Vísir - 01.04.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 01.04.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Þriðjudagur 1. apríl 1975. 3 Vorum að taka upp handunnar glervöru frá Tékkóslóvakíu „Frostmunstur" mjög fallegir og ódýrir hlutir FERMINGAGJAFIR STYTTUR Smíðajárnsstjakar og ýmsir kristalsmunir Lítið á okkar mikla og fallega gjafa- úrval HltlSlVll V Laugaveg 15 sími 13111 „Ég hef leitað að lánum í 800 daga — og oftsinnis fengið nöfn á ný/um og nýjum sjóðum, segir Sigmar veitingamaður Pétursson, sem ekkert opinbert lán hefur fengið í Sigtún ,,Það er staðreynd, að ég hef ekki fengið fimmeyring úr opin- berum sjóðum i hús mitt við Suðurlands- braut” sagði Sigmar Pétursson, veitinga- maður i Sigtúni. „Ég hef hér bréf frá Iðntækni, sem hélt ráðstefnu og tækni- kynningu i Sigtúni nú nýlega, þar sem beðið er um húsið til af- nota I sama skyni næsta ár, þar sem „Sigtún er eini salurinn á öllu landinu, sem býður upp á þá möguleika, sem þarf til að svona ráðstefna geti heppnazt vel, til dæmis aðstöðu fyrir sjón- varpssýningarvélar, stór tjöld, og samtimis veitingaaðstöðu á sama stað,” eins og segir I bréf- inu. Mér skilst, að augu manna séu að opnast fyrir þvi, að þýðingarmikið er að halda hér stórar ráðstefnur. En ef þetta breytist ekki og ég fæ áfram engin lán úr opinberum sjóðum eða stofnunum i’húsið, neyðist ég til að hafa þar eingöngu þann rekstur, sem minnsta vinnu þarf, og ráðstefnur eru mjög vinnufrekar. Það er ekki oímælt, að ég hef leitaö og leitað i um 800 daga, og oftsinnis fengið nöfn á nýjum og nýjum sjóðum, en það er allstaöar sama svarið: Það má enginn lána, vill enginn lána, getur enginn lánað. Til þess að fjármagna það sem ég hef þurft að gera, hef ég mestmegnis selt eigin skulda- bréf og oft orðið að sæta við það öðrum kjörum en ég hefði vilj- að. Þar að auki hafa margir lán- aö efni og vinnu, þvi þeir álitu eins og ég, að sjóðir, sem sam- kvæmt starfsskrá eru til að lána I starfsemi af þessu tagi, myndu gera það. Ég á ekki annars úrkosti, ef þetta breytist ekki, en að selja íbúðarhúsið mitt, þó mér þyki það blóðugt, af þvf maður hefur séð svo marga fá lán, sem að minu vitihafa hvorki verið með meiri eía þarfari framkvæmdir en ég er i þarna. Ég verð þá að finna eitthvert annað þak yfir höfuöið — ég býst ekki við að þessir prelátar, er hafa neitað mér um lán, hafi húsaskjól fyrir fjölskyldu mina. Það vantar ekki, að allir póli- tiskir flokkar hafa getað skriðið þarna inn, bæði til að skemmta sér og öðrum, og lika til að græða i eigin þágu. Sigtún var mikið notað fyrir kosningarnar i vor og lika þegar menn fundu lyktina af bingógróðanum — þá gátu þeir skriðið þarna inn til að notfæra sér stærð hússins. Þessir lánsfjárörðugleikar standa kannski í einhverju sam- bandi við það, að Sigtún er fyrsta og eina húsið sinnar teg- undar, er fær lóð og er byggt sem veitingahús, en ekki sem vélsmiðja eða trésmiðja, sem svo þarf að bjarga. Ég hef aðeins beðið um lán, en ekki styrki, þvi ég er á móti styrkjum i hverri mynd, hvaða stéttsem ihlutá,” sagði Sigmar Pétursson að lokum. — SHH Kemur til að kenna fólki að hœtta að reykja Brezki læknirinn L.G. White kemur hingað til lands til þess að hjálpa fólki að hætta að reykja. Það er islenzka bind- indisfélagið, sent stendur fyrir námskeiðum fyrir þá, sem vilja hætta að reykja. Áður hefur félagið staðið fyrir fjölda slíkra námskeiða og hyggst nú gera könnun á þvl, hvernig þeir standa sig, sem fyrstir tóku þátt i þeim. Er- lendis er reynslan sú, að allt aö 80% standa sig enn eftir ár frá námskeiðinu. — islenzka bindindisfélagið starfar i tengslum við aðventsöfnuðinn. — SHII Óku útaf í Hvalfirði Það slys varð á móts við Botnsá i Hvalfirði, að fólksbifreið var ek- ið út af veginum. Fimm ung- menni voru i bifreiðinni og þótti vissara að flytja fjögur þeirra til rannsóknar á sjúkrahúsi. Kom i ljós, að ein stúlkan var fótbrotin, en hin þrjú reyndust að- eins hafa fengið smáskrámur og fengu að fara heim. Varð slysið aðfaranótt föstu- dagsins langa. —ÞJM „Geri sannar- lega meira að þessu nœsta vetur" — segir hótelstjórinn á Húsavík eftir vel heppnaða tilraun með „skíðahótel" „Það var svo sannarlega sólar- ferð, sem Útsýn fór hingað til Húsavikur með hóp úr Reykjavik um páskana. Það var glampandi sól tvo fyrstu dagana og ágætt veður tvo hina siðari lika. Það fóru þvi allir hcim aftur i sól- skinsskapi eftir velheppnaða ferð,” sagði Einar Olgeirsson, sem um siðustu mánaöamót tók við stjórn hótelsins á Húsavik. „Þetta voru mest fjölskyldur, sem komu hingað,” hélt hann áfram, ,,og létu allir mjög vel af dvölinni hér. Aðstaða til skiðaiðk- ana er mjög góð og það er stutt fyrir hótelgestina i skiðalyfturn- ar. Ætli það sé meira en þriggja minútna gangur.” „Ég er það ánægður með þessa fyrstu tilraun okkar með starf- rækslu „skiðahótels”, að ég er staðráðinn i að halda áfram á sömu braut næsta vetur,” sagði Einar. „Það er greinilega grund- völlur fyrir viku- og helgarferð- um hingað með skiðafólk og fyrir þvi ætla ég að beita mér af öllum mætti.” -ÞJM Stýrið brotið og sjór í vélarrúmi — D.B.Finn verður dreginn til Bretlands að lokinni botnskoðun hér Brezki togarinn D.B. Finn I Reykjavikurhöfn — biður þess aö veröa dreginn heim til Bretlands. Ljósm. Vísis JBP. „Það var varðskipiö Ægir, sem náöi brezka togaranum D.B. Finn út af strandstað,” sagði Gunnar ólafsson hjá Landhelgisgæzlunni. „Égheld, að það hafi gengið bara vel, og siðan var komið með togarann hingað til Reykjavikur.” „Stýrispinninn er brotinn, svo styrið verður tekið af tojgaran- um áður en hann verður dreginn út, fremur en láta það dingla laust,” sagði Geir Zoega, umboðsmaður brezkra togara á Islandi. „Það er óhjákvæmilegt að draga skipið utan, þvi það komst sjór i vélarrúmið og þar með i rafmagnstöflu, svo það er griðarlega mikið verk að gera við skipið. En það verður tekið upp I slipp hér á fimmtudag til aö huga að botnskemmdum. Við höldum, að skipið sé ekki mikið skemmt fram yfir það, sem að framan er talið. Björgunarlaun i tilfellum sem þessum eru venjulega samningsatriði,” sagði Geir, er hann var spurður um það atriði. „Yfirleitt er auðvelt að reikna það út, með þvi að draga skemmdirnir á skipinu og annan kostnað frá verðmæti þess og skipta siðan þvi sem eftir stendur milli þeirra sem vinna af sjó og þeirra sem vinna af landi því hvorugur þeirra getur verið án hins.” SHH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.