Vísir - 02.04.1975, Page 1

Vísir - 02.04.1975, Page 1
VÍSIR 65. árg. Miðvikudagur 2. aprii 1975 — 74. tbl. SJÓMENN BOÐA FALL 9. APRÍL _ VERK- Sjá baksíðufrétt HLJÓPST ÞÚ APRÍL LÍKA? — bls. 3 um aprílgabb í fjölmiðlum í gœr „Útsala" hjá leigu- bíl stjórum — bls. 3. Tólf ára blaða- útgefandi og ritstjóri — baksíða Samið fyrir obbann af félögum VR — baksíða TÍU SINNUM ÍSLANDS- MEISTARI — Iþróttir í opnu SKRÚFUÐU FYRIR OLÍUNA — þegar vanskilaskuldir Energoprojekt hlóðust upp Minnstu munaði, að Sigölduvirkjun stöðvaðist vegna þess að Olíufélagið Skeljungur „skrúfaði fyrir" olíuafgreiðslu þang- að. Verktakinn Energopro- jekt var í greiðsluvandræð- um, og afgreiðsla var stöðvuð fyrir páska, en síðan samdist um greiðsluf yrirkomulag á vanskilaskuldum. Þetta sagði Ragnar Kjartans- son hjá Skeljungi i morgun. Ragnar sagði, að málið væri nú vonandi leyst. Verktakinn hefði ekki staðiö við gerða samninga um greiðslur en nú væri búið að gera samning um fyrirkomulag á greiðslu á vanskilaskuldunum, sem hefðu safnazt. Þegar afgreiðsla var stöðvuð fyrir páska, hefði það ekki valdiö vandræðum við virkjunina, þar sem áður hefði verið búið að af- greiða magn þangað uppeftir, sem hefði enzt þennan tima. HH Sæborgin við bryggjuLandhelgisgæzlunnar I morgun, eftir aö búið var^ö færa hana til hafnar fyrir brot á reglum, sem skipstjórinn taldi sig ekki vita um. (Ljósmynd Vfsis BG) Sœborg RE staðin að ólöglegum veiðum i Faxaflóa Tekinn fyrir brot á reglum sem hann vissi ekki um „Þeir voru að koma inn með Sæborgina í morgun, sem tekin var aö ólöglegum veiðum hér I Faxaflóanum”, sagði Pétur Sigurðsson hjá Landhelgisgæzl- unni I morgun. Sæborg RE var að ólöglegum veiðum samkvæmtreglum, sem sjávarútvegsráðuneytið setti, þar sem Faxaflóanum er lokað fyrir öllum togveiðum. En reglugerðin kom svo seint úr prentun, að það er kannski ekki sanngjarnt að ætlast til þess, að menn fari að reglum, sem þeir vita ekki um. Við erum að mjólka þetta viö ráðuneytið og vonumst til að botn komi í það i dag,” sagði Pétur. Hann var spurður, hvort rétt væri sú saga, að þessi bátur heföi veriö tekinn fyrir veiðibrot fjórum sinnum sama sólar- hringinn. Þá hló Pétur. „Ekki vil ég segja það,” sagði hann. „En segja má, að þessi skipstjóri hafi verið fylgifiskur minn i störfum minum hjá Landhelgigæzlunni i fjölda ára. Þetta er bráðduglegur maður og hefur ekki auðgazt á glappa- skotum sinum.” Þórður Ásgeirsson hjá sjávar útvegsráðuneytinu gaf Visi þær upplýsingar i morgun að ráðu- neytið mundi leggja til að skip- stjórinn slyppi með áminningu fyrir brot sitt, þar eð auglýsing um lokunina hefur ekki veriö birt. Tafðist það meðal annars vegna korts sem ráðuneytiö er að láta gera til nánari út- skýringar. Verður fréttatil- kynning um málið send út á morgun að sögn Þóröar Ás- geirssonar. — SHH — Fresturinn runninn út Enn er beðið eftir Fischer t erlendum fréttastofufrétt- um I morgun segir, að almennt sé búizt við að Bobby Fischer tapi heimsmeistaratitlinum i dag með þvi að láta frestinn til að taka áskorun Karpovs liða án þess að sýna iifsmark. í gær var haft eftir Ed Edmondson forseta bandariska skáksambandsins, að Fischer myndi trúlega „gera nákvæm- lega ekki neitt.” Aftur á móti sagði Edmondson, að sögn Reuters, að rússneska skák- sambandið beitti til þess bola- brögðum að neyða Fischer til að Karpov verður ekki krýndur fyrr en á morgun láta frá sér titilinn án keppni, og nú myndi hinn 32 ára gamli bandariski skákmeistari hverfa hljóðlega af skáksviðinu. Edmondson tók fram, að hann ásakaði ekki Karpov i þessu máli, og bætti þvi við, að Karpov „þráöi ekkert heitara en raunverulega keppni.” Fischer býr fremur afskekkt i Pasadena i Kaliforniu og hefur ekki einu sinni síma. Hann lét svo ummælt, þegar FIDE, alþjóðlega skáksambandiö, gekk ekki að öllum kröfum hans um breytingu á einvigisreglum um heimsmeistaratitil i skák, að hann myndi ekki tefla þetta einvigi. Standi hann fast við það, glatar hann titlinum og sin- um hluta af þeim 750 milljónum króna, sem keppendur áttu að fá til skiptanna, ef heimsmeistara- mótið yrði haldið i Manila á Filippseyjum. AP frétt sagði i morgun, að liöið hefði framyfir miðnætti i Pasadena, án þess að nokkuð benti til viðbragða af Fischers hálfu. Dr. Max Euwe forseti Alþjóðaskáksambandsins, sagðist i morgun myndu biða til morguns, fimmtudag, með að lýsa Karpov nýjan heimsmeist- ara — „það er ekki útilokað, að Fischer hafi sent boð frá sér á siöustu stundu,” hefur júgó- slavnesk fréttastofa eftir dr. Euwe. — SHH Fresturinn lengdur Alþjóðlega skáksanibandið, FIDE, ákvað á fundi sfnum i morgun að framlengja frest þann, sem Fischer hefur til að taka áskorun Karpovs, um einn sólarhring — til miðnættis annan aprfl.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.