Tíminn - 31.07.1966, Qupperneq 9
SITNNUDAGUR 31. jólí 1966
TÍMINM
9
innri kraftur, sem fæst með
bæn og hugleiðslu er að beirra
áliti hornsteinn þess að kj
an nái áhrifum á coeur de
masses, hjörtum fjöldans eins
og einn af foringjum þessarar
nýju reglu komst að orði.
Orðið „masse,“ sem þýðir
múgur eða fjöldi er ekki not
að í niðrandi merkingu uni
það fólk, sem Litlu bræður
Jesú starfa á meðal, heldur uin
manneskjuna yfirleitt einmana
eða niðurbælda eins og hún
verður svo oft í hinum vól-
gengu tæknimenntuðu gervi-
félögum nútímans.
Komum við í heimsóka til
„Litlu bræðranna" í einum
hinna mörgu stöðva, sem þeir
starfa t.d. frönsku hafnarborg-
inni Marseille, mundi það sem
við komumst að raun um
verða eitthvað á þessa leið:
Skrifstofa eða aðalstöðvar
reglunnar eru í þröngu bakhúsi
í þeim borgarhluta Marseille
þar sem negrar og vændisfólk
Iifir sinni gleðisnauðu tilveru.
Annars staðar í borginni búa
þrír til sex bræður saman og
starfa í þeirri atvinnugrein,
sem þeir hafa valið. Þeir eru
smiðir, múrarar eða verkstjór-
ar.
Utan við Marseilleborg eru
geipimiklar olíuhreinsunarstöðv
ar, sem dregið hafa að sér þús-
undir hvítra og mislitra manna
frá fyrrverandi nýlendum
Frakka. Hér býr þetta fólk
heimilislaust eða minnsta kosti
meira eða minna rótlaust og
margir eru fullir beizkju, tor
tryggni og jafnvel haturs gagn-
vart öllu og öllum.
Og tortryggnin og beizkjan
beinist ekki sízt að prestunum,
predikunum og kirkjunni j’fir-
leitt, sem þeim finnst hafa
brugðizt hlutverki sínu á svo
margvíslegan hátt, að boðskap-
urinn um frið, jafnrétti og
kærleika sé ekki annað en
hræsni og dauft bergmál i þess-
um harða heimi misréttis og
kúgunar.
Mitt á meðal þessa gleði-
snauða, vonlausa og oft marg-
spillta fólks búa nú þessir litlu
bræður allt að því eins ein-
mana, fátækir og umkomulaus-
ir og allir hinir, en þó ein-
hvern veginn huggandi og hjálp
andi. Þeir lifa blátt áfram somu
tilverij og þetta ógæfusama
fólk, en líta á alla sem bræð-
ur, sem þeir finna ánægju við
að þjóna og gleðja. Flestir
bræðranna vinna sem verka-
menn við olíuhreinsunina aðr-
ir sem bílstjórar eða á drátt-
arvélum.
Á sama hátt búa aðrir og
starfa í námubæjum Belgíu.
meðal hafnarverkamanna í
Hamborg, meðal fiskimanna i
Bretagne. Þeir gera þetta ekki
sem meinlætamenn, og / ekki
beinlínis sem þátt í kirkjulegri
starfsemi heldur til þess að
deila kjörum og bera byrðar
með þeim, sem bágast eiga og
benda þeim samt upp yfir strit-
ið og baslið, beizkjuna og allt
draslið.
„Litlu bræðurnir" hafa setzt
að á hinum ólíkustu og ólík-
legustu stöðum t.d. í Casa-
blanca, Jordaníu, Pakistan, ís
rael og Vietnam.
Á slíkum stöðum utan Ev-
rópu starfa „Litlu bræður Jesú'
í ekki kristnu umhverfi og
ástandi.
En hér í Evrópu eru þeir
nógu raunsæir til að gera sér
grein fyrir því að þeir starfa
oft í eftirkristnu umhverfi, ef
svo mætti segja, vinna á svæð-
um, sem hafa verið talin krist-
in um alda raðir, en nú er
kristinn dómur annaðhvort
gleymdur þar og aðeins hýð-
ið tómt og orð innantóm orð
í landafræðibókum þjóðanna.
En slíkt ástand ofkristninnar
ríkir miklu víðar en flestir
gera sér grein fyrir. Þetta er
mest á iðnaðarsvæðum land-
anna, og í iðnhéruðum, en á
sér líka stað víðar.
f Frakklandi eru meira að
segja sveitahéruð þar sem að-
eins fjórði hluti fólksins hefur
verið borinn til skírnar, þar
sem sjaldan eða aldrei eru guðs
þjónustur og ’ kirkjur eru í
rústum eða notaðar sem hlöð-
ur og geymslur. f þessum hér-
uðum búa Litlu bræðurnir og
stunda skógarhögg, sveitavinnu
bílkeyrslu eða raftæknistörf.
En til þess að vera tekinn
i reglu Litlu bræðra Jesú verð-
Séra Árelíus Níels-
son segir frá
klaustursamtök-
um sem stofnuð
hafa verið á eyði-
eyju á Hebrides-
eyjum við vesfur-
strönd Skotlands
ur væntanlegur bróðir að hafa
dvalið í þögn og einveru eyði-
merkurinnar, þaðan og aðeins
þaðan liggur leiðin að hjörtum
fjöldans, segja þeir. Og það
er ekki vegna þess að braut-
ryðjandinn Charles de Fau-
cauld leitaði út í eyðimörkina,
heldur af því að Jesús gjörði
það. Og eyðimörkin þeirra get-
ur verið raunveruleg eyðimörk
í Afríku, þar sem þeir dvelja
um tíma við undirbúning, en
það getur líka verið eyðiey við
Atlantshafsströnd Frakklands,
einhver auðnin í Provence-hér-
aði eða þá hrjóstrugt svæði í
Pyreneafjöllum.
Þar taka þeir sinn námstíma
við reglubundið einfalt og óbrot
ið líf í einsemd og þögn, bæn-
ir, biblíulestur og altarisgöngu.
í þessum friði og hljóðri hug
leiðslu hins einfalda lífs fjarri
harki og glaumi felst leyndar-
dömurinn, sem veitir mönnum
kraft til að deila hinu harð
asta hlutskipti í tilveru þessa
heims í þeim tilgangi að flytja
meðbræðrum sínum ofurlítið af
ríki Guðs réttlæti, friði og fögn
uði inn i harða og voðalega
veröld harma og haturs.
En eitt hið þekktasta og
og áhrifamesta slíkra samtaka
minnihlutans í kirkju og kristn
um dómi á þessari öld eru
samt Taize-samtökin svo
nefndu, Communauté de Taizé
í Austur-Frakklandi. En það
eru 60 bræður frá mörgum
löndum, þar á meðal Dan-
mörku. En upphaf þessara virt-
ist einnig nokkurs konar til-
viljun. Það var árið 1940, að
ungur mótmælendaprestur frá
Genf., Roger Schutz að nafni,
sagði af sér góðu prestsstarfi
sannfærður um nauðsyn þess
að leita kyrrðar hugleiðslu og
andlegrar endurnýjunar.
Hann leitaði því staðar, þar
sem fólk gæti dregið sig út úr
skarkala heimsins um lengri og
skemmri tíma. Þessi staður
þurfti líka að vera heppilegur
sem hæli fyrir reglubræður og
samtök manna með mismun-
andi játningar og skoðanir.
Þennan stað fanri hann í
Taizé, en það var hálfgert eyði-
þorp í Austur-Frakklandi ekki
langt frá rústum hins forðum
fræga Cluny-klausturs Bene-
diktsreglunnar.
Þar var gamall herragarður,
sem var til sölu fyrir lítinn
pening. Hið yfirgefna og ein-
mana fólk, sem eftir var í ná-
grenninu var enn meiri hvatn-
ing til að velja einmitt þenn-
an stað.
Á þessu yfirgefna aðalssetri
bjó Roger Schutz aleinn i tvö
ár. Styrjöldin geisaði þá í al-
gleymindi og rétt utan við
þorpið lá markalína milli hins
frjálsa og hins hersetna hluta
Frakklands. Verkefnin biðu því
við bæjardyrnar. En það var
að veita flóttamönnum og Gyð-
ingum ýmiss konar aðstoð.
Þessi hjálparstarfsemi var þó
rofin, þegar Roger Schutz varð
sjálfur að flýja. En hann kom
ekki einn til baka
Taizébræðrareglan var þá
mynduð og næsta verkefni var
að annast þýzka stríðsfanga
samtímis því sem bræðurnir
tóku að sér munaðarlausa
drengi.
Að styrjöldinni lokinni var
reglan formlega stofnuð árið
1949 og þrefalt heit unnið líkt
og í fornu munkaklaustrunum.
Þeir hétu að lifa eignalausri.
ókvæntir og hlýðnir við stjórn
reglunnar. En þessi reg'.a var
utan kaþólsku kirkjunnar. Og
einkenni hennar var, að þeir
hurfu ekki frá heiminum, held
ur út í heiminn.
En starfsemin byggist á dag-
legum bænariðkunum og hug-
leiðslu, og þessi grunnur er
studdur ákveðnum stundum til
kvöldmáltíðarsakramentis og
bæna. Þetta hafði Lúther raun
ar alltaf viljað, en það gieymd
ist og fyrntist yfir þær óskir
hans með tímanum.
Guðsþjónustur Taizé bræðra
fara fram í gömlu aflögðu sókn
arkikjrunni í Taizé, sem ka-
þólski biskupinn í þessu héraði
hefur fúslega veitt þeim til
afnota. En þeir hafa líka sína
eigin kirkju, sem þeir kalla
„Sáttakirkjuna," og hún var
byggð af 60 ungum Þjóðverj-
um sem einn þáttur í hinu svo-
nefnda sáttarstarfi, sem er and
leg hreyfing, sem víðsvegar í
þeim héruðum, sem áður voru
hersetin af Þjóðverjum, leggur
nú fram krafta sín á ýmsan
hátt til að skapa sættir milli
hinna fyrrverandi óvina.
Umhverfis þessar tvær kirkj
ur hefur einnig myndast litur-
gisk nýsköpun, sem leitast við
að endurvekja list og tóna horf
inna tíma í guðsþjónustunni,
hálfgleymt kirkjulegt mál og
siði. Taizé er nú miðstöð fyrir
nýja biblíuþýðingu og vinnu-
staður tónskálda, sem gera til-
raunir með listsköpun hirkju-
legra tónverka. Og þaðan
leggja margar g^ammófónplöt-
ur leið sína út í heiminn og
kynna fólki árangur starfsins
í Taizé.
Út á við starfa bræðurnir
aðallega í sínu eigin umhverfi.
Einn af þeim er læknir, annar
stjórnar mjólkurbúi staðarins,
aðrir hjálpa og leiðbeina bænd-
Framhald á bls. 12.
Rífleg hækkun út
svara í Keflavík
Útsvarsskrá Keflavikur hefur nú
verið lögð fram, og þykir mörgum
útsvörin sín há. Lagt er á eftir
lögboðnum útsvarsstiga, sem er
mjög hár, einkum þegar tekjur
í krónutölu vaxa ört vegna dýrtíð-
ar. Hefur aldrei þurft að nota
álagningarheimild útsvarsstigans
að fullu hér, t.d. í fyrra var hann
lækkaður um 10%, en víða annars
staðar meira. Árið 1965 voru út-
svör álögð 23.7 millj, en net.to
urðu þau 21.5 millj. þegar fram
höfðu farið leiðréttingar og lækk
anir vegna kæra.
Bæjarstjórn áætlaði í fjárhags-
áætlun fyrir 1966 útsvör 26.7 millj.
króna, að viðbættri vanhaldapró-
sentu og frádregnum kærum og
leiðréttingum. Gerði áætlunin því
ráð fyrir að útsvör myndu hækka
um rúml. 5.5 millj. króna, eða um
allt að 27% og þótti það rífleg
hækkun. En á fundi bæjarstjórnar
12. þ.m. hafði meirihlutinn aðra
sögu að segja, því að þá lagði
hann til að álangingin skyldi verða
kr. 35.3 millj. og samþykkti það
gegn 4 atkv. fulltr. Framsóknar
flokksins. Hækka því útsvör í
Keflavík umfram það sem búið
var að áætla um nær 8 millj.,
en um rúmar 13 miUj. miðað við
nettóútsvör 1965. Er ekki óliklegt
að gjaldendur finni fyrir þessu.
Fulltrúar Framsóknarflokksins
lögðu til að hinn lögboðni út-
svarsstigi yrði að þessu sinni lækk-
aður um 25%, en það hefði þýtt
að útsvör í heild hefðu orðið skv.
áætlun og þó ríflega það. Á það
gat meirihluti bæjarstjórnar ekki
fallizt, heldur skyldi nú nota tæki-
færið og leggja ríflega á, þar
sem í Ijós hafði komið, að menn
höfðu aukið tekjur sínar verulega
í krónutölu, og meira en búist
var við. Samþykktum í fjárhags-
áætlun bæjarins frá í vetur um
útgjöld og tekjur var .breytt til
samræmis við þetta. Heildarliækk
un útsvaranna nemur því milli
60% OG 70% miðað við s.l. ár.
Þetta gerist hér á sama tíma og
margir aðrir bæir lækkuðu nú út-
svarsstiga sinn vegna dýrtíðar og
verðbólgu, en hér er „viðreisn og
verðbólga“ aftur virkjuð beint í
bæjarkassann. Menn spyrja því hér
hvílík feikn — hvílík feikn muni
standa til hjá meirihluta bæjar-
stjórnar. Hvert er hann eiginlega
að sigla?
Útsvarsgreiðandi.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Læknaskortur dreifbvlisins
frá sjónarhóli sjúklingsins og skattgreiðandans
Nýlega birtist í 4 dagblöðum
samtímis löng grein ungs læknis
um læknaskort dreifbýlisins.
Hreinskilni þessa pilts verður að
virða, enda þótt engum dyljist,
að hann er barn tíðarandans og
uppalinn í „landi hinnar taum-
lausu kröfu,“ svo notuð séu orð
séra Árelíusar. Eitt vekur athygli.
Hinir róttæku menn, sem vilja ger
bylta hefðbundinni skipan að eig’
in geðþótta virðast ekki geta látið
sér koma til hugar, að eitthvað
sé bogið við þá sjálfa eða mennt-
un þeirra — fremur en umhverfið.
f ljós kemur nefnilega, þegar
öllum orðalengingum er sleppt. að
tvær meginástæður valda lækna-
skorti í dreifbýlinu. Önnur er beig
ur ungra lækna við að takast á
hendur ábyrgð héraðslæknisstarf-
ans. Hin er einfaldlega tekjusjón-
armið.
Beigur við ábyrgð.
Fyrrnefnda ástæðan er vissulega
viðurkennd bæði af hinni stjórn-
skipuðu sex manna nefnd og grein
arhöfundi sjálfum. Nefndin talar
um „starfslega einangrun og starfs
lega ábyrgð,“ og hinn ungi læknir
telur upp þau störf, sem Reykja-
víkurlæknar séu „Iausir við.“ svo
sem slys, stærri og smærri, fæðing-
ar, bólusetningar og ónæmisaðgerð
ir o.s.frv. Síðan segir: „Einnig eru
í Reykjavík starfandi sérfræðingar
á flestum sviðum læknisfræðinnar
og þarf Reykjavíkurlæknir ekki
að gera annað en senda sjúkling
sinn til einhvers þeirra, þegar erí-
ið tilfelli ber að höndum."
Þarna liggur hundurinn grafinn.
Það er fyrir löngu vitað, að ný-
brautskráðir læknar, sem sendir
eru út á landsbyggðina, finna sig
alls ófæra til þess að gegna hin
um vandasömu störfum. Þeim hrýs
jafnvel hugur — að sögn þeirra
sjálfra — við að þurfa að kippa í
lið eða búa um beinbrot, og þeir
jfyllast kvíða, ef þeir eru kallaðir
til konu í barnsnauð.
Þetta er langt umfram venjulegt
reynsluleysi lækna í byrjun. Þá
blátt áfram skorti nauðsynlega
þjálfun og hæfni. En hverjar eru
þá ástæðurnar?
Þær virðast vera tvennskonar,
annars vegar hæpin aðferð við val
læknaefna, hins vegar ófullkomnir
kennsluhættir eða kennslutækni.
Val læknaefna.
Ekki eru gerðar neinar sérstak-
ar kröfur um eðliskosti, þegar nem
endur innritast í læknadeild. Þang
að eru allir teknir, sem hafa sitt
stúdentspróf. Er þó kunnugt, að
í mörgum löndum fer áður fram
könnun á hæfni nemandans til
væntanlegs starfa. Hann verður
m.a. að vera traustur og traust-
vekjandi, svo að' dæmi sé nefnt
úr skýrslu eins háskóla.
Því fer þó víðs fjarri, að lækna-
nám sé öllum greiðfært hérlendis.
Takmörkun nemendafjölda fer
fram með svonefndri „happa- og
glapaaðferð." Á prófi í 1. hluta
falla að jafnaði mjög margir nem-
endur, stundum ótrúlega há hlut
fallstala. Lesmál fyrir þetta próf
spannar ekki minna en 4000 blað-
síður í stóru broti. Prófin eru
munnleg og dregið um prófverk-
efni, sem stundum er i/2 bls. ein
hvers staðar úr lesmálinu, iafn-
vel ein smáletursgrein. Því er ekki
óalgengt, að i senn skopleikur og
harmleikur verði við prófdymar.
Tveir nemendur bíða þar með
óþreyju, báðir sem næst jafnvel
lesnir. Annar kemur frá prófborð
inu sigri hrósandi, hann hafði dreg
Framhald á bls. 12.