Vísir - 09.05.1975, Page 2

Vísir - 09.05.1975, Page 2
2 Vísir. Föstudagur 9. mai 1975. limsm: — Hvaö borðaðir þú í hádeginu? (Spurningunni svöruðu sex vegfarendur á Laugaveginum um klukkan eitt sl. miðvikudag): Hörður Gunnarsson, nemi: — Ég þurfti að mæta hjá lækni i hádeginu, svo að ég tek matar- timann i seinna lagi þennan dag- inn. Ég er á leiðinni heim að kokka eitthvað fljótlegt ofan i mig. Ætli það verði ekki bara pylsur. Örn Bernhöft, verzlunarmaður: — Aldrei þessu vant fór ég heim i mat i hádeginu. Ég fékk mér kornflakes. Annars er ég ekki vanur að borða i hádeginu. Ég fer frekar i sundlaugarnar Ólafur Karl Jónsson, nemi og sendill: — Ég borðaði hakk. — Hvað ég vildi helzt fá að borða? Kótelettur finnst mér góðar. Aftur á móti finnst mér fiskur litið spennandi. W' Theódór Gunnarsson, starfsm. hjá æskulýðsráði: — Ég var að koma frá tann- lækni og má ekkert borða fyrr en seinna i dag. Ég er heldur ekki óvanur þvi aö sleppa hádegis- verði. Vinnutimi minn er mjög óreglulegur og matartimarnir þar af leiðandi lika. Edda B e n e d ik t s d ó 11 i r , meinatæknir: — Hrisgrjónarétt á Matstofu Náttúrulækningafélagsins. Það var mjög góð máltiö. Þetta er i annað sinn sem ég borða þarna. Það er nokkuð langt siðan ég fór i fyrra skiptið. Þetta er ágætt til tilbreytingar. Guðrún Halldórsdóttir, ritari: — Minn hádegismatur hét „Almond Joy”. Það er súkkulaði. Ég borða sjaldnast merkilegah mat i hádeginu Ef ég er ekki með eitthvað meö mér að heim- an, þá borða ég ekki neitt. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Því mátti ekki vera hlutafélag áfram? 7877-8083 skrifar: „Mér datt i hug, að skelfi- ing eigum við mikið af sprenglærðum HAGFRÆÐING- UM OG VIÐSKIPTA- FRÆÐINGUM OG FÉLAGS- FRÆÐINGUM OG SAL- FRÆÐINGUM i landi voru. Allir þessir menn leggja hönd á plóginn við að leysa hin ýmsu vandræði sem nútima þjóðfélag hefur við að glima allt frá EFNAHAGSMALUM, FÉL- AGSMALUM og niður i hinar vandasömustu og flóknustu flækjur SALARINNAR. Það vaknar þvi oft sú spurning, hvað og hvar þessir menn hafi lært. Skal þá fyrst byrjað á byrjuninni, barna- skólanáminu eða grunnskóla- náminu sem nú er nefnt. Þar er t.d. kennd félagsfræði, sem öll er byggð á félagslegum kenningum sósialisma, en kenning um einkaframtakið er þar hvergi nærri. KAUPMAÐUR KAUPIR VÖRU A 100 KRÓNUR, OG SELUR HANA Á 150 KRÓNUR HVER ER HAGNAÐURINN? (þetta er að visu úr reiknings- bók) Þannig er byrjað með börnin og i þessum anda er svo haldið áfram i framhaldsskólum, menntaskólum og háskólanum. Það er ekki nokkur vafi á þvi, aö helztu framfarir I heiminum hafa til orðið fyrir tilverkan einkaframtaksins, og á ég þar viö Bandariki Norður-Ameriku Þar hefur einkaframtakið fengið að njóta sin og þar hafa framfarirnar orðið mestar i heiminum. Það vekur undrun manns, að allar þær ráðagerðir, sem hið opinbera er að glima við, skuli að miklu leyti miðast við SÓSIALISM A. Rikisvaldið miðar allar sinar aðgerðir við þennan „draug” sem allt er að sliga og allt að setja á „hausinn”. Þetta er meðal annars þvi að kenna, að þeir menn er raun- verulega stjórna, þekkja ekki aðrar lausnir mála, og þessi stjómvizka skýtur þvi alltaf upp kollinum, ef þeir þurfa að taka einhverjar stjórnarfarslegar ákvarðanir. Þegar Union Carbide mennirnir komu til landsins gátu þeir ekkileitað til nokkurs aðila til þess að ræða við nema RlKIS(valdsins). Ekkert fyrir- tæki var þess megnugt að tala við þá, hvað þá annað. RÍKIÐ varð að vera aðili, samkvæmt kenningu M. Kj. sem hóf samninga við fyrirtækið, en engin einkaaðili kom þar nærri. ABURÐARVERKSMIÐJAN var stofnuð sem HLUTAFÉL- AG en það tók KOMMÚNIST- ANN E. Olg. (aðeins) þrjú ár að láta arðræna hluthafana og gera verksmiðjuna að RÍKISFYRIR- TÆKI. Þvi mátti Áburðarverk- smiðjan ekki vera hlutfélag áfram? „Við tökum oft upþ eftir Norðurlandaþjóðunum ýmislegt hollt og sumt miður hollt. Ég dreg þó i efa að á Norðurlönd- um séu afskipti hins opinbera eins viðtæk og hér. SALFRÆÐINGAR okkar hafa ekki reynzt okkur vel, uppeldi barna hér á landi ber þvi bezt vitni. Engu barni má banna þvi þá hlýtur það tjón á sálu sinni segja þeir, en hvað má og hvað má ekki er mér spurn? Börn vaða yfir eigur manna (garða og garðlönd) og rifa svo stólpakjaft ef að er fundið. Væri nú ekki nær, i stað þess að troða þessum sósialisma inn I börnin ab kenna þeim eitthvað um EIGNARÉTTINN, en- hann finnst varla i þeim sósialisma sem við þekkjum. Þú ATT EKKI NEITT, ÉG A ÞETTA MEÐ ÞÉR, segir þessi kenning. Fólk er að reyna að halda hús- um sinum og lóðum vel við og er beinlinis hvatt til þess af þvi opinbera. Þvi er það sárgræti- legt að sjá oft margra vikna vinnu eyðilagða, og verðmæti troðin niöur. H.ér þarf mikla breytingu. . Maðurinn er i eðli sinu einstaklingur þótt mikið sé gert af því að hrista menn saman. Það þarf að fræða manninn um einstaklingsfrelsið og um leið einstaklingsframtakið, hætta að nauöga fólki saman i GÁMHÝSUM eins og gert er i BREIÐHOLTINU, og sem lamar allt einstaklingseðli og um leið gerir menn að nokkurs konar vélum.” lyrir JHO pas. krónur. Guðmundur heldur nú sitt fyi'sta bókaup|>bod ug verða 100 númer boðin upp. —JBP— Sumrinu fagnað Fyrsti sumardagurínn I dr bauft okkur ekki upp á sérlega skemmtilegt veftur, enda þöti ekki þyríti að kvarta yfir kulda. 1 Reykjavík var 0 stlga hiti. og norður á Akureyrí komst hitinn i 14 stig. En það ýrði úr lofti, og það var allhvasst og önotalegt ó köflum. Engu að síður mætli yngsta kynslöðin vel (II hálfðahaldanna I tUefni dagsins. Margar vel heppnaðar skrúðgöngur föru um með lúftraþeytara í broddi fyikingar og á eftlr fylgdu börn- in með litlu fánana slna. I>essi mynd var tekin I Bústaftahverfinu i Reykjavfk þar sem ein gangan fór um. Llk lega þekkja margir manninn aftast á myndinni. Markús örn Anlonsson, borgarfuiitrúa (Liösmvud Vísis Biarnleifur). ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR Þorsteinn hringdi: „Það er áberandi, hvað það er ennþá mikill hrollur i fólki þrátt fyrir að komið er sumar samkvæmt almanakinu. Sumir vilja heldur alls ekki viður- kenna, að þaðsé I rauninni kom- iö sumar. (sbr. Visir spyr hér á dögunum, þegar spurt var að þvl, hvort komiö væri sumar). Stutt frétt i Mogganum min- um i morgun varð til þess, að ég hringdi til ykkar. Þar fannst mér augunum vera lokað of ákveðið fyrir þvi að komið er sumar. ífréttinnistóðorðrétt: „Þetta er jafnframt i siðasta sinn, sem félagið hefur „opið hús” á þess- um vetri.” Ég endurtek: Það er komið sumar!” VINDUNGABANK INN AUGLÝSIR! Árelius Nielsson skrifar: „Nei, heiðraði lesandi, þetta er ekki misritun fyrir Verzl- unarbankann. Hann má auðvit- aö auglýsa lika og ekki sizt þangað vildi ég beina viðskipt- um þess banka, sem hér er nefndur fyrsta sinni. Vindlingabankinn er hugsjón en þvi miður ekki veruleiki enn þá. Allt er f fyrstu aðeins hugsun og orö. I upphafi var orðið — orð spekinnar, skynseminnar, mennskunnar. Og Vindlingabankinn ætti að veröa i framkvæmd . framkvæmdabanki þeirra, sem reyndu að spara sér reykingar, meö allra þeirra fjársóun, heilsuleysi, ófrýnileika, sóða- skap og heimsku. Því reykingar kosta lika pen- inga. Þar er hvert öskukorn orð- ið margra peninga virði. Slgarettupakkinn kostar nú yfirleitt nálægt hundrað og fimmtiu krónur, lágmark. 1 fyrra voru seldar hér á landi rúmlega 342 milljónir vindlinga eða nær 80pakkar af sigarettum á hvert mannsbarn frá vöggu til grafar. Myndarlega og skynsamlega varið fjármunum! Finnst ykkur ekki? Þessi eyðsla, sem alla væri hægt að spara sér, með góðum árangri, nemur þvi 12 þúsund krónum á hvert mannsbarn. Og varla er hætta á að sú eyðsla verði I rénun þetta ár. Sú úpphæð sem brennt yrði til skaða og skammar á þessu ári yrði þvi nálægt 2.400 þús. eða nær hálfur þriðji milljarður isl. króna. Þótt krónan sé smá og hrökkvi skammt, þá væri það ekki svo vesæll banki, sem skil- aði slikri upphæð I innlánum eða innlögðum peningum á ári. Og ekki yrði siður myndarlegar vaxtagreiðslurnar, ef allt væri á ársbók með 16 prósent vöxt- um. Einhver myndi nú lita þá aura hýru auga á gamlárs- kvöld. Og vissulega væri það munur eða öskuhrúga ársins, sem einhver hlýtur nú að hugsa til, sem ekki er alveg lokaður eða lokuð I hugsun. Samt er önnur innistæða enn þá dýrmætari, ef þessi hugsjón gæti orðið að veruleika, þótt ekki væri nema að litlu leyti til aö byrja með. En það er inni- stæðan I bankahólfi manngildis i slnum eigin barmi — i þroskabanka þjóðarinnar. En i alvöru að tala, heiðruðu bankastjórar og viðskiptafræð- ingar, væri ekki rétt að reyna. þessa hugmynd sem sérstaka spamaðardeild i litla bankanum á Laugavegi 7. Þar kemur svo margt ungt fólk — já eða hvaða banka sém vera skal, þar sem stjórnendur sjá gegnum krónur og ofar augum t.d. Útvegsbank- anum. Auglýsa skemmtilega sparn- aðardeild — Vindlingabanka — sem síðar yrði stórveldi i upp- eldi íslendinga?” Þú eða þér Sbr. hringdi: „Mér finnst ástæða til að leið- rétta prestinn, sem flutti morgunhugvekjuna i morgun, miðvikudaginn 7. mai. Hann notaði við og vér sitt á hvað. Það er nauösynlegt, að þeir sem þurfa að flytja mál sitt opinber- lega geri það upp ;við sig áður en þeir taka til máls, hvort þeir ætla að þúa eða þéra áheyrend- •ur sina. Persónulega finnst mér að prestar ættu að þúa. Það lætur alltaf vinalegar i eyrum. Þér- ingar eru alltaf hátiðlegri. Og satt aö segja finnst manni eins og þeir sem ávarpa mann með þéringum vilji siður kynnast manni. Kannski prestarnir mundu nálgast fólk meira ef þeir slepptu þéringum.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.