Vísir - 10.04.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 10.04.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Fimmtudagur 10. april 1975. 3 Þeir landsfrægu leikarar, Jón Sigurbjörnsson og Bessi Bjarna- son, munu nú skipta á vinnustaö. Eins og fram hefur komiO hér I blaðinu frumsýnir Þjóðleikhúsið Carmen i haust. Jón Sigur- björnsson hefur verið ráðinn til þess að leikstýra þvl og fer þvi frá störfum i Iðnó á meðan. Hins vegar mun Bessi Bjarna- son flytja sig þangað yfir á meðan og leika hinn svokaliaða ..krakka” i grinleiknum Húrra krakki. Skiptingin er þó að sjáifsögðu ekki endanleg, heldur aðeins þennan tima. EA - JÓN ( ÞJÓÐLEIK- HÚSIÐ BISSI í IÐNÓ SVISSNESKIR BRIDGESNILL- INGAR KEPPA SEM GESTIR HÉR Að ferðalokum lentí farangurinn í bálí — en ein spariföt stóðust allt — nema kannski vatnið Þeir komust að þvi fullkeyptu, félagar úr Ungmennafélaginu Aftureldingu i Mosfellssveit, er meistaraflokkur og þriðji flokk- ur i handknattleik skruppu norður á Akureyri til þess að keppa i handknattleik. Þetta var i allt 36 manna hópur, kepp- endur, fararstjórar, konur og börn. Leiknir voru tveir leikir i hvorum flokki, og upp úr kaffi á sunnudag var haldið heim á leið. Þá fóru tiðindin að gerast. Þungfært var á öxnadalsheiði og þurfti fólksflutningsbillinn að setja á keðjur og var nokkuð lengi yfir heiðina. Þegar kom i Staðarskála i Hrútafirði voru þar fyrir bilstjórar, sem hristu hausana og hlógu, er þeir fréttu, að til stæði að fara suður yfir Holtavörðuheiði, þvi bæði væri á henni snjór, en auk þess fólks- bíll þversum á veginum og harðfrosinn niður. Ekki létu Mosfellingar það á sig fá, heldur lögðu ótrauðir á heiðina. Ekki leið á löngu þar til þeir komu að bílnum, sem reyndist óhagganlega tengdur móður náttúru, þótt vaskt lið Iþróttamanna reyndi að þoka honum til. Þetta tókst þó um siðir með þvf að nota tjakka og aðra tækni, og rútunni tókst að komast fram hjá. Þá tóku við skaflar, og i ein- um skaflinum varð ekki annað sé en billinn væri nú endanlega fastur.Þábarþaraðjeppa, sem kominn var i þeim erindagjörð- um að losa freðna bilinn. Sá dró rútuna lausa, en fólkið úr freðna bilnum, sem fengið hafði gat á bensingeyminn fékk far með rútunni. Þegar kom ofan i Norðurárdal, bættist enn i bil- inn, og aftur fólk, sem hafði lent I þvi að laska bensingeymi eða rör. Um sjöleytið á mánudags- morgun var komið suður I Mos- fellssveit, i norðangarði og bál- kulda. Ferðalangar voru þá orðnir slæptir og þreyttir, og var hverjum ekið heim til sin. Menn voru sammála um, að hentugra væri að lesa sundur farangurinn, þegar menn hefðu hvilzt og látið sér hlýna, svo honum var að ferðalokum skotið inn I verkstæðishúsið i Þver- holti, en starfsmaður þess var með I förir.ni. Eins og kunnugt er af fréttum, brann það verkstæði til kaldra kola á mánudagsmorguninn, ör- stuttu eftir að farangri Aftur- eldingarmanna hafði verið komið þar fyrir. Þar fóru æf- ingabúningar Aftureldingar, boltar og annað, sem með i ferð- inni var, svefnpokar allra, sem i ferðinni voru og föt til skipt- anna. Ellefu ára gömul dama missti þar ný skiði, sem hún fékk fyrir þremur vikum. Einn félaganna, Lárus Hall- dórsson, sonur fyrri eiganda Þverholts, fór siðar um daginn að leita i öskuhrúgunni og fann þá leifarnar af þvi, sem eitt sinn var svefnpokinn hans. Innan i svefnpokann hafði hann látið sparifötin sin i plastpoka og vaf- ið svefnpokanum þétt um. Svefnpokinn var brunninn — en sparifötin virtust óskemmd. Að visu voru þau blaut og flekkótt og vond af þeim lyktin — en heil. Móðir hans tók fötin og hengdi til þerris, en nú eru þau komin i hreinsun upp á von og óvon. Hún sagði VIsi i gær, að liklega hefðu þau hlaupið nokkuð, en þetta væru alveg ný og fjarska falleg föt. Nú er þess beðið með spenn- ingi, hvort Lárus getur notað fötin sin, þegar þau koma úr hreinsuninni, en talið mikið vafamál. —SHH tslenzka landsliðið i bridge. Unglingarnir sitja með spilin, en „eldri” mennirnir fylgjast með. Frá vinstri talið: Hallur Simonarson, Helgi Jónsson, Páil Bergsson fyrirliði, Guðmundur Arnarson (snýr baki I vélina), Einar Guðjohnsen, Jón Baldursson, Helgi Sigurðsson og Jakob R. Möller. Búið að velja íslenzka landsliðið ó Norðurlandamótið í bridge tslendingar munu senda lands- lið bæði i opna flokkinn og I ungi- ingaflokkinn á Norðurlandamótið i sveitakeppni i bridge, sem fram fer i Osló 15. til 21. júni I sumar. Forseti Bridgesambands fs- lands, Hjalti Eliasson, skýrði fréttamönnum frá þvi i gær, að endanlegt val á landsliði lægi nú fyrir að undangenginni landsliðs- keppni og æfingum. 1 opna flokknum munu spila: Hallur Simonarson, Þórir Sig- urðsson, Jakob R. Möller og Jón Baldursson. — 1 unglingalands- liðinu verða Einar Guðjohnsen, Guðmundur Arnarson, Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson. (Allir úr sveitHelga Sigurðssonar og Ihenni eru reyndar lika Jakob Möller og Jón Baldursson). — Fararstjóri sveitanna og fyrirliði verður Páll Bergsson, sem sjálfur hefurkeppt á alþjóðamótum fyrir Island áður. Enn er óráðið, hverjir skipa munu landslið Islands á Evrópu- mótinu, sem haldið verður i Brighton á Englandi 12. til 26. júli. Landsliðinu gefst færi á að brýna sig á sveit heimsfrægra svissneskra spilamanna, sem hingað kemur i boði Bridgefélags Reykjavikur um mánaðamótin næstu. — Þar verða á ferðinni bridgesnillingarnir, Jean Besse, Tony Trad (heimsmeistari i tvenndarkeppni '74), Pietro Bemasconi, Halit Bigat og Jaime Ortiz-Patino. Þessir gestir hafa verið kjarni landsliða Sviss á Evrópumótum siðustu lOára og náðþar þriðja og fjórða sæti og ávallt verið keppi- nautur um Evrópumeistaratitil- inn. Keppnisannir bridgemanna verða nú i hápunkti á næstunni, þvi að framundan eru tslandsmót bæði i sveitakeppni og tvimenn- ingskeppni. —GP— Leggja fram vinnu til við- reisnar- starfsins Nokkrir vaskir strákar úr Gagnfræðaskólanum i Mos- fellssveit buöu fram aðstoð sina eftir skólatima á þriðju- dag til þess að hreinsa eftir brunann i Þverholti. Strák- arnir voru unt 10, þegar fjöl- ntennast var, en 5 héldu út til kvölds. Þá var ákveðið á fundi Handknattleiksdeildar Aftur- eldingar i gærkvöldi, að hand- knattleikslið félagsins mæti til vinnu I Þverholti um helgina og leggi fram vinnu við hreinsunar- og uppbyggingar- starf. Þar verða alls um 25 menn, og má búast við. að rösklega verði tekið til hend- inni. Handknattleikshópurinn i Mosfellssveit er vanur að hafa nokkuð fyrir lifinu, þvi hann hefur aldrei haft æfingahús- næði, heldur þarf að sækja æf- ingar i önnur byggðarlög — nú siöast suður i Garðahrepp, þar sem fengizt hafa nokkrir tim- ar i viku i góðu húsnæði. En i það fer óneitanlega timi og bensin. —SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.