Tíminn - 22.07.1966, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 22. iúlí 1966
TÍMINN
í Bandaríkjunum hefur ný-
lega verið lokið við töku kvik-
myndarinnar „Hver er hræddur
við Virginíu Woolf“, þar sem
sæmdarhjónín, sem við sjáum
hér á myndinni, fara með hlut
verk Georges og Mörthu. Það
er greinilegt, að Elizabeth Tayl
or hefur lagt mikið á sig til
að gera hlutverki hinnar digru
drykkjukonu góð skil, hún hef
ur bætt við sig fjöknörgum
aukakílóum, og er um þessar
mundir harla ólík þeirri tá-
grönnu og fögru konu, er á
sínum tíma fór með hlutverk
Kleopötru- Sagt er, að þeim
hjónum hafi tekizt mjög vel
upp í kvikmyndinni.
★ ♦
Það er víst orð að s>önnu, að
kvenfólkið í Rússlandi lætur
sér ekOd allt fyrir brjósti
brenna og tekur að sér störf,
sem ekki eru talin við kvenna
hæfi hér á Vesturlöndum.
Þarna sjáum víð tvær miðaldra
frúr gera við niðurfall úti á
miðri götu í Moskvu og þær
virðast ekki láta sig neinu máli
skipta, þótt bílarnir þjóti á-
fram til beggja hliða víð þær.
Gina Lollobri'gida er í þann
veginn að skilja við mann sínn
Milko Skofic. Þau hjónin urðu
ásátt um, að skilnaður væri
bezta lausnin á vandamálum
hjónabandsins, og um daginn
skildu leiðir þeirra í mes'a
bróðerni. Hann tók sér á
hendur ferð til Sardiniu, en
hún fór í sumarleyfi til Genfar
ásamt átta ára gömlum svni
þeirra.
Nýlátinn er í Kansas City
aldraður maður, Homer Mc
Williams að nafni. Fyrir nítján
árum síðan lenti hann í umferð
arslysi, hlaut lítils háttar
meiðsli, en var fluttur á sjúkra
hús. Er hann var gróinn sára
sinna, þverneitaði hann að
hverfa burt af sjúkrahúsinu,
því að honum hafði aldrei lið
ið betur á ævinni. Raunin varð
því sú, að síðustu nítján ár
ævi sinnar dvaldi hann á sjúkra
húsinu, og borgaði sjálfur fyr
ir dvöl sína þar, enda var hann
mjög loðinn um lófana. Hann
lét eftir sig fjárupphæð, sem
svarar til hundruða milljóna
ísl. króna og það var látið
renna til góðgerðastarfsemi
og fjarskyldra ættingja.
í Bretlandi refur verið koirn
ið fyrir hárþurrkum fyrir karl
menn í nokkrum sundlaugumr
Sagði stafsmaður sundlaug-
anna, að konur hefðu lengi
haft hárþurrkur í þessum sund
laugum, og nú væru karlmenn
komnir með álíka sítt hár og
kvenfólk ef ekki síðara, svo
að það væri sanngjarnt, að
þeir fengju hánþurrkur líka.
í ensku blaði birtist nýlega
viðtal við Rainer fursta af
Monaco, eiginmann Grace
Kelly. í þessu viðtali er hon-
um mjög tíðrætt um börn sín,
★
raroline og Albert. Hann kveðst
ekki hafa neinar áhyggjur út
af syni sínum. og hann ætli að
fela honum ríki sitt, jafnskjc'it
og hann vilji. Hins vegar kem-
ur fram nokkur uggur varð-
andi framtíð Caroline. Furstinn
hefur ekki áhuga á mikilli
menntun henni til handa og
segir að slíkt sé ekki ráðlegt
fyrir stúlkur. sem flestar lendi
í öruggri höfn hjónabandsins
En það er einmitt hjónaband
stúlkunnar, sem áhyggjur furst
ans snúast um. Hann kveðst
vera dauðhræddur um, að þeg
ar fram líða stundir. muni ein-
hver bítlagæi knýja dyra í
Monaco og biðja stúlkunnar,
en slíkt geti vitaskuld ekki fall
ið í kramið hjá þessari tignu
fjölskyldu. Þessar áhyggjur
furstans eru áreiðanlega ástæðu
lausar að svo stöddu, Caroline
er ekki nema níu ára gömul og
því ár og dagur þar til hún
verður gjafvaxta.
Tannlæknir í Nantes í Frakk-
landi læsti læknastofu sinni og
fór í sumarfrí án þess að vita,
að inni í biðstofunni biði mað-
ur með voðalega tannpínu.
Manngreyið mátti kúldrast
þarna klukkutímum saman, því
að þetta var uppi á 5. hæð og
engin leið að stökkva út um
gluggann. Vegfarendur heyrðu
að lokum köll hans og eftir dúk
og disk komu brunaliðsmenn
með langan stiga og björguðu
honum úr prísundinni og fóru
með hann til annars tannlækn-
is.
Arthur Schlesinger, ævisögu-
ritari Kennedys, hefur nú í sam
vinnu við Irwin Shaw rithöfund
gert kvikmyndahandrit um for-
seta Bandaríkjanna og skuli
myndin heita „Hvíta húsið“.
Sagt er, að það sé kvikmynda-
framleiðandinn John Ford, sem
stjórna eigi upptöku myndar-
innar, en það mætir talsverðri
mótspyrnu, þar sem hann er
einangrunarsinni, ákafur stuðn
ingsmaður Goldwaters og þyk-
ir hafa fremur lítið vit á stjórn
málum.
★
< i *n pjir?.
iÍÁ vfeÁVANCjí
Læknamál dreifbýlis
Grein sú, sem ungur læknir,
Gísli G. Auðunsson hefur ritað
i dagblöðin síðustu daga uni
læknamál dréifbýlisins og
þann læknaskort, sem þar segir
til sín í æ ríkari mæli. er rniög
athvgiisverð og ástæða til þess
að hvetja alla, ekki sízt alþing
ismenn og stjórnarvöld heii-
brigðismíla til þess að athuga
tillögur hans gaumgæfiícga.
Það er mikið fagnaðarefni að
ungir læknar skuli hafa rekið
þessi vandamá! til svo gagn-
eerrar krufningar og barið
fram rökstuddar tillögur, og
á hvaða raddir á að hlusta í
þessum efnum fremur en
ungra lækna
Læknamiðstöðvar
Einkum eru mjög athyglis-
verðar tillögurnar um gagn-
gera endurskipulagningu lækn
ishéraða, heilsugæzlu og lækna
starfa, sem fram koma í grein
inni, en kjarni þeirra tillagna
er að koma upp Iæknamiðstoðv
um í stærri læknishéruðum
en nú eru, þar sem aðstaða
gefst til miklu betri heilbrigð
isþjónustu.
Um þetta mál segir Gísli G.
Auðunsson meðal annars:
,,Fyrstu fjórir liðimir fjalla
allir um afleiðingar einangr-
unarinnar. Því er meginatriði
að ráðast gegn henni, en það
verður ekki gert með öðru móti
en steypa læknishéraðunum
saman f stærri heildir og
mynda læknamiðstöðvar. Það
yrði allt of langt mál að lýsa
hér læknamiðstöðvum í smá
atriðum og starfstilhögun í
þeim. Þess má þó geta, til að
koma í veg fyrir allan mis-
skilning, að hugmyndin gerir
ráð fyrir því, að lækningastof
ur verði opnar í öllum þorpum
og bæjum iandsins sem telja
4—500 íbúa eða fleiri, þó ekki
verði miðstöð viðkomandi hér
aðs staðsétt þar. Mun þá lækn
ir ásamt aðstoðarfólki koma
frá miðstöðinni einu sinni,
tvisvar eða þrisvar í viku eftir
því, sem þörf krefur og hafa
þar stofu opna ca. 3—4 klst. f
senn. Með þessari tilhögun á
að vera hægt að anna lang-
mestum hluta Iæknisþjónust-
unnar í viðkomandi byggðar-
lagi. Með öll bráð sjúkdómstil-
felli þarf náttúrlega að leita til
miðstöðvarinnar, eða læknir
kemur þaðan til sjúklingsins.
Um miðstöðina sjálfa vil ég
aðeins geta þess, að húsnæði
liennar, svo og öll tæki og íbúð
ir fyrir lækna skulu vera í
eign viðkomandi héraðs eða
ríkisins. eftir því, sem henta
þykir. Þar skuiu starfa minnst
3 læknar og læknishéraðið má
helzt ekki telja færri en 3 þús.
íbúa. Þá er mjög æskilegt, að
vegalengd til þorps með ca.
500 íbúa fari ekki yfir 100
km og vegalengdir til einstakra
sveitabæja fari sem minnst yf
ir 150 km.
Áskorun til ungra
lækna »
Og Gísli segir ennfremur:
,,Eg vil einkum beina orð-
um mínum til ungra starfs-
bræðra. Þó margt verði til þess
að beina áhuga okkar i átt
að sérfræðinámi og spítala-
vinnu og mörg rök hnígi að
því. að læknisþjónusta fram-
Framhald á bls. 15.