Vísir - 25.04.1975, Blaðsíða 20
GUÐMUNDUR VINNINGI
Á EFTIR FYRSTA MANNI
Guðmundur Sigurjónsson er
einum vinningi á eftir efsta
manni á skákmótinu i Lone Pine i
Kaliforniu. Hann vann i gær Ist-
van Csom frá Ungverjalandi,
segir i einkaskeyti Associated
Press fréttastofunnar i morgun.
Larry Evans, fyrrverandi
Bandarikjameistari, er i fyrsta
sæti. Hann gerði jafntefli við
Miquel Quinteros frá Argentinu i
gær og hefur 6 1/2 vinning. P'or-
ystu hans ógnar þó landflótta
So vé t m a ðu r i n n Vladimir
Liberzon, sem gæti komizt i sjö
vinninga, ef hann vinnur biðskák
við Leonid Shamkovich, sem býr i
fsrael eins og Liberzon. Liberzon
hefur betri stöðu i biðskákinni.
Jafn Guðmundi með 5 1/2 vinn-
ing en Gyoso P orintos frá Ung-
verjalandi, sem vann i gær einu
konuna, sem tekur þátt i mótinu,
Alla Kushnir frá lsrael. í skeytinu
segir ekki nánar en þetta, hvar
Guðmundur er i röðinni.
Bandarikjameistarinn um
þessar mundir, Walter Browne,
gerði i gær jafntefli við Florin
Gheorgiu frá Rúmeniu, og Svet-
ozar Gligoric frá Júgóslaviu, sem
talinn er sterkasli skákmaður
mótsins, miðað við alþjóðlega
skákstigagjöf, vann Duncan
Settles frá Kanada. Þátttakendur
eru hvorki meira né minna en 44 i
þessu móti, en tefldar eru 10
umferðir samkvæmt svissneska
kerfinu svonefnda. Siðasta um-
ferðin verður tefld i dag. — IIII
frá málmblendinu
í tilbúinn áburð
Þeir, sem næstir honum eru,
hafa ekki margt gott um hann
að segja. Þvi er haldið fram, að
margur þvotturinn hafi orðið að
fara af snúrunum aftur í þvotta-
vélina hans vegna. En þetta fólk
notar kannski tilbúinn áburð á
grasið sitt, án þess að vita, að i
honum er Fiská-reykur.
1 tvö ár hefur úrgangsrykið
frá málmblendiverksmiðjunni
verið flutt i áburðarverksmiðj-
ur Norsk Hydro á Heröya og
Glomfjord og notað sem verð-
mætt efni i tilbúinn áburð. Það
kemur ekki einn einasti sekkur
af áburði frá Norsk Hydno, sem
ekki hefur inni að halda eitthvað
af kvartsryki frá Fiska. Upp á
siðkastiðhafa einstaklingar lika
snúið sér til verksmiðjunnar og
óskað eftir að fá að kaupa rykið
beint til áburðar. Verksmiðjan
hefur ekki viljað selja rykið
þannig, þvi það hefur ekki verið
sannað, að rykið eitt út af fyrir
sig sé áburður. Hins vegar þykir
sannað.aðþaðgeri engan skaða
á gróðri.
Jafnframteru i gangi tilraun-
ir til að nota rykið i sement og
lánist það, hefur verið fundin
leið til að nyta mest allt ferro-
silisiumrykið i Noregi. Ekki
verður það þó ódýrt, segir Sör-
landet, þvf hreinsikostnaðurinn
er mikill, en það leiðir til þess að
gera mengunina óverulega,—
—SHH
Rykið
notoð
Þeii- eru ekki margir,
sem hafa látið hlý orð
falla um kvartsrykið
frá málmblendiverk-
smiðjunni á Fiská, seg-
ir norska blaðið Sör-
landet. Færri vita, að
þennan reyk má nota á
jákvæðan hátt.
Sumrinu
fagnað
Fyrsti sumardagurinn I ár
bauð okkur ekki upp á sérlega
skemmtilegt veöur, enda þótt
ekki þyrfti aö kvarta yfir kuida.
í Reykjavik var 9 stiga hiti, og
noröur á Akureyri komst hitinn I
14 stig. En þaö ýröi úr lofti, og
þaö var allhvasst og ónotalegt á
köflum.
Engu aö sföur mætti yngsta
kynslóðin vel til hátföahaldanna
I tilefni dagsins. Margar vel
heppnaðar skrúögöngur fóru
um meö lúöraþeytara I broddi
fylkingar og á eftir fylgdu börn-
in með litlu fánana sina.
Þessi mynd var tekin I
Bústaðahverfinu I Reykjavfk
þar sem ein gangan fór um. Llk-
lega þekkja margir manninn
aftast á myndinni, Markús örn
Antonsson, borgar fulltrúa.
(Ljósmvnd VIsis Bjarnleifur).
Föstudagur 25. april 1975.
Kostar 380 þús. í Osló:
HVER BÝÐUR
BEZT í ,
REYKJAVIK?
Fagætar og dýrmætar bæk-
ur munu skipta um eigendur á
bókauppboði, sem Guömund-
ur Axeisson i Klausturhólum
heldur á morgun kl. 14 I Tjarn-
arkaffi. Bækurnar sýnir hann i
dag til kl. 18. Meðal þeirra er
Heimskringia cdr Noregs
Konunga-Sögor eftir Snorra.
Visir skýröi frá þvi fyrir
nokkru, aö norskur fornbók-
sali byði þessa bók til kaups
fyrir 280 þús. krónur.
Guðmundur heldur nú sitt
fyrsta bókauppboð og verða
100 númer boðin upp. —JBP—
Dansmálin
á Seyðisfirði:
„Við vorum
viðstaddir
dansleikinn"
- segja
lögreglumenn
„Þaö er undarleg árátta að
vera sifellt aö sjá eftir að borga 12
þúsund króna löggæzlu, þegar
borga þarf hljómsveit úr Reykja-
vlk tugi þúsunda fyrir að spila,”
sagði Þorbjörn Þorsteinsson, lög-
reglumaöur á Seyöisfirði i fyrra-
dag.
„Löggæzla við Herðubreið er
þvi miður nauðsyn, og stundum
hefur það jafnvel komið fyrir, að
dyraverðir hafa hvergi fundizt,
þegar á þurfti að halda. Þeir
fundust þá inni sal að dansa.”
Varðandi dansleikinn á 2. i jól -
um sagði Þorbjörn, að löreglunni
hefði ekki verið tilkynnt um hann
fyrr en kl. 7 að kvöldi balldagsins.
Þá var færð afleit innanbæjar.
Fór lögreglan fram á, að rutt yrði
frá samkomuhúsinu upp að
fangageymslunum en samkomu-
húsið var þá með snjómoksturs-
tæki við húsiö i starfi. Forstöðu-
menn Herðubreiðar hefðu neitað
þessu með öllu. Taldi lögreglan
þá útilokað að halda dansleikinn.
Þorbjörn kvaö lögregluna einn-
ig hafa verið viðstadda dansleik,
þegar kvenfélagið taldi að engin
löggæzla hefði verið innt af hendi.
„Við vorum i bil utan við húsið og
til taks ef á þyrfti að halda,”
sagði hann. Kvað hann það illa
liöið, að lögregla væri mikið inn-
an dyra i stappinu, og þvi hefði
verið ákveðið að gera tilraun til
að vera til taks svo litið bæri á. —
Málum á fyrsta vetrardag lykt-
aði svo, að kvenfélagið fékk
heimild tilaðhalda ballið, en bæj-
arfógeti lét svo ummælt við kon-
urnar, að það væri alger undan-
tekning. Lögreglan var viðstödd
og átti þægilegt kvöld og náðugt,
því skemmtunin fór hið bezta
fram.-----JBP/SHH
VISIR
„ÞIÐ FENGUÐ EKKI VERÐ-
LAUNIN EN SIGRUÐUÐ SAMT"
Og kórstjórinn hlaut Sonningverðlaunin
Nemendahópurinn úr
Menntaskólanum viö Hamra-
hllö, sem kom fljúgandi frá
Kaupmannahöfn á mánudag,
virtist laus viö allar áhyggjur af
prófunum, sem voru aö ganga I
garö.
Nemendurnir voru I sjöunda
himni, enda var þarna kominn
40 manna kór Menntaskólans
við Hamrahlið, sem var að
koma frá æskulýðskóramóti I
Helsingjaborg i Sviþjóð.
Þarna komu saman til úr-
slitakeppni fimm kórar, einn frá
hverju Norðurlandanna. Dóm-
endur völdu bezta kórinn úr
þessum hópi og var mjög jöfn og
hörð keppni milli Islenzka og
þess sænska. Þótti dómendun-
um sem flutningur aðalverksins
„Buzy” eftir sænska tónskáldið
Thorsten Nilson heföi veriö
beztur hjá islenzka kórnum, og
var það haft eftir höfundinum,
að islenzki kórinn heföi komizt
næst þvi aö flytja verkið eins og
hann hafði hugsað sér þaö.
Að lokum fékk sænski kórinn
verðlaunaskjalið, en aö keppn-
inni lokinni sagði þó sænski tón-
listarstjórinn, fulltrúi sænska
útvarpsins, sem stóð fyrir
keppninni:
„Þið fariö að visu ekki heim
með verðlaunin, en þið sigruöuð
samt”. Honum eins og mörgum
öðrum, þótti sænski kórinn hafa
brotið reglur keppninnar, þar eð
meðlimirnir voru of gamlir og
kórinn að miklu leyti atvinnu-
kór.
Þorgeröur Ingólfsdóttir er
stjórnandi kórsins og var henni I
þessari för tilkynnt um, að
henni yrðu veitt Sonningverð-
laun að upphæð 10 þúsund
danskar krónur til frekara tón-
listarnáms. Þetta eru auka-
verðlaun, sem Sonning-sjóður-
inn úthlutar á nokkurra ára
fresti. Ekki hefur enn veriö til-
kynnt opinberlega, hvenær
verðlaunin verða afhent Þor-
geröi Ingólfsdóttur. —JB