Vísir


Vísir - 25.04.1975, Qupperneq 9

Vísir - 25.04.1975, Qupperneq 9
KVIKMYNDIR eftir Þórorin J. Magnússon HASKÓLABtÓ: Bör Börsson júnior Leikstj.: Jan Erik Diiring Aðalhlutv.: Rolv Weseniund Norska myndin, sem Háskólabió er byrjað að sýna, er likleg til að ná metaðsókn. Ástæðan: Sagan er vel- þekkt hér, og þá ekki Rolv Wesenlund i hlutverki grósserans Bör Börsson júnior. HÚNÍRGÓÐ. EN GÆTI VERH) BETRI hvað sizt fyrir sögu- frægan lestur Helga Hjörvars á henni i út- varpi. Þá hefur það einnig gifurlegt að- dráttarafl, að i aðal- hlutverkinu er Rolv Wesenlund, sem is- lenzkir sjónvarps- áhorfendur muna eftir i hlutverki Fleksnes. Bör Börsson júnior birtist okkur hér I alltof stuttum bux- um og með blýantinn bak við eyrað. Hlutverk grósserans hæfir Rolv mjög vel en það er ekki laust við, að hann ofleiki á köflum og það gróflega. En hver tekur það alvarlega, þegar Rolv Wesenlund á i hlut? Val leikara hefur I alla staði tekizt mjög vel. Einkum er leik ur Britt Langlie i hlutverki Jósefinu sérlega góður. Hún er lika sú eina, sem hefur nógu þokkalega rödd I sönginn. I mörgum öðrum tilvikum finnst manni það beinlinis illa gert að þræla leikurunum i að reyna að syngja. Söngur og dans I þessari mynd er siður en svo verðlauna- hæfur. Það er ekki hægt að klúðra svo góðum efnivið sem sögunni um Bör Börsson júnior. Þessi mynd, sem Norðmenn og Bretar hafa gert, verður lika að teljast til betri gamanmynda. Þrátt fyrir áðurnefndan ofleik Wesen- lund I aðalhlutverki verður þvi ekki neitað, að næstum hver einasta hreyfing hans og svip- brigðabreyting vekur hlátur. Þeir eru lika góðir I hlutverk- um sinum, þeir Alf Malland og Rolf Sand, sem leika Óla I Fitja- koti og Bör eldri. Myndin um Bör Börsson er góð skemmtun, en það væri áreiðanlega hægt að gera enn betri mynd eftir sögunni ... Blökkustelpa í gamolkunnu lutverki... HAFNARBÍÓ: Foxy Brown Leikstjóri: Jack Hill Aðalhlutv.: Pam Grier Svartir verða að eiga sínar hetjur rétt eins og hvítir. Tiltölulega ný upp- götvun, en síðan kvik- myndaf ramleiðendur uppgötvuðu þessa stað- reynd hafa komið á markaðinn hasarmyndir um of urmenni eins og t.d. Shaft og Slaughter. Þeir svörtu hafa jafnvel eign- azt súperstelpur á sviði slagsmála. Fyrr í vetur kynntumst við þeirri harðskeyttu Coffy og núna er verið að sýna okkur Foxy Brown. Foxy er gift fyrrverandi fikni- lyfjalöggu, sem eitursalar leggja fæð á. Löggan er skotin og ekkjan ákveður að ná fram hefndum. Vopnin: kraftar i kögglum, byssa og likamsfeg- urð. Það er ekkert venjulegt, hvað þessi hörundsdökka stúlka get- ur afrekað. Aftur á móti eru eitursalarnir, sem eru hvitir, gerðir hálf broslegir i augum áhorfenda. Kannski það sé ekki gert að yfirlögðu ráði. Þó að nú sé komin hörunds- dökk stelpa i hlutverk aðalhetj- unnar i slagsmálamynd, kemur þessi mynd ekki neinum á óvart. Hún er gerð eftir sömu uppskrift og allar hinar. Allan fyrrihluta myndarinnar hefur maður það helzt á tilfinning- unni, að maður hafi verið búinn að sjá þessa mynd áður. Undir lokin verður vart við ei- litinn fjörkipp. Það er eins og framleiðendurnir hafi þá áttað sig skyndilega á þvi, að mynd- ina skorti frumleika. Tvö eða þrjú atriði undir lokin fá mann til að rétta sig við i sætinu. Það er, þegar það er sýnt samvizku- samlega, hvernig einn bófanna kubbast i sundur fyrir tilverkn- að Foxy Brown. Eins kemur lokauppgjör stúlkunnar við bófaforingjana áhorfendum talsvert á óvart. Það er ekki þetta venjulega bang, bang og búið. Nei, öðru nær. Þeir fá að halda lifi — en ekki alveg öllum limum.... Visir. Föstudagur 25. april 1975. cTVlenningamiál HRÚTLEIÐINLEG GAMLA BÍÓ: „Alex in Wonderland” Leikstjóri og höfundur: Paul Mazursky Aðalhlutv.: Donald Sutherland og Ellen Burstyn. Þegar ég fór að sjá myndina ,,Alex í Undra- landi", plataði ég einn vinnufélaga minn með mér. Mest langaði mig til að biðja hann að fyrir- gefa mér það, þegar myndinni var lokið. Mér fannst illa gert að fara svona illa meðtíma hans. Þessi mynd er hvorki fugl né fiskur. Maður er búinn að fá meira en nóg strax eftir fyrsta hálftimann, og ekki lái ég þeim það, sem gengu út meðan á sýn- ingu stóð. Þau Donald Sutherland og Ellen Burstyn eiga skilið stóra stjörnu fyrir frammistöðu sina. Maður furðar sig á þvi að þau skuli hafa haldið það út að leika i þessari mynd. Leikur þeirra er annars alveg þokkalegur miðað ið áðstæður. Þetta eru góðir leikarar, sem jafnvel lélegt handrit og léleg leikstjórn set- ur ekki svo auðveldlega út af laginu. Myndin segir frá ungum manni, sem hefur lokið við gerð sinnar fyrstu kvikmyndar. Hann byrjar þegar i stað að leita að efni i næstu mynd og fær hugmyndir i löngum bunum, en enga, sem kemur honum af stað. Eiginkonan, börnin og kunn- ingjarnir þurfa stöðugt að hlusta á vangaveltur hans og það er raunverulega hið eina, sem myndin gengur út á: kjaftavaðalinn i þessum unga leikstjóra. Eina atriði mynd- arinnar, sém eitthvað er spunn- ið I, er það, þegar þessi ungi leikstjóri álpast eitt sinn inn á vinnustofu Fellini, þar sem hann er að vinna við að klippa mynd. Ungi leikstjórinn . vill nota tækifærið til að kynnast snillingnum, en sá hefur enga þolinmæði til að hefja samræður við ókunnuga. Myndatakan er mjög blæ- brigðalitil, ef undan eru skilin tvö eða þrjú atriði. Ef til vill heitir svona fram- leiðsla einhverju finu nafni og þykir eitthvað sérstök i þröng- um hópi, en mér fannst hún hrútleiðinleg.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.