Tíminn - 31.07.1966, Síða 3

Tíminn - 31.07.1966, Síða 3
SUNNUDAGUR 31. júlí 1966 TIMINN Frá Kaupmannahöfn ber ast þær fregnir, að óhreinir og ræfilslegir útlendingar hafi svo að segja lagt undir sig aðalverzlunargötu borgarinn ar „Strauið“. Þessir náungar hafa það fyrir stafni að mála á götuna alls kyns myndir, allt frá madonnumyndum upp í ★ Fabíóla drottning missti fóst ur í þriðja skipti mjög nýlega. Hún liggur enn á sjúkrahúsi og er líðan hennar góð eftir atvikum. Sögusagnir herma, að þetta fósturlát hafi haft svo mikil áhrif á Baldvin Belgíu konung, að hann muni ef til vill afsala sér konungdómi. Svipaðar sögusagnir gengu þeg ar Fabíóla missti síðast fóstur, og ekki er líklegt, að hér búi nokkur alvara á bak við. En ef svo fer, sem sögusagnirnar herma, verður það Albert bróð ir Baldvins, sem hreppir kon- ungdóm. Hann og Paola prins abstraktverk. Til þess er ætl- ast, að vegfarendur greiði fyr ir þessi listaverk og áður en listamennirnir hefjast handa, teikna þeir upp dálítinn fer hyrning og fyrir ofan hann krota þeir orði^- Þökk fyrir. í þennan ferhyrning á að leggja greiðsluna. essa eiga þrjú börn og er það haft fyrir satt, að uppeldi son arins Phillippe miðist við, að hann verði konungur, þeg- ar fram líða stundir. ★ Svo virðist sem kaþólska kirkjan sé eitthvað að linast í andstöðu sinni gegn takmörk unum barneigna. Segir í ítölsku blaði nú fyrir skömmu að Páll páfi hafi í hyggju að leyfa giftum konum að nota getnaðarvarnapillur 18 mánuð- um eftir síðustu fæðingu. Ógift ar stúlkur fá hins vegar enga úrlausn í þessum efnum. 6. ágúst næstkomandi munu Luci Johnson, dóttir Banda ríkjaforseta og Patrick Nugent verða gefin saman í hjóna band. Þau hafa orðið sér úti um tveggja herbergja íbúð í Austin í Texas, og hún hefur verið útbúin smekklegum hús gögnum. Þau hjónin munu ekki hafa. efni á því að hafa vinnukonu heldur verður Luci að gera öll húsverk upp á eig in spýtur, samhliða því sem hún sækir fyrirlestra við Texas háskóla. Brúðargjafirnar eru þegar farnar að streyma til Hvíta hússins, m.a. hefur frú Robert McNamara gefið Luci risastóran demantshring, þá hafa þau fengið mikla og veg lega silfurtekönnu, sem kost ar hátt á þriðja þúsund doll- ara. Johnson Bandaríkjaforseti var sagður mjög á móti þess- um ráðahag, er ungu skötuhjú in voru að draga sig saman, en hann hefur greinilega sætzt við dóttur sína og tilvonandi tengdason. ★ Fyrir rúmri viku voru þau Anita Lindblom, sem fræg er fyrir dægurlagið Saa'nt aar liv et og hnefaleikakappinn, Bosse Högberg, gefin saman í hjónaband í ráðhúsinu í Kaup mannahöfn. Rógtungur segja, að brúðkaupið og allt sem til heyrði því hafi verið borgað af sænskum dagblöðum og tímaritum, þetta hefði allt ver ið eins og leiksýning og enga rómantík hefði verið að sjá á ungu brúðhjónunum. ★ Drekafrúin, frú Nhu, sem á sínum tíma var álitin pottur- inn og pannan í öllu, sem gerð ist í Suður-Vietnam er nú í góðu yfirlæti suður á Ítalíu. Mörg blöð hafa freistað þess að ná af henni tali, en það er ekki á hvers manns færi, því að hún krefst þúsund sterl ingspunda fyrir hálftíma við- tal. Tímarit nokkurt í París lét þessa háu greiðslu ekki aftra sér frá því að tala við Dreka frúna, og náði mjög góðu við- tali við hana. Þar segist hún hafa mikla samúið með komm únistum í Suður-Vietnam. „Þeir eru Vietnambúar og þjóð ernissinnar eins og við,“ sagði hún. Þessi breytta afstaða Drekafrúarinnar hefur að von- um vakið talsverða athygli. ★ Sænska prinsessan Birgitta og maður hennar Johann George von Hohenzollerns eign uðust fyrir skömmu son og mun hann vera þriðja barn þess ara tignu hjóna. Fyrir nokkrum dögum var drengurinn skírður í Maria Königen kirkju i Miinchen Griinwald. Upp á kon unglega vísu heitirhannfjöldan allan af nöfnum, nefnilega Hu- bertus Gústaf-Adolf. Veit Georg, Meinrad, Maria og Alex- ander. Það fylgir ekki sögunni, hvað foreldrarnir ætla að láta kalla þennan unga son sinn. ★ Hinn dáði kvikmyndaleikari, Gary Grant, hefur nú ákveðið að taka ekki að sér fleiri ástar- hlutverk. Hann segist gera þetta af frjálsum og fúsum vilja, því að það sé ekkert vit í því að maður á sjötugsaldri sé að eltast við kvikmynda- stjörnujr, sem fæddar séu eftir heimsstyrjöldina síðari. Gary Grant er nú 62 ára að aldri, en hann hefur til þessa farið alveg varhluta af öllum ellimörkum. Sólin hefur svikið París- arbúa á þessu sumri, og hafa þe'ir því þurft að sækja á önn ur mið til að verða sér úti um sólbrúnku. Þannig er því farið um þessar þrjár persónur, sem Á þessari mynd sést Julie Andrews Oscarverðlaunahafi virða fyrir sér styttu af hinum fræga kvikmyndaframleiðanda og stjórnanda Alfred Hitch- myndin sýnir. Þetta eru þau Jacques Chazot dansari, hin víðfræga dægurlagasöngkona Julietta Greco og franski rit- höfundurinn Francoise Sagan. cock, þar sem verið er að út- búa styttuna til sendingar til vaxmyndasafns Madame Tuss- aud í London.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.