Vísir - 10.04.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 10.04.1975, Blaðsíða 11
 ylllr **• \ 11111 Tékkar sigruðu Svia i hinum þýðingarmikla leik á HM i Ishokkey I Munchen um helgina og efri myndin er frá þeim leik. Þar er Jiri Kochta, sem fellur yfir sænska markvörðinn Leif Holmquist i fyrstu lotu leiksins, en hana unnu Tékkar með 2-0. Neðri myndin cr frá leik Sovétrikjanna og Finnlands og það er Finninn Jorma Peitonen, sem „flýgur” þarna eftir mjaðmahnykk Juri Fjodorov. Sovétrikin sigruðu örugglega I leiknum. í gær léku Pólverjar og Bandarikjamenn i keppninni og Pólland vann 5-3. Komst af botninum við sigurinn, en ungu Banda- rikjamennirnir skipa neðsta sætið — falia sennilega niður. Stórsigur Dynamo Mynamo Kiev vann stærsta sig- urinn i Evrópumótunum i gær- kvöldi, þegar iiðið sigraði hið ágæta, hollenzka lið, Eindhoven, með 3-0 i Evrópukeppni bikar- hafa. Kiev, sem tryggt hefur.sér sovézka meistaratitilinn i ár með sigri i deildakeppninni, og leikur sem heild fyrir Sovétrikin sem landslið, hafði yfirburði i leiknum við Eindhoven eins og markatal- an gefur vel til kynna. Ólikiegt er, að hollenzka liðið vinni upp þenn- an mun á heimavelli og Pynamo Kiev verður þvi sennilega annað ’sovézka liðið, sem kemst i úrslit i Evrópukeppni. Pynamo Moskva lék til úrsiita fyrir þremur árum Aleftina Askarova, Sovétrikj- unum, sigraöi I svigi á heims- meistaramóti stúdenta á skið- um, sem hófsti Livingno á italiu i gær. Það eru fyrstu gullverð- launin, sem Sovétrikin hljóta i heimsmeistarakeppni i aipa- greinum. Askarova hafði yfir- burði — fékk timann 113.73 við Glasgow Kangers i Evrópu- keppni bikarhafa, en tapaði úr- slitaleiknum 2-3. En Eindhoven var lika með marga landsliðsmenn i liði sinu i gærkvöldi — alls sex, fjóra hol- lenzka, tvo sænska — og það var þvi útlit fyrir stórleik i höfuðborg Úkrainu i gærkvöldi. En annað varð uppi á teningnum. Hollenzka liðið réð ekkert við hraða þeirra sovézku — og er svo gott sem úr keppninni. Áhorfendur voru 100 þúsund og fögnuður þeirra gifur- legur. Fyrir nokkrum dögum vann Dynamo Kiev jafnstóran sigur gegn Tyrklandi á vellinum i Evrópukeppni landsliða 3-0 og sekúndur, en i öðru sæti varð Geandel.Frakklandi.á 114.34 s. Á mótinu var einnig keppt til úrslita i 10 km skiöagöngu kvenna i gær og 15 km skiða- göngu karla. Vahrushev, Sovét- rikjunuin, sigraði i 15 km á 46:19.5 min., en Blanka, Tékkó- slóvakíu, í 10 km á 36:41.79 min. von að ibúar Kiev séu i sjöunda himni. Staðan i hálfleik var 2-0. Kolo- tov og Onishchenko skoruðu fyrir Dynamo á 17. og 30. minútu og i siðari hálfleiknum hætti Blokhin við þriðja markinu á 56. minútu. Á sama tima léku Ferencvaros, Ungverjalandi, og Rauða stjarn- an, Belgrad, i hinum undanúr- slitaleiknum i Evrópukeppni bik- arhafa i Budapest. Það var fjör- ugur leikur og 60 þúsund áhorf- endur velmeðánótunum.Bæði lið voru án nokkurra góðra leik- manna vegna meiðsla — en hið fræga, ungverska lið bar sigur út býtum 2-1. Staðan i hálfleik var 1- 0 fyrir Ferencvaros og skoraði Branikovits, sem er i ungverska landsliðinu. 1 siðari hálfleiknum skoraði Magyar fyrir Feren- varos, en Savic eina mark Rauðu stjörnunnar. Vafasamt er, að þetta eina mark nægi Ferenc- varos til að komast i úrslit. Eftir hálfan mánuð leika liðin siðari leikinn i Belgrad — og Júgóslav- arnir, sem oft hafa náð góðum ár- angri i Evrópumótunum, eru bjartsýnir á að komast i úrslit. Fyrsta sovézka gullið ó HM! FH í úrslit bik- arsins gegn Fram - Mikil stemning í „Firðinum" þegar FH sigraði Hauka 23-20 í undqnúrslitum bikarkeppni HSÍ í gœrkvðldi - FH komst í 18-10 Þetta var góð afmælisgjöf, sagði Ingvar Viktorsson, formað- ur Handknattleiksdeildar FH eft- ir að FH hafði sigrað Hauka i undanúrslitum Bikarkeppni HSt i iþróttahúsi I Hafnarfirði I gær- kvöldi, 23-20. Það var mikil stemning i iþróttahúsinu meðan leikurinn stóð yfir — og það var mikil stemning licima hjá Ingvari eftir leikinn, þegar FH-ingar héldu bæði upp á afmæli for- mannsins og sigurinn. Til úrslita i bikarkeppninni leikur FH við Fram, sem sigraði Leikni I fyrrakvöld. Leikdagur hefur ekki verið ákveðinn — en þetta er þýðingarmikill leikur. Gefur þvi liðinu sem sigrar rétt til þátttöku i Evrópukeppni bikar- meistara — ný keppni — næsta keppnistimabil og mörg, fræg Evrópulið munu taka þátt i þeirri keppni. Leikurinn i gærkvöldi var jafn framan af. Haukar höfðu sérstak- an gæzlumann á Geir Hallsteins- syni — og FH lék sama leik i sam- bandi við markakóng Haukanna, Hörð Sigmarsson. Þeir sluppu ekki oft úr gæzlunni — en Geir skoraði þó fjögur mörk með þrumuskotum. Hörður tvö utan af velli og auk þess nokkur mörk úr vitum. En aðrir tóku upp merkið með að skora mörkin — einkum Ólaf- urEinarssonhjáFH, sem skoraði sjö mörk i leiknum, og þeir Elias Jónasson og Stefán Jónsson hjá Haukum. Staðan i hálfleik var 13-10 fyrir FH og FH-ingar skoruðu fimm fyrstu mörkin i siðari hálfleik. 18- 10 og þá virtist stefna i yfirburða- sigur FH. En Haukar gripu þá til þess ráðs að taka Ólaf Einarsson — auk Geirs — úr umferð og við það riðlaðist leikur FH. Haukar fóru að vinna upp muninn — og mikil spenna varð, þegar aðeins tveggja marka munur var FH i hag, 21-19. En FH skoraði 22-19 og aftur minnkuðu Haukar muninn, 22-20. En þá var litill timi til stefnu og FH átti svo siðasta orðið i leiknum. Lokatölur 23-20. Leikurinn var oft skemmtilegur fyrir áhorfendur, sem voru um 500 og létu þeir vel til sin heyra á áhorfendapöllunum eins og alltaf, þegar Hafnarfjarðarliðin leika innbyrðis. FH var sterkara liðið og verðskuldaði sigurinn, en auk þeirra Geirs og Ólafs áttu Kristján Stefánsson og Árni Guð- jónsson ágætan leik. Skoruðu talsvert. Viðar Simonarson lék ekki með FH — og stjórnaði heldur ekki Hauka-liðinu, sem hann þjálfar. Mætti ekki i húsið frekar en i fyrri viðureignum þessara liða i Islandsmótinu i vet- ur. Glœsimarkvarzla bjargaði Bayern! Aðeins snilldarleikur vest- ur-þýzka landsliðsmarkvarðar- ins, Sepp Maier — heimsmeistara — kom I veg fyrir sigur franska liðsins St. Etienne gegn Evrópu- meisturum Bayern Munchen I St. Etienne I gærkvöldi. Sepp hélt marki slnu hreinu I fyrri leik lið- anna i undanúrslitum Evrópu- bikarsins og það var mikið afrek. Hinir grænklæddu Frakkar sóttu nær stanzlaust I leiknum — og of t var mikil spenna i markteig Bayern. En hvað sem þeir reyndu, vildi knötturinn ekki i markið — þó svo varnarleikur Bayern væri ekki alltaf upp á það bezta. En þó Frakkarnir kæmust framhjá varnarleikmönnunum var eftir þröskuldurinn mikli — Sepp Maier. Hann var óviðráðan- legur og eftir þennan frábæra leik hans á Bayern að hafa góða möguleika að komast i úrslit — úrslit gegn Barcelona er spá flestra sérfræðinga. Völlurinn var erfiður fyrir leik- menn — en mikil spenna meðal 40 þúsund áhorfenda. Lið Bayern var þannig skipað. Maier, Dun- berger, Schwarzenbeck, Becken- bauer, Andersson, Roth, Kapell- mann, Hoeness, Torstensson, Muller og Wunder — og marka- kóngurinn mikli, Gerd Muller, slapp aldrei úr strangri gæzlu Mark . . . Joe Gallagher, miðvörður Birmingham, sendir knöttinn i mark Fulham sl. laugardag — fram- hjá varnarmönnum Fulham John Lacy og Les Strong. Jafnaði þar með fyrir lið sitt I leiknum i undanúr- slitum 1-1. i gær léku liðin aftur og Fulham sigraði. Yfirburðir Leeds en lítill sigur! — og Barcelona hefur alla möguleika að komast í úrslit Evrópubikarsins Mark Juan Asensi 25 minútum fyrir leikslok á Elland Road i Leeds i undanúrslitunum miili Leeds og Barcelona heldur lifi i von spánska liðsins að komast i úrslit Evrópubikarsins. Þetta var fyrri leikur liðanna og Aseni jafn- aði mark Leeds, sem Billy Bremner, fyrirliði Leeds, hafði skorað á 10. minútu lciksins. En Alan Clarke skoraði fyrir ensku meistarana, þegar 13 minútur voru til leiksloka og Leeds sigraði 2-1. Leeds hafði mikla yfirburði — en sigurinn var litill og Barcelona ætti að hafa góða möguleika til að vinna upp þennan mun á heima- velli sinum eftir hálfan mánuð. DERBY I EFSTA SÆTI Gamla landsliðskempan, Francis Lee, lék aftur með Derby-liðinu i gærkvöldi eftir að hafa verið frá leik I sjö vikur vegna meiðsla — og hann skoraði eina markið i leiknum i 1. deild við Úlfana, sem gerði það að verkum aö Derby komst I efsta sætið Ideildinni. Nú er staðan góð hjá Derby — þó erfiður leikur i Leicester á laugardag — og liðið hefur nú tveimur stigum umfram Liverpool, Stoke og Everton, sem tapaði I Luton i gærkvöldi. Derby hefur nú leikið sex leiki I röð án taps — en Everton aðeins hlotið fimm stig af siðustu 14 möguleg- um, aðeins fimm stig úr sjö leikj- um, en fyrir nokkrum vikum virt- ist Everton hafa alla möguleika til að sigra i deiidinni. Hljóta enska meistaratitilinn. Þá lék Roy MacFarland sinn fyrsta leik með Derby frá þvi hann meiddist i landsleik Eng- lands fyrir rúmu ári. Það var djarft hjá Dave MacKay að setja Roy, sem var fastur landsliðs- maður áður en hann meiddist, inná i þennan þýðingarmikla leik gegn Úlfunum. En David Nish meiddist gegn Middlesbro sl. laugardag og gat ekki leikið — og Webster, sem leikið hefur stöðu MacFarland siöustu mánuðina, tók bakvarðarstöðu Nish i liðinu. Hann var fastur bakvörður i liði Derby fyrir meiðsli miðvarð- arins. Tveir aðrir leikir voru háðir i 1. deild og enn tapaði Everton. Lék i Luton og heimaliðið sigraði 2-1. Anderson skoraði bæði mörk Luton i fyrri hálfleik. Staðan 2-0 i Ieikhléi og Everton tókst ekki að skora nema eitt mark I siðari hálfleiknum. Þá vann Leicester enn einn sigurinn — i gærkvöldi á heimavelli gegn Middlesbro. Frank Worthington skoraði eina markið i leiknum og Leicester, sem um tima var i neðsta sæti, er nú komið i örugga höfn i 1. deild. I 2. deild sigraði Aston Villa Cardiff 2-0 og stefnir greinilega i 1. deild á ný. Úrslit i gær urðu þessi: 1. deild Derby—Wolves 1-0 Leicester—Middlesbro 1-0 Luton—Everton 2-1 2. deild Aston Villa—Cardiff 3. deild Bri gh ton—Walsa 11 Grillingham—Blackburn Tranmere—Peterbro 4. deild Lincoln—-Newport Reading—Rochdale Workington—Northampton 2-0 1-0 1-1 1-0 5-2 2-1 2-2 Blackburn náði aftur forustu í 3. deild eftir jafnteflið i Gilling- ham. Staða efstu liða i 1. og 2. deild er nú þannig: 1. deild Derby Liverpool Stoke Everton Ipswich Middlesbro 2. deild Manch.Utd. Sunderland Aston Villa Norwich Bristol C. Blackpool 39 20 9 39 18 11 39 17 13 39 15 17 38 21 4 10 66-49 49 10 55-37 47 9 64-46 47 7 52-38 47 13 58-39 46 39 16 12 11 51-38 44 39 24 8 39 18 13 37 20 8 38 17 12 7 59-29 56 8 62-32 49 9 61-31 48 8 50-32 48 38 19 8 11 43-28 46 39 14 17 8 38-25 45 Framkvæmdastjóri Leeds, Jimmy Armfield, kom á óvart, þegar hann tilkynnti Leeds-liðið. Norman Hunter komst ekki i vörnina — og i framlinunni voru þeir heldur ekki notaðir Peter Lorimer og Duncan McKenzie, heldur Eddie Gray og Johnny Giles og Gordon McQueen tók stöðu Hunters sem miðvörður. Stórsigur Twente Hollenzka liðið Twente En- schede kom mjög á óvart I UEFA-keppninni I gær- kvöldi. Sigraði þá hið fræga, italska lið Juventus, Torino, með 3-1 ‘á heimavelli sinum I Enschede. Ahorfendur voru 20 þúsund og staðan i hálfleik 1-0 fyrir Twente. Jeuring skoraði. t siðari hálfleiknum skoraði Twente enn tvö mörk — Zuidema bæði, en kappinn kunni, Altafini, skoraði eina mark Italska liðsins. Þetta var fyrri leikur liö- anna I undanúrslitum. Vestur-þýzku liðin Borussia Mönchengladbach og Köln leika I kvöld I sömu keppni — og vestur-þýzkt lið kemst þvl örugglega I úrslit I keppn- inni. Vestur-Þýzkaland gæti átt tvö lið I úrslitum Evrópu- mótanna —Bayern hefur mikla möguleika I meistara- keppninni — og sýnir það vel styrkleika þýzkra I alþjóð- legri knattspyrnu I dag. Strax í byrjun meiddist Hol- lendingurinn Johan Neeskens i samstuði við Frankie Gray — en gat haldið áfram eftir að þjálfari Barcelonahafði „yfirfarið” hann. Leeds náði fljótt undirtökunum i leiknum og sóknarbylgjurnar skullu á vörn Barcelona. Á 10. min. náði Leeds forustu. Giles gaf fallega á Joe Jordan, sem skall- aði knöttinn fyrir fætur Billy Bremner og sá skozki — á mikilli ferð — nýtti tækifærið til fulln- ustu. Sendi knöttinn neðst i blá- horn marksins. Þá leit vel út hjá Leeds og áfram héldu sóknirnar. Bræðumir, Frank og Eddie Gray, unnu skemmtilega saman, en markvörður Barcelona, Sadurni, bjargaði vel — og rétt á eftir braut Costas á Bremner i hættu- legri stöðu. Terry Yorath tók aukaspyrnuna, en spyrnti fram- hjá. Leiftursóknir Barcelona voru stundum hættulegar. Castas splundraði vörn Leeds með snjöllum skallknetti, og þegar Jo- hann Cruyff, sem var i sérstakri gæzlu Poul Reaney i leiknum, ætl- aði að nýta það tókst McQueen að bjarga á si'ðustu stundu. En Barcelona jafnaði á 65.min. Eftir umdeilda aukaspyrnu, þar sem dæmt var á Reaney fyrir brot á Heredia á vitateigslínunni — leik- menn Leeds töldu að ekki hefði verið um brot að ræða og Alan Clarke var bókaður fyrir þref við belgfska dómarann Vital Loraux — sendi Cruyff knöttinn á Asensi. Hann spyrnti viðstöðulaust á mark — knötturinn flaug framhjá vamarveggnum og beint i mark Leeds. Fram að þeim tima hafði Barcelona ekki fengið horn- spymu i leiknum — en Leeds niu og gefur það nokkuð til kynna gang leiksins. Fljótt eftir markið yfirgaf Costas — haltur — völlinn og Rife kom i hans staö. Sóknarlotur Leeds héldu áfram og á 77 min. tók Reaney auka- spymu — spyrnti knettinum inn i vitateiginn. Jordan náði honum — gaf á Clarke, sem sendi þrumu- skot framhjá Sadurni markverði. Siðustu 10 min. lék Juan Carlos i stað Neeskens hjá Barcelona og i lokin var aftur dæmt á Reaney á vitateigslinunni, en nú spyrnti Asensi knettinum framhjá. Ahorfendur voru 50.395. lið í úrslit Mark John Mitchell fimmtán sekúndum fyrir leikslok í fram- lengingu tryggði Lundúnaliðinu Fulham úr 2. deild rétt í úrslit í ensku bikarkeppninni — i fyrsta skipti í sögu félagsins/ en fimm sinnum hef ur það komizt í undanúr- slit keppninnar. Orslitaleikurinn verður á Wembley-leikvanginum í Lundúnum fyrsta laugardag i maí — þriðja mai—og Fulham leikur þá til úrslita við annað Lundúnalið, West Ham. Lið úr 2. deild hefur ekki sigrað í ensku bikarkeppninni siðan 1931/ þegar West Bromwich Albion sigraði sem 2. deildarlið og vann sér sæti í l. deild sama vor. Hins vegar hafa 2. deildarlið nokkrum sinnum komizt i úrslit t.d. Leicester 1949 — Don Revie var þá aðalmaður liðs- ins, en gat ekki leikið í úrslitaleikn- um — og Preston 1964/ en tapaði þá fyrir West Ham i úrslitum. Það er eini sigur West Ham i ensku bikar- keppninni. En snúum okkur að leikjunum i undahúr- slitum i gærkvöldi. Fulham vann Birming- ham 1-0 á Maine Road i Manchester — West Ham vann Ipswich 2-1 á Stamford Bridge i Lundúnum. Tvö mörk Alan Taylor, unga leikmanns- ins, sem West llam keypti i vetur frá Roch- dale fyrir 40 þúsund sterlingspund, tryggðu West Ham rétt i úrslitaleikinn. Það var ekki sanngjarn sigur — Ipswich-liðið var betra liðið i leiknum, en tvö mörk, sem liðið skoraði i leiknum, voru dæmd af vegna rangstöðu. Taylor skoraði fyrra mark sitt á 30.minútu — en á siðustu minútu fyrri hálfleiksins varð Billy Jennings fyrir þeirri óheppni að skora sjálfsmark. Framan af siðari hálfleiknum átti vörn West Ham mjög i vök að verjast — lpswich sótti stift, en þrátt fyrir yfirburði i leik tókst Ipswich ekki að knýja fram úrslit og átta minútum fyrir leikslok tókst svo Taylor að skora sigurmark I.undúnaliðsins. Ipswich hefur aldrei komizt i úrslit i bikarkeppninni — og lánið var ekki með liðinu i sinum fyrstu undanúrslitum. Var betra liðið i báðum leikj- unum gegn West Ham — en samt tap. Sex leikmenn voru bókaðir i ieiknum — f jórir Ips- wichleikmenn og tveir úr West Ham. Mikil harka var i leiknum og það fór greinilega i taugarnar á leikmönnum Ipswich, þegar dómarinn dæmdi tvö mörk af þeim. En mark West Ham i lokin var fallegt — og verðskuld- aði kannski sæti i úrslitum. Hörkuskot Alan Taylors lenti innan á stöng og i mark Ips- wich. Fulham og Birmingham léku i Manchester — og mjög óvænt sigraði litla Lundúnaliðið, en ekki var sá sigur sannfærandi. Birming- ham var mun betra liðið i leiknum — fékk tvö tækifæri á móti hverju einu hjá Fulham til að skora, en ekkert tókst. Eftir venjulegan leik- tima stóð enn 0-0 og þá var framlengt i hálf- tima. Þegar allt útlit var svo á þriðja leikn- um milli liðanna tókst John Mitchell svo að skora nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Hann spyrnti knettinum i markið — hitti hné Dave Latchford, markvarðar Birmingham, og af þvi hrökk knötturinn i markið. Fulham er þvi i úrslitum bikarsins i fyrsta skipti I sögu félagsins og hefur þurft meira að hafa fyrir þvi að komast i úrslitin en nokkurt lið áöur i hinni löngu sögu bikarkeppninnar — hefurleikið ellefu leiki til að ná takmarkinu. Þá verður þetta i annað skipti i sögu bikar- keppninnar, sem tvö Lundúnalið leika til úr- slita. Tottenham og Chelsea léku úrslitaleik- inn 1967 og Tottenham sigraði. 1 liði Totten- ham þá lék Alan Mullery — nú fyrirliði Ful- ham og áður mjög þekktur, enskur landsliðs- maður. Fyrirliði um tima. Og i Fulham-lið- inu er lika annar kunnur kappi — Bobby Moore, sem löngum var fyrirliði West Ham og Englands. Hann leikur nú úrslitaleikinn gegn sinum gömlu félögum i West Ham. Fór til Fulham i fyrravor, en það var einmitt undirstjórn Moore.sem West Ham vann sinn eina bikarsigur 1964 gegn Preston. Þeir Mull- ery og Moore þekkja þvi vel til, þegar að úr- slitaleiknum kemur — gegnum langan leik- feril er Wembley-leikvangurinn þeim kunn- ari en flestum öðrum leikmönnum. Frábærir leikmenn, sem i úrslitaleiknum 3. mai setja sennilega merkan punkt við glæsilegan leik- feril. — hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.