Vísir - 11.04.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Föstudagur 11. april 1975.
TLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Þúsundir flóttamanna hafa streymt frá þeim héruöum, sem falliö hafa
á vald sóknarher kommúnista, eins og þetta fólk hér á myndinni fyrir
ofan. Margir velta þvi fyrir sér, hvi I ósköpunum fólkiö fælist svo
kommúnistana, og hugsar hver sitt. Vinstrisinna fréttaskýrendur
halda þvi fram, aö Saigonhermenn reki fólkiö á flótta.
Þingið tregt til að
veita Víetnam lið
Ford forseti fór þess á
leit við Bandarikjaþing i
gær, að það samþykkti
nær 1000 milljón dollara
fjárveitingu til aðstoðar
við Suður-Vietnam.
Hann æskir 722 mill-
jóna til hernaðaraðstoð-
ar — sem er rúmlega
tvisvar sinnum meira en
hann fór fram á fyrir
nokkrum vikum — og
ennfremur æskir hann
250 milljón dollara til
efnahagsaðstoðar og
liknaraðstoðar.
Forsetinn, sem hefur ekki um-
boð til þess að senda herlið til
Indókina, gerði þinginu einnig
grein fyrir þvi, að hann óskaði
eftir umboði til þess að senda her
og flugvélar, ef nauðsyn krefur,
til að flytja Bandarikjamenn frá
Indókina og einnig þá Vietnama,
sem eru sagðir á aftökulista hjá
kommúnistum.
Trúnaðarmenn stjórnarinnar
segjast hafa á prjónunum ráða-
gerðir um að flytja allt að 200
þúsund Vietnama úr landi af
þessum sökum, en einnig hefur
komið upp sú hugmynd — ef leyfi
þingsins fæst til þess — að láta
bandariskt herlið umkringja
Saigon til að tefja fyrir kommún-
istum á meðan.
Fyrstu viðbrögð áhrifamanna
þingsins virðast gefa til kynna, að
það sé litil von til þess, að forset-
anum verði að ósk sinni. Að
minnsta kosti ekki hvað viðkem-
ui hernaðaraðstoðinni. Helzt
mundu þingmenn, sem eru
stjórninni mjög öndverðir i Indó-
kinamálinu, fáanlegir til að vikja
einhverju að Vietnömum i liknar-
skyni, en þá naumast án þess að
lækka þá upphæð, sem forsetinn
hefur lagt til.
Fékk að sjá
eftir 30 ár
Jackson Tate, fyrrum
flotaforingi í flota USA,
kom í gær í fyrsta skipti
opinberlega fram með
rússneskri dóttur sinni,
sem hann eignaðist í
ástarævintýri í seinni
hei msstyr jöldinni. —
Hann kvaðst hafa sótt um
leyfi til sovézkra yfir-
valda um að fá að ætt-
leiða stúlkuna.
Meðan hann gerði frétta-
mönnum grein fyrir þessu, stóð
dóttirin, hin 29 ára gamla leik-
kona, Victoria Fedorova, við
hlið hans. Hún er dóttir rúss-
nesku leikkonunnar, Zoya Fe-
dorova.
Þegar Tate var hernaðar-
ráðunautur i Moskvu á siðustu
vikum seinni heimsstyrjaldar-
innar. tókust ástir með honum
og Zoya h’edor,ova. Þegar yfir-
völd komust á snoðir um það,
var Tate visað úr landi, en Zoya
send i þrælabúðir, þar sem hún
var i átta ár.
Þetta var á þvi herrans árið
1945. En það var ekki fyrr en
dótturina
1963, að Tate fékk að vita, að
samband þeirra Zoya hefði bor-
ið ávöxt, og hann ætti dóttur i
Sovétrikjunum. Þá var hann
kvæntur maður i Bandarikjun-
um og átti þar börn og heimili.
Allar tilraunir hans til að
komast i samband við barns-
móður sina og dóttur voru til
einskis. Þar til i fyrra. að hann
fékk að tala við Victoriu, dóttur
sina i sima. Loks þá fékkst leyfi
fyrir því, að hún fengi að
heimsækja hann til Bandarikj-
anna.
Þar er hún nú stödd i þriggja
mánaða heimsókn, og er búin að
vera i nær þrjár vikur. Áður en
Tate leyfði blaðamönnum að
rabba við hana, fór hann með
hana huldu höfði. — ,,Það er
ekki nema eðlilegt, að ég fái að
kynnast sjálfur dóttur minni
fyrst”, sagði hann þá.
Tate er orðinn 77 ára og veill
lyrir hjarta. Hann kvaðst ekki
geta heimsótt Zoya til Moskvu,
vegna þess að hjartað leyfði
honum ekki löng ferðalög.
Tate flotaforingi kynnir dóttur
sina, Victoriu, fyrir fréttamönn-
um á blaöamannafundi I gær-
kvöldi. — Loks eftir 30 ár fengu
faðir og dóttir að hittast, en for-
eldrum liennar var fyrirmunað
að njótast vegna kalda strlðsins.
Sjaldséður persónuleiki
Leikkonan Ingrid Bergman hefur veriö sjaldséö viö opinber tæki-
færi hin seinni ár. En hún kom fram á sviöiö á dögunum viö afhend-
ingu Óskarsverölaunanna, þar sem hún var valin bezta leikkona I
aukahlutverki. Viö hliö hennar stendur Katherine Ross, sem afhenti
henni veröiaunin.
SKRÍPALEIKUR í PORTÚGAL!
Helztu stjórnmála-
flokkar Portúgals munu
í dag formlega afsala
sér öllum völdum I
hendur herstjórnendum
landsins til þriggja eða
fimm ára, og eru þó að-
eins tvær vikur þar til
fyrstu kosningarnar,
siðan gömlu stjórninni
,,Annaðhvort i dag eða
aldrei”, segja fulltrú-
arnir á undirbúnings-
fundi alþjóða orkuráð-
stefnunnar, orðnir von-
litlir um, að samkomu-
lag náist um tilhögun
ráðstefnunnar.
En i alla nótt sátu nokkrir
fulltrúar á fundi i úrslitatilraun til
þess að reyna að brúa bilið milli
afstöðu þróunarlandanna og iðn-
aðarrikjanna.
Var þeim ætlað að vinna I nótt
úr þeim tillögum, sem fyrir
var steypt,eiga að fara
fram.
En jafnvel þótt sósialistar,
miðflokkamenn, konungssinnar
og kommúnistar hafi allir verið
herstjórninni auðsveipir i þessu
máli og undirritað möglunarlitið,
þá hafa pólitiskir foringjar hers-
ins látið á sér skilja, að þeir vildu
helzt, að stofnaður yrði einn
flokkur, sem leysti þá alla af
hólmi.
Upplýsingamálaráðherra hers-
liggja, og gera drög að málamiðl-
un, sem báðar fylkingar geti sætt
sig við.
Fjögurra daga umræður
undanfarið hafa ekki leitt til
neins. Iðnaðarrikin sitja fast við
sinn keip, að orkuráðstefnan skuli
fjalla um oliukreppuna og önnur
orkuvandamál, en þróunarlöndin
hafa verið jafn óhagganleg i sinni
afstööu, að ráðstefnan skuli lika
láta hráefnismálin og önnur
vandamál þróunarríkjanna til
sina taka.
Hafa báðir þessar fylkingar
lagt fram, hvor i sinu lagi, drög
að dagskrá orkuráðstefnunnar
fyrirhuguðu, og átti nefndin á
næturfundi sinum i nótt að vinna
úr þeim.
ins sagði i gær, að myndun flokks,
sem lægi einhversstaðar á milli
sósialista og kommúnista, væri
æskileg.
Þykir mönnum þetta ljós
ábending um, að herinn hafi á
prjónunum hugmyndir um að
leyfa aðeins einn flokk i landinu.
Borgaralegu flokkarnir leggja
allt undir þá von, að kjósendur
sýni vilja slnn með stuðningi við
þá f kosningunum. En heryfirvöld
hafa hvatt kjósendur til að skila
auðu. Fjölmiðlar, sem meira og
minna eru á valdi kommúnista,
hafa varað kjósendur við þvi, að
brjótast mundi út borgara-
styrjöld, ef þeir greiöi sósialist-
um eða hægri flokkunum at-
kvæði. — Öllu skýrar er ekki hægt
að orða þá hótun, hvað bíður
þjóðarinnar, ef hún kýs ekki
kommúnista.
Leal de Almeida, ofursti, lét
birta eftirsig ræðu, þar sem hann
sagði, að herinn liti svo á, að hann
,,lánaði stjórnmálaflokkunum”
atkvæði fólksins i kosningunum
25. april. En þjóðin gæti ávallt
„reitt sig á herinn til þess að
endurheimta þessi atkvæði, ef
mönnum þætti sem flokkarnir
hefðu leitt fólk afvega”.
Alþýðuflokkurinn efndi til úti-
fundar i Beja i gær, en um 500
kommúnistar hleyptu fundinum
upp og réðust á skrifstofur flokks-
ins þar á staðnum og spilltu hús-
um.
Hinzta tilraun í dag