Vísir - 25.04.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 25.04.1975, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 25. apríl 1975. 5 ND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGJJN Umsjón Guðmundur Pétursson Sprengdu sendiráðið í loft upp Haldið, að hryðjuverkamenn Baader- Meinhof hafi myrt tvo gísla, áður en þeir voru yfirbugaðir Tólf klukkustunda umsátri um sendiráð Vestur-Þýzkalands i Stokkhólmi lauk fyrir birtingu i morgun. Sendiráðsbyggingin varð eldi að bráð og létu þrir lifið. — Nokk- urt misræmi er i frétt- um frá lokaatriði þessa harmleiks. Sænska lögreglan hélt þvi i fyrstu fram, aö hermdarverka- mennirnir heföu einungis tekiö einn gislanna af lifi, á meöan forsætisráöherrann, Olof Palme, upplýsti, aö tveir gisl- anna heföu veriö drepnir. AP-fréttastofan ber i morgun Stokkhólmslögregluna fyrir þvi, aö tveir gislanna hafi látið lifið og einn hermdarverkamann- anna hafi fyrirfarið sér. NU liggur ljóst fyrir, að sex vestur-þýzkir stjórnleysingjar, áhangendur Baader-Meinhof- hryöjuverkasamtakanna i V- Þýzkalandi, ruddust inn i þýzka sendiráöiö i Stokkhólmi i gær- dag. Tóku þeir tólf manns gisla i sendiráöinu og hótuðu aö taka þá af lifi einn af öðrum fyrir hvern dag, sem þaö drægist, að Bonnstjórnin sleppti Ur fangels- um 26 félögum Baader-Meinhof- glæpaféiagsins. öllum aö óvörum neitaöi Bonnstjórnin að verða viö kröf- um hryðjuverkamannanna þveröfugt viö þann vana hennar undanfarin ár að láta skæruliða Araba og hryðjuverkasamtaka kUga sig til eftirgjafar. Hryöjuverkamennirnir höföu,, strax eftir að þeir náöu sendi- ráöinu á sitt vald, komið fyrir sprengjum hér og þar i bygging- unni. Þeir höfðu i upphafi, þegar þeir réðust inn i hUsiö, skotið til bana Andreas von Mir- bach, barón, hernaðarráðunaut sendiráösins. Um heim allan fylgdust menn meö fréttum frá Stokkhólmi og biöu átekta eftir þvi, hvort hryöjuverkamennirnir gerðu alvöru Ur hótun sinni. — 500 vopnaðir sænskir lögregluþjón- ar umkringdu sendiráöiö. Um kl. 11 i gærkvöldi slepptu ræningjarnir þrem gislanna, öllum konum. — í hópi hryöju- verkamannanna var ein kona. Rétt undir miðnættið kváðu viö tvær þrumusprengingar sem skóku f jögurra hæöa bygg- inguna á undirstöðunni. Eld- tungur tóku aö teygja sig Ut um gluggana á efstu hæðinni. Hryðjuverkamennirnir, sem vopnaöir voru sjálfvirkum byssum, tvistruðu lögreglu- mannahópnum meö kUlna- regni og i öngþveitinu tókst fimm þeirra aö sleppa Ut Ur sendiráösbyggingunni, bak- dyramegin. — Siðan kom til skotbardaga, þar sem lögreglan króaöi þá af i nærliggjandi stræti. Aöur en skæruliöarnir gáfust upp, voru sjö sárir Ur liöi lögreglunnar og nokkrir hryöju- verkamannanna. Sjötti skæruliöinn hélt sig inni I brennandi húsinu og óstaðfest- ar fréttir i morgun hermdu, aö hann heföi skotiö einn gislinn til bana, áöur en hann skaut sjálf- an sig. — Lögreglan náöi honum Ut Ur brennandi byggingunni og liki þess látna. Var skæruliðinn fluttur á sjUkrahús, en lézt þar skömmu siöar, Von Mirbach barón var skot- inn, þegar lögregluþjónarnir þóttu of nærgöngulir. Höföu þeir gefiö lögreglunni tveggja mlnútna frest til þess aö fara frá sendiráðsbyggingunni, en skutu baróninn, þegar þeim þótti dráttur veröa á þvi. Siöar var tveim lögreglumönnum hlaypt á nærklæöunum einum inn i sendiráðiö til þess aö bjarga hinum helsæröa manni á sjúkrahús, þar sem hann lézt skömmu siöar. Þegar átökin voru um garö gengin, kom i ljós, að fjórir gisl- anna voru sárir, og voru þeir lagöir inn á sjúkrahús. Voru þeir ekki taldir i neinni lifshættu þangaö komnir. — Lögreglan hefur ekki viljaö upplýsa, hver hinn gislinn var, sem hryðju- verkamennirnir myrtu. 1 yfirlýsingunni, sem hryöju- verkahópurinn lét frá sér fara, kallaöi hannsig „Helger Meins- vikinga” i höfuðiö á einum fé- laga Baader-Meinhofsamtak- anna, en sá lézt I fangelsi I fyrra eftir hungurverkfall. Andreas Baader, annar forsprakki Baader-Meinhofsamtakanna, var á lista þeirra 26, sem hryöju- verkaflokkurinn í sendiráöinu i Stokkhólmi heimtaöi lausan. — Þessi mynd var tekin, þegar lögreglan handsamaöi Baader. Þetta er aö veröa nær dagleg sjón f Lissabon. — Vmist dansar fólk um göturnar syngjandi af fögnuöi yfir nýjum stjórnarháttum eöa götu- óeirðir brjótast út, þegar öfga- bópar vinstrimanna hafa hleypt upp útifundum annarra stjórn- máiaflokka. — Það var troöningur á strætum Lissabon i gærkvöldi og bílar komust hvergi um þau. hershöfðingi, sem stýrði bylting- unni i fyrra og er nú vfirmaður öryggissveita hersins, sagði fyrir nokkrum dögum, að hætta gæti verið á þvi, að „gagnbyltingaröfl reyndu að hleypa upp atkvæða- greiðslunni i dag”. SCHMIDT KANSLARI KÚVENTI OG NEIT- AÐI AÐ VERÐA VIÐ KRÖFUM SKÆRULIÐA Helmut Schmidt kanslari mun i dag gera þinginu i Bonn grein fyrir þvi, hvers vegna stjórn hans á- kvað að hætta heldur lifi gislanna i sendiráði V-Þýzkalands i Stokk- hólmi en láta að kröf- um hryðjuverkamann- anna sex. stóð að viöræðunum viö skæru- liöana með milligöngu sænsku stjórnarinnar. Engum dylst, að þessi harða afstaða stjórnarinnar er af stjórnmálalegum toga. Ofar- lega á baugi í kosningabarátt- unni i V-Þýzkalandi undanfarna mánuöi hafa veriö kröfur manna um aukið öryggi innan- lands og meiri áherzlu á lög og rétt. Einkanlega hefur aðal- stjórnarandstöðuflokkurinn, kristilegir demókratar, lagt á þetta áherzlu. — Og ekki eru nema tiu dagar þangað til þriðj- ungur kjósenda i V-Þýzkalandi gengur aö kjörboröinu i heima- þingskosningum i Norður-Rin og Westphalen. Það er rétt mánuður liðinn, siðan stjórnin undir svipuðum kringumstæðum og I gær lét undan kröfum mannræningja, sem numið höfðu á brott Peter Lorenz borgarstjóraefni kristi- legra demókrata I V-Berlin. — Lét stjórnin þá lausa fimm dæmda stjórnleysingja, sem flúöu með flugvél til Aden. A undanförnum árum hefur Bonnstjórnin ávallt látið undan skæruliðum Araba og öðrum hermdarverkamönnum, sem gripiö hafa til flugrána og mannrána til að kúga yfirvöld til aö iáta að vilja þeirra. — Reynsla hennar af blóðbaðinu viö olympiuleikana i Munchen, þegar arabiskir skæruliöar myrtu iþróttamenn Israels, varö til þess, að stjórnin hefur ekki síöan hætt á að láta hart mæta hörðu. En neitun hennar i gær er kú- vending á þessari fyrri stefnu hennar. Dómsyfirvöld i V-Þýzkalandi lýstu þviyfir i gærkvöldi, þegar menn biðu viðbragða stjórnar- innar við kröfum ræningjanna. aö fyrirhuguð réttarhöld yfir fjórum meðlima Baader-Mein- hofhryðjuverkasamtakanna mundu fara fram 21. mai i Stutt- gart, eins og ákveðið hafði ver- iö. Þar verða leiddir fyrir réttinn Andreas Baader og Ulrika Meinhof (blaðakona og tvibura- móðir), en þau voru bæði tvö á lista þeirra 26 fanga, sem hryöjuverkaflokkurinn i Stokk- hólmi heimtaði lausa. — Þau cru ásamt öðrum ákærð fyrir morö, vopnuð rán, sprengjutil- ræði og mannrán. Bonn-stjórnin sveipaði við- ræðurnar við hryðjuverka- mennina hulu þagnarinnar i gærkvöldi og hefur ekkert um málið viljað segja. Nema það, aö hún synjaði hryðjuverka- mönnum þess, sem þeir kröfð- ust. Jafnvel hörð gagnrýni stjórn- arandstæðinga megnaði ekki að kalla fram skýringar af hálfu Schmidts kanslara. — En áður en stjórn hans ákvað að verða viö kröfum skæruliðanna um að láta lausa 26 Baader-Meinhor fanga úr þýzkum fangelsum, átti hún langar viðræður við fulltrúa allra flokka landsins. Hafði i mestu skyndingu verið sett upp neyðarnefnd, sem Sú margnefnda Ulrika Meinhof, annar forsprakka Baader-Mein- bofsamtakanna. Þessi mynd var tekin af henni, meðan hún var blaðakona, en þessi tvibura móðir hefur siðan gengið stig hryðjuverkamanna, þar til hún náðist. Kekkonen œtlar að bjóða sig fram aftur Urho Kekkonen, Finn- landsforseti, hefur gengizt inn á aö bjóöa sig fram fjórða kjörtimabilið í röö fyrir sósíaIdemókrata i forsetakosningunum 1978, eftir þvi sem flokkur hans kunngerði i gær. Þótt þrjú ár scu til forsetakosn- inganna. eru þær helzta umræðu- efni i stjórnmáialifi Finna þessa dagana. — Menn spá þvi, að þessi snemmbúna framboösyfirlýsing hins-74 ára gamla forseta tryggi honum endurkjör. Kekkonen. sem nýtur mikils álits meðal Sovétmanna, hinna voldugu nágranna Finna, hefur gegnt forsetaembætti siðan 1956. Þriðja 6 ára kjörtimabil hans rann út i fyrra. en þingiö fram- lengi það i janúar 1973.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.