Vísir - 07.04.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 07.04.1975, Blaðsíða 4
4 Visir. Mánudagur 7. apríl 1975. Vísir. Mánudagur 7. aprll 1975. 5 A BLAÐSOLUSTOÐUM UM LAND ALLT KEPPNIN UM KVART- MILLJÓNINA ER HAFIN FYLGIZT MEÐ FRÁ UPPHAFI dmm x§n 6IIK VERÐTILBOD til l.mai F 5y aff tveim fjórum /# dekkjum IV7 dekkjum Sumarhiólbarðar Sumarhjólbarðar 155—12 Kr. 4.150 Kr. 3.930 05—13 4.230 4.010 145—13 4.290 4.060 155—13 4.320 4.090 165—13 4.940 4.680 175—13 5.740 5.440 155—14 4.400 4.170 165—14 5.580 5.290 175—14 6.180 5.850 185—14 7.250 6.870 215/70—14 10.980 10.400 550—12 3.490 3.310 600—12 4.030 3.820 615/155—13 4.370 4.140 560—13 4.450 4.220 590—13 4.150 3.930 640—13 1 Kr. 5.090 Kr. 4.820 700—13 5.410 5.130 615/155—14 4.020 3.810 5,0—15 3.570 3.330 560—15 4.080 3.870 590—15 4.730 4.480 600—15 5.030 4.770 Jeppahjólbarðar: 600—16/6 4.930 4.670 650—16/6 6.030 5.710 750—16/6 7.190 6.810 Weapon hjólbarðar: 900—16/10 16.970 16.080 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H/E AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606 Gardahroppur: Hjólbarðaverkstæðid Nýbarði Akureyri: Skoda verkstæðið ó Akureyri h.f. Óseyri 8 Egilsstaðir: Varahlutavorzlun Gunnars Gunnarssonar REUTER AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN TLOND I MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLONDI MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Fallbyssuskothríð 11 km frá Saigon Talið ólíklegt, að Saigonstjórnin standist sókn kommúnista Stórskotalið kommún- ista hóf í morgun skothríð á stærstu eldsneytis- birgðastöð Saigonhersins aðeins ellefu km frá Sai- gon. Eru árásarsveitir kommúnista taldarvera í aðeins 2 km fjarlægö frá birgðastöðinni í Nha Be, en þar eru geymdar nær allar oliubirgðir Saigon og flughersins. Bardagar hafa þó víðast annars staðar legið niðri á yfir- ráðasvæðum stjórnarhersins, en kommúnistar héldu uppi fall- byssuskothriö i Mekong-ós- hólmunum i gær um tima. Fréttir hafa borizt af þvi, að liðsauki frá Saigon sé kominn til Nha Trang, hafnarborgar, sem sögð var fallin i hendur kommúnista. Urðu skærur þar i gær, en liðsaukinn hefur ekki náð enn að sameinast þeim nokkur hundruð stjórnarher- manna, sem eftir eru af varnar- liði borgarinnar. Á meðan þessu vindur fram i Vietnam, hefur Ford forseti setið fundi með ráðgjöfum sin- um i Palms Springs i Kaliforniu, þar sem hann hefur dvalið i rúma viku. Meðal þeirra er Weuand hershöfðingi, sem flutti honum skýrslu, nýkominn frá Viet- nam, þar sem hann kynnti sér ástandið og þarfir Saigonhers- ins. Flestir eru þeirrar skoðunar, að Saigonstjórnin fái ekki stað- izt sókn kommúnista, nema til komi umfangsmikil aðstoð frá Bandarikjamönnum. — En Bandarikjaþing hefur sýnt af sér tregðu til þess að leggja meira af mörkum til Vietnams- striðsins. Ford, sem snýr i dag aftur til Washington, eftir að hann tók á móti fyrstu munaðarlausu börn- unum, sem flutt hafa verið frá Vietnam til Bandarikjanna, mun ávarpa sameiginlegan fund fulltrúadeildar og öldunga- deildar núna i vikunni. Þykir liklegt, að hann muni fara fram á meiri fjárveitingu til aðstoðar Suður-Vietnömum. Ford forseti tók á móti munaðar- leysingjum, sem komu með flugvél frá Saigon i gær til San Francisco. Með vélinni voru 324 foreldralaus börn, en ættleidd verða af banda- riskum fjöiskyldum. — Hér sést forsetinn halda á einum hinna nýju þegna sinna niður landganginn úr flugvélinni. Flutningar munaðarlausra barna frá Vletnam hófust með skelfi- legum hætti, þegar stærsta flutningavél heims, C5A Galaxy, fórst skömmu eftir fiugtak fyrstu ferðarinnar. Um borð i vélinni voru nær 250 börn. Fórust um hundrað þeirra. Myndin hér fyrir neðan var tekin, þegar fólkið var að koma sér fyrir I sætum vélarinnar I upphafi^ ferðar. Hermenn sjást hér hjá hlutum úr risaflugvélinni, sem fórst með 250 munaðarlausum börnum innanborðs. Reykurinn stlgur upp af brenn andi flakinu. mm ■■ .JslsSIÍSSÉIfi ®SKODR ffOR - GULI PARDUSINN 5-MANNA, TVEGGJA DYRA. VÉL 62 HESTÖFL. BENSiNEYÐSLA 8.5 LÍTRAR Á 100 KM. FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GlRKSSI. GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 18,5 SEK. i 100 KM. Á KLST. INNIFALIÐ I VERÐI: HOFUÐPÚÐAR, RALLY- STYRI, SPORTSTOKKUR, SNÚNINGSHRAÐA MAiLIR, OLlUÞRÝSTIMÆLIR, RAFMAGNSRÚÐUSPRAUTUR, BLÁSTUR A ARURRÚÐU, ÚTISPEGLAR, HALOGEN-LUKTIR O.M.FL. VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. VERÐ TIL ÖRYRKJA KR. 6 79.000,00 499.000,00 TEKKNESKA BIFREIDAUMBODIÐ A /SLANDIH/E AUÐBREKKU 44- 46 SÍM/ 42606 28 fórust i sn|o- skriðum •• í Olpunum Vitað er með vissu um 28 manns, sem látið hafa lifið i verstu skriðuföll- um, sem orðið hafa i svissnesku og austur- risku ölpunum um ára- bil. — En menn óttast, að fleiri hafi farizt i snjóskripunum. Menn uggir, að þrettán manna fjölskylda i Austurriki hafi farizt, þegar skiðaskáli hennar grófst undir snjóflóði. En viða hurfu heilu húsin undir snjóhengjur. Átján létu lifið i mið- og suður- hluta Sviss, þar sem margar snjóskriður féllu. Átta þeirra fór- ust I Acla, sem er skammt frá Lumanierskarðinu. Þeir ungir svissneskir skiðamenn, sem voru i St. Gallen, lentu undir skriðum og þeim varð ekki bjargað. Mikil fannkoma hefur verið i Alpafjollum i vor og spáð meiri snjókomu enn. Fjöldi fjallaþorpa og skiðabæja hefur einangrazt vegna þess, að snjóskriðurnar féllu á aðliggjandi vegi'og járnbrautarlinur. Allirýsem vettlingi gátu valdið, unnu viðN þjörgunarstörf I gæt og fyrradag, en urðu að hætta vegna myrkurs i gærkvöldi. Strax i birtingu i morgun átti að hefjast handa að nýju. , Urðu að snúa aftur strax eftir geimskot Tveggja manna geimfar Rússa neyddist til að snúa aftur til jarðar skömmu eftir að því var skotið á loft á laugardag. Þegar þriðja þrep flug- takseldf laugar geimfars- ins tók við af öðru þrepi, fór geimfarið út af réttri stefnu og sjálfstýrisút- búnaður stöðvaði þá geim- ferðina og sneri geim- farinu aftur til jarðar, eftir þvi sem Tass-frétta- stofan greinir frá. Lendingin mun hafa tekizt vel, og segir Tass, að geimfararnir tveir, Vasily Lazarev og Oleg Makarov, hafi komið niður heilu og höldnu i fjalllendi um 300 km norðan við landamæri Kina i Siberiu. Þetta óhapp þykir slæmur fyrirboði um, hvernig takast muni stefnumót bandariskra og HERINN KREFST ÆÐSTU VALDA þrótt fyrir kosningarnar Andstaða stjórnmála- flokka í Portúgal gegn samningum um að tryggja hernum æðsta vald i landi næstu þrjú til fimm árin virðist ætla að verða að engu. — Vinstri miðflokk- urinn hefur gefið til kynna, að hann muni ekki berjast að marki gegn þvi. Herinn, sem öllu ræður I land- inu, vildi fá alla flokkana tólf, sem bjóða fram til kosninganna 25. april, til að undirrita áður samkomulag, sem seldi bylting- arráði hersins æðstu völd landsins i hendur. Átta flokkanna hafa snúizt gegn þessu. — Fjórir þeirra eru þó fámennir öfgaflokkar, og mið- demókratar fá sig naumast hrært vegna ofsókna kommúnista, svo að andstaðan er máttlitil. Kosningarnar 25. april verða þær fyrstu um 50 ára bil, þar sem margir flokkar bjóða fram. Þá á að kjósa 247 fulltrúa á þing, sem semja skal nýja stjórnarskrá fyrir landið. sovézkra geimfara úti i himin- geimnum, sem gert er ráð fyrir eftir aðeins tvo mánuði. Hópur bandariskra sér- fræðinga, sem undirbýr geim- flugið af hálfu Bandarikjanna, kemur til Moskvu i dag til þess að grafast fyrir um orsök þessarar bilunar og fullvissa sig um, hvort slik bilun geti hent aftur. Geimfararnir tveir, sem voru i sinni fyrstu ferð, ætluðu upp i svoézku geimstöðina, Salyut-4, þar sem tveir félagar þeirra höfðust við i heilan mánuð fyrr á þessu ári. Chiang Kai-Shek horfinn ó fund feðra sinna Chiang Kai-Shek, leiö- togi kinverskra þjóðern- issinna í nær hálfa öld, andaðist á Taiwan (For- mósu) aðfaranótt sunnu- dags áttatíu og sjö ára að aldri. Það er talið, að hann hafi látizt úr hjartaslagi, en Chiang Kai-Shek hafði átt við veikindi að striða síðustu þrjú árin, enda aldrei náð sér fyllilega eftir lungnabólgu | 1972. Hann leit á sig sem leiðtoga meginlands Kina, og öll árin, siðan hann hraktist frá megin- landinu 1949 dreymdi Chiang Kai-Shek um að hrekja kommúnista þar frá völdum og koma á stjórn þjóðernissinna. Þeim tveim milljónum flótta- manna, sem með honum fóru til eyjarinnar Formósu, sem nú heitir Taiwan, sagði Chiang: „Það er skylda min að leiða ykkur aftur til meginlandsins, og ég mun ekki bregðast þeirri skyldu”. Chiang Kai-Shek, hershöfðingi, forseti Taiwan, andaðist aö- faranótt sunnudags. Þetta sama loforö gaf eftir- maður hans, C.K. Yen, forsætis- ráðherra, sem nú tekur við for- setaembætti eftir Chiang Kai- Shek. — Yen sór embættiseið i gær. Bretar óska eftir leiðtogafundi NATO Bretar munu hafa lagt til að efnt verði tii ráðstefnu innan NATO undir lok næsta mánaðar. James Callaghan, utan- rikisráðherra Breta, mun hafa íóformlegum viðræð- um við Henry Kissinger, starfsbróður sinn frá Bandaríkjunum, lagt þetta til. Aðaltilgangur sliks fundar væri að endurskoða afstöðu Vestur- landa til undirbúnings fyrir hugs- anlega öryggisráðstefnu Evrópu. — Einnig þurfa NATO-ríkin fimmtán að taka til athugunar sameiginleg vandamál þeirra innan bandalagsins og samstöðu Vesturlanda. Utanrikisráðherra NATO-land- anna eiga hvort eð er að koma saman til fundar i Brussel i lok næsta mánaðar, en Callaghan utanrikisráðherra leggur til, að fundinum verði breytt i ráðstefnu leiðtoga bandalagsrikjanna. Sovétrikin hafa lagt til, að öryggisráðstefna Evrópu (sem 35 riki eiga fulltrúa að) haldi sinn þriðja og siðasta ráðstefnuhluta i Helsinki 30. júni. — Vesturveldin hafa lýst sig reiðubúin til þess, svo fremi sem ákveðinn árangur náist i öðrum áfanga þessarar ráðstefnu en hann stendur nú yfir I Genf. Eiga þau þá við árangur i samningum, sem lúta einkanlega að mannlegum samskiptum, eins og auknu ferðafrelsi, upplýsinga- miölun og þviumliku. Tíu drepnir f Belfast 74 sœrðust í sprengingum á ölkrám um helgina Ró virtist aftur hafa færzt yfir Belfast f dag eftir blóðugustu helgi þessa árs, en þó á að heita svo, að vopnahlé sé þar enn i gildi. Tíu manns létu lífið í skot- árásum og sprengju í höfuðborg N-lrlands um L helgina. Nitján ára piltur var skotinn til bana, þar sem hann var staddur fyrirutan skrifstofur varnarsam- taka Ulster (mótmælenda) i gær- kvöldi. — Sjö létu lifið og sjötiu og fjórir særðust, þegar sprengjur sprungc i tveim ölkrám i borginni önnur kráin var mikið sótt af mótmælendum, en hin aðallega af kaþólikkum. — Tveir kaþólskir men voru skotnir til bana i fyrir- sát. 56 dagar eru liðnir, siðan hryðjuverkasamtök IRA lýstu þvi yfir, að þau gerðu hlé á skærum sinum og sprengjutilræðum. Samtökin hafa að undanförnu gefið út yfirlýsingar, þar sem þau vöruðu stjórnvöld við þvi, að þeim þættu viðbrögð landstjórn- arinnar við vopnahléi þeirra ekki ganga nóg til móts við kröfur þeirra. 1 morgun var allt i óvissu um, hvort þessi hryðjuverk um helgina hefðu einhver áhrif á það, hvort vopnahléð gilti áfram eða hvort ógnaröldin hæfist á ný. — IRA hafði þá ekkert látið frá sér heyra. 1 útvarpsviðtali i gær lýsti Rees trlandsráðherra þvi yfir, að stjórnvöld hefðu engar áætlanir á prjónunum um að lýsa yfir brott- flutningi brezka öryggisliðsins, en það er einmitt ein aðalkrafa IRA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.