Vísir - 10.04.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 10.04.1975, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 10. april 1975. Rann í veg fyrir jeppa Kona missti vald á litlum fólks- bil i gærkvöldi á Ilafnarfjarðar- vegi viö Aratún. Bill hennar rann i veg fyrir jeppa, sem hentist út i skurö við áreksturinn. Konan skarst i andliti og var flutt á slysadeild, en ökumann jeppans sakaöi litið. Þau voru bæði ein i bilunum. Fljúgandi hálka var, er þetta gerðist. Bilarnir eru báðir mjög skemmdir, einkum fólks- bíllinn. — SHH Barn lenti undir ís og drukknaði Sex ára telpa fórst i gær i Ey- vindará hjá Egilsstöðum. Hún lenti undir is og hafði ekki fundizt um klukkan tiu i morgun. Tildrög voru þau, að upp úr klukkan tvö voru drengur og telpa að leik á snjóþotum utan við byggðina á Egilsstöðum, næst Eyvindará. Siðan gengu þau út að ánni, sem er með þykkum is, en orðin auð við bakkana. Þar hafði skafið yfir skarirnar og féll telpan niður um snjóbrú og inn undir is- inn. Drengurinn hljóp þegar til byggða og lét vita um atburðinn. Leit var hafin tafarlaust. Brotnir voru skurðir i svellið og settir nið- ur i þá staurar með girðinganeti, auk þess sem kafað var i gær- kvöldi eftir þvi sem hægt var. Um sjötiu manns tóku þátt i leitinni og höfðu 4 gröfur til umráða. 1 morgun átti að fara að ósum Lagarfljóts og girða þar, og er leit haldið áfram. — BA/SHH Mikil aðsókn í hjónabands- miðlunina — 30 ára upp til 70 ára leita þangað ,,Ég er búinn aö sjá það, að mikil þörf er fyrir hjónabands- miðlun hér á landi, og ég vona, að hún þurfi aldrei að deyja út”, sagöi Kristján Jósefsson I is- lenzka dýrasafninu, en hann hef- ur komið á iaggirnar hjónabands- miðlun, sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu. „Þegar hafa 10 pör farið frá mér, sem ég hef ekki heyrt frá meira, en fólki er það heimilt, ef ekki fer eins og ætlað er”, sagði Kristján. Þá sagðist hann vera með stór- an bunka af skjölum frá ýmsum aðilum, en í gegnum þau flettir hann og finnur út tvær persónur, sem hann telur að geti átt vel saman. „Það er mikið leitað hingað utan af landi, en mér finnst það aðallega karlmenn, sem leita þaöan. 1 heildina er aösóknin geysimikil. Hingað kemur fólk úr öllum stéttum þjóöfélagsins, og ég hef aldrei orðiö var við, að nokkur grinaðist með þetta. Aldurinn á íólkinu er frá 30 árum upp i 70 ár.' Fólk er afskaplega þakklátt og útlitið þvi mjög gott”. Og Kristján bætti þvi við, að sumir spyrðu reyndar, hvort þeir væru nokkuð skyldaðir til þess að ganga i hjónaband. ruslapoka I Menntaskólanum við Hamrahlið, og er talið, að sigaretta hafi orsakaö hann. Slökkviliðinu tókst strax að ráða niðurlögum eldsins. Kennsla stóð yfir I skólanum um þetta leyti i öldungadeild skól- ans. —EA/ljósm: Bragi. Allur er varinn góður..! Brunarústirnar, sem við sjá- um þarna á myndinni, virðast ekki beint gefa tilefni til þess aö allt slökkviliöið hafi þurft að fara á vettvang. Allur er þó varinn góður, segir einhvers staðar. Eldur kom upp um klukkan hálftiu i gærkvöldi i TRÚARBRAGÐAOFSÓKNIR? Ráðizt að séra Jóni Auðuns fyrir „niðurrifsguðfrœði" ,,Það er sárt að vita, að niðurrifsguðfræðin og aðrar skyldar stefn- ur skyldu ná þeim tök- um innan islenzku kirkjunnar, sem raun hefur á orðið, segir Gunnar Sigurjónsson i marzhefti timaritsins Bjarma, kristilegs blaðs. 1 grein þessari, sem er eins konar leiðari, ræðst Gunnar harkalega að séra Jóni Auðuns og Hfsskoðun hans, sem ekki er rigskorðuð við bibliuna. Tilefnið er viðtalsgreinar þær við séra Jón, sem Matthias Johannes- sem, ritstjóri, birti I Morgun- blaðinu fyrr i vetur. 1 viðtölum þessum kemur fram það, sem aldrei var neitt leyndarmál, að séra Jón Auðuns hefur frá unga aldri verið mikill fylgjandi spiritisma og kreddu- laus trúmaður. 1 leiðaranum er meðal annars ráðizt á séra Jón fyrir það, að hann telur fleiri trúarbrögð eiga rétt á sér en kristindóm, en vill ekki fallast á, að þeir, sem að- hyllast aðrar trúarskoðanir, lendi i verri stað að lifi loknu. Lögð er áherzla á, að hér sé ekki um TÚLKUN á kristnum kenn- ingum að ræða, heldur AF- NEITUN, svo notaður sé rit- háttum Bjarma. Niðurstaða Bjarma er sú, að „ástandið i kirkju- og kristnilifi þjóðar okkar væri annað og betra, ef baráttumenn á borð við sr. Jón Auðuns hefðu lagzt á þá sveifina að berjast fyrir framgangi hins sanna fagnað- arerindis bibliunnar, I stað þess að snúast gegn þvi”. Leiðarinn er prýddur mörg- um tilvitnunum i bibliuna til stuðnings máli G.Sj., en margur hlýtur að hrökkva við, er hann les slika buslubæn til höfuðs ein- um ástsælasta presti þessa lands um langan aldur. —SHH Hótelstofnun ó ísafirði: FJOLDI BÆJARBUA MEÐ í FYRIRTÆKINU Næstum annað hvert fyrir- tæki á isafirði, auk 43 einstak- linga á staönum, eru stofnendur að hlutafélaginu „Hótel isa- fjörður”, sem nýlega var stofn- að. Er tilgangur félagsins sá að byggja og reka hótel á ísafirði eins og nafn félagsins ber með sér. Umræður um nauðsyn þess að reisa nýtt hótel á Isafirði hófust fyrir um þremur árum, er fé- lagar i Junior Chamber skiluðu til bæjarstjórnarinnar niður- stöðum könnunar, sem þeir höfðu gert á þvi, hvað stuðlað gæti að auknum ferðamanna- straumi til isafjarðar. Bæjarstjórn fól siðan þeim fé- lögunum i JC að standa að stofnun hlutafélags um bygg- ingu hótelsins og gekk mjög greiðlega að selja hlutabréfin. Bæjarsjóður á stóran hluta i fyrirtækinu, sömuleiðis frysti- húsin á tsafirði, skipasmiða- stöðin, byggingarfyrirtæki og nokkur verzlunar- og iðnaðar- fyrirtæki. Þá eru Flugleiðir á meðal hluthafa, en fyrirhugað er, að Flugleiðir verði með skrifstofu- aðstöðu á fyrstu hæð hótelsins. „Það er ekki ljóst, hvenær byggingarframkvæmdir geta hafizt”, sagði Fylkir Agústsson, einn stjórnarmanna hlutafé- lagsins, i viðtali við Visi i morg- un. „Hótelinu hefur verið valinn staður við bæjarbryggjuna. Þar er einnig fyrirhugað að reisa stjórnsýsluhús, þar sem bæjar- skrifstofurnar yrðu og ýmsir fleiri aðilar. Hugmyndin að stjórnsýsluhúsinu er ný af nál- inni, og þar sem hótelbyggingin mun að hluta tengjast stjórn- sýsluhúsinu, sem enn er ekki nema hugmyndin ein, er ekki gott að segja, hvenær hægt er að ljúka við teikningar að hótél- inu”, sagði Fylkir að lokum. Hótelið verður á fjórum hæð- um og herbergjafjöldinn á milli þrjátiu og fjörutiu. —ÞJM vísm Samningar nóðust í nótt — kemur ekki til lokunar Undirritaðir voru samningar milli Verzlunarmannafélags Reykjavikur og kjararáðs verzlunarinnar um klukkan hálf- tvö i nótt. Kemur þvi ekki til lok- unar þeirra 800 fyrirtækja, sem talið var að þyrftu að loka, ef til verkfalls kæmi. Samningar eru þeir sömu og gerðir voru aðfaranótt skirdags milli ASÍ og vinnuveitenda. Samningana á eftir að bera undir félagsfundi, og sagði Gunnar Snorrason, formaður Kaup- mannasamtakanna, að hann byggist við fundi þar á mánu- dags- eða þriðjudagskvöld. „Það verður unnið að þvi núna, að rikisvaldið leiðrétti okkar mál”, sagði Gunnar. „Samkvæmt opinberum tölum frá þjóðhags- stofnuninni er það alveg sýnt, að árið ’74 var smásöluverzlunin rekin með tapi, og hún kemur til með að verða það núna ekki sið- ur”. —EA Lagðist fyrir ó hraðbrautinni Lögreglunni i Arbæ var um þrjúleytið I nótt tilkynnt um, ölvaðan mann á rangli. Lögreglu- menn fóru að svipast um eftir honum og fundu hann fljótlega — liggjandi þversum á Vesturlands- veginum skammt frá Gufunesaf- leggjara. Að lokinni iæknisskoðun var maðurinn, sem fæddur er 1954, fluttur I fangageymslu. Ekki fór meira fyrir manninum liggjandi á hraðbrautinni en pappakassa eða álika rusli, sem fellur gjarnan af bilum á ieið á ruslahauga borgarinnar og öku- menn sinna litið. —SHH —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.