Tíminn - 09.08.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.08.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. ágúst 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Aðalfundur Stéttar- sambands bænda Aðalfundur Stéttarsambands bænda hófst í gæc Er hann nú haldinn fyrr en venjulega og statar þcð' eins og kunnugt er af því, í hvert óefni málefni landbúnaðar-j ins eru nú komin. Aðalumræðuefnið á fundinum eru þær leiðir, sem færar geta talizt út úr vandanum, en ljost er. að bændur munu standa fast saman um að fylgja krbfum sínum um, að hlutur þeirrá verði réttur einarðlega fram. Samstaða bænda hefur þegar borið nokkurn árangur og knúið ríkisstjórnina til að leiðrétta afurðalán landbúr- aðarafurða um þau 14%, sem þau voru skert í vetur, og bændur munu halda baráttunni áfram þar til þeim hef- ur verið tryggt fullt verðiagsgrundvallarverð fyrir af- urðir sínar, en þar vantar mikið á. Kaupmáttur Samkvæmt opinberum Skýrslum Efnahagsstofnunar- innar var þróun kaupmáttar tímakaupsins frá 1959 frám á mitt ár 1964 sem hér segir: 1959: 100.2 stig. 1960: 90.3 sfig. 1961 85.4 stig. 1962: 85.4 stig. 1963: 84.6 stig. í maí 1964: 83.0 stig. í júnísamkomulaginu 1964 var kaupgreiðsluvísitala tekin upp að nyju. í júnísamkomuiaginu í fyrra var samið um styttingu vinnuvikunnar og svaraði það til 9.1% hækkunar á kaup- mætti tímakaupsins. itaskuld jókst kaupmáttur viku- kaupsins ekkert við það. Morgunblaðið segir, að Kaupmáttur tímakaupsins hafi vaxið um 15% síðan í maí 1964. Forustumenn verkalýðs- hreyfingarinnar hafa opinberlega rengt þá fullyrðingu, en jafnvel þótt rétt væri þá ætti kaupmáttur tímakaups- ins nú að vera 95.4 stig samkvæmt fyrri tölum Efnahags- stofnunarinnar. Vantar því um 5 stig upp á, að kaupmátt- urinn nái að vera það, sem hann var, er núverandi stjórn- arflokkar tóku vi'ð völdum í landinu. Sá er árangurinn eftir óslitið góðæristímabil. Sé hins vegar litið á kaupmátt vikukaupsins, er útkom- an miklu óhagstæðari og er furðulegt, að ríkisstjómin skuli treysta sér ti; að nota kaupmátt tímakaupsins sem sérstakt dæmi um ágæti stjórnarstefnunnar og óneitan- lega grátbroslegt þegar hún jafnframt í hinu orðinu telur það vera einu ástæðuna fyrir því ófremdarástandi, sem nú er í landinu að kaupgjald hafi hækkað allt of mikið! Leitað samanburðar Hann er stórlátur fyrir hönd stjórnar-sinnar, forsætis- ráðherrann! Hann heldur enn áfram að bera kreppuárin, — þegar afli brásí og verðfall varð á útflutningsafurðum og öll Evrópa vafin í viðskiptahömlur — saman við síð- astliðin 7 ár, þegar metafli hefur verið ár eftir ár og stór- kostleg hækkun á útflutningsvörum þar á ofan og frjáls- ræði í viðskiptum þjóða aldrei meira. Kreppuárin voru öllum þjóðum erfið, en þegar þetta tímabil er skoðað. kemur þó í ljós að framfarir urðu ótrúlega miklar hér á landi við hinar erfiðustu aðstæður og nýjar atvinnu- grfeinar byggðar upp. Nú er allt hins vegar að fara í strand eftir mestu uppgripatíma í sögu þjóðarinnar. TÍMINN Gísli Magnússon, Eyhildarholti: Mbl. og málefni landbúnaðarins Ríkisstjórninni býður í grun að bændur séu ekki alls kostar ánægðir með stefnu hennar í landbúnaðarmálum. Hún er ekki alveg viss um að þeir telji bóndann á Ósum jafn óskeikul- an í dómum og kaþólskir telja páfann í Róm. Fyrir því tók Morgunblaðið sig til liér á dög unum og birti nokkra „land- búnaðarþætti." Skyldu nú færð ar á það óyggjandi sönnur, að aldrei hefði, af opinberri hálfu, svo virkta vel verið búið að íslcnzkum landbúnaði, sem í tíð þeirrar ríkisstjórnar, er kennir sig við „viðreisn." Þessi tilraun blaðsins fór vitaskuld svo sem efni stóðu til. Vitað er, að eftir stjórnar- skiptin í árslok 1958 fóru lán út á landbúnaðarvöru sífellt Iækkandi miðað við fram- leiðslumagn. Fjarri fór þó, að þessi staðreynd væri viður- kcnnd af öllum. Stjórnarblöðin linntu ekki látum við að hamra á því, að landbúnaðurinn nyti þarna fulls jafnréttis við sjáv- arútveginn, afurðalánin hefðu ekkert lækkað heldur jafnvel þvert á móti. Liðu svo tímar fram. Hinn 26. janúar 1964 segir Morgun- blaðið, að Ingólfur Jónsson hafi hrakið staðhæfingar Framsóknarmanna um það, að sjávarútvegurinn hafi fengið miklu betri fyrirgreiðslu í Seðlabankanum en landbún- aðurinn.“ Og 4. marz segir i sama blaði: „Um afurðalánin er það að segja, að þau hafa hækkað mikið.“ (Auðk. hér. G.M). Jafnframt var því svo haldið fram hvað eftir annað, að Ián- in kæmu bændum að vísu ekki að tilætluðum notum vegna þess, að samvinnufélögin tækju þau ófrjálsri hendi. Já — við hverju má svo sem ekki búast af þess konar félagsskap! En nú fara í hönd nokkrir þrautafullir mánuðir. Þá mán- uði notar Morgunbl. til undir- búnings þeirri miklu raun.að eta ofan í sig í einni lotu sam- an safnað ósanndinagums síð- ustu 4—5 ára. Það var mikið át. 23. september 1964 segir blaðið: j,LOKS (auðkennt hér) mun aðstaða bænda til að fá lán út á afurðir sínar tryggð, þannig að þeir sitji við sama borð og útvegsmenn um af- urðalán." Og daginn eftir: „Nú hafa viðskiptabankarnir fyrir frumkvæði landbúnaðarráð- herra gefið yfirlýsingu um það, að aðstaða bænda til afurða- Iána skuli ekki vera óhagstæð- ari en „sjávarútvegsins.“ Sjálf- ur höfundur Reykjavíkurbréfs segir 27. s.m., „að tryggja skuli að bændur fái samsvarandi lán út á framleiðslu sína og útvegs menn.“ „Loks.“ Morgunblaðið verð- ur þannig „loks“ að viðurkeuna að skrif þess um afurðaíánin hafi verið fleipur eitt. En atvik in eru svo óhræsisleg, að þau ginna Morgunbl. til að nota oftar atviksorðið „loks.“ Ilinn 11. júní á því herrans ári 1966 stendur í blaðinu stór karlaleg yfirskrift á þessa leið: „Hlutur bænda hefur „LOKS’ (auðk. hér) verið leiðréttur ti' Gísli Magnússon samræmis við aðrar stéttir.“ En nú vill svo hlálega tU, að bændur þykjast sjálfir vita bet- ur. Hálfri annarri viku eftir að Morgunbl. flytur þennan fagnaðarins „loks“ boðskap, hinn 20. júní, koma fulltrúar bænda hvaðanæva af landinu saman á fund í Reykjavík. Fundurinn fjallaði fyrst og fremst um verðlagsmál land- búnaðarins. Fundarmenn stóðu saman sem einn maður, hvar í flokki sem voru. Samþykkt var ályktun í nokkrum liðum. Hefur sú ályktun að sjálfsögðu verið birt í blöðum, og verður því eigi tekin hér upp í heild. En 2. liðurinn, sá er fjallaði um afurðalánin, var á þessa leið: „Afurðalán úr Seðalbankan- um og viðskiptalán úr viðskipta bönkum verði aukin í sam- ræmi við afurðalán sjávarútvegs ins.“ f lok ályktunarinnar var skor að á stjórn Stéttarsambands bænda „að boða til sérstaks fulltrúafundar samtakanna til þess að taka ákvörðun um sölu stöðvun Iandbúnaðarvara eða aðrar aðgerðir", ef ekki feng- ist „viðhlítandi niðurstaða þcss ara mála við stjórnarvöldin" (þ.e. þeirra mála, er í ályktun- inni greinir). Degi síðar gerðist það, að „Mjög fjölmennur bændafund- ur um verðlagsmál í Borgar- nesi“ (sic! — fyrirsögn í Morg- unblaðinu)“ . . . skorar . . . á Framleiðsluráð landbúnaðar ins að vekja enn athygli ríkis- stjórnarinnar á málinu í þvi skyni að leita eftir úrbótum, þegar sýnt er að mjög skortir á að bændur fái sitt upp borið enda telur fundurinn að mark- aðsörðugleikar landbúnaðarins séu að vcrulegu leyti afleiðing af stefnu ríkisvaldsins og þró- unar efnahagsmála í landinu og því sé hér um þjóðfélagsleg vandamál að ræða, sem ríkis- valdinu beri að leysa.“ Hinn 12. júlí komu fulltrúar bænda saman á Hvolsvelli. Þar voru áréttaðar kröfur fundar- ins í Bændahöllinni 20. júni og samþykkt að „standa fast að baki Stéttarsambands bænda í baráttu fyrir því, að bændurn verði tryggt fullt verðlagsgrund vallarverð fyrir afurðir sínar í framtíðinni.“ Þann 16. júlí koma fulltrúar bænda í 9 sýslum norðanlands austan og sunnan, saman á fund á Akureyri. Sá fundur taldi „óviðunandi með öllu þá niðurstöðu, sem fengizt hefur við kröfum fulltrúafundar bænda í Reykjavík frá 20. júní s.l. samkvæmt tilkynningu fram leiðsluráðs landbúnaðarins 13. þ.m.“ En í þeirri tilkynningu var birt sú ákvörðun, að fella niður innvigtunargjald af mjólk frá og með 1. sept. n.k. um óákveðinn tíma, og þess jafnframt getið, að loforð þefði fengizt um hækkun afurðalána sem næmi 14.5%, en um þann hundraðahluta höfðu lánin ver ið lækkuð á s.I. vetri. Þá árétt- aði fundurinn og ítrekaði „kröf ur fundarins í Reykjavík til stjórnar stéttarsambandsins að boða tafarlaust til aukafund ar samtakanna til þess að taka ákvörðun um sölustöðvun land búnaðarvara, eða aðrar aðgerð- ir.“ En hvers vegna öll þessi fundarhöld allt þetta brambolt, þegar „Hlutur bænda hefur loks verið leiðréttur til sam- ræmis við aðrar stéttir,“ sam- kvæmt staðhæfingu Morgun- blaðsins hinn 11. júní, og „sól- bjarmans fang vefst um allt og alla“ í íslenzkum landbún- aði, að dómi hins sjálfstæðis- sinnaða formælanda bændastétt arinnar í síðustu útvarpsum- ræðum & Alþingi? Vegna þess að „loks“- boðskapur Morgunbl. er ósann indaboðskapur og sólskinið á Ósum ótryggara en nokkur dag málaglenna. Enn vantar tugi milljóna til að launalægsta stétt þjóðfélagsins fái laun sín öll fyrir árið '965 — og fær sennilega aldrei. Nú þessa sum armánuði, fá bændur aðeins helming þess mjólkurverðs, sem þeim vár ætlað að fá. Hversu mundu aðrar stéttir snúast við, ef svo væri að þeim búið sem bændum? Það fer ekki illa á því, að hinir búvitru ritstjórar Mbl., segi fávísum bændum fyrir um það, hversu þeir skuli haga bar áttu sinni fyrir bættum kjörum sbr. ritstjórnargrein í blaðinu á dögunum. Þaðan hafa bænd- um löngum komið giftusamleg ráð. Svo kynni þó að fara, að þeir virtu þau ráð að vettugi. Ætla ég víst, að bændur treysti sjálfum sér betur en þeim Morgunblaðsmönnum, er á reynir um úrræði, sem endast megi til lausnar þeim geigvæn- lega vanda, er að þeim steðj- ar. Ber þess fastlega að Vænta, að bændum landsins megi fyr- ir einhuga samstöðu og óhvik- ula baráttu takast að koma lífs hagsmunamálum sínum í það horf, að ritstjórar Morgunbl. geti einu sinni með réttu sagt „LOKS“ — enda þótt þeir þurfi þá um leið að kyngja 12 álna löngum lopa, sem þeir hafa áð- ur spunnið um þessi mál. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.