Vísir - 10.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 10.04.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Fimmtudagur 10. aprll 1975 — 81. tbl. Handbolta- lið hjólpar eigendum Þverholts — bls. 3 Hjónasœla til upphitunar — bls. 5 TRUAR- BRAGÐA- STRÍÐ? — sjá baksíðuna DAGUR I UMFERÐINNI: Eignatjónið minnst fímm og hálf milljón Frá klukkan sex i gær- ferðaróhöpp i Reykja- artæki laskazt i þeim, heildartala skemmdra morgun til miðnættis i vik. Þótt i sumum tilvik- skemmdust fleiri en tvö ökutækja eftir þennan gærkvöldi urðu 55 um- um hafi aðeins eitt far- i sumum, þannig að dag er um 110 ökutæki. Varlega áætlað er þetta eigna- tjón upp á fimm og hálfa milljón króna, og er þá gengið út frá 50 þúsund króna meðaltjóni á bil, sem að sögn tryggingamanna er algert lágmark. Full ástæða er til að brýna fyrir mönnum að fara ekki út að aka i færð sem i gær, séu bilar þeirra vanbúnir til þess, heldur nota al- menningsvagna þann skamma tlma, sem það stendur. Margir þeirra bila, sem skemmdust i gær, voru aðeins búnir sumardekkjum, sem duga litið I færðinni eins og hún var. Auk þess, sem þeir lenda fyrir það i margs konar vandræðum, standa þeir illa að vigi gagnvart tjónabótum ef bilarnir eru vanbúnir til aksturs miðað viö skilyrði. —SHH ,/Fó ekki menn í okkar stað#/ — segir einn verk- stjóranna á bifreiða- verkstœði K.A. þar sem starfsmennirnir eru enn í verkfalli „Við höfum verið látnir skilja það, að ef við ekki förum að vinna niöglunarlaust á bifreiða- verkstæðinu, verði nýir menn ráðnir i okkar störf og við látnir fara”, sagði Sigurður Sighvats- son, verkstjóri á bifreiðaverk- stæði Kaupfélags Arnesinga, i viðtali við Visi skömmu fyrir hádegi I dag. „Þessi hótun hefur ekki breytt afstöðu verkstæðismanna hið minnsta. Við erum sannfærðir um að það fást ekki nýir menn til starfa á verkstæðinu, á með- an ástandið er eins og það er, bætti Sigurður við. „Eina leiðin, sem kaupfélags- stjórnin getur farið til að leysa málið er sú að endurráða bif- vélavirkjann, sem rekinn var frá fyrirtækinu i si'ðustu viku”, sagði Sigurður ennfremur, en brottrekstur umrædds bifvéla- virkja olli verkfalli starfsmann- anna sextiu á bifreiðaverkstæð- inu. — ÞJM „Kemur vonondi ekki meir,/ ,,Það er alltaf voða gaman að leika sér i snjónum, en vonandi kemur hann nú samt ekki meir fyrr en næsta vetur”, sögðu þessir frisku strákar, sem urðu á vegi ljósmynd- arans i Hafnarfirði i gær. Þeir voru að leika sér i snjóskafli fyrir framan Efnalaugina i Gunnarssundinu. „Við vorum að sendast út i búð”, útskýrðu þeir fé- lagarnir og sýndu inn- kaupatöskuna. „Við bara vorum svona að- eins að hvila okkur á leiðinni heim aftur”, bættu þeir við. — ÞJM/Ljósm: Bragi Skar innan úr bókunum og sendi í þeim hass — viðtakandi œtlaði að selja það hér Pakki með tveimur fræöibók- um á ensku vakti athygli lög- reglunnar I Keflavik, er hann barst til Reykjavikur nú I byrj- un vikunnar i pósti frá Þýzka- landi. Pakkinn var sóttur á þriðjudagsmorguninn, og fylgd- ist lögreglan með. Eigandinn reyndist vera varnarliðsmaður rúmlega tvltugur. Hann haföi sent islenzkum kunningja sinum i Þýzkaiandi 600 dollara og beð- ið hann að kaupa fyrir sig hass. Þaö gerði vinurinn, tók svo fræðibækurnar, sem merktar eru þýzku bókasafni, holaði þær innan og faldi i þeim hassið. Þetta var hálft kiló af hassi, og að sögn Valtýs Sigurðssonar, fulltrúa bæjarfógeta i Keflavik, er gangverðið á þessu fikniefni nú liklega 7—800 krónur grammið, þannig að söluverð- mæti hér er 350—400 þúsund krónur. Viötakandi hefur viður- kennt, að hann hafi hugsað sér aö selja hassiö hér. Málið verð- ur sent fikniefnadómstólnum. —SHH ERU ÞÆR AÐ VERÐA ÚRELTAR? — við segjum fró „byltingu" í tímamœlingum á bls. 12

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.