Vísir - 16.04.1975, Side 6

Vísir - 16.04.1975, Side 6
Vlsir. ÍVliövikudagur 16. april 1975 vísrn (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Ilelgason Auglýsingastjóri: Skúli G. JóhannesTön Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánubi innanlands. 1 lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Tíu milljarða dagdraumur Tiu milljarðar króna eru mikið fé. íslendingum þætti ekki amalegt, ef þeir hefðu á hverju ári heila tiu milljarða til umráða umfram það, sem þeir hafa i dag. Sumt af þessu fé mætti nota til að bæta lifskjörin, sumt til að hraða orkuþróuninni og enn annað til að létta rekstur atvinnulifsins. Menn kunna að telja það tilgangslitla dag- drauma að ræða út i loftið um tiu milljarða. En þessi tala er þannig komin, að hún er mismunur- inn á nýtingu fjárfestingarpeninga okkar og ýmissa nágrannaþjóða okkar, sem kunna betur með fé að fara. Við þurfum að leggja til hliðar 27% þjóðar- teknanna eða 30 milljarða króna i fjárfestingu til þess að ná út 4,5% hagvexti á ári. Danir ná svip- uðumárangri út á 19% þjóðarteknanna, sem nemur á islenzkri stærðargráðu um 20 milljörðum króna. Mismunurinn nemur 10 milljörðum króna á hverju ári. Taka má tillit til þess, að vegna dreifbýlis er fjárfesting dýrari hér en viða annars staðar. En á móti þti kemur, að við losnum við fjárfestingu i varnarmálum, sem viða eru veigamesti liðurinn i fjárfestingu nágrannaþjóðanna. Byggðastefna okkar á ekki að vera dýrari i rekstri en land- varnir eru með öðrum þjóðum. Hver er þá skýringin á óvenju lélegri nýtingu fjárfestingarpeninga hér á landi? Hún er sú, að fjármagnskerfi okkar er allt úr skorðum gengið. Við búum ekki við markaðskerfi i fjármálunum eins og allar nágrannaþjóðir okkar gera i höfuð- atriðum, heldur pólitiskt kerfi. Með pólitiskum aðgerðum hindrum við eðlilega fjármagns- strauma i þjóðfélaginu, hindrum sjálfkrafa leit fjármagnsins að hagkvæmustu kjörum og arðbærastri fjárfestingu. í fyrsta lagi eyrnamerkjum við verulegan hluta af fjárfestingarpeningum okkar og verjum til atvinnugreina og landshluta, sem hafa hlotið pólitiska viðurkenningu. Á sumum sviðum rikir jafnvel sjálfvirk fjármögnun og það til nánast óarðbærra verkefna. í öðru lagi mismunum við i lánakjörum eftir pólitiskum forgangi atvinnugreina og landshluta. Þetta kemur fram i hlutfalli lána af heildarfjár- festingu, lánstima, vöxtum og rikisábyrgðum. í þriðja lagi veitum við framleiðslustyrki, niðurgreiðslur, útflutningsuppbætur og inn- flutningsbann til að halda uppi óarðbærri fram- leiðslu, sem hefur pólitiskan forgang. 1 fjórða lagi veitum við sumri framleiðslu tekjutryggingu, jöfnunargjöld og sjóðamilli- færslur, vitanlega á kostnað annarrar fram- leiðslu, sem skilar arði til þjóðfélagsins á fljótari og betri hátt. í fimmta lagi höldum við uppi gifurlegri offjár- festingu i opinberri þjónustu. Fyrir þann niður- skurð, sem nú er fyrirhugaður, lét nærri, að opin- ber f járfesting væri orðin 30% af allri f járfestingu i landinu. A ýmsan slikan hátt látum við handbært fjár- magn þjóðarinnar renna i fyrirfram ákveðna pólitiska farvegi án tillits til arðsemi. Ef við ber- um árangurinn saman við aðrar þjóðir, er unnt að halda þvi fram, að við brennum upp á þennan hátt um tiu milljörðum króna á ári hverju. -JK. Umsjón: G.P. Mýrlendi eitt hjá Kaiseraugst i Sviss, þar sem ætlunin er að reisa kjarnorkuver, er sá vettvangur, þar sem umhverfisverndarmenn hafa skorað lýðræðis- skipulag Sviss á hólm. Þar hafa milli 100 og 150 manns hafzt við i tjöldum og timburskúr- um frá þvi 1. april i til- raunum sinum til þess að stöðva frekari fram- kvæmdir við gerð kjarn- orkuvers, sem kosta á 82,5 milljarða króna. Það á að verða tilbúið eftir 5 ár. Kaiseraugst er um 10 km frá Basel, næststærstu borg Sviss. Þetta hernám mýrarinnar er ólöglegt með öllu. En yfirvöld kantónunnar hafa samt leyft tjaldbúum að koma sér upp elda- skála og matsal og jafnvel gera áætlanir um gerð smáhýsa og ræktun garða til þess að gera dvölina þarna i mýrinni þægi- legri. Þetta litla samfélag umhverfis- vemdarmanna hefur meira að segja komið sér upp áætlunar- ferðum til þess að flytja fólk á milli „hernámssvæðisins” og næstu járnbrautarstöðvar. Verktakinn, sem reisir þetta 925 megavatta orkuver, hætti strax undirbúningi sinum, þegar umhverfisverndarmenn settust um staðinn. Hann hefur gert skaðabótakröfur á hendur fjórum forvigismönnum þessa mótmæla- hóps, sem risið hefur gegn gerð nokkurra kjarnorkuvera á landa- mærum Sviss, Frakklands og Vestur-Þýzkalands. Enn sem komið er hefur verk- takinn ekki kallað á lögregluna til að fjarlægja mótmælendur. Seg- ist hann þó tapa rúmri milljón á dag. Yfirvöld kantónunnar hafa for- dæmt hernámið, sem þau segja ólöglegt með öllu. Þau hafa neitaö aö taka upp viðræður við tjald- búa, fyrr en þeir hafa haft sig á burt. En hér er ekki bara við 100 til 150 manns að etja. Um 15 þúsund manns þyrptust saman undir regnhlifum og öörum verjum á útifund, sem haldinn var á sunnu- dag, og létu ekki úrhellisrigningu aftra sér. Þar komu fram sautján ræðumenn ýmissa flokka og kröfðust þess, að hætt yrði við kjamorkuvæöingaráætlun Sviss. Jafnframt var krafizt atkvæða- greiðslu i Kaiseraugst um málið. Andstæðingar kjarnorkunnar halda þvi fram, að of mörgum orkuverum verði þjappað á sama svæöið, og aö ekki hafi veriö gerð- ar nægar öryggisráðstafanir. „Tiu kjarnorkuver með sautján til nitján kjarnaofna eru fyrir- huguð á þessu svæöi, þar á meðal frönsk og þýzk”, segir Hansjurg Weder i viðtali við fréttamann Reuters. Weder er formaöur þeirra samtaka, sem snúizt hafa gegn kjarnorkuverum, sem setja skal upp i norðvesturhluta Sviss. „Hvergi I heiminum er kjarn- orkuverum þjappað svo saman. Fimm eru innan 40 km frá Basel, sem er nær þéttbýli en yfirvöld i Bandarikjunum leyfa i sinu landi.” Borgarstjórnin i Basel mun taka málið til umræðu á fundi með landsyfirvöldum og Willi Ritschard orkumálaráðherra þann 6. mai. Hún mun krefjast svara við þvi, hvers vegna sambandsstjórnin leyföi fram- kvæmdirnar áður en niðurstöður veðurfræði- og náttúrurannsókna lágu fyrir. Stjórnir kantónanna hafa nú einnig byrjað athuganir á þvi, hvort þær séu bótaskyldar, ef hætt verði við verkið. Fyrirtækiö, sem Aargau-kantónan fól verkið, og reyndar önnur fyrirtæki i Kjarnaofn á byggingarstigi. Kjarnorka og lýðrœði Kjarnorkuver I smlOum I Sovétrlkjunum. — Svisslendingum hefur nd snúizt hugur og vilja ekki slik hjá sér. orkuiðnaðinum, sem vinna að hinum kjarnorkuverunum, segja, að það gæti kostað skattgreiðend- ur um 5370 milljónir króna I glat- aðri f járfestingu, ef hætt yrði við. Stjórnin i Bern, sem fór að ráð- um sérfræðinga sinna um, að nauðsyn væri á að minnsta kosti þrettán kjarnorkuverum til þess að anna rafmagnsþörf lands- manna um næstu aldamót, hefur variö geröir sinar fyrir mótmæl- endum með þvi, að hún hafi ekki vald til þess að hindra gerð kjarn- orkuVera, ef þau uppfylla öll lagaleg skilyrði. t Kaiseraugst var samþykkt meö 300 atkvæðum gegn 90 að fella úr gildi ákvörðunina um að leyfa smiði kjarnorkuvers. Framkvæmdir áttu að hefjast á næsta ári, en undirbúningsvinnan hefur stöðvazt vegna hernámsins i mýrinni. En sveitarstjórn Kais- eraugst komst þá að raun um það, að hún hafði ekki vald til þess að afturkalla leyfið eða stöðva verk- ið. Þetta gat i lýðræðisskipulagi Svisslendinga, sem byggist að miklu leyti á þjóðaratkvæða- greiðslum (fjórum á ári að minnsta kosti) og minni atkvæða- greiöslum heima i héruðum, hefur vakið menn til umhugsunar og leiddi til útifundarins stóra á sunnudaginn. Ákvarðanir i flest- um meiriháttar málum eru lagð- ar I hendur kjósenda sjálfra, en embættismenn hafa valdaminna umboð en starfsbræður þeirra vlðast erlendis. Málið vekur feikilega athygli og sá fjöldi, sem kom á útifundinn á sunnudag, segir ekki alla söguna þar um, þvi að veðrið var óskap- lega óhagstætt til fundarsóknar. Ræðumennirnir á fundinum viðurkenndu, að aðgerðir um- hverfisverndarmanna væru ólög- legar. En þeir sögðu, að öll ráð til þess að fara pólitiskar eöa réttar- farslegar leiðir hefðu verið reynd til þrautar. 1 upphafi hafði verktakinn ætl- aö að nota ámar Rin og Aare til þess aðkæla kjarnaofna orkuver- anna. Þvi var synjað af um- hverfisverndarástæðum. Nefnd á vegum rlkisstjórnarinnar sam- þykkti siðan gerð risaturna, sem notaskal i þess stað, og verktak- inn fékk leyfi til að halda áfram. „Þrjár athuganir á vegum þess opinbera eru enn i gangi”, segir Weder, talsmaður umhverfis- vemdarmanna. „Þessar athug- anir lúta að þvi að rannsaka, hvaða áhrif kjamorkuverin muni hafa á umhverfi sitt. — Niður- stöður þeirra hafa ekki verið birt- ar opinberlega, en okkur er kunn- ugt um, að áhrif orkuveranna á veðurfarið verða hrikaleg”. Umhverfisverndarmenn kviöa þvi, að gufustrókar frá orkuver- unum muni hafa i för með sér svo miklar breytingar á veður- fari, sem aftur leiði svo til breyt- ingará umhverfinu i Baselhérað- inu. Þeir vonast til þess, að lands- stjórnin sjái sér fært á grundvelli þessara athugana aö stöðva framkvæmdir við orkuverin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.