Tíminn - 22.07.1966, Side 12

Tíminn - 22.07.1966, Side 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN Fyrir síðustu helgi komu til landsins með Snarfaxa Fokker Friendship flugvél Flugfélags íslands, flokkur glímumanna. úr Glímudeild Glímufélagsins Ármanns úr sýningarferð til Færeyj-a. Fóru þeir utan hinn 5. júlí með Snar faxa til þátttöku í svonefndri Vestanstevnu, sem að þessu sinni var haldin í Sörvági á Vagar og var glímuflokknum boðið til þátttöku í hátíðar höldunum, eins og áður hef ur verið getið í blöðum. Vestanstevnan er hátíð, sem Vagarbúar efna til árlega, en er haldin til skiptis í bæjun um Sörvági, Miðvági, Sanda vági og Vestmanna, þótt sá, bsrar sé á Stranmey. Helztu þættir Vestanstevnunnar hverju sinni eru kappróður, sem er einhver mesta skemmt un Færeyinga, íþróttakeppni, sýningar og dansar, bæði þjóðdansar og yngri dansar. Að þessu sinni var breytt frá venju og boðið til hátíðar- inar glímuflokki frá íslandi. Móttökur. Þegar glímumennirnir komu frá Vagar tóku á móti þeim formaður hátíðarnefndar- innar í Sörvági, Leif Nolsoe, auk umboðsmanns Flugfélags, íslands á Vagar, sem reyndist ásamt aðalumboðsmanni Flug- félagsins í Tórshavn, Lars Lar sen, flokknum hið bezta, með an á dvölinni stóð í Færeyj- um. Sama dag fór Leif Nolsoe með glímumennina til Miki nes, sem er þekktur ferða mannastaður, fögur, hrikaleg og sæbrött klettaeyja, úti fyrir Sörvági. Síðan var Vagar skoð- uð og farið til Tórshavn á Straumey. Vestanstevnan. Sjálf Vestanstevnan var haldin 9. og 10. júlí. Munu allt að 2000 manns hafa veríð að komnir í Sörvági, sem er 1000 manna bær. 36 áhafnir á tveggja til tíu manna förum tóku þátt í kappróðrinum, sem var hinn mesti til þessa á Vest anstevnu og komu þær frá flest um eyjum. Þá sýndu frosk menn frá Torshávn listir sín- ar í höfninni. Var þetta í fyrsta sinni, sem froskmennirn ir viðhöfðu slíka skemmtan í Færeyjum. Handknattleiks- flokkar kvenna kepptu og voru þeir frá Tórshavn og Sanda vági, en karlaflokkkar frá Sör- vági og Miðvági. Hátíðin var sett af Leif Nol soe, um miðjan dag 9. júlí að lokinni skrúðgöngu um bæ inn, þar sem í fararbroddi voru bornir fæeyski og íslenzki fán inn fyrir flokkum íþrótta- manna og skáta, auk annarra hátíðargesta. Bærinn skart aði sínu fegursta, hreinn og fagur, blaktandi fánar við hún, og sólin skein í heiði. Er leið að miðnætti þessa dags, voru menn kvaddir til fundar á íþróttaleikvangi Sörvágs með, því, að bomir voru logandi kyndlar um bæinn og P.M. Dam, fólksþingsmaður, flutti miðnæturræðu við snark brennandi bálkastar. Að ræð unni lokinni var hin skraut legasta flugeldasýning. Lykt aði svo fyrri degi Vestan- stevnunnar. Er leið að kvöldi síðari dags, upphófst dans í tveim samkomuhúsum, fær- eyskir þjóðdansar í öðru, en nýrri' dansar í hinu, og var dansað á báðum stöðum fram á rauðan morgun hinn 11. júlí er menn tóku að tygja sig til heimferðar. Útsýnisflug F. í. Tvennt var það, sem einna mesta athygli mun hafa vakið á þessari Vestanstevnu, og var hvoru tveggja komið frá ís- landi. Voru það glímusýningar Ármenninganna og útsýnis- flug Gljáfaxa Flugfélags ís lands. Flugfélag íslands staðsetti Gljáfaxa á Vagar- flugvelli hátíðisdagana, og flaug hinn trausti og öruggi flugstjóri, Ingimar K. Svinbjörnsson og aðstoðarfólk hans svo mörg út sýnisflug yfir Vagar og aðrar eyjar, sem við var komið fram í myrkur báða dagana. Margir Færeyingar flugu að þessu sinni í fyrsta skipti, og auk þeirrar reynslu sáu þeir land sitt af nýjum og áður óþekktum sjónarhóli. Þeir ís lendingar, er áttu þess kosf að fara með Gljáfaxa, munu seint gleyma mikilfengleik færeyskr ar náttúru, og sérstæðri feg urð, sem eyjarnar búa yfir. Glímusýningar Ármenninga. Ólímusýningar Ármenninga urðu alls fjórar, tvær 8. júlí, ein 9. júlí og sú síðasta hinn 10. júlí, ávallt fyrir fullu húsi áhorfenda, sem munu hafa orð ið hart nær 1500, og er slík aðsókn einsdæmi í Sörvági, að íþrótta- eða leiksýningum sama sýningarflokks. Á dag- skrá glímuflokksins voru milli 30 og 40 atriði glímu og fornra leikja, og dagskrá in því mismunandi á hverri sýningu. Undirtektir voru íá- dæma góðar, sem marka má af því, að þótt aðeins fimm glímu menn hafi verlð í flokknum, varð stytzta sýningin 1 klukku sfund og 15 ' mínútur en sú lengsta tæpar 2 klukkustundir án teljandi hléa. Flokkur inn var vel samæfður fyrir ut anförina og hafði hlotið góða þolþjálfun, og má þakka því tvennu, hvesu vel tókst með sýningarnar. í lok síðustu sýningarinn ar var skipzt á gjöfum. Fengu glímumenn fagran áletraðan silfurbikar fyrir þátttöku í Vestanstevnunni frá Sörvágs búum, qn afhentu Leif Nol soe, formanni hátíðarnefndar innar nýjan silkifána á stöng sem Glímudeild Ármanns hafði látið gera fyrir þessa för. Teiknaði fánann Gísli B. Björnsson, auglýsingateikn. Glímumennirnir er þátt tóku í Færeyjaförinni voru Pétur Sigurðsson, Guðmundur Freyr Halldórsson, Valgeir Halldórs- son, Þorvaldur Þorsteinsson, og Hörður Gunnarsson, for maður Glímudeildar Ármanns, sem var þjálfari og fararstjóri. Þakkir. Glímudeild Ármanns vill þakka öllum þeim, er á einn eða annan hátt stuðluðu að því að för þessi yrði farin, og þakk ar sérstaklega hinar stórhöfð- inglegu móttökur Sörvágsbúa, sem allir létu sér annt um, að „glímararnir úr íslandi" hefðu allt sem bezt, meðan þeir dveldust þar. Ber þar formann hátíðarnefndarinnar Leif Nel soe hæst. Ekki_ síður þakkar Glímu deild Ármanns Flugfélagi ís lands og starfsmönnum þess alla fyrirgreiðslu, sem í té var látin ljúflega og greiðlcga bæði hér heima og í Færeyj- um, þó alveg sérstaklega blaða fulltrúa félagsins, Sveini Sæ- mundssyni fyrir þá miklu að stoð, er hann veitti - glímu- flokknum. (Fréttatilkynning frá Glímu deild Ármanns.) FÖSTUDAGUR 22. júlí 1966 Biðja um íslenzka dómara! Knattspyrnusambandi íslands barst í gær bréf frá Evrópusam- bandinu, þar sem það var beðið að tilnefna dómara og línuverði í leik milli Swansea, Wales, og búlgörsku bikarmeistarana í Bvt ópubikarkeppni bikarhafa. Leik urinn verður háður í Swansea í haust. KSÍ hefur ákveðið að taka þessm boði, og verður dómari og linuverðir tilnefndir einhvern næstu daga. Farið ekki! Farið ekki! — hrópuðu stúlkurnar, þegar Brassarnir fóru frá Lymm. NTB—Lymm, fimmtudag. Það voru niðurlútir Brasilíu- menn, sem yfirgáfu HM-aðalstöðv- ar sínar í Lymm í Cheshire í dag í fyrsta áfanga heimferðarrnnar. AukalögregMið var kallað út, en þvi tókst ekki að halda fóíki, sem vildi kveðja heimsmeistarana frá 1958 og 1962, í skefjum. Ungar stúlkur hágrétu og kööuðu: FariSð ekki, farið ekki! BrasiMska löHð mun dvelja í London í tvo daga, áður en það flýgur heim til Rio, — þar sem það fær áreiðaniega kaldar móttökur. Valur - Keflavík í kvöld í kvöld verður háður mjög þýðingarmikill leikur í íslands mótinu, en þá mætast tvö efstu liðin í 1. deild, Vaiur og Kefla vík. á Laugardalsvellinum. Nokkuð er siðan Valsmenn hafa staðið í keppni, en hins vegar “hafa Keflvíkingar oft verið í eldlínunni og átt ágæta leiki að undanförnu. í þremur síðustu leikjunum hafa þeir sigrað þýzka liðið Sportklub 07, Akureyringa og KR. Fram lína Keflvíkinga hefur einkum vakið athygli — skorað 12 mörk í þessum þremur leikjum — en sennilega verður leikurinn í kvöld erfiðari, þar sem Val ur hefur beztu vömina í 1. deild — og einnig sókndjarfa framherja. Erfitt er því að spá um úrslit, en áhorfendur ættu alla vega að sjá spenn- andi leik, sem getur haft mikla þýðingu í sambandi við úrslit mótsins. íslandsmótið í golfi á Akureyri: MAGNUS OG EINAR GUÐNASON ERU JAFNIR EFTIR 36 HOLUR íslandsmótið í golfi hélt áfram á Akureyri í gær, og voru þá leiknar aðrar 18 holur — þann ig að nú hafa verið leiknar 36 holur í meistara-, 1. og 2. flokki en 18 í unglingaflokki. Það bar helzt til tíðinda í gær, að Einar Guðnason, Reykjavík, náði ágæt- is árangri, fór hinar 18 holur á 74 höggum, sem er bezti árang urinn, sem náðst hefur í keppn- inni hingað til. í 3. sæti er Þorbjörn Kjærbo með 163 högg og í 4.—5. sæti Gunnar Sólnes og Sævar Gunnars son með 164. í 1. flokki er Þórir Sæmundsson frá Suðurnesjum ennþá fyrstur og hefur aukið forskot sitt í níu' högg, fór hinar 36 holur á 174 höggum. f öðru sæti er Hörður Steinbergsson, Akureyri, með 183 högg og í 3. sæti Haraldur Júlíus son, Vestmannaeyjum, með 184 högg. f 2. flokki er Kolbeinn Péturs son, Akureyri, enn með örugga forustu, þótt hann léki ekki eins vel og fyrsta dag keppninnar. Eft ir 36 holur var Kolbeinn með 178 högg. Hann fór fyrstu 18 hol urnar á 83 höggum ,sem er mjög óvenjulegt hjá keppanda í 2. flokki. í 2. sæti er Hannes Hall með 185 högg og 3. er Haukur Guð- mundsson með 188 högg. f unglingaflokki er Hans Ise- barn. Reykjavík, enn efstur og hefur aukið forskot sitt í fjögur högg. Þar hafa verið leiknar 18 holur og er Hans með 89 högg, en í öðru sæti er Viðar Þorsteins son frá Akureyri með 93 högg. Framhald á bls. 14. Einar vann upp þau fjögur högg sem núverandi fslandsmeistari, Magnús Guðmundsson. Akureyri, var á undan honum eftir fyrsta dag keppninnar og að keppninni hálfnaðri standa þeir jafnt að vígi Einar og Magnús, báðir með 153 högg — og 10 höggum á undan næsta manni. Ef að líkum lætur og ekkert óvænt kemur fyrir, mun keppnin um íslandsmeistara titilinn eingöngu standa á milli þeirra. Magnús hefur verið ósigr andi hér heima undanfarin ár, — og þetta er i fyrsta skipti í langan tima, sem hann fær veru lega keppni — hver svo sem úr slit verða. Tveir tyrkneskir íþróttamenn keppendur á 40. meistaramótinu Eins og skýrt hefur verið trá hér á síðunni hefst fertugasta meistaramót íslands í frjálsum íþróttum á mánudaginn á Laug ardalsvellinum og stendur mótið yfir í þrjá daga. Tveír tyrkneskir frjálsíþróttamenn munu keppa sem gestir á mótinu og er það í fyrsta skipti, sem íþróttamenu frá Tyrklandi keppa hér. Þeir neita Muharrem Dalkilic og Askin Tuna- Sá fyrrnefndi er ágætur hlaupari, hefur td. hlaupið 500 m á 14:02.0 mín. Hann mun þó ekki keppa á þeirri vegalengd hér enda yrði hað svn óiafn lei'kur ViplHiir í 800 og 1500 m. hlaupum. Tuna er þrístökkvari og hefur náð bezt 15.44 metrum — eða stokkið um metra lengra en okkar beztu menn í greininni í dag. Með þeim kemur ritari tyrkneska frjáls- íþróttasambandsins, Cihat Renda.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.