptar hafa einnig haldið áfram stöðugt að þjálfa og vopna her sinn. í bakgrunni er grunur um, að Israels- menn muni innan skamms eiga kjarnavopn, ef þeir eiga þau ekki nú þegar. Gera má ráð fyrir, að friður haldist, meðan friðargæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna standa vörð milli herja ísraelsmanna annars vegar og Sýrlendinga og Egypta hins vegar. En umboði Sameinuðu þjóðanna lýkur innan skamms, i mai- lok á Gólanhæðum. Sem stendur eru meiri likur til, að til bardaga komi að þeim tima liðnum en að friður haldist. Kissinger sagði i gær, að þá væri sorgardagur fyrir Bandarikin og ísrael. Jafnt og þétt hefur dregið úr yfirburðum ísraelsmanna i hernaði. Að þvi hlýtur að koma vegna yfirburða Arabarikj- anna i mannfjölda og vaxandi herstyrks á næst- unni, að Israelsriki verði sundurkramið undir hæl Araba, nema það geti ógnað með atómvopn- um. Það er þvi heimskulegt af ísraelsmönnum að sýna þá þrjózku, sem þeir sýndu i þessum siðustu friðarumleitunum. Fyrir þá skiptir öllu, að Bandarikjamenn snúi ekki við þeim baki. Verði styrjöld með vorinu, sem mikil hætta er á, hafa Arabar allt að vinna og engu að tapa. í reyndinni er ofuraugljóst, að það væri allra hag- ur, að samið yrði um varanlegan frið og landa- mærin. Allir ábyrgir Arabar hafa lagt niður hót- anir um útrýmingu ísraelsrikis. Hins vegar kynnu herir þeirra að hertaka ísrael i styrjöld. Þjóðirnar á þessu svæði geta vel búið saman án haturs. í siðustu samningaumleitunum hefur komið fram, að ísraelsmenn treysta sér ekki lengur til að halda dauðahaldi i hernumdu svæð- in, sem þeir tóku i sex daga striðinu 1967 og októ- berstriðinu 1973. Þvi ætti að vera unnt að semja um málin með þeim hætti, að Israelsriki verði áfram við lýði, en gömlu landamæri ísraels og Egyptalands og Sýrlands verði að nýju upp tekin. Þá væri nauðsynlegt að stofna sérstakt riki fyrir Palestinu-Araba. Að svo komnu þyrftu þessar þjóðir ekki að elda grátt silfur. — HH Sovézki kafbáturinn, sem CIA náöi framhlutanum af, mun hafa veriö af svonefndri G-tegund, eins og þessi, sem hér sést á sigiingu. — Sprenging varö um borö I kafbátnum og hann sökk um 920 km norövest- ur af Ilawaii, þar sem hann ligur á 5700 m dýpi. Dýrt njósnaspil Stundum talar þögnin skýrara máli en nokkur orð fengju lýst. Ford-stjórnin hefur verið óvenjufámál um þær uppljóstranir, að leyniþjónusta Bandaríkj- anna hafi náð upp af hafs- botni hluta af sokknum sovézkum kafbáti, sem fundizt hafi í Kyrrahafi. Þessa þögn Washington- stjórnarinnar, skilja menn svo, aö hún vilji ekki styggja Rússa og spilla þeim árangri, sem náöst hefur i bættri sambúö rikjanna siöustu árin. Einkanlega ekki meöan SALT-viöræöurnar standa ennþá yfir. Henni er mjög i mun aö ekki veröi endurtekin sagan frá 1960, þegar njósnaflugvél af geröinni U-2 var skotin niöur yfir Sovétrikjunum. Eisenhover for- seti neyddist þá til aö játa, aö hann heföi fyrirskipaö njósna- flugiö og þar meö var aflýst fundi leiötoga rikjanna og i mörg ár sátu þessi riki aldrei á sárshöföi eftir þaö. Hvita húsiö og æösta stjórn hersins hafa svaraö öllum fyrir- spurnum undanfarna daga meö þvi einu, aö „ekkert sé um máliö að segja”. En meö þessari þögn er Kreml- herrunum hlift viö aö þurfa að gefa út yfirlýsingu, um máliö eöa aö kannast viö þaö núna, að þeir hafi misst kafbát fyrir sjö árum. Kafbát, sem sprakk og sökk meö allri áhöfn. Stjórn Fords er um þessar mundir i miöjum samningum við Sovétstjórnina og framtiöarhorf- ur milli austurs og vesturs þykja vera i húfi. NBC-útvarpsstöðin i Banda- rikjunum skýröi frá þvi i miðri siðustu viku, aö Bandarikin heföu sent út fjóra björgunarleiðangra til þess að komast yfir sovézk hergögn, sem farizt höföu á hafi úti. Sagöi NBC, aö tilraun CIA til þess að ná upp rússneskum kaf- bát á Kyrrahafi i fyrrasumar hafi veriö sú siöasta af svipuðum tilraunum, sem hófust fyrir fimm árum. Fréttir herma, aö megintil- gangur björgunartilrauna kaf- bátsflaksins i Kyrrahafi af 5700 metra dýpi heföi veriö sá, að komast yfir dulmálsvél, sem gæti gert bandariskum sérfræöingum kleift að ráö fram úr þúsundum dulmálsskeyta Rússa, er þeir komust yfir á árunum frá 1960 til 1970. — Eins mun hafa veriö ætlunin aö ná upp einni kjarna- sprengjueldflauginni úr kafbátn- um. Þetta mun mafa mistekizt i fyrstu atrennu, en almennt er tal- ið, aö þetta heföi tekizt, ef reynt hefði verið öðru sinni. CIA mun hafa gert allt sem i þess valdistóö til aö hindra að frá þessu yrði skýrt i fréttum. Bæði var, aö tilraunin var kostnaðar- söm, sem gerir þingmenn — full- trúa skattgreiöenda — ævinlega uppvæga, og svo geröi leyni- þjónustan sér vonir um aö geta haldiö tilraununum áfram i sum- ar. En eftir aö þessu hefur verið ljóstraö upp er óliklegt að björgunarskipinu „Glomar Explorer” verði snúiö aftur á þær slóöir, sem kafbáturinn liggur, en það er um 920 km norðvestur af Hawaii. Menn hafa látið sér detta i hug, aö yröi slikt reynt, þá mundu sovézk skip halda á þessar slóðir, og reyna aö þvælast fyrir björgunarmönnum. Eöa aö Rúss- 'ar einfaldlega sprengdu upp flak- ið, til þess aö varöveita leyndar- mál þess. — En Bandarlkjamenn geta naumast hætt á aö styggja Sovétmenn með frekari tilraun- um, svo aö slikar vangaveltur úr út i loftið. Samkomulag, sem CIA náöi við blöðin um aö þegja yfir fréttinni, féll um sjálft sig, þegar dálka- höfundurinn, Jack Anderson, gat ekki stillt sig um að nota tæki- færið til aö gagnrýna stjórn repúblikana. Hann lýsti þvi opin- berlega aö þessar aögeröir, heföu reynzt alger mistök, og veriö sóun á almannafé — Hiö opinbera hef- ur þagað vandlega yfir þvi, hvað þessar tilraunir hafa kostaö, en menn ætla aö það nemi ekki undir 350 milljónum dollara. Eftir þetta sáu aðrir fréttamiðl- ar sig ekki skuldbundna til þess aö þegja lengur, og birtu fréttirn- ar. — Þaö þykir svo aftur liklegt til þess aö draga dilk á eftir sér, að þeir skyldu i upphafi hafa lát- ið þagga niöur i sér. Eiga vafa- laust eftir aö veröa miklar umræður um hlutverk fjölmiðla i samfélaginu i kjölfar þessara uppljóstrana. Viöbrögö þingsins viö fréttun- um af þessum björgunartilraun- um hafa verið mjög upp og ofan. Nokkur gagnrýni hefur heyrzt frá þingliöum, en hún hefur þá helzt beinzt að þvi — eins og CIA hafði reyndar búizt viö — hvort eftir svo miklu hafi verið að slægjast, aö það svaraði þessum mikla kostnaöi. Gary Hart, öldungadeildar- þingmaður, sem á sæti I þing- nefndinni, er sett var til aö rann- saka störf CIA, lagði þó þann veg út af fréttunum, að hann teldi ástæðu til að láta rannsaka sam- bönd CIA Viö milljónamæringinn Howard Hughes. Það er nefnilega eitt fyrirtækja Hughes, sem á björgunarskipiö „Glomar Explorer”. CIA tók skipiö á leigu til þessara tilrauna. Hart sagði ennfremur, að þess- ar tilraunir væru i þversögn viö yfirlýsta afstööu Bandarikjanna. „Við liöum ekki öörum þjóöum að garfa i sokknum skipsflökum okkar. En i þessu tilfelli geröum við einmitt sjálfir, það, sem okk- ur þykir vera óviöeigandi af öðr- um.” John Stennis, öldungadeildar- þingmaður og formaður varnar- 'málanefndar þingsins, leit hins vegar öðruvisi á máliö. „Það var ekki troöið á rétti eins eða neins,” sagði hann. —Stennis kvaðst hafa vitað um þessa tilraun strax með- an hún var enn á áætlunarstigi og hafa verið eindregið fylgjandi henni. Einn þingmanna, Stuart Symington, tók i fyrstu svo djúpt i árinni, að hann heimtaði að Willi- am Colby, forstjóri CIA, segði af sér, ef kæmi i ljós, aö CIA réöist i svo fjárfrek fyrirtæki sem björg- un kafbátsins, án þess að ráðfæra sig við fjárveitingarvaldið. — Hann dró þó ögn i land siðar, þeg- ar hann viðurkenndi, að greini- lega hefði nokkrum áhrifamikl- um þingmönnum verið kunnugt um, hvað til stóð, og ekki hreyft andmælum. Þetta er björgunarskipiö „Glomar Explorer”, sem CIA leigöi af einu fyrirtækja milljónamæringsins Howard Hughes til þess aöná dulmáls- vél og kjarnasprengjueldflaug úr sokknum sovézkum kafbáti.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.