Vísir - 01.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 01.04.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Þriöjudagur 1. apríl 1975 — 73. tbl. „Viðrœður um kjör opinberra starfsmanna nœstu daga" — segir Kristján Thorlacíus „Viðræöur um kjör opin- berra starfsmanna munu væntanlega hefjast næstu daga,” sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB i morgun. „Við teljum þá launauppbót, sem ASÍ hefur samið um, mundu ná til upp undir 95% af fólki i BSRB,” sagði Kristján. Kristján taldi að sú viðmiðun sem notuð var í samningum ASÍ, mundi þýða kauphækkun allt upp i 24. launaflokk opinberra starfs- manna, þó ekki hámarks- laun i 24. flokki. Talið hefur verið um, að o p i n b e r i r s t a r f s m e n n hygðust gripa til aðgerða til að fá kjarabætur. „Aðgerðir biða auðvitað,” sagði Kristján. „Við göngum til þessara samninga með þann hug að reyna að leysa þessi mál.” SJÁ NÁNAR Á BAKSIÐU. Kommúnistar sœkja suður ströndina í Suður-Víetnam Her kommúnista heldur áfram i stöðugri sókn suöur með strandlengju Vietnams og sýnist Saigonherinn litl- um vörnum fá við komið. — Enn ein borgin féll kommúnistum i hendur i nótt, og hafa þeir náð 14 borgum og bæjum á sitt vald á siðustu 3 vikum. Bandarikin hafa nú á ell- eftu stundu byrjað flutninga á hergögnum og lyfjum til Suður-Vietnams til þess að bæta stjórnarhernum upp þaö afhroð, sem hann hefur beðið. — En svo sýnist, sem her Saigonstjórnarinnar sé að missa móðinn. James Schlesinger varnarmálaráðherra USA, hefur látið hafa eftir sér, að búast megi við þvi, að kommúnistar ráðist á Saigon, áður en langt um lið- ur. Sjá bls. 5. Loka höfnum til að mót- mœla fisksölu íslendinga og fleiri — sjá bls. 4 og 6 Úrslita- baráttan stóð í 13 tíma! — bls. 2 800 daga leit að peningum — bls. 3 Furðulegt — of ungur til að verða íslandsmeistari — íþróttir í opnu Bobby Fischer birtist fyrirvaralaust í Reykjavík í morgun: VILl SETJAST AÐ HÉR — stofnun nýs alþjóðasambands skákmanna á döfinni „Ég vil ekki tala við neinn. Tal- ið við Sæma, hann veit allt. Hann er vinur minn.” Þetta var hið eina, sem hægt var að hafa upp úr manninum, sem fyrir þremur árum ætlaði varla að hafast hingað til lands til að keppa um heimsmeistaratitil- inn i skák, en kom svo óvænt I morgun með einkaþotu Slaters hins brezka og ætlar að óska eftir rikisborgararétti hér og setjast að á tslandi: Bobby Fischer. Um tiuleytið i morgun kom einkaþota Slaters frá Boston og lenti á Reykjavikurflugvelli. Með henni var Bobby Fischer, sem nú hefur afsalað sér heimsmeistara- titlinum i skák, með þvi að ganga ekki að einvigisskilmálum FIDE, alþjóða skáksambandsins, á móti Karpov rússneska. Þotu þessa hefur Fischer til umráða, meðan hann ræður ráðum sinum varð- andi næstu framtið. Að vanda forðaðist Fischer all- ar spumingar fréttamanna, en hraðaði sér inn á Loftleiðahótelið. Einhverjar bréfaskriftir hafa fariö fram út af þessum fyrirhug- uðu flutningum hans, meðal ann- ars varðandi þær kröfur, sem hann gerir til húsnæðis, en nú fyrst um sinn hyggst hann búa á Loftleiðahótelinu. Þarfengum við þær fréttir, að hann hefði beðið um skyr og rjóma upp á herberg- ið, en óskað eftir að vera látinn i friði að öðru leyti. Hann hafði einnig beðið um að sér yrði út- vegaður bill til bráðabirgða. Svo virðist sem þessi „leikur” Fischers hafi verið i undirbúningi um nokkurn tima, með hliðsjón af ákvörðunum Euwes og FIDE um nýjar reglur um heimsmeistara- einvigi. Fischer hefur fyrir löngu tilkynnt, að hann muni ekki keppa, verði ekki gengið að þeim reglum, sem hann samdi sjálfur. Það var ekki gert, og sem kunn- ugt er var honum gefinn frestur þar til á miðnætti i nótt að ganga aðkröfum FIDE eða glata heims- meistaratitlinum án keppni ella. Að vanda hefur hann engar yfir- lýsingar gefið og fréttist ekki af honum fyrr en hann skaut upp kollinum hér i morgun. Séra Lombardy, ein af málpip- um Fischers, ræddi mál hans að einhverju leyti við Friðrik Ólafs- son, er þeir kepptu saman á móti i Tallin i Eistlandi nýverið. Mun jafnvel i alvarlegum undirbún- ingi, að mörg skáksambönd Vesturlanda og þriðja heimsins — sambönd Bandarikjanna, Norðurlandanna allra og flestra rikja þriðja heimsins — segi sig úr FIDE og stofni sitt eigið skák- samband, þar sem beztu menn viðkomandi sambands keppi þá um heimsmeistaratignina. Þar ber hæst Friðrik Ólafsson og Bent Larsen til að keppa við Fischer. Hefur komið til tals, að þeir muni tefla um áskorunarréttinn i Manilla á Filippseyjum, en heimsmeistaraeinvigið verði háð i Laugardalshöllinni hér. Larsen er væntanlegur hingað til lands með flugfélagsvél klukkan hálf- fjögur i dag. Fjársterkir aðilar hafa veriö hafðir með I þessum ráðum að hluta, svo sem Marcos, forseti Filippseyja,Slater hinn brezki og heyrzt hefur, að Howard Hughes hafi gefið vilyrði fyrir rausnar- legu framlagi, ef Fischer tefli um heimsmeistaratitilinn við þann, sem honum er þóknanlegur keppinautur, eftir þeim skilmál- um, sem hann hefur sjálfur sett upp um heimsmeistaraeinvigi. Fischer leggur formlega beiðni um rikisfang á tslandi fram i dag, en siðan hefst fundur með honum, Larsen og Friðriki ólafssyni á Hótel Loftleiðum. Gunnar Gunnarsson, forseti Skáksam- bands tslands, mun einnig sitja fundinn. — SHH Fischer flýtti sér frá einkaþotunni gegnum bakdyr Loftleiðahótelsins, og þaðan til svitunnar á efstu hæð. Bak viö hann á þessari Visismynd eru þeir Slater, nær honum, og Edmondson, fjær á myndinni. (Ljósmynd Visis Bj. Bj.) Hluti verzlunarfólks fœr ekki hœkkun í dag Félag stórkaupmanna og Kaupmannasamtökin standa ekki að samningnum við ASÍ Enn er ósamið við hluta af verzlunarfólki. Kjararáð verzlunarinnar hefur tilkynnt, að þetta fólk fái ekki kauphækk- un i dag. Félag islenzkra stórkaup- manna og Kaupmannasamtökin eru ekki i vinnuveitendasam- bandinu, svo að þau eru ekki aöilar að kjarasamningunum, sem ASI og vinnuveitendasam- bandið hafa gert. Hins vegar undirritaði Lands- samband Islenzkra verzlunar- manna samninginn, svo að kauphækkunverðurnú þegar hjá öllum þorra fólks i verzlunar- mannafélögunum. Viðræður munu nú fara fram um kjör fólks, sem starfar hjá fyrirtækj- um, sem eru i félagi stórkaup- manna og kaupmannasamtök- unum. Eitthvað af þessu fólki mun þó sennilega fá kauphækk- unnú þegar, að þvi er talið var i morgun. Félag stórkaupmanna og kaupmannasamtökin standa að kjararáði verzlunarinnar, sem telur sig ekki hafa lokið samningum. Engar viðræður hafa enn far- ið fram milli þessara aðila og verzlunarmannafélaganna, sem hlut eiga að máli, en búizt er við fyrsta fundi á morgun. Þá mun ASÍ formlega leggja fram kröf- ur þessa verzlunarfólks. Náist samkomulag ekki fljótlega má búastvið, að málið fari til sátta- semjara. — HH KOM TIL DYRA FORUGUR UPP Á LÆRI — sagðist koma beint úr bólinu „Ég hafði tvivegis séð þá aka hérna framhjá,” sagði starfs- maður næturvaktþjónustunnar í Súðar- og Pugguvogi, sem á að- faranótt laugardags fyrir páska kom að innbrotsþjófum i einu fyrirtækinu, Lystadún. I bæði skiptin hafði starfsr maðurinn haft gesti þannig að alls voru fjögur vitni að þvi, er bill innbrotsþjófanna var ekið þar um. Þegar kom fram á nóttina, kom vaktmaðurinn aftur að húsinu i eftirlitsferð. Þá stóð þessi bill við húsið, og búið að bera út i hann pullur og púða og annað af framleiðslu Lysta- dúns. Lyklarnir stóðu i bilnum og fjarlægði vaktmaðurinn þá, áður en hann fór að leita þjófanna. Þegar þeir urðu þess áskynja, réðust þeir að verðinum til að ná af honum lyklunum. Hann henti þeim þá eins langt og hann gat út i náttmyrkrið, en við það lögðu þjófarnir á flótta. Vaktmaðurinn komst i sima og gerði lögreglunni viðvart. Hún kom fljótt á staðinn, og kom þá i ljós, að auk bilsins höfðu þjófarnir skilið eftir skilriki með nöfnum og heimilisfangi. Þangað var farið og annar mannanna gripinn. Hann sór og sárt við lagði, að hann hefði sofið svefni hinna réttlátu og ekki farið út fyrir hússins dyr, en gat ekki skýrt, hvers vegna hann kom upp úr rúminu forugur upp á læri og blautur — þvi aurinn er talsverður þarna inn við Voga. Þjófarnir. sem eru útlendir, munu hafa fleiri innbrot á sam- vizkunni. -SHH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.