Vísir - 07.04.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 07.04.1975, Blaðsíða 24
VISIR Mánudagur 7. apríl 1975. Stal bíl órí þess að skemma t nótt var maöur tekinn á stoln- um bil i miðborg Reykjavikur. Tilkynnt haföi veriö um þjófnaö á bilnum, og var hann stöðvaður þar sem til hans sást. Þjófurinn haföi brotizt kunnáttusamlega inn i bilinn án þess aö skemma hann og tengt hann saman af mikilii list, án þess aö valda tjóni á startbúnaöi bilsins. —SHH Véisleðamenn œrðu hrossahóp Vélsleðamenn eru ekki alis staðar ýkja vinsæiir, þar sem þeir æöa áfram á leikföngum sinum yfir hvaö sem fyrir veröur. Þannig var Ólafur bóndi Ólafsson I Garöshorni viö Akureyri fyrir óþægindum á dögunum, þegar vélsleöamenn æröu 30 hross, sem hann átti úti viö. Af þessum hrossum voru margar merar fyl- fullar. Uröu hrossin svo óttaslegin, þegar vélsleöamenn þustu fram- hjá, aö þau hlupu yfir fjallsöxlina og náöust ekki fyrr en viö Krossa- staöaá á Þelamörk. Hross sem verða ofsahrædd biöa þess sjaldnast bætur, telja bændur. — JBP— Tveir ölvaðir í umferðar- slysum ölvaöir ökumenn eru grunaöir um aö vera valdir að tveimur meiri háttar umferðaróhöppum á svæöi Keflavikurlögreglunnar 1 gær. t ööru tilvikinu var kona flutt á sjúkrahús, en mun ekki alvar- lega slösuð. Klukkan rúmlega þrjú i gærdag var ekið aftan á bil, sem var aö beygja af Reykjanesbraut inn á Grindavikurveg. Areksturinn var allharður, og slasaðist ökumaður fremri bilsins, kona. Okumaður- inn var grunaður um ölvun við akstur. Klukkan um 11 i gærmorgun var tilkynnt um umferðaróhapp i Sandgerði. Þar hafði bil verið ekið á staur af þvi afli, að staur- inn kastaðist um sjö metra. Bill- inn hafnaði siöan á þakinu. öku- maðurinn slapp ómeiddur, en grunaður er hann um ölvun. —SHH „Hér var liflegur fjörugrööur og krian verpti hér óhemju mikið’ varnargaröi. Ljósm.: Bragi. segir Guöjón Jónatansson. A þessum staö hefur nú veriö komið upp ,ófœrt að hafa ekki sam- band við náttúruvernd...' — varnargorður yfir gróður á nesinu //Manni finnst ófært að hafa ekki samband við einhvern/ áður en svona er gert. Þetta var ákaf- lega lifleg fjara með miklum gróðri, og kríurn- ar verptu óhemju mikið hér. Það má líka segja, að þetta hafi verið einn af fáum óspilltum stöðum, sem voru eftir. Fólk naut þess að fara hér í göngu- ferðir". Þetta sagði Guðjón Jónatans- son, þegar Visismenn hittu hann að máli i morgun úti á Seltjarn- arnesi. Varnargarði hefur verið ýtt upp I fjörunni norðan við Bakkatjörn á Nesinu og spillt þar gróöri, sem fyrir var. Nú er þar ekki annað en sandur. Guðjón er vel kunnugur málum, enda hefur hann búið á Nesinu frá þvi 1945. „Áður en svona framkvæmdir eiga sér stað, þarf að hafa sam- band við náttúruverndarnefndir hvers staöar, finnst manni”, sagöi Guðjón. „Annars hallast ég nú að þvi, að sjógangur hafi ekki verið eins mikill hér og sumir vilja álita. Ef það verður vætusamt vor þá lifna kannski við einhverjar rætur, en ef það verða þurrkar, þá er gróðurinn steindauður. Ég man ef.tLr þvi á meðan hér var enn aðeins litiö byggðarlag, og manni finnst allt svona jarð- rask snerta mann....”, sagði Guðjón að lokum. —EA Fara með ínúk um Evrópu — stendur einnig til að fara til Grœnlands — fékk fróbœra dóma á Norðurlöndum Leikritið ínúk fellur svo sannarlega í.góðan jarðveg hjá mönnum. Júgóslav- nesku verkamennirnir í Sigöldu, sem sáu l'núk, þegar það var sýnt þar, sýndu þakklæti sitt með því að dansa 600 ára aamlan Samkeppni um nóttóruunnendur: Útivist vann lotuna fyrstu Samkeppnin um útivistar- menn höfuöborgarsvæðisins hófst i gær, þegar Kerðafélagiö og hiö nýstofnaöa félag, Útivist, fóru sunnudagsferöir sinar. Úti- vist fór meö 70-80 farþega á tveim stærstu langferöabilum Vestfjaröaleiöar og var haldiö á Keili og Höskuldarvelli. Meö morgunferð Ferðafé- lagsins fóru aðeins 2 farþegar til að klífa Hengil, en i eftirmið- dagsferð voru 29 farþegar i Hengladali hjá Ferðafélaginu. „Þetta var vel heppnuö ferð”, sagöi Jón I. Bjarnason, ritari Útivistar i morgun. „Kappar eins og Finnbogi Rútur og fleiri klifu upp á tindinn, þrátt fyrir að veðrið léki nú ekki við okkur. Þarna var fólk á öllum aldri, allt niöur i 3 ára börn”. Jón kvað félagið Utivist vera að vinna að opnun skrifstofu i Lækjargötu i 130 fermetra húsnæði. Aðstöðu kvað hann félaginu hafa verið boðna viða um landið á fögrum stöðum. M.a. hefði félaginu verið boðið veiðivatn með öllum réttindum. —JBP — júgóslavneskan dans að lokinni sýningu. Nú er mikið i bigerð i sambandi við þetta verk. Brynja Benedikts- dóttir sagði okkur, að hópnum hefði verið boðið til Frakklands á leiklistarhátið i Nancy, sem fer fram dagana 8. mai til 18. sama mánaðar. Verður Inúk sýnt þar tvisvar sinnum á dag, en á þessari leik- listarhátið eru verk frá mörgum löndum. Að lokinni þeirri hátið fer hóp- urinn með tnúk I ferð um Evrópu, og verður fyrst farið til frönsku- mælandi landa. Er það alþjóða leiklistarstofnunin, sem fjár- magnar þá ferð. Þá stendur til, að farið verði með Inúk til Græn- lands, en hins vegar hefur ekki tekizt að fjármagna þá ferð. Inúk fékk frábæra dóma á Norðurlöndum. í sænska útvarp- inu var m.a. sagt: „Ég veit það hljómar ótrúlega, en það er langt siðan ég hef séð jafn ánægjulega leiksýningu. Þetta er ein af þeim sýningum, sem maður kemur hamingjusamari út af en þegar inn var farið”. 1 danska blaðinu Politiken var m.a. sagt: „Þetta var „leikhús” af lifi og sál. Eitt dæmi þess til hvers nota má nútimaleikhús”. Þá skal þess getiö, aö á fimmtudag gefst almenningi kostur á að sjá þetta verk á stóra sviðinu i Þjóðleikhúsinu, en þá ver’öur þar sýning kl. 9. Þeir sem standa að tnúk eru Brynja Bene- diktsdóttir, Helga Jónsdóttir, Ketill Larsen, Kristbjörg Kjeld, Þórhallur Sigurðsson, Þorlákur Þórðarson og Haraldur Ólafsson. — EA Inúkarnir, Ketill Larsen, Þórhall- ur Sigurðsson, Þorlákur Þóröar- son, tæknimaöur, Kristbjörg Kjeld, Brynja Benediktsdóttir og Helga Jónsdóttir. Þau njóta vin- sælda, innanlands sem utan. (Ljósm. Bj.Bj.) Þeir sem aka of hœgt Vandrœðamenn í umferðinni „Þaö er alltaf mikiö aö gera hjá okkur á sunnudögum og talsvert um óhöpp I umfcrö- inni,” sagöi lögregluþjónn i Keflavlk I viðtali viö Visi i morgun. Astæðuna taldi hann vera þá, að menn færu út að aka á sunnu- dögum og þyrftu þá jafnframt margt að skoða, svo þeir aka mjög hægt. Þetta tefur fyrir þeim, sem þurfa að komast leiö- ar sinnar og vilja halda eðlileg- um umferðarhraða, og þá er fariö að reyna að komast fram úr dragbitunum. Það hefur oft reynzt hættulegt-, þegar margir bilar farafram úr i röð,og er þá um að kenna þeim, sem aka „hægt og varlega” — án þess að þeir lendi sjálfir I neinum vand- ræðum. Það er ætlazt til, að á góöu vegunum i kringum Reykjavik og út á Suðurnes sé haldið eðli- legum umferðarhraða, sem nú er 70 km á klst. Þeir, sem ekki gera þetta eru vandræðamenn i umferðinni. —SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.