Tíminn - 31.07.1966, Page 8

Tíminn - 31.07.1966, Page 8
8 TÍMINN Hinn róttæki minnihluti — góSi hlutinn. „María hefur valið sér góða hlutann og hann skal ekki tek- inn frá henni,“ sagði lyteistar- inn mikli forðum í Betaníu. Og við annað tækifæri líkti hann guðsríkishugsjón sinni við súrdeig og sagði: ,,Lítið súrdeig sýrir allt deig ið.“ Eimitt þannig áttu læri- sveinar hans að vera. Ef til vill fáir, fátækir smáir í augum um heimsins, en þó færir til að breyta öllu, hafa áhrif beint eða óbeint á allt líf og starf samferðafólksins, kynslóðanna, öld fram af öld. Nýlega las ég ágæta grein r tímariti, þar sem höfundur bendir á nokkra dugmikla fylgj endur og lærisveina Krists, sem á síðustu tímum hafa verið þetta súrdeig í lífi og starfi kirkjunnar, og raunar miklu meira. Þeir hafa með samtöl- um sínum og kærleiksþjonustu orðið hinn róttæki minnihluti, sem valið hafa góða hiutann í tilverunni og þannig þokað hinum sanna kristindómi áleið- is til sigurs í þessum nafn kristna hluta veraldarinnar Eftirfarandi erindi styðst að miklum hluta við upplýsingar þessa höfundar, þótt ég beri ábyrgð á hugsun þess og fiam setningu allri. Mér finnst þetta Aðsetur Taizébræðra. NY KLAUSTURREGLA STOFNUÐ Á ATOMÖLD eigi brýnt erindi til hugsandi fólks íslenzkrar kirkju og ís- lenzkrar þjóðar. Siðaskiptin fæddust í mur.ka- klefa. En þau voru ekki sízt andstæð því, sem klausturklef- arnir höfðu fram að færa. Fyrst og fremst því, að hægt væri að réttlæta sig í Guðs auguin með því að loka sig inni í munkaklefa. Og lengi hafði siða bótin og mótmælendakirkjurn- ar yfirleitt horn í síðu klausturs lifnaðarins og var eiginlega mót snúinn alls konar félagsmynd- unum og samtökum, sem töldu sig geta gerzt Guði þóknanleg með lífstíðarheitvinningum og loforðum. Það er fyrst á allra síðustu tímum, að viðhorfin eru breytt á þessu sviði. Og í kristnum söfnuðum eru stofnuð alls kon- ar félög og samtök, kvenfélög, bræðrafélög og æskulýðsfélög til sérstakra Guði velþóknan- legra framkvæmda. Og það er því naumast til- viljun, að upp af hinni blóði drifnu jörð annarrar heims- styrjaldar hafa blátt áfram vax- ið klaustrasamtök innan mót- mælendakirkjunnar eða safnað anna bæði fyrir karla og konur. Styrjöldin mikla kollvarpaði margs kyns anakristindómi. Hún gerði enda á ýmiss konar kirkjulegum forréttindum, hefð og erfðavenjum, og það var ágætt. Það sem var flúið og inn antómt hrundi. En í stað sljóa, sigurglaða móks svartrar svefn hettu meirihlutans í kirkjulegu starfi og stofnunum kom róttæk ur og starfsglaður vakandi minnihluti, raunar sums stað- ar nokkuð byltingagjarn, en aftur á móti lifandi og vak- andi. Þessi kirkjulegi nýgræðingur náði mestum og skjótustum þroska í þeim löndum, sem harðast urðu úti í stríðinu, þess vegna er fátt um slíkar ný- myndanir í norrænum kirkjum og löndum. En þar sem þessi gróður hefur náð vexti hefur hann þrátt fyrir smæð sína ver- ið hvetjandi fyrirmynd kirkju og kristins dóms um víða veröld. Þessi nýgræðingur hefur haf- ið sig yfir allar kirkjulegar og kenningalegar takmarkanir og því einnig vaxið fram og bor- ið ávöxt innan hinnar Róm- versk-kaþólsku kirkju. Og þótt þessi margvíslegu starfssamtök séu svo ólík sem hugsazt get- ur að eðli og aðferðum, er þeim það öllum sameiginlegt, að þau snúast ekki inn á við að sjálfum sér og sínum hag, heldur út á við að heimslífinu sjálfu eins og það er í dag. Þau eru til vegna veraldarinn- ar, mannlífsins sjálfs, en ekki til að efla sína eigin dýrð, sitt eigið veldi. Stofnun samtakanna „Al- kirkjulegu Maríusysturnar f Darmstadt í Þýzkalandi er bók- staflegt tákn um það, að hinn grimmi veruleiki styrjaldarár- anna mótaði og skapaði þau og starfsemi þeirra. Reglan er skjalfast talin stofnuð nóttina milli 11. og 12. sept. 1944, en þá var Darmstadtborg á 20 mínútum breytt í rústir og und- ir rústunum var 10. hluti íbú- anna liðin lík. Þessa nótt gekk dómsdagur yfir Darmstadt, en upp af rúst- unum reis upphaf kristilegs fórnarstarfs undir merkjum iðr unar og yfirbótar á svo bók- staflegan hátt að Maríusysturn ar byggðu kirkju sína og starfs- stöðvar úr steinum hruninna húsa. Nú eru Maríusystur frá Darm stadt þekktar og dáðar Iangt út fyrir landamæri Þýzkalands. Konur, sem allt til skelfinga næturinnar voru ekki annað en ósamtaka og skuldbindingarlaus ir þátttakendur í þýðingalitl- um kvennasamtökum og les- flokkum eru nú fastmótuð regla, sem telur sekt þýzku þjóðarinnar sína sekt og vill verja tíma og kröftum til að bæta fyrir syndir þjóðarinnar. Tilbeiðsla, fyrirbæn, syndajátn- ing mynda nú grunninn und- ir starfsemi systranna út á við. Með árunum hefur reglan samt stöðugt breytt um form og starfstilhögum, svo að náð verði sem beztum og víðtækustum ár- angri. Systurnar reka fjölbreyttar vinnustöðvar og verkstæði, hafa sína eigin prentsmiðju og hæli fyrir flóttafólk og öreiga, og þær fara í „trúboðsferðir“, sem þær nefna svo út um allt Þýzka land í eigin vagni, sem þær kalla Boðbera Jesú. Sérstak- lega eru þær samt þekktar fyr- ir sérstæða kirkjumúsik og sönglist, sem þær semja, æfa og flytja sjálfar. Fyrirbæn sína helga þær fyrst og fremst einingu kirkj- unnar og Gyðingaþjóðinni, sem Þýzkaland hefur valdið svo ægi legri ógæfu og hörmum. Safn- aðarhús sitt nefna þær Mæðra- húsið. f Skotlandi myndaðist svip- aður flokkur eða minnihluti. Og það var einnig neyð og vandræði, sem hvatti þar til framkvæmda og átaka. Kirkjan hafði stöðugt fjar- lægzt iðnaðarfólk og aðstæðum þess. Prestarnir urðu að kynn- ast iðnfyrirtækjum og iðn- rekstri af eigin reynd til að komast í snertingu við verka- fólkið og hugðarefni þess. Þann vanda, sem af slíku leiddi, þorðu auðvitað ekki all ir skozkir prestar að stofna sér í, en það dirfðist þó að minnsta kosti einn og hann hét George Mac Leod. En í stað þess að varpa sér út í aurkast þjóð- málanna og stjórnmálastreit- unnar fór hann að því er virt- ist alveg aðra leið. Hann sagði af sér prestskap og flutti bók- staflega talað á eyðiey. Hann settist að með 6 iðnaðarmenn og 6 presta á hrjóstugri kletta- eyju, sem heitir Iona og er ein af Hebrideseyjunum við vesturströnd Skotlands. Hann var sannfærður um, að milli kirkju og iðnaðarstöðva yrði einungis myndað af fastmót- aðri reglu eða félagsstofnun, sem ætti sameiginlegt upphaf og staðfestu og gæti safnað kröftum til átaks með íhugun og ráðum í einveru og kyrrð. Hann fór sömu leið að vissu leyti eins og Þorgeir Ljósvetn- ingagoði hafði farið mörgum öldum áður er hann lagðist hljóður undir feld í þögn búð- ar sinnar á Þingvöllum forð- um. Slíkur grundvöllur friðar og einveru var nauðsyn til að skapa þáttaskil í hávaða og glaumhyggju stóriðjuveranna. fhugun og framkvæmdir urðu að vera samtaka. Eyjan Iona var ekki valin af hendingu. Á þessari eyju höfðu þeir munkar setzt að, sem fyrir 1400 árum höfðu flutt kristna trú til norðvesturhluta Evrópu. Mac Leod og félagar hans hófu starf sitt með því að end- urreisa klaustrið úr fornum rústum þess. Og nú myndar það rammann um þessa nýju klausturreglu orðna til á 20. öld — atomöldinni sjálfri, sem margur mundi ætla að sízt væri til klausturstofnana fallin. En þetta er regla, sem hefur SUNNHDAGUR 31. júií 1966 engan einkennisbúning. Hún kallar sig bara Iona Commun- ity, sem gæti verið blátt áfram Iona samtökin á íslenzku. Þett.a eru mjög frjálsleg samtök, en hafa samt fastar reglur um daglegar bænir og biblíulestur. The Iona Community krefst þess ekki að félagarnir afsali sér persónulegum eignum eða tekjum, en allir virkir þátttak- endur reglunnar gefa tíund lil kirkjulegra framkvæmda og í sameiginlegan sjóð bræðraregl- unnar. Bræðurnir eru nú um 150, en auk þess eru 700 „styrkt- arfélagar" og 7000 „vinir,“ svo- nefndir sem standa efnahags- lega og siðferðislega að baki samtökunum. Iona er svo sá staður, sem þeir eflast, læra og íhuga til hinna margháttuðu verkefna sinna. Þangað koma þeir aftur og aftur til að leita styrks, hvatningar og ráða. Og í júní ár hvert er þar tíu daga mót nokkurs konar ársþing reglunn ar eða bræðrasamtakanna. Annars eru þeir dreifðir um allan hnöttinn, álfur og lónd hafa þeir lagt undir sig og starfa sem . tæknifræðingar, prestar, læknar og kennarar til dæmis í hinum svonefndu þró- unarlöndum. Næsta starfsmið- stöð samtakanna er þó í Glas- gow og með henni ná þeir sam- bandi við iðnverkamenn borg- arinnar, æskulýð iðnaðarhverf- anna, einmana fólk og nauð- statt. Þessi starfsmiðstöð hefur kap ellu eða kirkju þar sem dag- lega eru andaktarstundir og bænatímar, ennfremur eru þarna sjálfsafgreiðslu matstofa og samkomusalir fyrir ýmiss konar klúbba á vegum Iona Community. En þar er á boð- stólum alls konar tómstunde- og skemmtiefni allt frá dans- leikjum, þar sem nýtízku hljóm sveitir skemmta til leiksýninga og biblíulestra, en sérstaklega er lögð stund á íþróttaiðkanir og kappræðufundir haldnir um málefni dagsins. Með eyju miðaldamunkanna, þögn hennar og frið að horn- steini hefur með starfsmiðstöð- inni í Glasgow heppnast að brúa bilið milli kirkjunnar og iðnaðarfólksins í stóriðjuver um borga, þar sem 40 prósent verkamanna lifa lífi sínu án allrar snertingar við kristilega þróun og anda af nokkru tagi. Sé tekið dæmi um slíkar stofnanir eða samtök, sem hér um ræðir frá kaþólsku kirkj- unni verður flokkurinn „Litlu bræður Jesú“ fyrir valinu. Hann hefur öll einkenni að eðli og starfsemi þeirra minnihluta flokka kirkjunnar, sem hafa vakið athygli sem góði hlut- inn á þessari öld. Samtök þessi eða regia var stofnuð um 1930, en á upp- tök sín í boðskap manns, sem var uppi um aldamótin síðustu og hét Charles de Foucauld. Hann var af fornri, franskri aðalsætt, en hafði starfað sem liðsforingi og landfræðingur. Hann varð einn af bræðrum í strangri munkareglu og lifði sem öreigi meðal öreiga í eyði- merkurlöndum Norður-Afríku. Þar var hann myrtur og fleygt nöktum í afskekkta gröf árið 1916. . En nú hálfri öld síðar á hann fjölda fylgjenda sem frá 250 stöðvum á jörðinni halda því fram í fullri sannfæringu að eyðimörkin og einveran séu nauðsynlegur þáttur til þess að skapa samband kirkjunn- ar og nútímaþjóðfélags. Sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.