Vísir - 16.04.1975, Side 16

Vísir - 16.04.1975, Side 16
vísm Miðvikudagur 16. april 1975 Samvinnubankinn í stórsókn: Síðasta ór hagstœðara en nokkru sinni fyrr Samvinnubankinn sækir i sig veðrið. Rekstursafkoma hans var á siðasta ári hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Tekjuafgangur, sem var til ráðstöfunar, nam 43,7 milljónum króna samanborið við 28,2 milljónir árið áður. Eigið fé var i árslokin 175.6 milljónir. Hluthaf- ar fá tólf prósent arð. Framkvæmdum við nýbygg- ingu bankans i Bankastræti 7 lýkur í næsta mánuði. Heildarinnlán bankans jukust á siðasta ári um 31,7 prósent og námu riflega 2,5 milljörðum króna. Þetta var nokkru meira en meðaltalsaukning innlána i bankakerfinu. Spariinnlán jukust um 34,4% og veltiinnlán um 22%. Útlánin jukust um 32,6%. Heildarveltan, það er straumur fjármagns gegn um bankann, jókst um hvorki meira né minna en 47,8 prósent. Útlánin námu i árslok i heild um 2,1 milljarði. -HH. ísinn fjœr tsinn hefur nú fjarlægzt landið. TF-SÝR . flugvél Landhelgis- gæzlunnar fór i iskönnunarflug fyrir Vestur- og Norðurlandi á mánudag. Kom þá i ljós að megin isröndin var 65 sjómilur frá Deild, 50 sjómilur frá Horni, 65 sjómilur frá Grimsey og 85 sjó- milur frá Melrakkasiéttu. Fyrir sunnan meginisröndina voru dreifðir jakar og isspangir frá 5-25 sjómiiur tsinn er nú nokkuð meiri en hin siðari ár, en þó ekki nærri eins mikil og t.d. á árunum 1965, 1968 og I kringum 1970. -EA. Göturnar bara góðar eftir veturinn — enda tíð ekki eins umhieypingarsöm og oft óður „Göturnar i Reykjavik eru til- tölulcga góðar eftir veturinn”, sagði gatnamálastjóri, Ingi Ú. Magnússon, þegar við höfðum samband við hann. Hann gat þess, að slit væri þó geysimikið eftir nagladekkin, en þó væru göturnar ekki eins illa famar eftir veturinn og svo oft áður. Sagði hann það sérstaklega vera vegna þess, að tið hefur ekki verið eins umhleypingasöm i vet- ur og áður. Sumir hafa álitið, að menn hefðu ekki keyrt bila sina eins mikið i vetur og fyrr. Ekki kvaðst gatnamálastjóri merkja það, en sagði, að þar kæmi þó sjálfsagt á móti bilaaukning i Reykjavik. Hann sagði, að hafið yrði fljót- lega viðhald á götunum, ef tiðin verður góð. — EA SMYRILL — Seyðisfjörður eða Reyðarfjörður? Ákvörðun tekin snemma i nœstu viku „Við höfum séð aðstöðuna bæði i Seyðisfirði' og Reyðar- firði og förum nú heim og leggj- um málið fyrirlandsstjórnina.” Þetta sagði Thomas Arabo hjá Strandfaraskip landsins i Fær- eyjum, þegar Visir hitti hann að máli í morgun á Hótel Esju, ásamt Sigurd Simonsen, ferða- mannastjóra i Tórshavn. Þeir eru hér til að kanna að- stæður fyrir bilaferjuna Smyril. „Höfnin i Seyðisfirði er mjög góð, en samgöngur á landi að staðnum og frá eru lakari. í Reyðarfirði er þessu snúið við. Þar eru samgöngur á landi ákjósanlegar, en höfnin ekki alveg eins góð. Akvörðun um, hvor staðurinn verður fyrir valinu, verður tekin mjög fljótt, liklega á mánudag eða þriðjudag, þvi á hvorum staðnum, sem verður fyrir valinu, þarf að gera vissar lag- færingar, og það verður að byrja á þeim eins fljótt og kostur er.” Thomas og Sigurd voru sam- mála um, að mikill áhugi væri á ferjunni og margar fyrirspurnir hefðu komið, ekki sizt i Færeyj- um og á Islandi. Bæði Reyð- firðingar og Seyðfirðingar buð- ust til að koma upp þeirri að- stöðu, sem með þyrfti. Ekki hef- ur verið ákveðið, hver verði um- boðsaðili hér, en að likindum verður einn aðalumboðsmaður, en allar ferðaskrifstofur geti selt far með skipinu. Ekki vildu þeir gefa upp, hvor Tii vinstri er Thomas Arabo, starfsmaður Strandfaraskips iandsins, sem er sambærileg stofnun og Ríkisskip. Hægra megin er Sigurd Simonsen, ferðaskrifstofumaður frá Þórshöfn. Ljósm. Vfsis Bragi staðurinn þeim þætti álitlegri, Seyðisfjörður eða Reyðarfjörð- ur. Thomas sagðist að visu hafa ákveðna skoðun á því, en gæti ekki látið hana uppi áður en hann hefði talað við þá, sem hann er umboðsmaður fyrir. Fyrsta ferð Smyrils til Islands er áætluð 21. júni, og siðan hvem laugardag til 23. ágúst, 10 ferðir i allt. Fjórar þeirra verða famar um Leirvik á Hjaltlandi. Farið til Færeyja kostar röskar tiuþúsund krónur fyrir manninn i tveggja manna klefa, en rösk sautján þúsund til Bergen. I 6-8 mannaklefum er fargjaldið um 9 þúsund krónur til Færeyja en um 15 þúsund til Bergen. Fyrir bilinn kostar um 3.400 kr. til Færeyja, en um 6.500 til Bergen. Milli Færeyja og Islands er ferj- an aðeins 15 tima, og „Is- lendingar hafa séð það svartara en vaka á dekki þann tima,” sagði Thomas Arabo. 1 dag munu Færeyingarnir hitta Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra, og sfðan halda blaðamannafund. Þeir fara heim á morgun. — SHH „TREYSTUM FÆREYINGUM TIL AÐ VELJA HLUTLAUST" — sagði bœjarstjórinn á Seyðisfirði „Færeyingarnir komu hér I gær og leizt afskaplega vel á allar aðstæður,” sagði Jónas Hallgrimsson, bæjarstjóri í Seyðisfirði I viðtali við Vfsi I morgun. „Það var ekkert, sem vantaði hér á. Ferjan á að geta athafnað sig hér með örlitilli breytingu á nýju, steinsteyptu bryggjunni. Við vitum ekki betur en að þetta fullnægi öllum þeirra kröfum. Viðvikjandi yfir- lýsingum sveitarstjórnar- manna, eins og fram komu i Visi i gær, að Fjarðarheiði sé ekki fær eins drifs bilum með hjólhýsum má benda á það, að hér i Seyðisfirði eru eins drifs bflar með hjólhýsi, og menn hafa ekki orðið þess varir hér, að þeir kæmust ekki leiðar sinnar. Þetta er algerlega órökstutt og reyndar ódrengi- legt að gera samanburð sem þennan. Auk þess treystum við Færeyingunum miklu bet- ur til að velja hlutlaust þarna á milli, þegar þeir eru búnir að skoða báða staðina,” sagði Jónas Hallgrimsson. „Að- stæðurnar höfum við með okkur.” -SHH. ibúar i Breiðholtinu, og þá sérstaklega I þvi efra, hafa beð- ið eftir, að lagður yrði vegur úr neðra Breiðhoitinu og þangað upp eftir, þvf það kemur til með að stytta leiðina þangað mikið. Þegar við ræddum við gatna- málastjóra, Inga Ú. Magnús- son, tjáði hann okkur, að lagn- ing þessa vegar væri á fram- kvæmdaáætlun I ár. Ekki viidi hann þó timasetja það nánar, hvenær búast mætti við vegin- um fullgcrðum. Nánar tiitekið liggur vegur þessi frá Höfðabakka i neðra Breiðholti upp i Vesturhóla i efra Breiðholti. Menn hafa kannski lika tekið eftir þvi, að þegar hefur vegur þessi verið merktur inn á kort nýju simaskrárinnar. — EA ÞEIR FA VEGINN TIL SÍN í ÁR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.