Vísir - 26.05.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 26.05.1975, Blaðsíða 9
Elmar Geirsson, leikmaðurinn snjalli i Fram, lék siðasta hálftimann með Islenzka landsliðinu i gær og skapaði þá ólgu i vörn Frakka. Eftir samleik við Teit Þórðarson komst Elmar I gott færi — hann er á miðri mynd af ofan — og maður beinlinis ,,sá” knöttinn I markinu. En svarta miðverðinum i franska liðinu tókst aðcins að breyta stefnu knattarins á flugi hans að markinu og knötturinn lenti i stöng og afturfyrir. Horn-' spyrna, sem nýttist ekki. Ljósmynd Bjarnleifur. „Nú þurfum við að klekkja aftur ó Austur-Þjóðverjum" sagði landsliðsþjálfarinn Tony Knapp eftir leikinn í gœr „Þegar þess er gætt, að Frakkarnir hafa leikið fimm Skotar urðu að landsleiki siðan í desember, en við engan siðan i október og við að byrja okkar keppnistimabil en þeir að enda sitt, eru þetta mjög góð úrslit fyrir okkur,” sagði Tony Knapp þjálfari Islenzka liðsins eftir leikinn. ,,Ég get þvi ekki verið annað en áægður með strákana, enda börðust þeir vel og gerðu það, sem fyrir þá var lagt. Við áttum bara að skora mark i þessum leik, og það jafnvel fleiri en eitt. En þetta var aðeins byrjunin — við fáum engan tima til að slappa af. — 1. deildin bvrjar aftur i vikunni, og siðan er lands- leikurinn við Austur-Þjóðverja hér annan föstudag. Hann verður sjálfsagt erfiður, en við gerum okkar bezta eins og alltar’.j^jp. Norður-irar komust úr neðsta sætinu I brezku meistarakeppn- inni i knattspyrnu á föstudag, þegar þeir sigruðu Wales i Belfast með 1-0. Þau úrslit voru óvænt eftir fyrri frammistöðu welska liðsins i keppninni, en nú mátti það sin litils án þriggja sinna beztu manna, John Roberts, John Toshack og Terry Yorath. Eina markið I leiknum skoraði Sunderlandleikmaðurinn i Irska liðinu með nafninu fræga, Tom Finney. Það var á 23. min. eftir að jJóhannes Eðvaldsson: • • Eg var oruggur með hann þarna á línunni" ,,Ég var pottþéttur á að hafa hann, þegar skotið kom — ég sá hann koma fram hjá Sigga Dags og vissi, að ég hefði hann þá örugglega,” sagði fyrirliði islenzka liðs- ins, Jóhannes Eðvaldsson, þegar við spurðum hann um atvikið, þegar hann bjargaði skoti frá Frökkunum á linu seint i leiknum. „Þeir voru orönir hættu- legir undir lokin, þvi þá voru flestir i okkar liði alveg að gefast upp af þreytu. Þeir léku til að byrja með þennan ping-pong fótbolta, eins og þeir hjá Metzt gerðu — það er fallegt að sjá það, en kem- ur ekkert út úr þvl. Það var rétt i lokin, sem þeir fóru að koma með lengri sendingar og reyna að setja upp hraða, cnda voru þeir þá orðnir örvæntingarfullir. Við áttum bara aö skora i þessum leik — tækifærin voru okkar engu siður en þeirra, og ég held, að okkar hafi verið öllu betri. En það var gaman að þessu og gaman að vera kominn heim aftur og vera með strákunum I svona leik á Laugardalsvellinum. Við þurfum bara að endurtaka þetta oftar og helzt að gera betur á móti Austur-Þjóð- verjum um aðra helgi.” — klp — Dai Davies, markverði Everton og Wales, hafði mistekizt að ná knettinum eftir hornspyrnu. trska liðið hafði yfirburði I leikn- um og leik þess var fagnað inni- lega af 17 þúsund áhorfendum á Windsor Park. —hsim. AAEST SELDA SAUAAAVEL A ISLANDI NECCHI 16 sporgerðir. — Saumar allan vanalegan saum, teygjusaum, overlock og skrautsaum, þræðir, faldar, gerir hnappagöt og festir tölur. «: c: <! c: c: <: <: <: c ^l ^ll ^ll ^ii Hin fullkomna sjálfvirka saumavél FULLKOMINN ISLENZKUR LEIÐARVISIR Fæst með afborgunum.Sendum gegn póstkröfu. KYNNIÐ YÐUR HIÐ ÓTRULEGA HAGSTÆÐA VERÐ. Margra dratuga reynsla tryggir góða þjónustu. FÁLKINN Suðurlandsbrout 8 Reykjavík • Simi 8-46-70 Útsölustaðir víða um land ganga Um fjörutiu þúsund Skotar fóru að heiman til að horfa á landsleik Englands og Skot- lands á Wembley á laugar- dag. í Lundúnum lentu þeir i erfiðleikum— strætisvagna- stjórar og starfsmenn við neðanjarðarbrautirnar gerðu verkfall. Neituðu að flytja fólk til Wembley og ástæðan var framkoma skozku áhorfendanna sem ferðuðust meðþessum tækjum 1S73 — siðast þegar England og Skotland léku á Wembley. Þá var flest eyðilagt. En skozku áhorfendurnir gerðu sér litið fyrir — gengu 8 milurnar frá miðborg Lundúna til Wembley og sumir lögðu af stað þegar um nóttina fyrir leikinn. Á Wembley var mikill viðbúnaður — lögreglu- vörður hefur aldrei verið meiri á leik á Bretlandseyj- um. Þó komust ýmsir niður á völlinn — og bjórkrúsum rigndi yfir leikmenn eftir leikinn. 34 voru handteknir á meðan á leiknum stóð og eftir hann — en skozki hópurinn var hljóðlátari i göngu sinni frá Wembley á laugardagskvöld, en drekkti sorgum sinum hins vegar vel iheimsborginnium kvöldið. - hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.