Vísir - 07.04.1975, Blaðsíða 15

Vísir - 07.04.1975, Blaðsíða 15
Vísir. Mánudagur 7. april 1975. 15 Skósmiður setzt að i Breiðholti Þjónustufyrirtækin setjast að eitt af öðru i Breiðholti. Fyrir helgina opnaði Helgi Þorvaldsson skósmiður glæsilega vinnustofu þar efra að Völvufelli 19. Helgi hefur um árabil verið við Baróns- stiginn, — og austurbæingum i gamla bænum til hugarléttis er hægt að bæta þvi við að stofa hans verður áfram opin þar. Fyrir tveim áratugum eða svo voru skósmiðir i borginni nær 40 tals- ins, en i dag er þeim aftur að fjölga, eftir að vinnustofunum hafðifækkaðum helming eða svo. Myndin er af Helga i nýju af- greiðslunni. Leyfa fólki að heyra árangur vetrarstarfsins Suðurnesjakonur eiga mikinn kvennakór, Kvennakór Suður- nesja, og hafa 32 konur sungið með kórnum i vetur. Stjórnandi er Herbert H. Agústsson, en undirleikari Elisabet Erlings- dóttir.A miðvikudagskvöldið mun kórinn sýna Suðurnesjabúum og öðrum árangur vetrarstarfsins. Syngur kórinn i Félagsbiói i Keflavik það kvöld kl. 8.30 og sið- an á föstudag á sama tima og laugardag kl. 5. Fyrstu tón- leikarnir eru aðeins fyrir styktar- félaga. Á efnisskrá eru hin fjöl- breyttustu verk, allt frá Lennon tillnga T. Lárussonar. Nemendur úr Tónlistarskóla Keflavikur sjá um undirleik. „Kannski eru þeir visir að Sinfóniuhljómsveit Kefla- vikur?!”, segja kórkonurnar og hvetja Suðurnesjabúa að hlýða á tónleikana. FYRIR BÖRNIN OG HEIMILIÐ barnastólar leikgrindur baðborð göngugrindur bakpokar bílstólar auk þess beizli, hopprólur, burðarrúm o.fl. Sendum í póstkröfu um allt land FALKINN Suðurlandsbraut 8 — Simi 84670 Fáninn loksins i skólana Eins og Visir skýrði frá á sinum tima voru um skeið horfur á þvi, að það boð Junior Chamber Reykjavik að koma upp Islenzka fánanum i barna- og unglinga- skólum borgarinnar yrði afþakk- að. Borgarráð skarst þá i leikinn og hefur afhending fánanna farið fram. Afhendingin átti sér stað á fjöl- mennum hádegisverðarfundi JCR á Hótel Loftleiðum sl. fimmtudag. Borgarstjórinn.Birg- ir ísleifur Gunnarsson, veitti fán- unum viðtöku og afhenti þá siðan fræðslustjóra Reykjavikur, Kristjáni J. Gunnarssyni. Upphaflega var ætlunin, að þessi gjöf yrði afhent á þjóðhátiö- arárinu 1974, en vegna hins mikla kostnaðar, sem fór fram úr áætl- un, tókst þetta ekki. Fánarnir eru framleiddir i Danmörku og til marks um hinn mikla kostnað er þess getið, að tollarnir einir og söluskatturinn, sem ekki fékkst undanþága frá, námu liðlega 190 þúsund krónum. Samtals mun allur kostnaður hafa komizt upp I 750 þúsund krónur. Eru það ýmis verzlunarfyrirtæki, sem fjár- magna fánagjöfina. Það, að koma Islenzka fánanum I alla barna- og gagnfræðaskóla Reykjavikur, er liður I þeirri við- leitni JCR að efla virðingu manna fyrir þjóðfánanum, en auk þess sem félagið hefur staðið fyrir þvi að koma fánanum inn i skólana, hefur það látið prenta upplýs- ingarit um sögu íslenzka fánans og reglur um notkun hans. Hefur þessu riti verið dreift til skóla- barna um land allt. ® SHQDR IÍOLS 5-MANNA, FJÖGURRA DYRA. VÉL 62 HESTÖFL. BENSÍNEYÐSLA 8.5 LÍTRAR Á 100 KM. FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GÍRKASSI. GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 18.5 SEK. i 100 KM. Á KLST. VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. 619.000,00 VERÐ TIL ÖRYRKJA KR. 449.000,00 . TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ A /SLAND/ H/E AUÐBREKKU 44-46 — SÍMI 42600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.