Vísir - 26.05.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 26.05.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Mánudagur 26. mai 1975 REUTER AP' NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND U msjón Guðmundur Pétursson Senda þeir kaf- bóta inn í land- helgi Sovétríkja? Stórblaðið „New York Times” hélt þvi fram i gær, að Banda- rikin hefðu notað kaf- báta til að njósna um Sovétrikin og önnur riki. Varnarmálaráðu- neytið hefur ekkert viljað um þetta segja. 1 blaðinu var sagt, að þessar njósnaferöir hefðu spannaö fimmtán ára timabil. Var sagt, að þær fylgdu ákveðinni áætlun, sem gengi undir dulnefninu „Holystone”. Blaðið heldur þvi fram, að kafbátsnjósnirnar hafi byrjað I embættistið Lyndon Johnsons forseta, sem hafi lagt blessun sina á þær. — Sagt er, að kaf- bátarnir hafi seilzt svo langt, að þeir hafi farið inn fyrir þriggja milna landhelgi Sovétrikjanna. „Washington Post” greindi frá þvi I fyrra, að haldið hefði veriðuppinjósnum neðansjávar og gat um „Holystone”. Til við- bótar þvl greinir svo „New York Times” núna frá erfiöleikum, sem komið hafi upp viö þessar njósnir. Hæst ber þar atvikið, þegar kafbátur varö fyrir skemmdum á útsýnisturni, vegna þess aö hann kom upp undir sovézku herskipi á flotaæfingu Sovét- manna. Kafbáturinn slapp þrátt fyrir skemmdirnar og mikla leit Sovétmanna. Telur Kissingpr hœttulegan Israel Ariel Sharon, hers- höfðinginn, sem stýrði sókn israelsmanna yfir Súezskurðinn í Yom Kipp- Henry Kissinger sést hér t.v. með Andrei Gromyko starfs- bróður slnum frá Sovétrlkjun- um, en þeir hittust fyrir helgi I Vlnarborg. — Sharon telur Kissinger hættulegan tsrael. ur-striðinu 1973, sagði í gær, að Henry Kissinger, utanríkisráðherra væri ísraelsríki hættulegastur allra. Skoraði Sharon á bandarlska Gyðinga að efna til mótmælaað- gerða gegn Kissinger, hvenær sem hann legði leið sina til Austurlanda nær. Menn minnast þess, þegar Sharon hetjan úr Yom Kippur- striðinu, sagði af sér herstjórnar- störfum og helgaði sig stjórnmál- um eftir strlðið. Gerðist hann þá einarðasti gagnrýnandi Moshe Dayans, varnarmálaráðherra, sem þá var, og lá herstjórninni á hálsi fyrir handvömm og skipu- lagsleysi I striðinu. Ekki skýröi Sharon nánar hvers vegna hann teldi Kissinger hættu- legan Israel. Betty hjó flóttafólkinu Vletnamska flóttafólkið I Bandarlkjunum hefst margt við ennþá I Betty Ford forsetafrú lagði leið slna I búöirnar á dögunum óvörum og hitti þar að máli Nguyen Cao Ky, fyrrum vara- i.-VIetnam og sjást þau hér á tali. tjöidum. I öilum að t forseta S Stúdentarnir og rœningjam- • #••• m # ir fiorutiu Ný áhöfn komin í Saljut-geim- stöðina Ræningjarnir fjörutiu, sem á dögunum námu á brott með sér þrjá bandariska stúdenta og einn hollenzkan, sendu um helgina einn gislinn til byggða með orðsendingu, þar sem krafizt var lausnar- gjalds fyrir hina þrjá. Orðsendingin barst i hendur Julius Nyerere, forseta Tanzaniu, og kom hann henni til skila til sendiherra Bandarikjanna, þvi aö til hans var skeytinu beint. Yfirvöld Tanzaniu og Zaire hafa leitað ræningjanna úr lofti og á landi, en án árangurs. Stúdentinn, sem ræningjarnir létu frá sér fara, sagði, að hin væru heil á húfi og sæmilega haldin. Eins og fram kom i fréttum höfðu ræningjamir komið á báti eftir Tanganyika-vatni að tjald- búðum Jane Goodall, mann- fræðingsins, sem um tiu ára bil hefur rannsakað lifnaðarhætti baboon-apanna (sbr. sjónvarps- Nyerere forseti fékk skilaboðin frá ræningjunum og kom þeim áleiðis til bandariska sendiherr- ans. Krafizt er lausnargjalds fyrir stúdentana. þætti, sem sýndir voru frá rannsóknum hennar). Ræningjarnir leituðu Jane Goodall, en henni tókst að fela sig, svo að þeir fundu hana ekki. Foreldrar tveggja stúdentanna, sem ræningjarnir námu á brott, eru nú á leið frá Bandarikjunum til Dar Es Salaam i Tanzaniu. Tveir sovézkir geimfar- ar tengdu í morgun geim- far sitt, Soyuz 18, viö Saljut 4-geimstöðina, sem hefur verið á sveimi á braut um- hverfis jörðina. Fóru þeir um borð i geimstöðina, eft- ir því sem Moskvuútvarpið greindi frá í morgun. Útvarpið sagöi, að þeim Pyotr Klimuk og Vitaly Sevastianov liði vel og að þeir hefðu sagt, að tæki geimstöðvarinnar væru I full- komnu lagi. Geimstöðin hefur unnið sjálf- virkt, siðan siðasta áhöfnin yfir- gaf hana, geimfararnir tveir I Soyuz 17, en þeir settu sovézkt met, þegar þeir dvöldu 30 daga úti I geimnum. Moskvuútvarpið sagöi, að þeir Klimuk og Sevastianov hefðu þegar hafizt handa við rann- sóknarstörf, sem biðu þeirra. Þar er um að ræða athuganir á sólu, plánetum og stjörnum, yfirborði jaröar, gufuhvolfinu og læknis- fræöilegar athuganir á sjálfum sér. Þetta er fimmta mannaða geimflug Sovétmanna á tæpu ári. En fyrir sex vikum voru tveir menn sendir á loft, en þeir urðu aö snúa við. A myndinni hér fyrir neðan sést Soyuz-geimfar vera að losa sig frá skotpalli á jörðu á leiö upp til Saljut-geimstöðvarinnar. Beittu flug vélum gegn Líbanon ísraelskar orrustuflug- vélar gerðu loftárás á Líbanon í gær, og er það fyrsta árás þeirra núna um sex mánaða bil. — Áður höfðu orðið skærur milli ís- raelsks varðflokks, sem farið hafði inn í Suður- Líbanon til að elta ara- bíska skæruliða upp i fjöll- in, og Líbanonmanna. Voru flugvélarnar kallaðar til að stöðva stórskotahrið, sem Libanir hófu á varðflokkinn, þeg- ar hann nálgaðist þorpið Aita Ash-Shaab, en þaðan hafa skæru- liðar gert árásir á byggðakjarna I norðurhéruðum ísraels. Fréttum ber ekki saman um mannfall aðila I þessum skærum. Libanir telja sig hafa fellt 5 Israelsmenn og sært fleiri, en misst sjálfir sjö menn fallna og þrjá særöa. — Israelsmenn segj- ast hafa misst tvo menn en fellt flesta Libanina. Þessaárás bar upp á sjötta dag bardaga, sem verið hafa i Beirut, þar sem Palestinuskæruliðar og hægrimenn i Libanon eigast við. Hefur sprengjuvörpum og eld- flaugum verið beitt i þessum átökum og meira en 50 látið lifið á þessari viku. A siðustu dögum átakanna hef- ur minna borið á skæruliðum, en þess i stað hafa vinstri menn i Libanon látið meira að sér kveða og skipzt á skotum við Falang- ista. Stjórnarskipti urðu á föstudag, sem er afleiðing átaka fyrir sex vikum, þegar Palestinuarabar og Falangistar skiptust á skotum og 160 manns létu lifið. — En hin nýja stjórn þykir völt i sessi vegna átakanna að þessu sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.