Vísir - 26.04.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 26.04.1975, Blaðsíða 16
Vlsir. Laugardagur 26. aprll 1975. n DAG | D KVÖLD | n DAG | D KVÖL Dj □ □AG | Greta Garbo í sjónvarpinu í kvöld: í Kamillíufrúnni sýndi hún sinn bezta leik Greta Garbo I mvndinni, sem sýnd verftur I kvöld. Hún er og hefur veriö leik- kona, sem allar aörar glæsikon- ur kvikmyndanna hafa veriö miðaðar viö. Þetta er hin dul- ræna Garbo, sem hefur I ára- tugi veriö efni i blaöagreinar. Var hún töfrandi leikkona eöa einungis svo dulræn, aö allt sem hún aöhafðist virtist töfrandi, jafnvel kvikmyndaleikur? Þettaf er spurning, sem sl og æ hefur' skotið upp kollinum meöal kvik- myndagagnrýnenda. Greta Garbo fæddist áriö 1905 i Stokkhólmi í Sviþjóð. Hún var af verkamönnum komin og hennar fyrsta starf var að sápa karlmannsandlit á rakarastofu. Þegar hún var tuttugu og eins árs vann hún i stórri kjörverzl- un og var þá valin i auglýsinga- mynd, sem verzlunin lét taka. A eftir fylgdu fleiri auglýsinga- myndir og siðan stutt gaman- mynd. Næst var hún talin á að hefja nám við Konunglega leiklistar- skólann i Stokkhólmi. A meðan hún var við nám var hún valin til að leika i kvikmynd, sem Mauritz Stiller var aö gera um Gösta Berling. Greta Garbo var 24 ára er hún lék i þeirri mynd. Ekki átti sú mynd eftir aö njóta mikilla vin- sælda. Þó gekk hún þaö vel i Þýzkalandi að Greta Garbo undirritaði fjögurra ára samn- ing við þýzkt fyrirtæki og fór til Istanbul til aö leika i kvikmynd þar. Þýzka fyrirtækið varð þó gjaldþrota og Garbo sneri til Berlinar. Vegna vinsemdar Noröurlandaleikkonunnar Astu Nilsen fékk Garbo hlutverk I mynd er Asta Nilsen var að leika i þá og bar nafniö „Die Freundlose Gasse”, sem fjall- aöi um glæsilifnað i Vin eftir- striðsáranna. A þessum tima var banda- riskur stjörnusmalari i Evrópu og hann undirritaði þriggja ára samning við Garbo. Hún fór til Hollywood og lék i röð kvik- mynda fyrir MGM kvikmynda- fyrirtækið. Það þar ekki aö orðlengja það, að hún gjörsamlega töfraði alla með draumlyndu andlitinu og erlenda enskuframburðin- um. Arið 1935hafnaði Greta Garbo boði um að koma fram á Broad- way I New York fyrir 10.000 dollara á kvöldi en sneri til Hollywood til að leika Kamilliu- frúna (1936) eftir fri i Evrópu. 1 Kamilliufrúnni er yfirleitt talið aö Garbo hafi sýnt sinn bezta leik. Garbo lék i kvikmyndum þar til 1940 og voru hennar siöustu myndir gamanmyndir. Þær myndir þóttu sýna takmörk Gretu Garbo sem leikkonu og hún fann það sjálf. Hún hikaði þvi við að undirrita fleiri samn- inga og að lokum hvarf hún al- gjörlega af sjónarhólnum, og hún hefur haldið sig i skuggan- um siöan. Einstaka sinnum þykjast ljós- myndarar hafa náð mynd af henni hlaupa fyrir með baröa- stóra hatta og sólperlaugu, eða þar sem hún skýzt um ganga ein hverrar flugstöðvarbyggingar- innar. En Greta Garbo er enn I dag vinsæl. Kvikmyndahátiö i Lond- on, sem bauð upp á myndir hennar, varð að endurtaka þrisvar árið 1963, og sjaldan höfðu sézt lengri biöraðir fyrir utan nokkur kvikmyndahús en þá. —JB Greta Garbo og Robert Taylor I Kamilliufrúnni. • „Vaka" ó dagskró klukkan 20,55 í kvöld Flosi og þjóðleikhússtjórarnir Vaka, listaþátturinn, sem verður á dagskrá i kvöld, verður helgaöur 25 ára afmæli Þjóö- leikhússins. Fjailaö veröur um starfsemi Þjóöleikhússins vltt og breitt, spjallaö viö núverandi og fyrrverandi þjóöleikhús- stjóra og litið inn á æfingar á nýjum verkum. Þetta eru verkin Þjóðniöing- urinn eftir Ibsen og ný ópera SJÓNVARP • Laugardagur 26. apríl 16.30 tþróttir. Knattspyrnu- kennsla. 16.40 Enska knattspyrnan 17.30 Aörar Iþróttir. Meðal annars myndir frá júdó- keppni. Umsjónarmaöur Ómar Ragnarsson. eftir Flosa Ólafsson, sem nú er verið að æfa undir stjórn höf- undar. Rætt verður við Flosa og aö sjálfsögðu hrekkur margt merkilegt upp úr honum I þvi viötali. Magnús Ingimarsson á heiöurinn af tónlistarflutningn- um i þessari nýju Flosaóerpu. Aö lokum veröur i Vöku sýnt brot úr afmælissyrpu fyrri 18.30 Heimsókn til Oz. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 I'agskrá og auglýsingar 20.30 Elsku pabbi. Bresk gamanmynd. Komdu aftur Sheba litla. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Vaka. verka sem Þjóðleikhúsið sýnir nú I tilefni af afmælinu. Við sjáum brot úr óperunni II Trovatore, brot úr Gullna hlið- inu og GIsl. Umsjónarmaður Vöku er Aðalsteinn Ingólfsson. Næsta Vaka veröur einnig i um- sjón Aðalsteins og er hún á dag- skrá 10. mai. Það verður siðasta Vaka vetrarins. —JB 21.35 Kamilllufrúin. (Camille) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1936, byggð á alkunnri skáldsögu eftir Alexandre Dumas, yngri. Aðalhlutverk Greta Garbo og Robert Taylor. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Sagan gerist meðal heföarfólks i Paris um miöja 19. öld og lýsir ástamálum ungrar stúlku, ógæfu hennar og hamingju. 23.20 Dagskrárlok IÍTVARP # Laugardagur 26. april 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Iþróttir. Umsjón: Jón ÁfidPÍrQRon 14.15 Aðhlusta á tónlist, XXVI Alti Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framuridan. Magnús Bjarnfreösson kynnir dagskrá ötvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. tslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 16.40 TIu á toppnum. órn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Sadako vill lifa” Börje Nyberg samdi upp úr sögu eftir Karl Bruckner. Fjóröi þáttur: Leikstjóri: Sigmundur Orn Arngrimsson. Persónur og leikendur: Sögumaöur — Bessi Bjarnason. Shigeo — Einar Sv. Þóröarson / Hjalti Rögnvaldsson, Sadako — Þorgeröur Katrin Gunnarsdóttir / Sólveig Hauksdóttir. Sasaki — Sigurður Karlsson. Yasuku — Margrét Guðmunds- dóttir. Shibuta — Karl Guömundsson. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Baráttan gegn reyking- um fyrr og nú. Bjarni Bjarnason læknir flytur siöara erindi sitt: Reykingar eru ekki lengur einkamál reykingamanna. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregöur plötum á fóninn. 20.45 „Heimaþrá” smásaga eftir örn H. Bjarnason. Kristján Jónsson les. 21.25 Alexis Weissenberg leikur á planó verk eftir Bach I umritun Busonis og Liszts. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 27. april 8.00 Morgunandakt. Sérá Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög.a. Hljóm- sveit Raymond Lefévre leikur tónlist eftir Offen- bach. b. Sinfóniuhljómsveit . Kaupmannahafnar leikur tónlist eftir Lumbye, Lavard Friisholm stjórnar. c. Sinfóniuhljómsveit ung- verska útvarpsins leikur Vínardansa, György Lehel stjórnar. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaöanna 9.15 Morguntónleikar 11.00 Messa I Neskirkju. Prestur: Séra Frank M. Halldórsson. Organleikari: Reynir Jónasson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Nýjar stefnur I refsilög- gjöf. Jónatan Þórmundsson prófessor flytur hádegiser- indi. 14.00 „Aðhugsa eins og þorsk- urinn”. Veiðiferö með tog- aranum Snorra Sturlusyni RE 219. Fyrsti þáttur Páls Heiðars Jónssonar. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátlð I Ohrid I Júgóslavlu I haust. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. ólafur Mixa læknir ræður dagskránni. 17.25 Grigoras Dinicu leikur rúmensk lög á fiðlu. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið” eftir Jón Sveinsson (Nonna). Freysteinn Gunnarsson þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les (9). 18.00 Stundarkorn með bari- tónsöngvaranum Ferdinand Frantz.sem syngur ballötur eftir Carl Lowew. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og Vilhjálmur Einarsson. 19.45 Planókonsert I Des-dúr eftir Khatsjatúrjan. 20.20 „Létta laufblað og væng- ur fugls’NLjóð eftir Gunnar Björling i islenzkri þýðingu Einars Braga. Flytjendur auk þýðanda: Ólafur Hauk- ur Simonarson og Thor Vil- hjálmsson. Einar Bragi flytur inngangserindi um skáldið og verk þess. 21.20 Kór útvarpsins I Berlln syngur vinsæl lög. Stjórn- andi: Helmuth Koch. 21.30 Hvar er okkar tónlist? Frá tónlistarhátið i Stokk- hólmi, sem haldin var til að andmæla sönglagakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. — Kári Halldór og Lárus Óskarsson taka saman þátt- inn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Danslög. Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • Sunnudagur 27. april 18.00 Stundin okkar 18.30 Svinahirðirinn, lát- bragðsleikur, byggður á samnefndu ævintýri H.C. Andersens. Aður á dagskrá 4.5. ’73. Umsjónarmenn Sig- riður Margrét Guðmumds- dóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 18.55 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Það eru komnir gestir Trausti Ólafsson ræðir við Friði ólafsdóttur, fatahönn- uð, og Lovisu Christiansen, hibýlafræðing. 21.05 Þrjár sögur frá Orkn- eyjum Bresk sjónvarps- mynd, byggð á þremur smásögum eftir George Mackay Brown. Leikstjóri James MacTaggart. Aðal- hlutverk Maurice Roeves, Claire Nielson, Stuart Mun- gall, Hannah Gordon og Fulton Mackay. Þýðandi Kristmann Eiðsson. F.yrsta sagan gerist skömmu eftir heimsstyrjöldina fyrri og lýsir fyrsta sambúðarári ungra hjóna. önnur sagan gerist um það bil hálfri öld fyrr og greinir frá þvi, er ungur hvalveiðimaður kem- ur I heimahöfn. Hann leggur þegar af stað á fund unnustu sinnar, en leiðin er löng og tafsöm þyrstum sjómanni. Þriðja og siðasta sagan ger- ist nú á tlmum. Aðalpersón- an er ung stúlka, sem leiðist út i drykkjuskap, en vill þó gjarnan greiða bæði úr sin- um eigin vandamálum og annarra. 22.30 Úr bæ og byggð (Fræðslumynd um norska þjóðmin jasafnið. Reidar Kjellberg, safnvörður segir frá og sýnir gamla muni og byggingar. Þýðandi Jó- hanna Jóh annsdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 23.10 Aö kvöldi dags. Séra Ólafur Skúlason flytur hug- vekju. 23.20 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.