Vísir - 07.04.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Mánudagur 7. aprll 1975.
9
25 konur að
austan á veggteppi
Hildur Hákonardóttir vann i 8
mánuði að þvi að vefa nýjasta
veggteppi sitt. Það á að lýsa stöðu
konunnar i þjóðfélaginu. Teppið
segir hún vera ofið i tilefni af ferð
25 kvenna úr Arnessýslu á þing-
palla fyrir réttum tveim árum.
Þær voru að mótmæla árásum á
stétt sina, segir Hildur. Teppið er
6 fermetrar að stærð og er nú til
sýnis i Bókasafni Selfoss. Safnið
er opið frá 3-6.30 virka daga,
nema fimmtudaga til kl. 8 á
kvöldin. Til verksins hlaut Hildur
starfsstyrk á sinum tima.
<1
Súrmaturinn fluttur
alla leið til Kaliforníu
„Römm er sú taug..”, stendur
einhvers staðar. Jafnvel vestur á
Kyrrahafsströnd Bandarikjanna
má á þorra finna 160 manna hóp
manna, sem blóta þorra. Þetta
var i Redwood, smáborg skammt
suður af San Fransisco i siðasta
mánuði. Matur allur var fenginn
,,að heiman”, eða frá „gamla
landinu”, eins og menn segja fyr-
ir vestan. Hófinu stjórnaði for-
maður Islendingafélagsins i N-
Kaliforniu, Vigfús Jakobsson, en
gestir komu viða að. „Þetta
þorrablót þótti eitt af þeim beztu,
sem félagið hefur haldið”, segir
Gunnhildur Lorensen i fréttabréfi
til Visis. „Góður andi, glaðar sál-
ir,góðurmaturog söngur og dans
fram á nótt”.
40 konur i læknisfræði:
Skýlaus réttur konunnar
Við læknadeild Háskóla tslands
eru nú 54 konur við nám. Af þeim
hafa 40 undirritað áskorun til
þingmanna um að konum verði
heimilaður skýlaus réttur til
fóstureyðinga, óski þær eftir þvi
sjálfar. Um læknana, tilvonandi
starfsbræður sina, segja
stúlkumar: „Endanleg ákvörðun
á að vera i höndum konunnar
sjálfrar en ekki misviturra vott-
orðaskrifara”. Einnig segja þær:
„Læknir hefur ekki sérþekkingu
eða tækifæri til að meta nema
mjög takmarkaðan þátt allra að-
stæðna konunnar”. Þátttaka i
undirskriftum var lökust hjá
nemum á 1. ári, aðeins 40%, — en
hjá nemum á 2.-7. námsári var
hún 94%.
Dýrt að vera
ekkjumaður!
Skattadæmi þaðsem Félag ein-
stæðra foreldra hefur sent þing-
mönnum og fjárveitinganefnd Al-
þingis hefur að vonum vakið
mikla athygli fólks. Samkvæmt
þvi er mikið misræmi á skatt-
lagningu einstæðra foreldra mið-
að við gift fólk. Kvæntur maður
með 2 börn á framfæri og 1200
þús. króna árstekjur greiðir skv.
frumvarpinu um aðgerðir i efna-
hagsmálum kr. 110.289,- Nú
skýldi maður halda að ekkjumað-
ur með jafnmörg börn á framfæri
væri ekki skattpindur fyrir það að
hafa misst konu sina. En hvað
sjáum við? Hann á að borga
233.890 f opinber gjöld af sömu
árslaunum og áður voru höfð til
grundvallar! Vekur FEF athygli
þingmanna á hversu stóran hóp
hér ræðir um, 13 þúsund börn og á
6. þús. einstæða foreldra.
ORLGFSFERÐIR
Erum fluttir að
Skólavörðustíg 16
Sími 28899
Samtök okkar bjóða á grundvelli hag-
kvæmra samninga, sem þau hafa náð við
islenzku flugfélögin og . ferðaskrifstof ur
verkalýðshreyf ingarinnar á Norðurlöndum
og víðar, eftirfarandi ferðir:
Flogið er f rá Kef lavíkurf lugvelli eða Akur-
eyri í leiguflugi og áætlunarflugi annað
hvort beint á áfangastað eða með millilend-
ingu í Osló / Stokkhólmi eða Kaupmanna-
höfn samkvæmt nánari ferðaáætlunum.
Notaðar verða Boing 707/720 þotur Air Vik-
ing í leiguf lugi en Boing 727 þotur Flugleiða
í áætlunarf lugi. í öllum leiguflugum okkar
verða íslenzkir fararstjórar, en í áætlunar-
flugum einungis ef um stærri hópa verður
að ræða, hins vegar verða fararstjórar frá
ferðaskrifstof um þeim sem við skiptum við
á Norðurlöndun, sem mæla á einhverju
norðurlandamála. Hægt verður að velja um
margvfslega gististaði, hótel, íbúðir með og
án fæðis. Birtar verða ferðaáætlanir um
hvert land þar sem kynnt verða, verð o. fl.
Eru þær væntanlegar næstu daga.
Áfangastaðir og brottfarardagar
XPANGASTAÐIR APRlL MAl JTJNl JULl AGTJST SEPTEMBER OKTÖBER NÖVEMBER
SPANN Mallorca 4 18 1 15 29 13 27 10 24 7 21 5
Costa Brava 4 18 1 15 29 13 27 10 24 7 21 5
Costa del Sol 10 24 7 21 5 19 2 16 30 6 13 20 4
Ibiza - Um Kaupmannahöfn 24 31 7 14 21 29 12 19 27 2 -9 16 30 6 13
FRAXKLAND St. Cyprien Plage 18 1 15 29 13 27 10 24 7 21 5
PORTUGAL Estoril/Lisboa 10 24 7 21 5 19 2 16 30 13 27
jtJgöslavia Portoros 16 30 13 27 11 25 8 22 5 19
ITALIA Pintemare 16 30 13 27 11 25 8 22 5 19
Lignano 16 30 13 27 11 25 8 22 5 19
Garda 16 30 13 27 11 25 8 22 5 19
Lugano/Iiilano - Un Kaup- 7 21 29 8 12 27 1 19
mannahöfn
LANMÖRK Kaupnannahöfn 24 31 7 14 21 29 5 12 19 27 2 9 16 26 30 6 13
NOREGUR Oslo 30 6 13 7 11 1 .0 15 5 12
Nordkap - Um Stokkhálm 6 13 20 27 7 11-10 - 1 :> 15 22
SVIÞJÖÐ Stokkhdlmur 20 27 18 27 22 29
.ENGLAND London 12 19 26 3 lo 17 24 31 7 14 21 28 5 12 19 26 2 9 16 23 30 6 13 20 27 •4 11 10 25 0 15 22 29 6 13 20
EVRÖPA Rínarlönd/Amsterdam/París/ Hamborg 12 26 10 24 7 21 4
Pdlland/Ungverjalánd/Aust- urríki/Tékkdsldvakía 7 21 12 19 2 30 13 -
GRIKKL/afD Rhodos - Ui.i Stokkhól:, 30 6 13 20 27 11 13 1 G 15 22 29 5 12
krit Um Kaupmannaliufn 24 31 7 14 21 29 12 .19 27 2 9-16 30 6 15
ÍHÐJÁRÐARHAF Sigling 15 29 13 27- • * 10 24
IIALTA Um Stokkhóí.i 30 6 13 20 27 11 13 1 . 15 22 29 5 12
SOVETRIKIH Fyrsta leiguflug til Iloskvi’yLeningrad ’ Leningrad/IIoskva - U:: 5 •
Stokkhóln 30 6 13 20 27 17 13 1 o 15 22 29 5 12
Sigling til :ielsini:i/TalIin Um StokkhóLu 6 13 20 27 7 11 18 1 G 15 22 29
Síbería - Urn Kaupmannahöfn 14 12 . 13
I-Iið-Asía - Um Kaupmannahöfn 27 16
Kákasía - Um Kaupmannahufn 2 30
SVISS Um Kaupmannahöfn 7 14 21 29 12 19 27 2 9 15 30 '6 13
A-ÞÍZKALAND 6 13 11 18 1 8 15
Bad Elster - Hressingarh-ili 7 29 19 .9 30
PÖLLAND Um Stokkhólm 2p 27 22 29 5
ALBAHIA Um Kaupmannahöfn/otokkhólm 14 21 27 11 18 2 8 16
AUSTURRIKI Vín eða hringferð - Uu Kaup- mannahöfn 24 31 7 14 21 29 12 19 27 2 9 16 23 30 6 13
Sigling um.Dóná - Um Kaup- mannahöfn 24 31 7 14 21 29 12 19 27 2 9 16 23 30 6 13
RUlIENlA Hressingarferðir - Ura Kaup- mannahöfn 8 15 29 6 20 27 7 14 21 7 18 27 2 15 30 14 21
Svartahafið/Poiana/Brasov o. fl. - Um Kaupmannahöfn 14 21 29 12 19 27 2
UNGVERJALAND Um Kaupmannahöfn 29 8 12 19 27 1 0 15
tekköslövakia Um Kaupmannahöfn 29 ■ 8 12 25 27 1 0 15
ÞYZKALAND RQgen - Um Kaupmannahöfn 7 14 21 12 19 2 ^
Skipuleggjum ennfremur ferðir um Kaup-
mannahöfn til Búlgaríu — Túnis — ísraei —
Egyptalands, fyrir einstaklinga og hópa.
I' tengslum við f lug okkar til Osló — Stokk-
hólms og Kaupmannahafnar skipuleggjum
við orlofsdvalir í sumarbústöðum ennf rem-
ur ferðir um Noreg, Svíþjóð og Danmörku.
Höfum umboðsskrifstof ur á öllum Norður-
löndum sem eru:
Norsk Folke Ferie í Noregi. Dansk Folke-’
ferie— RESODAN í Danmörku og RESO í
Svíþjóð og Matkarengas í Finnlandi.
Við seljum og afgreiðum farmiða með f lug-
vélum, skipum, járnbrautum, langferða-
bifreiðum, ferjum; útvegum hótel. Reynið
viðskiptin þar sem þau eru hagkvæmust.
Verzlið við eigið fyrirtæki
LANDSYN ALÞYÐUORLOF
O