Vísir - 09.05.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 09.05.1975, Blaðsíða 1
vism 65. árg. —Föstudagur 9. mal 1975 —103. tbl. ENN Á AÐ KÓLNA Enn spá veöurfræðingar þvi, aO veður fari kólnandi. t morgun var hitinn þrjú stig i Reykjavik, en við getum verið róleg, á meðan ekki snjóar á okkur. Það gerði það hins vegar á Vestfjörð- um. Þar var allhvöss norð- anátt og snjókoma i morgun. Er spáð, að fyrst kólni á Norður- og Vesturlandi, siðar einnig i öllum halds- hlutum. t Reykjavik er spáð norðan og siðar norðaustan kalda eða stinningskalda, skúrum eða slydduéli i fyrstu, en siðan léttir til. —EA Hvorugur vill hnika við Sigöldu: BINGÓ í HITA ÁTAKANNA /,Það var ný tilhögun á frídögunum, sem olli því að endanlega sauð upp úr," sögðu íslenzkir starfsmenn inni við Sig- öldu, er Vísismenn ræddu við þá í nótt. „Við höfum áður átt i ýmsum útistöðum við júgóslavnesku verktakana vegna öryggismála, aðstöðu og áhættuþóknunar og atvinnuleyfislausra Júgóslava. Við teljum, að þeir hafi æ ofan i æ virt þá samninga að vettugi, sem þeir sjálfir hafa undirrit- að,” sögðu verkamennirnir, er blaöam. ræddi við, og var greinilegt, að I þetta sinn yrði hvergi hnikað. Frá 12 á hádegi i gær hefur verið um algera vinnustöðvun að ræða inni i Sig- öldu. Ástæðan fyrir þvi að end- anlega sauð upp úr var sú, að verkamennirnir fengu ekki greidd laun fyrir dagana 30. april og 2. mai, vegna þess að ekki var unnt að ganga til vinnu vegna veðurs. „Málið er það að við vorum að koma úr frii þann 28. og 29. april. Daginn þar á eftir var veðrið það slæmt, að engin leið var að vinna utan dyra, og vorum við þvi sendir i bæjarfri á ný. Það, sem við vissum hins vegar ekki var, að úthaldstim- anum hafði verið breytt á þann hátt, að þessir tveir dagar reiknuðust ekki til vinnudaga,” sagði hópur vinnufélaga, sem blaöið ræddi við i morgun. Þessi breyting á vinnutilhög- un mun hins vegar hafa veriö gerð með samþykki Sigurðar Óskarssonar, formanns full- trúaráðs verkalýðsfélaganna i Rangárvallasýslu, en án sam- þykkis verkamannanna. Verka- mennirnir halda þvi fram, að rangar upplýsingar hafi fengið Sigurð til að samþykkja þessar umræddu breytingar. í nótt var litið um mannaferð- ir inni við Sigöldu, en vanalega eru þar rúmlega hundrað ís- lendingar að störfum á þeim tima sólarhringsins. Þó héldu dælumenn áfram sinni vakt með undanþágu og einstaka sinnum óku verkfallsverðir um svæðið. 1 mötuneytinu var aftur á móti margt um manninn alla nóttina og mikið skrafað. Engir Júgóslavar eru aö störfum á næturnar, en I gærdag meinuðu Islendingarnir þeim aö ganga til vinnu. Voru flestir júgóslavnesku verkamannanna mjög samvinnuþýðir, en um það bil átta þeirra þurftu islenzku verkfallsverðirnir þó að elta um svæðið, áður en þeir lögðu niöur vinnu. 1 morgun klukkan sjö mættu Júgóslavarnir til morgunverðar að vanda, en voru engir á þeim buxunum að hefja vinnu. „Þetta verkfall truflar okkur ekki persónulega, en við ótt- umst þó, að fyrirtækið okkar muni biöa skaða af,” sögðu tveir Júgóslavanna I morgun. „Hvort við fáum laun greidd á meðan íslendingarnir eru i Stórgrýtið kom fljúgandi í gegnum skúrþakið Islenzku verkamennirnir settu upp vegatálma til að hindra, að stórvirk verkfæri kæmust til verka sinna I morgun klukkan sjö. verkfalli? Það er nú annaö vandamál”. Júgóslavarnir telja, að með þessu verkfalli hafi Islending- arnir sagt störfum sinum laus- um, og hafa Júgóslavarnir af þeim sökum beðið þá að yfir- gefa svæðið, en Islendingarnir neita aðfara. Verktakarnir hafa á engan hátt reynt að flýta fyrir brottförinni og hafa Islending- arnir mat og húsnæði jafnt og áður. Júgóslavnesku verkamenn- irnir höfðu I morgun ekki enn viljað ræða við islenzku verka- mennina um deiluatriðin. „Yfirmenn verktakafyrirtæk- isins komu saman til fundar I morgun og ég get ekkert sagt um framvindu málsins, fyrr en niðurstöður þess fundar liggja fyrir”, sagði Pétur Pétursson, starfsmannastjóri verktaka- fyrirtækisins. „Ég er að fara á þennan fund núna til að kanna hljóöið i yfir- mönnunum og get ekkert sagt um næsta leik þeirra fyrr en fundinum lýkur,” sagði Pétur, er Visismenn náðu tali af honum undir hádegið. 1 gærkvöldi var slegið upp allsherjar bingói i mötuneytinu inni við Sigöldu og skemmtu bæði íslendingar og Júgóslavar sér konunglega og gleymdu öll- um sinum deilumálum um stund. Fór aftur inn um sama glugga til að nó sér í bíl - baksíða Erlingur Árnason rafvirki viö Sigöidu var nýgenginn frá kaffiskúr við dæiumannvirkin, er gifurleg sprenging kvað viö og stórgrýtinu rigndi yfir svæð- ið. Stærðarsteinn lenti á þaki kaffiskúrsins, reif það i sundur og lenti I góifinu og stakkst ofan I það. Atvikið átti sér staö, skömmu eftir að verkfall Islendinganna hófst klukkan 12 á hádegi i gær. Sprengiefni haföi verið komiö fyrir i bjargi skammt frá kaffi- skúrnum og þótti ráölegra að sprengja strax heldur en aö biöa eftir, að vinnudeilan leystist. Fáir voru á svæðinu vegna verkfallsins en I umræddum skúr voru þó dælumenn á vakt. Erlingur var einn eftir inni, en skömmu áður en sprengingin dundi yfir, varð honum gengið út og gat eldsnöggt forðaö sér i skjól við stóra ýtu, er grjótregn- ið dundi yfir, Hefði maður setiö við kaffiborðiö, þar sem steinn- inn kom niður, heföi vart þurft að spyrja að leikslokum. Starfsmenn við dæluna skoða, hvar steinninn rauf þak kaffi- skúrsins og grófst I gólfið. Ljósm. BG. FREYJURNAR STÖÐVA FLUGIÐ — baksíða Stofna íþrótta- menn sína eigin ferðaskrifstofu? — baksíða Jóhannes Eðvaldsson: „Aldrei eins svekktur..." r — Iþróttir í opnu Blaðakona gerist aflakló - INN-síða ó bls. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.