Vísir - 24.03.1975, Side 16

Vísir - 24.03.1975, Side 16
16 Vlsir. Mánudagur 24. marz 1975. GiÆSUEGT UWM OEPÐ U/Ð MIM mfí Skíðabakterían er afbragös fermingargjöf Gefið fermingarbarninu skíðanámskeið i Kerlingarfjölium i sumar. skíöanámskeiöin í sumar: Nr. Frá Rvik Tegund námskeiðs Lágm.gjald 1 18. júní 6 dagar Unglingar 12—16 ára 16.500‘I 2 23. júní 6 dagar Unglingar 12—16 ára 16.500') 3 28. júni 6 dagar Fjölskyldunámskeið 17.500 4 3. júlí 6 dagar Fjölskyldunámskeið 17.500 5 8. júll 7 dagar Almennt námskeið 19.900 6 14. júlí 7 dagar Almennt námskeið 19.900 7 20. júlí 7 dagar Almennt námskeið 19.900 8 26. júll 7 dagar Almennt námskeið 19.900 9 1. ágúst 4 dagar Námskeið. Skiðamót 10.900’) 10 5. ágúst 6 dagar Almennt námskeið 17.500 11 10. ágúst 6 dagar Unglingar 14—18 ára 16.500') 12 15. ágúst 6 dagar Unglingar 14—18 ára 16.500') 13 20. ágúst 6 dagar Almennt námskeið 16.500 14 25. ágúst 6 dagar Almennt námskeið 16.500 *' Fargj. innifalið. !) Lágmarksverð kvöldferð kr. 9200. Sérgj. f. keppendur. Bókanir og miðasala: Ath.biðjið um upplýsingabækling. FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5 r Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum VÍSIR VÍSAR Á VIÐSKIPTIN EINS GOTT AÐ BORÐA - EN HVAÐ ÞÁ? r iixiimí i S ÍÐAN j Umsjón: Edda Andrésdóttir Það er oft sem við getum kennt fæðinu um, þegar við er- um þreytt, dupplögð og eigum við einhverja smá likamlega erfiðleika að etja. Þetta á ekki sízt við um þá eidri, sem oft eru mjög viðkvæmir, meðal annars vegna þess að matarlystin er minni. En eidra fólk hefur ekki siður þörf fyrir næringarefni en áður, og þessi næringarefni verður þá að útvega I minni skömmtum af mat. Maturinn, sem þeir eldri borða, verður þvi að saman- standa af næringarrlkum tegundum. En það eru bara ekki allir, sem gera sér grein fyrir þvl, að maturinn hefur enn mikla þýðingu fyrir heilbrigðið þó menn séu komnir til ára sinna. Upphitaður matur hefur minna næringargildi Maturinn nýtist kannski ekki eins vel og áður. Margir eiga orðið i erfiðleikum með að tyggja og maginn er orðin viðkvæmur. Þetta leiðir oft til þess að fólk leiðir hjá sér næringarrikar matartegundir og kýs aðrar óæskilegri. Eldra fólk sem orðið er eitt hefur ekki löngun til þess að iega sér mat, sérstaklega ekki ef það matreiddi fyrir marga áður fyrr. En komizt það yfir þetta atriði, þá hættir því oft við að búa til mat, sem hægt er að hita upp og getur nægt oftar en einu sinni. Upphitaður matur er ekki eins bragðgóður eða næringarrikur og nýtilbúinn. Hvaða klipping hœfir þér? Nú þegar páskar fara i hönd og fermingar standa yfir, verð- ur sjálfsagt nóg að gera á rakarastofunum. Það þykir ekki annað viðeigandi en að menn láti aðeins snurfusa á sér hárið áður en þeir eru teknir I krist- inna manna tölu, og margir vilja líka eitthvað láta snyrta á sér hárið fyrir stórhátiðar. Tizkan er fyrir hendi i hár- greiðslu jafnt og öðru. Liklega fer þó bezt á þvi að láta hana ekki ráða of miklu, heldur fá klippingu sem hæfir viðkomandi bezt. En hvernig verður það bezt? Með þessum myndum getum við kannski hjálpað einhverj- um, en annars er sjálfsagt að spyrja fagmanninn ráða I þessu sambandi. Það er víst engin hætta á, öðru, en að hann geti bent mönnum á heppilega klippingu. Rétthyrnt andlitslag Þetta er langt andlit, þar sem breiddin er söm á cnni, kinnum og kjálkum. Hárið ætti að klippa fremur stutt, og fyrirferð þess er bezt að hafa mesta I hliðun- um. Sltt hár yrði verra við þetta andlit. Þrihyrnt andlitslag Þarna er andlitið breiðast um ennið. Hárið uppi á kollinum er haft frekar stutt, en sltt i hnakkanum og I kringum eyrun eins og myndin sýnir. Tigullagað andlit Þarna er breiddin I kringum augun og kinnar. Minni fyrir- ferð er ráðlögð á koliinum og I hliðunum. Greiðið hárið fram á ennið og hafið hárið sltt I hnakkanum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.