Vísir - 26.04.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 26.04.1975, Blaðsíða 8
8 Visir. Laugardagur 26. april 1975. Skemmtistaðir á Stór-Reykjavíkursvœðinu... Dreift eins og hrossataði á víðan völl Eins og lesendur rekur e.t.v. minni til var þvi lofað fyrir nokkru, að fjallað yrði um skemmtanalif unga fólksins hér á siðunni. Reyndar er þetta mjög margþætt og yfirgrips- mikið mál, en við ætl- um að reyna að gera okkar bezta, og hér kemur fyrsti visirinn að hugleiðingum um skemmtistaði: Ef við berum saman skemmtistaðina i Reykjavik annars vegar og erlend öldur- hils hins vegar, þá kemur einna fyrst upp í hugann hin mikla dreifing skemmtistaðanna út um alla Reykjavik. Þar eru engar ákveðnar götur eða hverfi undirlögð vlnveitingahúsum og dansstöðum, eins og svo mjög tfðkast i menningarborgum nágrannalanda okkar, þar sem hægt er að sækja heim tugi skemmtistaða á einu kvöldi, ei viljinn er fyrir hendi og viðkom- andi gerist ekki fótfúinn eða ást- fanginn úr hófi fram snemma á kvöldi. Að visu er smá-skemmti- staðakjarni i Holtunum, sem samanstendur af Röðli, Silfur- tunglinu og menningarsetrinu Þórscafé. En á þessum stöðum ber oftast mest á skapstyggum vöðvaknippum, sem setja sig sjaldnast úr færi að minna okk- ur litilmagnana á, að það eru þau (vöðvaknippin), sem halda þjóðfélaginu uppi með fiski- drætti og spirasmygli. Það er þvi eiginlega ekki á færi hins al- menna, mjóslegna borgara að láta sjá sig við eða á þessum skemmtistöðum, svo að ég get mér þess til, að þeir séu megin- þorra fólks óþekktir. — En þessi skemmtistaðakjarni i Holtunum er algjört núll og nix I saman- burði við Glaumbæ/Tjarnar- búð/Sigtún þrihyrninginn vinsæla, sem var við lýði fyrir nokkrum árum, en lifir nú að- eins sem ljúfsár endurminning I hugum þeirra, sem til þekktu. Já, nú er öldin og öldurhúsin svo sannarlega önnur, og skemmtistöðunum hefur á und- anförnum árum verið dreift um Stór-Reykjavikursvæðið eins og hrossataði á viðan völl. Klúbb- urinn, skilgetið afkvæmi Glaumbæjarins gamla i beinan karllegg, gnæfir nú upp úr Laugarnesinu, eins og óvinn- andi virki, og Sigtúni hefur ver- ið holað niður lengst inni við Suðurlandsbraut. Þar á milli er nú komin vegalengd, sem I aug- um vegamóðs drykkjumanns hlýtur að jafnast á við heila þingmannaleið, og fjarlægðir milli annarra skemmtistaða borgarinnar eru i samræmi við þetta. ( —Það er vert um- hugsunar, svona innan sviga, hvort þessi dreifing gamla skemmtistaðakjarnans er ekki ein af orsökunum fyrir mikilli aukningu á ölvun við akstur nú á seinni árum.) Þaö ætti hverjum Islendingi að vera ljóst, aö leigubilar og CHANGE HEIM í SUMAR Alllangt er orðið siðan við höf- um sagt nokkuð frá Change og „for a change” hittum við Sigga trommara I Klúbbnum um dag- inn, en hann er staddur hér á landi I einkaerindum um þessar mundir (sko, konan hans er á niunda mánuði, þið skiljið ástandið). Siggi kvað þá félaga vera að leggja siðustu hönd á nýjustu Lp-plötu Change, sem mun koma út á næstunni. „Þetta er þrælgóð plata,” staðhæfði Siggi, og bætti svo við, „finnst mér”. Tónhymingarbáðuum nánari lýsingu, „ja, hún er hraðari en sú siðasta, enda fær hver einstaklingur að njóta sin betur en á fyrstu plötunni”. Tveir nýir menn eru nú i Change, þeir Björgvin Halldórs- son og Tómas Tómasson bassa- leikari, hins vegar kemur Jakob Magnússon (frá Hvitárbakka, einsog hann skrifaði i gestabók- ina mina) hvergi nálægt þessari nýju plötu. Siggi kvaðst vera mjög ánægður með hina nýju meðlimi, þó sérstaklega Tomma, sem hann kvað frábær- an á bassa. H.B. Barnum, sá frægi maður, mun hvergi koma nálægt þessari plötu, og er Tónhymingar inntu Sigga eftir ástæðunni fyrir þessu svaraði hann: „Hann hélt okkur beinlinis niðri, og þessir eilífu strengir hans róuðu tónlist okkar um of.” „Svo hann fór, að okkar eigin ósk.” Annars situr Siggi ekki auðum höndum hér heima. Hann ber húðimar af krafti i stúdiói Hljóðritunar h/f, þar sem unnið er að upptöku • á plötu Gylía Ægissonar. Aðspurður kvað hann stúdióið vera gott, alla- vega af 8 rása stúdiói að vera, en hins vegar skorti tæknimenn alla reynslu. Þeir hefðu reynslu á tveggja rása græjum, en mismunurinn á þessu tvennu væri eins og svart og hvitt. Að lokum sagði Siggi, að Change kæmi heim I sumar, og fagna þvf eflaust allar lands- ins mýs. — ÖRP Allt á útopnuðu. Biöröðin sést reyndar ekki, en hún er ðrugglega i lengra lagi. Ljósm. Björgvin Pálsson. skemmtistaðir eru óaðskiljan- legir hlutir, en þvi miður hafa yfirvöld borgarinnar verið svo önnum kafin við að fjölga barnaskólum og strætisvagna- ferðum á siðustu árum, að fjölg- un skemmtistaða og stækkun og hagræðing leigubilaflotans hef- ur alveg farizt fyrir. Þeir þekkja það einir, sem reynt hafa, hversu erfitt það getur oft reynzt, að komast inn á skemmtistað á laugardags- kvöldi, svo ég tali nú ekki um, ef maður þekkir engan hagstæðan dyravörð. Ef þú ert heppinn og þarft ekki að standa í biðröð nema I klukkutima, þá flýtirðu þér á barinn og drekkur nokkra stóra. Siðan berstu með fólks- straumnum út um dyrnar, orð- inn mátulega hress til að upp- hefja nýja bið, og i þetta skiplið eftir leigubfl. Og ef heppnin eltir þig enn, þá eru allar likur á að þér takist að ná i bil eftir u.þ.b. tvo klukkutima, og þá hefur þú sem sagt skemmt þér i þrjá tima, á meðan þú hefur einnig eytt þrem klukkustundum af dýrmætri helgi i leiðinlega bið. Á svona ófremdarástandi verð- ur að ráða bót. Fjölgun skemmtistaða ætti ekki að vera svo mikið verk. Að- eins ef heilbrigðisyfirvöld vildu slaka aðeins á kröfum sinum um stærð og búnað eldhúsa á vinveitingastöðum, þá væri fjöldi manna tilbúinn að hefja skemmtistaðarekstur. — Fjölg- un leigubifreiða virðist einnig vera ósköp einfalt mál, en þvi miður er leigubifreiðaskortur aðeins þrjár nætur i viku og þá aðeins i fáa klukkutima. Aðra tima vikunnar standa bifreið- amar svo til ónotaðar dögum saman, svo að leigubifreiða- stjórastéttinni (vá, langt orð, maður) liggur við horfelli af at- vinnuleysi. — En væri þá ekki ráð að fjölga leigubifreiðum þessa 2x3 tima á viku, sem skorturinn er mestur? Og svo að ég svari nú sjálfum mér, þá kom þetta til tals einu sinni fyrir ekki svo langa löngu. Þá átti að gefa lögregluþjónum og strætis- vagnastjórum tækifæri til að auka tekjur sinar með leigu- akstri i fritima sinum, en þessa hugmynd dagaði uppi einhvers staðar og hefur ekki sézt siðan. önnur leið er til, og er sú að hafa skemmtistaðina mislengi opna og láta þá skiptast á um að hafa opið til eitt, tvö og þrjú. Þessi uppástunga kom einnig til tals fyrir skömmu, en ólyginn leigu- bilstjóri sagði mér, að lögreglu- stjóri mundi hafa kæft hana i fæðingunni eða jafnvel eytt henni á fósturstigi. — Fljótleg- asta leiðin til lausnar þessum vanda virðist þvi vera sú, að skipta um lögreglustjóra og fá annan ungan og frjálslyndan i staðinn! Hér lýkur þá þessari grein, sem ég verð að játa „að er sam- an sett I miklum flýti, og sums staðar að litt hugsuðu máli. En tilgangur hennar er alls ekki sá að koma með einhverja alls- herjarlausn á samkomuhúsa- vanda unga fólksins, heldur að vekja spurningar um, hvort ekki sé timi til kominn að gera eitthvað til úrbóta. Og ef þið, lesendur góðir, kunnið einhver holl ráð til lausnar þessum þjóðarvanda, þá hvet ég ykkur eindregið til að senda okkur þau, og við Tónhyrningar mun- um með glöðu geði koma þeim á framfæri. — AT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.