Vísir - 01.04.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 01.04.1975, Blaðsíða 11
Vísir. Þriðjuda príl 1975 Vísir Þnðiudagur 1. apríl 1975. ur FH sendi Val út í kuldann — og fœr Hauka í undan- úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik — Leiknir fékk Fram Bikarmeistararnir i handknattleik — Valur — voru slcgnir út úr bikarnum af FH-ingum i Laugardalshöllinni á miövikudagskvöldiö. Var sá leikur I 8-liöa úrslitunum, en i 4-liöa úrslitunum lcika FH-ingar við Ilauka og Fram viö Leikni. Leikur FH og Vals var fjörlega ieikinn og þurfti framlengingu til að skera úr um sigur- vegarann. Valsmenn voru meö leikinn í hönduin sér — komust i 19:14 seint I síöari háifleik og voru tveiin mörkum yfir 22:20 þegar tvær minútur voru eftir. En FH-ingar minnkuöu muninn i 22:21, og siöan jafnaöi Þörarinn Kagnarsson úr hraöa- upphlaupi á sföustu sekúndu leiksins. 1 fram- lengingunni skoruöu svo FH-ingar 3 mörk, en Vaismenn 1, þannig aö lokatölurnar uröu 25:23 fyrir FH. i lokahöfi handknattleiksfólksins sföar um kvöldiö var dregiö i undanúrslit og fengu FH- ingar þá Hauka, en Framarar bikarliöiö úr Breiöbolti — Leikni. — klp — Loksins hafði Ipswich það! Ipswich haföi það — eftir 420 mfnútna hörkubaráttu viö Leeds i 6. umferö ensku hikarkeppninnar. Fjórði leikur liöanna var háöur á skirdag og þá sigraði Ipswich meö 3-2 — sigurmarkiö skoraö rétt i lokin, þegar allt útlit var fyrir, aö liöin þyrftu enn einu sinni aö fara út i framlengingu —-og sföan jafnvel fimmta leikinn. Ipswich náöi forustu á 5tu minútu meö marki Trevor Whymark — en nokkru síðar varö aöalsóknarmaður Ipswich, David John- son, að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Alan Clarke jafnaöi fyrir Leeds á 44. inín. 1 síðari hálflcik náöi Ipswich aftur forustu, þegar Bryan Hamilton skoraði — en annar Iri, Johnny Giles, jafnaöi fyrir Lecds. Sigurmark Ipswich skoraði svo ungur piltur, Clive Woods sem lék i staö Mikc Lambert, sem var mciddur. Leeds reyndi allt til aö jafna — bak- vöröurinn Poul Keaney var tekinn út af og Iluncan McKenzie scttur inn á, en allt kom fyrir ekki. Ipswich vann og mætir West Ham i undanúrslitum á laugardag, en i hinum leiknum leika Birmingham og Fulham. — hsím. Holbœk er í undanúrslitum Jóhannes Eövaldsson fékk ekki aö leika meö Holbæk I bikarkeppninni i Danmörku á skírdag, en þá mætti Holbæk 3. deildarliöinu Ballerup I átta liöa úrslitum og sigraði 3:1. Jóhanncs fær ckki aö leika meö aöalliöinu fyrr en cftir 1. mai n.k., en á meöan leikur hann mcö varaliöinu i Danmarksserien og skorar þar mark I hverjum lcik. Hann fær heldur ekki aö leika meö Holbæk gegn Frem I undanúrslitum bikarsins, en sá íeikur á aö fara fram I Holbæk 10. april. Aftur á móti fær hann aö vera mcð I úrslitaleiknum — ef Holbæk sigrar Frem — en sá leikur fer fram á Idrætsparkcn i Kaupmannahöfn 8. maf. Ef Holbæk sigrar I þeim leik, getur svo fariö, aö Jóhannes leiki gegn sinum gömlu félögum í Val i Evrópukeppni bikarhafa I haust — ef liöin dragast saman — en liann var fyrirliði Vals, þegar Valur varö bikar- meistari islands s.l. haust. — klp — fGeir Hallsteinsson sýndi gamla snilli I leikjum sfnum I Hafnarfiröi I páskamóti Hauka. A myndinni aö I ofan reynir hann aö brjótast i gegn I leiknum gegn Ifelsingör, en Danir taka hressilega á móti — og ekki l nægir þóGils Stefánsson reyni aöopna Geir leiö inn á línu. Ljósmynd Bjarnleifur. Enn lék Islandsbaninn sama leik í páskamóti Helsingör sigraði öll íslenzku félögin í handknattleiksmóti Hauka og þar lék Jörgen íslandsbani Petersen aðalhlutverkið Þaö var ekki mikil reisn yfir páskamóti Hauka f handknattieiknum. Áhugi bæði almennings og leik- manna — nema Hauka og gesta þeirra frá Helsingör — var lítill. Danskur sigur var staöreynd i mótinu — Helsingör með islands- banann Jörgen Petersen í broddi fylkingar vann mótherja sina, Hauka, FH og Víking. Haukar urðu óvænt i öðru sæti, sem kannski var smásárabót Furðulegt of ungur til oð verðo Islandsmeistari! Einhver harðasta og mest spennandi keppni sem háö hefur veriö á skíöalandsmóti undanfar- in ár var keppnin i svigi karla á Landsmótinu á isafiröi, sem háö var um páskana. Þar skildu sekúndubrot á milli manna, og úrslitin ekki ráðin fyrr en sföasti maður kom i mark. Þá hafði Haukur Jóhannsson Akureyri, sem sigrað hafði i stór- sviginu, fallið úr leik, en keppnin á milli hinna varð þá þvi harðari. Tómas Leifsson Akureyri var i 7. sæti eftir fyrri umferðina, en Hafþór Júliusson Isafirði var með bezta timann. En i siðari ferðinni keyrði Tómas ofsalega og nældi sér i tslandsmeistaratitilinn. Hlaut hann samanlagðan tima 100.07 sek. sem var 20 sekúndubrotum betri timi en Hafþór náði. Þar á eftir komu þrir Isfirðingar, sem allir höfðu átt möguleika á titilin- um eftir fyrri umferðina. Úrslitin urðu þessi: sek Tómas Leifsson A 100.07 Hafþór Júliusson 1 100.27 Gunnár Jónsson, 1 100.67 Hafsteinn Sigurðsson I 101.04 Arnór Magnússon, 1 102.03 I stórsviginu var keppnin ekki eins hörð. Þar sigraði Haukur Jó- hannsson á 139.74 sek. Hafþór varð þar i öðru sæti — eins og i sviginu — á 142.22 og Bjarni Þórðarson Reykjavik þriðji á 143.33 sek. Þar á eftir komu Tómas Leifsson A, Hafsteinn Sigurðsson, 1 og Guðjón 1. Sverrisson Reykjavik. Ekki er hægt að segja að þeir Haukur og Tómas hafi sigrað i þessum greinum, þó svo að þeir hafi hlotiö Islandsmeistaratitil- inn. 1 báðum greinunum höfðu þeir einn keppenda fyrir framan sig — Isfirðinginn unga Sigurð H. Jónsson. Hann varð 16 ára gamall dag- inn sem stórsvigskeppnin fór fram, og gaf sér sigurinn i af- mælisgjöf. Hann var of ungur til að taka þátt i mótinu, en fékk að vera með sem gestur. Ætluðu Isfirðingarnir að sanna, að hann ætti heima i olympiuliðinu, og það gerðu þeir — eða réttara sagt hann — með sinum frábæra árangri. Var hann langfyrstur i mark i báðum greinum, og höfðu þeir eldri ekki roð v'ð honum. Hann sigraði með yfirburðum i alpatvikeppninni — en fékk ekki verðlaunin — þau féllu Hafþóri Júliussyni Isafirði i skaut, en hann keppti nú i fyrsta sinn i karlaflokki. Tómas Leifsson Akureyri hreppti silfrið og Haf- steinn Sigurðsson Isafirði brons- ið. 1 flokkasvigi sigraði sveit Isafjarðar á 374.78 sek. Sveit Akureyrar varð önnur á 388.29 og þriöja varð sveit Húsavikur á 399.31. Sveit Reykjavikur féll úr. I sveit Akureyrar var Arni Óðinsson meðal keppenda, en hann og Margrét Baldvinsdóttir brugöu sér vestur siðustu tvo daga keppninnar og voru með i flokkasviginu. Voru þau ekki með I aðalkeppninni vegna meiðsla og veikinda, en náðu sér þegar keppnin var hafin og fóru með fyrstu vél vestur. Akureyringana munaði um Margréti I flokkasvigi kvenna — þótt hún kæmi i mark á öðru skið- inu — hennar sveit sigraði, þar sem sveitir Reykjavikur og Isafjarðar voru dæmdar úr leik. En drottning kvennanna i þessu móti varð Jórunn Viggósdóttir Reykjavik. Hún sigraði bæði i svigi og stórsvigi og einnig i alpa- tvikeppni kvenna. 1 stórsviginu urðu úrslit þessi: Sigrar og töp Nýliðarnir I 1. deildinni i knatt- spyrnu — FH — geröu jafntcfli viö islandsmeistarana frá Akranesi i sinum fyrsta leik i Litlu bikar- keppninni I gær. Leikurinn fór fram I Ilafnar- firði, og skoruöu bæöi liöin eitt mark. Voru Skagamenn fyrri til, en FH-ingar jöfnuöu. Skagamenn gerðu betur á skírdag, en þá fengu þeir Keflvfkinga í heimsókn og unnu þá 2:0 — Arni Sveinsson og Matthias Hallgrimsson. Keflvikingar hefndu fyrir það tap i gær með þvi að sigra Breiða- blik 2:1 I Keflavík. Steinar Jó- hannsson skoraöi sigurmarkiö seint i leiknum. — klp — sek. Jórunn Viggósd. R 123.67 Kristin Úlfsdóttir, I 128.85 Sigrún Grimsdóttir I 131.81 Margrét Vilhelmsd. Á 132.59 Svig: Jórunn Viggósd. R 108.72 Guðrún Frimannsd. A 115.88 Sigrún Grimsdóttir, 1 116.39 Margrét Vilhelmsd. A 116.67 Röðin i aplatvikeppninni varð: Jórunn - Sigrún - Margrét - Guðrún. Mótið var til mikils sóma fyrir Isfirðinga en þar hjálpuðu veður- guðirnir einnig upp á sakirnar — nær alla dagana var sólskin og bliða, og muna menn ekki annað eins veður á landsmóti á skiðum og I þessa sinn. — klp — fyrir bullandi tap á heimsókninni — eöa eins og einn þeirra sagði. ,/Það er ekki á hverjum degi# sem við vinnum FH með níu marka mun". Það átti sér stað i gær i Laugar- dalshöll og þeir fáu áhorfendur, sem þar mættu, voru sáróánægðir þegar FH mætti með algjört varalið gegn Haukum. „Þetta er dónaskapur við áhorfendur — litilsvirðing við Hauka,” sagði kunnur handknattleiksmaður, sem horfði á leikinn. Vissulega var það rétt, — áhorfendur komu ekki til að sjá 1. flokk FH leika, en Geir Hallsteinsson, Viðar Simonarson, Þórarinn Ragnars- son, Gunnar og Ólafur Einars- synir og Hjalti Einarsson léku ekki með FH. Úrslit gátu ekki orðið nema á einn veg — stórsigur Hauka og FH með fullt lið hefði þar lent i erfiðleikum eins og Elias Jónasson, Hörður Sigmars- son, Ingimar Haraldsson og markvörðurinn Gunnar Einars- son léku að þessu sinni. Úrslit 24- 15. Á eftir léku Islandsmeistarar Vikings, sem ekki riðu feitum hesti frá þessu móti, við Helsingör. Þar var tækifæri til að rétta slakan hlut úr fyrri leikjum — og i það virtist stefna meðan Vikingur lék með sinu sterkasta liði i byrjun. Komst þá i 4-1, 5-2 og 7-4 eftir 17 min. Islandsbaninn, Jörgen Petersen, gat sig ekki hreyft frá strangri gæzlu Páls Tvœr stórar helgar eftir í handbolta ! Úrslitaleikir í yngri og eldri flokkunum í íslandsmótinu ókveðnir Úrslitaleikirnir f yngri flokkun- um i handknattlcik fara fram um næstu helgi og helgina þar a eftir. Þá fara einnig fram úrslita- leikirnir I 3. deild karla og 1. flokki karla og liklega einnig i 2. deiid kvenna og 1. flokki kvenna. Flestir leikirnir fara hér fram fyrir sunnan, en i einum flokki — 2. flokki karla — verður keppt ú Akureyri. Þeir fara fram um næstu helgi og einnig leikirnir I 4. flokki karla og 3. deild. Um hina helgina fara Júdó: Barizt í opna flokknum í kvöld Allir beztu júdómenn landsins verða samankomnir i iþróttahúsi Kennaraskólans i kvöld, en þá fer þar fram Islandsmótið i opna flokknum. Þá keppa allir i sama flokki — burtséð frá hæö, kröftum og þyngd — og má búast við hörku- spennandi og skemmtilegri baráttu. Þetta er siöasta júdó- keppnin sem háö er hér fyrir Norðurlandamótiö, en það verður i Laugardalshöllinni siöar í þess- um mánuði. Fyrsta gliman i kvöld hefst kl. 20.30 og verður siðan glímt langt fram eftir kvöldi, enda keppendur margir. — klp — svo fram leikirnir i 2. og 3. flokki kvenna og 1. og 3. flokki karla. Aftur á móti höfum við ekki fengið vitneskju um hvenær úr- slitaleikirnir i 2. deild kvenna, Keflavik-Njarðvik og 1. flokki kvenna, Fram-Ármann, fara fram, en trúlega verða þeir um aðra hvora helgina. Til úrslita i öðrum flokkum I Is- landsmótinu 1975 leika þessi lið: 3. deild karla: Leiknir, Leiftur, Huginn. 1. flokki karla: Ármann, FH. 2. flokki karla: Ármann, Haukar, Þór. 3. flokki karla: Þróttur, Fram, FH, Völsungur. 4. flokki karla: Valur, Fram, Haukar, KA. 2. flokkur kvenna: Þróttur, IBK, FH Völsungur. 3. flokki kvenna: Fram, Haukar, Valur, Þór. -klp- Björgvinssonar — og Einar Magnússon var i ham. En þjálfari Vikings, Karl Benediktsson, lagði greinilega meira upp úr þvi, að allir leikmenn hans fengu tæki- færi til að spreyta sig gegn þeim dönsku. Varamennirnir léku langtimum saman og Petersen var sleppt úr gæzlunni. Þegar Einar fór út af voru Danir fljótir að jafna i 7-7 og komust yfir 12-9 i hálfleik. Framan af siðari hálfleiknum var dönsk einstefna og Helsingör komst i 18-11. Þá sá Karl að við svo búið mátti ekki lengur standa '— fór aftur að nota sina beztu léikmenn, nema hvað Páll gat ekki leikið i siðari hálfleiknum vegna meiðsla. Vikingur stór- minnkaði bilið —allt i eins marks mun 21-20, og fékk þá vitakast, sem var misnotað, en Danir skoruðu i staðinn 22-20 og danskur sigur var i höfn. Lokatölur 25-21. Danska liðið lék oft skemmti- lega i þessum leik — frábærar fléttur á köflum, sem skemmtu áhorfendum. Tveir menn báru af i liðinu, Petersen, sem skoraði sjö mörk og markvörðurinn Flemming Lauritzen. Stórsnjall markvörður, sem var valinn i landsliðið gegn Islandi á dögun- um, en gat ekki leikið vegna meiðsla. I Vikingsliðinu átti Einarstórleik i sinum siðasta leik með liðinu sennilega næstu tvö árin. Hann skoraði niu mörk — en i sumar fer hann til Hamborgar og leikur þar með 1. deildarliði stórborgarinnar. Mótið hófst á skirdag i Iþrótta- húsinu i Hafnarfirði og úrslit i leikjunum urðu þessi: Helsingör-Haukar FH-Vikingur Helsingör-FII Haukar-Vikingur 25-18 23- 21 24- 20 23-19 1 þessum leikjum vakti mesta athygli stórgóð frammistaða Geirs Hallsteinssonar hjá FH, þó ekki nægði það nema i sigur gegn Víkingum. Geir skoraði mörg mörk i þessum leikjum og sýndi, að hann er að komast i sitt gamla form aftur — meiðslin há honum ekki lengur. 1 kvennakeppninni var Helsing- ör með lið og hafði ekki mögu- leika gegn Fram i Laugardals- höllinni i gær. Framstúlkurnar unnu öruggan sigur 8-4. Helsingörstúlkurnar gerðu jafn- tefli við Hauka 7-7, en unnu is- lenzka unglingalandsliðið 12-8. — hsim. iR-ingar krýndir meistarar í kvöld — þá fara fram síðustu leikirnir í 1. deildinni í körfuknattleik á Nesinu.ÍR-Valur og KR-Ármann IR-ingar verða krýndir Islands- meistarar I körfuknattleik i kvöld, en þá fara fram tveir siðustu leikirnir i 1. deildinni. Að þeim loknum verður verðlauna- afhending. Leikirnir fara fram i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, en þeir eru á milli Vals og ÍR og siðan KR og Armanns. Báðir þessir leikir ættu að geta orðið mjög skemmtilegir, þótt ekkert sé annað i húfi en röð liðanna, þar sem ÍR hefur þegar tryggt sér is- landsmeistaratitilinn. Þessir leikir áttu að fara fram um næstu helgi, en var flýtt — m.a. til þess að landsliðið geti æft sem mest og bezt. Á fimmtudag- inn verður enn einn stórleikurinn ikörfuboltanum. Þá fer fram úr- slitaleikurinn i bikarkeppninni á milli KR og Armanns. Verður hann einnig i íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Um næstu helgi fer svo fram úrslitaleikurinn i bikarkeppni kvenna á Akureyri. Þar leikur KR viö Þór. Þá verður einnig siðasti leikurinn i 2. deild karla, en þar hafa þrjú liö möguleika á sigri og sæti i l.deild næsta ár — Fram — Borgarnes og Þór. I siðustu viku tryggði Grinda- vfk sér áframhaldandi setu i 2. deild með þvi að sigra Breiða- blik, er varð i öðru sæti i úrslita keppninni i 3. deild um fyrri helgi. 1 dag lýkur svo skólamótinu i körfuknattleik, en það fer fram I Iþróttahúsinu i Hafnarfirði. -klp- Hvernig fáið þið fólk til að kaupa sig inn á þetta? — segir íslandsbaninn, sem er ekkert hrifinn af íslenzkum handknattleik „Það er gert allt of mikið að þvi að pressa inn I vörn and- stæðingsins og fá frfköst. Það vantar að spila hratt og vel fyrir utan og láta boltann ganga, en ekki vera með þetta hnoð. Þá er markvarzlan fyrir neðan allar hellur — a.m.k. hef ég ekki séð einn einasta góðan markvörð. Ég skii ekki, hvernig þið fáið fólk til að kaupa sig inn á þessa leiki 'ykkar. Liðin sýna bókstaflega ekkert annað en þetta sama aftur og aftur. Það vantar léttleikann og eitthvaö fyrir fólkið til að hafa gaman af. „Mér finnst islenzkur hand- knattleikur vera allt of stifur og þungur, og ég skil ekki, hvernig þið fáið áhorfendur til að koma og horfa á hann leik eftir leik,” sagði tslandsbaninn Jörgen Pedersen eftir siðasta leik Helsingör i páskamótinu l gær. Handbolti er ekki bara að vinna leik — sama hvernig það er gert!! Annars cr hér nóg af efnum og hægt að gera stóra hluti með þeim, en það verður að kenna þeim annaö en þetta dæmigerða islenzka spil.” Fyrirliði Helsingör, Mogens Menck, með verölaunagripinn úr páska- mótinu — og til vinstri er sjálfur lslandsbaninn Jörgen Petersen, leik- manna minnstur, en eldsnöggur og skotharkan gífurleg. Ljósmynd Bjarnleifur. and flf straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.