Vísir - 09.05.1975, Side 6

Vísir - 09.05.1975, Side 6
6 Vísir. Föstudagur 9. mai 1975. vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason ^Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. 1 iausasölu 40 kr.eintakiö. Blaöaprent hf. Sextánföld byrði Forustumenn þrýstihópa landbúnaðarins eru orðnir svo vanir sjálfvirkri afgreiðslu forréttinda af hálfu alþingis og rikisstjórna, að gagnrýni á kerfi þeirra kemur þeim i opna skjöldu. 1 stað þess að flytja mótrök gegn gagnrýninni æpa flestir þeirra eins og stungnir grisir. Þeir láta eins og klerkar, sem hamast gegn villutrú og villutrúarmönnum, er efast um, að landbúnaðar- kirkjan sé óskeikul. Nokkrar undantekningar eru þó á þessu. Benda sumir talsmenn aukins landbúnaðar á gjaldeyrisöflun greinarinnar og gjaldeyris- sparnað. Fyrra atriðið er alrangt, þvi að gjaldeyrisöflun og notkun landbúnaðarins stendur i járnum. 1 fyrra notaði landbúnaðurinn gjaldeyri fyrir 2200 milljónir króna og aflaði gjaldeyris fyrir næstum sömu upphæð með sölu niðurgreiddra afurða, svo og ullar- og skinnavöru. Siðara atriðið er rétt að nokkru leyti. Innfluttar landbúnaðarafurðir mundu kosta þjóðina gjald- eyri. En fækkun starfskrafta i landbúnaði hlyti að hafa i för með sér aukningu starfskrafta i öðrum greinum, sem annaðhvort spara gjaldeyri eða afla hans beinlinis. Talsmenn landbúnaðarins benda lika á mat- vælaöryggi þjóðarinnar og á almennt gildi mat- vælaframleiðslu i sveltandi heimi. En núverandi stefna siaukins landbúnaðar stuðlar ekki einu sinni að matvælaöryggi þjóðar- innar. Landbúnaðartækin mundu fljótlega stöðvast, þegar flutningar til landsins hafa stöðvazt. Matarforðabúr þjóðarinnar eru hins vegar hinar vatnsaflsknúnu frystigeymslur fisk- verkunarstöðvanna. Þannig er það fiskurinn úr sjónum, sem er undirstaða matvælaöryggis okkar, en ekki kjöt og mjólk. Fokið er i flest skjól hjá talsmönnum þrýsti- hópa landbúnaðarins, þegar þeir eru farnir að nota sult þriðja heimsins sér til framdráttar. Staðreyndin er nefnilega sú, að okkar land- búnaður tekur meira matarigildi frá útlöndum i formi áburðar og fóðurbætis en hann skilar til baka i niðurgreiddum matvælaútflutningi. Mest notaða röksemd talsmanna land- búnaðarins er þó sú, að okkur sé ekki vandara um að styðja okkar iandbúnað en nágrannaþjóðun- um, sem styrki sinn landbúnað verulega. Einkum eru það Norðmenn og Bretar, sem halda sinum landbúnaði uppi með styrkjum. 1 þessum löndum getur samanlagður styrkur með niðurgreiðslum og öllu sliku inniföldu komizt upp i 300.000 islenzkar krónur á hvern bónda. Hér á landi fer þessi upphæð hins vegar nokkuð yfir eina milljón króna á hvern bónda á þessu ári. Enn meiri er munurinn, ef borið er saman, hvernig fyrirgreiðsla þessi lendir á herðum skattgreiðenda. Hér eru bændur fjórum sinnum fleiri á hvern skattgreiðanda en i Bretlandi. Skattbyrðin af völdum landbúnaðar er þvi ekki aðeins fjórum sinnum hærri en i Bretlandi, heldur sextán sinnum hærri. Ekki er unnt að segja, að talsmenn eflingar landbúnaðar riði feitum hesti frá tilraunum sin- um til að verja mál sitt með hagfræðilegum rök- um. Þeir ættu að halda sér við trúfræðilegu rökin. -JK Jozsef Mindszenty kardínáli, sem lenti i útistöðum við páfagarð vegna baráttu sinnar gegn kommúnismanum, lézt i fyrradag áttatiu og þriggja ára að aldri. Þessi veiklaði meinlætamaður var einlægur andstæðingur kommúnismans allt fram á hinzta dag. Hann dó fimmtán mánuðum eftir að Páll páfi svipti hann forráðum kirkjumálaiUng- verjalandi til þess að greiða götu bættrar sambúðar páfagarðs við stjórnvöld i Búdapest. — Þau for-' ráð voru þó orðin meira að nafn- inu til en i verki. Sem erkibiskup i Ungverja- landi setti Mindszenty kardínáli sig upp á móti kommúnista- stjórninni i landi sinu i réttar- höldum, sem fram fóru i Búda- pest 1949. Þau réttarhöld þóttu eins og önnur slik i kommúnista- rikjunum mikill skripaleikur og vöktu þau athygli alls umheims- ins. Það varð endir þeirra, að kardínálinn var dæmdur til lífs- tiðar fangelsis. Arið 1956, þegar Ungverjar risu upp gegn harðstjórn flokksein- ræðisins, var Mindszenty frelsað- ur úr fangelsinu. Hann naut frelsisins I fjóra daga. — Þá réð- ust Rússar inn i landið, eins og menn minnast, og innrás þeirra neyddi kardinálann til þess að leita hælis i bandariska sendiráð- inu. Þar dvaldi hann i fimmtán ár, meðan lögreglan vaktaði húsið. Andlát kardínálans bar að I sjúkrahúsi Samverjamunkanna i Vlnarborg fjórum klukkustund- um eftir að gerð hafði verið á hon- um skurðaðgerð. Erkibiskups- skrifstofurnar i Vin sögðu, að hjartakrankleiki hefði dregið hann til dauða. Þessi maður hafði alla ævi aldrei kennt sér meins af öðrum kvillum. í fyrstu varð Mindszenty kardí- náli hetja i augum kaþólskra manna fyrir mótstöðu sina gegn kommúnistum. En eftir þvi sem tlmarnir breyttust varð hann smám saman þröskuldur i augum kirkjuyfirvalda á vegi þeirra til þess að koma á eðlilegum tengsl- um við rikisstjórnir Austur- Evrópu. Arum saman neitaði hann að yfirgefa Búdapest. Það var loks 1971, að hann lét sér segjast. Lauk hann þá þeirri útlegð, sem hann hafði valið sér sjálfur. Erindrekar páfagarðs höfðu samið við stjórnhafa I Ung- verjalandium sakaruppgjöf hon- um til handa. Mindszenty sagðist beygja sig fyrir „æðri þörfum kirkjunnar”. Brottför hans úr ameríska sendiráðinu var léttir öllum við- komandi, páfagarði, ungversk- um yfirvöldum og bandarísku gestgjöfunum, sem voru orðnir smáleiðir á þessum kröfuharða kostgangara sínum. Kardinálinn hélt i nýja útlegð til Vinarborgar, þar sem hann liföi kyrrlátu lifi i kaþólska menntaskóla Ungverja, „Paz- maneum”.En nokkrum sinnum á ári hverju tók hann sér ferð á hendur tilútlanda, og aðallega til að áminna ungverska útlaga um illvirki kommúnismans, og hætt- ur hans. iniiiiiim Umsjón: G.P. Af eindæma þrákelkni var hann andvigur til þess siðasta tilraun- um páfagarðs til þess að nálgast Austur-Evrópu. Að nafninu til var hann áfram kirk juleiðtogi Ungver jalands tvö og hálft ár eftir að hann yfirgaf Búdapest. Stoðuðu þar ekki mótmæli ungverskra yfir- valda. En honum varð aldrei auð- ið að snúa þangað aftur. Að lokum kom að þvi, að Páll páfi veitti honum lausn frá emb- ætti I febrúar 1974. Sú ráðabreytni leiddi strax til bættrar sambúðar kirkju og rikis i Ungverjalandi og skipaðir voru fjórir nýir biskupar yfir landinu. Þessi mynd var tekin 1956 af Mindszenty kardináia, þegar hann losnaði úr fangelsi kommúnista i Búdapest. En kardinálinn þessi skeleggi striösmaður Guðs og skoðana sinna tók þessu ekki þegjandi. Er það sennilega i fyrsta skipti I nú- tlmasögu, að svo háttsettur kirkjuhöfðingi setur sig opinber- lega á móti páfanum. Hann neitaði þvi, að hann hefði beðizt lausnar sjálfviljugur. — „Hans heilagleiki tók þessa ákvörðun einn,” sagði Mindszenty. Engin viðbrögð hafa borizt frá austantjaldsrikjum við andláti kardinálans enn. En menn ætla, að fráfall hans breyti litlu um samskipti páfagarðs og Ung- verjalands. Siðustu vandræðin, sem hann þótti baka þeim, máð- ust út I fyrra. Mindszenty kardináli var mað- ur fylginn sér og efaðistaldrei eitt andartak um réttmæti skoðana sinna. Að minnsta kosti lét hann aldrei bilbug á sér finna. 1 endurminningum, sem komu út eftir hann i fyrra, skrifaði Mindszenty: „Saga bolsévismans — sem nú spannar meira en hálfa öld orðið — sýnir, að kirkjan ein- faldlega getur ekki reynt neina málamiðlun Ivon um að stjórnin I staðinn láti af trúarbragðaof- sóknum.” Hann lét aldrei af þeirri draum- sýn sinni, að kirkjan hefði hlut- verki að gegna á sviði stjórnmál- anna. — „Það yrði vissulega mik- ið veikleikamerki, ef prestur léti leikmönnum, sem oft og tiðum eru með afvegaleidda samvizku, einum eftir að taka stjórnmála- legar eða siðferðilegar ákvarðan- ir.” Mindszenty kardináli hafði óhvikula afstöðu bókstafsmanns- ins gagnvart vandamálum rikis og kirkju. Gagnrýnendur hans sögðu hann hrokafullan og ein- þykkan. Til voru þeir, sem sögðu, að hann hefði orðið góður kommúnisti. Franz Koenig kardináli lét frá sér fara stuttorða yfirlýsingu eft- ir að dánarfréttin barst honum til eyrna: „Fréttin snart mig djúpt eftir svo margra ára náin kynni af Mindszenty kardínála.” — Koe- nig kardináli sagði að jarðarförin yrði tilkynnt siðar, en kirkju- klukkum St. Stefáns-dómkirkj- unnar I Vinarborg var hringt hin- um látna til heiðurs. Það var Koenig kardináli, sem i fyrra færði Mindszenty kardinála fréttirnar um, að annar maður — honum hófsamari i skoðunum og oröum — nefnilega Laszlo Lekai biskup hefði verið skipaður til að leysa hann frá embætti. „Vissulega hlýtur það að vera huggun að vita af manni, sem er 20% Mindszenty, taka við af þér, heldur en öðrum, sem er aðeins 2% Mindszenty,” sagði Koenig af sinni lagni við stallbróður sinn. Mindszenty kardináli hló við. Mindszenty kardináli og Páli páfi, sem siftar varft aft losa sig vift þröskuldinn. Kardínálmn ósveigjanlegi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.