Vísir


Vísir - 04.04.1975, Qupperneq 5

Vísir - 04.04.1975, Qupperneq 5
Vísir. Föstudagur 4. april 1975. 5 TLOND I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLONDI MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson BUA SIG UNDIR AÐ FLYTJA EINA MILLJÓN VÍET- NAMA ÚR LANDI Bandarik ja menn velta þvi fyrir sér i fullri alvöru, að hugsanlega þurfi að veita um einni milljón Suður-Vietnama aðstoð við að flýja land. — Þó hefur Ford forseti látið þau ummæli falla, að hann búist ekki við þvi, að landið falli i hendur kommúnistum. Forsetinn kunngerði i gær- kvöldi, að bandariskar flugvélar og herskip muni byrja á þvi að flytja 2000 munaðarlaus viet- nömsk börn til Bandarikjanna. En opinberir starfsmenn bæta þvi við, að uppi séu ráðagerðir um undirbúning brottflutnings einnar milljónar Suður-Viet- nama, sem óttist hefndir af hálfu kommúnista vegna tengsla þeirra við Saigonstjórnina og Banda- rikjamenn. Reuterfréttastofan hefur það eftir heimildum innan stjómar- skrifstofanna, að þrettán banda- risk her- og verzlunarskip biði átekta tilbúin að flytja brott flóttafólk. Þau gætu 150.000 flóttamenn. tekið um Ford forseti sagði á blaða- mannafundi i San Diego i gær, að hann héldi ekki að kommúnistar mundu leggja allt landið undir sig, þótt stjórn Van Thieus forseta hefði látið heri sina hörfa af sum- um vigstöðvunum. Hann lofaði að gera sitt bezta til þess að aðstoða Suður-Viet- nam, en ekki skýrði hann, hvernig hann teldi, að Saigon- stjórnin gæti rétt við eftir ósigr- ana að undanförnu. Ford kvaðst standa uppi ráða- laus vegna þess, að þingið hefði daufheyrzt við öllum bænum hansum efnahagslega, hernaðar- lega eða liknaraðstoð til handa Suður-Vietnam og vegna banns þingsins við þvi að senda banda- riskt herlið til Indókina. Hann kvaðst ætla að leggja enn að þinginu að samþykkja 300 milljón dollara viðbótaraðstoð við Saigon. Ford hét þvi, að hann mundi virða bannið við þvi að senda her- lið til Vietnam, en bætti þvi við, að sagan sannaði, að þjóðar- leiðtogi, sem ekki hefði hernaðar- styrk að baki orða sinna, ætti ekkert svar við árásarstefnu Þessi mynd af skipí, sem flutti flóttafólk frá Da Nang, sýnir glöggt, hvernig fólk tróft hvert annaft undir i örvæntingu sinni til þess aft flýja sóknarherinn. Hvert rúm er skipaft og hver krókur og kimi. Handtökur í Saigon vegna byltingarsam- sœris herforingja Sjö manns, þar á meðal háttsettir herfor- ingjar, hafa verið hand- um að bylta Saigon- stjórninni. Þetta er annað teknir i Saigon fyrir byltingarsamsærið, sem samsæri innan hersins greint er frá þar syðra á einni viku. Stjórnvöld kunngerðu hand- tökurnar og skýrðu frá þvi, að komizt hefði verið fyrir samsær- ið. Ekkert var sagt um, hversu margir hefðu verið við það riðnir. í Saigon er allt i óvissu um, hverjir muni taka við af stjórn- inni, sem sagði af sér i fyrradag, en einn maður hefur þó þegar verið tilnefndur i hana, og sór hann embættiseið i gærkvöldi.Var það Phan Hoa Hiep, hershöfðingi, sem tekur við embætti upp- lýsingamálaráðherra. — Hann var formaður sendinefndar Suð- ur-Vfetnams i samningavið- ræðunum i Paris 1973. Samtimis þessu berast þær fréttir, að stjórnarhernum hafi tekizt að hrinda árásum kommúnista á Phan Rang, og tal- stöðvarsamband hafi náðst við herflokka við Nha Trang, sem stjórnarherinn hafði yfirgefið. Átti að senda þangað liðsauka, og virðist sem stjórnarherinn undir- búi áhlaup á borgina til þess að vinna hana aftur úr höndum kommúnista. VIIDI HVORKI HAFA MUTURNAR OF UTL AR NÉ OF MIKLAR Afléttu hafn- banninu Eftir sex stunda fund fuiltrúa brezkra fiskimanna og Browns að- stoftarsjávarútvegsráftherra lofafti yfirvaidift aft taka til endurskoðun- ar og athugunar þau atriði, sem fiskimenn höfftu gertkröfur um. Ákváftu þá fiskimenn að hætta mótmæiaaðgerftum sinum og aflétta hafnbanninu, sem þeir framfylgdu I nær 50 höfnum Englands og Skot- Iands meft þvi aö ieggja fiskibátum i innsiglingar þeirra, eins og sést hér á myndinni fyrir ofan frá Aberdeen. LUNDÚNABLÖÐIN GEFIN ÚT Á NÝ Stærsta blað Breta ,,Daily Mirror” hefur útgáfu aftur á morgun, eftir að lausn fékkst á vinnudeilu, sem nær hafði gengið af þvi og tveim blöðum öðrum dauðum. Samkomulag náðist i morgur. sem bindur enda á 10 daga verk- fall prentara — Deilan spannst út af fyrirætlun framkvæmda- stjórnarinnar um frekari vinnu- hagræðingu, sem sparað gæti mannahald, og halði staðið til að fækka fólki. Stöðvaðist útgála,,Daly Mirror”, systurblaðs þess ..Sporting Life” og nokkurra anr.arra blaða i London. Hins vegar kom „Daily Mirror” út i Manchester og Glasgow. Samkomulag náðist um, að ekki yrði fleira fólk ráðið að blöðunum, ekki einu sinni fyllt i skörð, ef einhverjir féllu frá. Út- gefendur gengust inn á að veita 10% kauphækkun frá október næstkomandi að telja og 7 1/2% frá april á næsta ári. Aðalvitni saksóknar- ans i réttarhöldunum gegn John Connally sór og sárt við lagði I réttinum i gær, að fjármálaráðherrann fyrrverandi hefði þegið af honum 10.000 dollara 1971 fyrir að hafa leyft hækkun á mjólkurvör- um. Jake Jacobsen sagðist hafa látið Connally hafa féð, eftir að Connally hafði beðið um það. Siðan lýsti hann þvi, hvernig Connally hefði skáldað upp skýringu á peningunum þegar rannsakað var tillag mjólkur- iðnaðarins i kosningasjóði 1973. Saksóknarinn haf ði i inngangsorðum sinum sagt réttinum, að hann ætlaði að sýna fram á, að Connally hefði tvivegis þegið greiðslur frá mjólkurframleiðendum. Jake Jacobsen, vitni hans var lögfræðingur samtaka mjólkurframleiðenda en um tima var hann ráðunautur Johnsons forseta. I réttarhöldunum i gær hlust- uðu dómendur á hljóðritun af fundi Connally og Nixons for- seta i Hvita húsinu 23. marz 1971. Fn þá samþykkti Nixon, eftir að Connally hafði lagt fast aðhonum, að leyfa verðhækkun mjólkur og mjólkurafurða. Jacobsen segir, að Connally hafi eitt sinn rabbað við hann um framlag mjólkurframleið- enda i kosningasjóð 1973 og þá sagt: ,.Hvers vegna fæ ég þá ekki til þess að láta eitthvað af hendi rakna við mig?” Sækjandinn spurði þá Jacob- sen, hvers vegna hann hefði fært ráöherranum aðeins 10.000 doll- ara, og Jacobsen svaraði: ,,Ég vildi ekki hafa það of litið. þvi að þá gat litið svo út sem við hefð- um ekki metið aðstoð hans meir. En ég vildi heldur ekki hafa það of mikið, svo að ekki liti út fyrir, að við hefðum keypt verðhækkunina." Verjandi Connally heldur fast fram sakleysi skjólstæðings sins og bendir á, að Jacobsen hafi sex sinnum i ýmsum yfir- heyrslum neitað þvi áður að hafa gefið Connally svo mikið sem einseyring. Verjandinn heldur þvi fram. að Jacobsen hafi gripið til þess að bera ljúg- vitni gegn Connally i von um að bjarga eigin skinni og banka- svindlmáli. sem vofir yfir hon- um sjálfum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.