Vísir - 26.05.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 26.05.1975, Blaðsíða 20
vism Mánudagur 26. mai 1975 „LOFTIÐ RAFMAGNAÐ AF SPENNU" — Garðar Sigur geirsson fyrsti Islandsmeistarinn í hórskurði — Elsa Haraldsdóttir Islandsmeistari annað órið í röð „Loftið var rafmagnað af spennu,” sögðu þeir, sem við- staddir voru i gær tslands- keppnina í hárgreiðslu- og hár- skurði. „Dagur hársins” var þessi sunnudagur kaliaður og hann hófst snemma hjá fagfóik- inu. Klukkan 11 I gærmorgun var byrjað og verðlaunaafhend- ingin fór svo fram um klukkan háifellefu I gærkvöldi. I annað skipti I röð varð Elsa Haraldsdóttir Islandsmeistari i hárgreiðslu. Hún sigraði bæöi fyrir daggreiðslu sina og við- hafnargreiðslu. Fyrsti íslands- meistarinn i hárskurði varð Garðar Sigurgeirsson, sem sigraði i formklippingu og tizkuklippingu. „Jú, ég er sérstaklega ánægð- ur með þetta,” sagði Garðar, þegar við ræddum viö hann. Hann hefur starfað i ósló hjá Kare Nilsen, sem er islenzkum hárskurðarmeisturum að góðu kunnur. Hefur m.a. orðið Norðurlandameistari. Garðar kom hingað heim fyrir nokkru og starfaði þá á rakarastofunni I Veltusundi, til þess aö fá að taka þátt i keppninni. Og sá, sem varð númer tvö i hárskurði i gær, er einmitt meistarinn á þeirri stofu, Guðjón Jónasson. „Það þarf mikla þjálfun i svona keppni,” sagði Garðar, „en það gera sér bara ekki allir grein fyrir þvi. Timinn er strangur og þetta er enginn leik- ur á meðan á þessu stendur.” Elsa Haraldsdóttir, sem nú er tslandsmeistari annað árið i röð, er eigandi hárgreiðslustof- unnar Salon VEH i Glæsibæ. Númer tvö i hárgreiðslu varð Hanna Kristin Guðmundsdóttir en hún var einnig i öðru sæti keppninnar i fyrra. Má geta þess að þær Hanna og Elsa lærðu hárgreiðslu hjá sama meistara, Helgu Jóakimsdóttur. Tveir stigahæstu keppendurn- ir úr hvoru fagi fá svo rétt til þátttöku i Norðurlandakeppn- inni, sem haldin verður i Osló 16. nóvember i haust. — EA Ágúst sigldi ó Ágúst annan — og annar brotnaði Agúst Guðmundsson GK-95 úr Vogum sigidi aðfaranótt laugar- dagsins á Agúst Guðmundsson II GK-94, einnig úr Vogum. Þessir tveir humarbátar fóru á veiðar frá Vogum um klukkan 2 um nóttina og héldu út á Faxa flóa. Um nóttina var mikii þoka og viidi þá svo illa til, að Agúst Guð- mundsson sigidi á Agúst Guö- mundsson annan með þeim af- ieiðingum að sá siðarnefndi brotnaði illa. Slys urðu ekki á mönnum. Fylgdi Agúst Guðmundsson honum áieiðis tii hafnar i Njarð- vikum. Agúst Guðmundsson ann- ar er það mikið brotinn, að senni- legt er, að hann verði frá veiði um tima. — JB „NÁKVÆMNISVINNA EN ENGIN OFSAKEYRSLA" — segir rally-sigurvegarinn, Halldór Jónsson fró Akureyri ó Fiat 128 Það má segja aö viðskipta- fræðideild Háskóla íslands hafi unnið stórsigur i fyrradag, þvi þaö voru tveir af nemendum hennar, sem sigruðu I fyrsta flokki Rally-ökukeppni FtB. Norðanmenn geta einnig hreykt sér af úrsiitunum, þvf þeir Hall- dór Jónsson og Úlfar Hauksson eru báðir frá Akureyri. Þeir óku Fiat 128 Rally, ár- gerð 1974. Vegalengdin var sem kunnugt er 154 km 145 m og til ferðarinnar hafði hver bifreið 2 klst. 45 min. Ekki þýddi öku- mönnum að fara á „öllu útopn- uðu” til að vera fyrstir I mark, þvi að fara þurfti í öllu að um- ferðarreglum og viss hámarks- harði gilti fyrir hvern fyrirfram ákveðinn kafla. Þeim Halldóri og Úlfari tókst þó að vera 45 sek. á undan áætlun. — Þetta er mest „nákvæmnis- vinna,” sagði Halldór ,,og mikið komiöundir góðu samstarfi öku- og leiðsögumanns. Svona keppnir eru ekki nein ofsa- keyrsla,70 km voru t.d. algert hámark. Hins vegar eru nokkrir erfiðir kaflar á leiðinni, sem varð að fara nokkuð greitt yfir og þá reynir bæði á ökumann og bifreið. Mér fannst mjög gaman að taka þátt i keppninni og ekki sizt að við skyldum vinna. Þeir Úlfar fengu bikar, verðlauna- pening og 50 þúsund krónur I peningum. Það er reyndar ekk- ert nýtt fyrir Halldór að taka á móti bikurum, þvi að hann er þjálfari og einn af leikmönnum blakliðs stúdenta, og þeir hafa hirt sex bikara á nokkrum siö- ustu árum. „Þrjú hjól undir bilnum”, söng Ómar Ragnarsson á sinum tima. Hann var með I keppninni og þótt ekki kæmi hann I mark á þrem hjólum lenti hann I einu af þrem smáóhöppum sem keppendur henti. — Það beyglaðist aðeins hurð- in hjá mér, en ekki alvarlega. Þetta óhapp var engin afleiðing keppninnar. Ég var nær kyrr- stæður og ætlaði að fara að beygja, þegar ég fékk hann inn I hliðina. Þetta var bara saklaus sunnudagabilstjóri, en ekki annar keppandi. Mér fannst keppnin fara mjög vel fram og tek örugglega þátt i þeirri næstu. Óskar Ólason, lögregluvarð- stjóri, tók I sama streng: — Keppnin var mjög vel skipulögð og fór vel fram. Það urðu þrir minni háttar árekstrar, en svona keppni er ekkert hættu- spil. 1 jeppaflokki óku þeir Hall- grímur Marinósson og Baldur Hlöðversson Bronco af árgerð 1968 til sigurs. Þeir fóru 1,18 min. fram yfir timann. Tvær konur mættu saman til keppni i Toyota 1200. Þær voru Guðrún Runólfsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Þær fóru 10,36 mínútur fram úr tímaáætlun og fengu þvi engin verðlaun, en hins vegar fána upp á aö þær hefðu lokið keppni með heiðri. Þeir hjá FIB voru enn önnum kafnir við að reikna út timana á hádegi i dag, og ekki fengust timar nema nokkurra fyrstu bil- anna. No. 2 I fyrsta flokki var Peu- geot 404, árgerð 1963. ökumenn voru Halldór Sigurþórsson og Baslað I railinu, Broncóinn ók aftan á Vauxhall Viva-bil, og varð nokkurt tjón á biiunum. Hér er ökumaður jeppans að ná öðru fram- brettinu af bil sínum — (Ljósmynd VIsis JIM) Karl Rosenkjær. Þeir fóru 1 mlnútu og 10 sek. fram yfir tlm- ann. Númer 3 var Fiat 125, fór l,21min.fram yfir tlmann. öku- menn Karl H. Sveinsson, Jón G. Viggósson. Númer 2 I jeppaflokki urðu Vilmar Þ. Kristjánsson og Sigurður I. Ólafsson á Bronco 1974. Þeir fóru 2,50 min. fram yfir tlma. — ÓT — Gróðurinn ó Þingvöllum fór illa: FIKT 8 ELDSPÝTUR ARA OLLI DRENGS MEÐ BRUNANUM Atta ára drengur varð i gær valdur að mesta gróðurbrunan- um, sem orðið hefur i þjóðgarð- inum á Þingvöilum i seinni tið. Hann var i för með fjölskyldu sinni, er sat i rólegheitum aust- an við Vatnsvfkina, skammt frá Gjábakkaveginum. Strákurinn varð viðskila við fullorðna fóikið og fór að fikta með eldspýtur, sem hann hafði komizt yfir i heimahúsi I Reykjavlk. Vissi þá enginn fyrri til en mikill eldur gaus upp á skammri stundu og fengu þeir, sem þarna voru næstir, ekki heft útbreiðslu hans. Fólk dreif að og voru hrislur rifnar upp og verkfæri gripin til að berja á eldinum. Hitinn varð þegar gifurlega mikill og sterk- ur vindur varnaði mönnum að komast fram fyrir eldinn og stöðva hann, áður en hann næði að breiðast lengra. Lögreglumenn úr Reykjavik voru staddir austur á Þingvöll- um er eldsins varð vart um klukkan fjögur, og kölluðu þeir út lögreglumenn og slökkvilið frá Reykjavik, og eins slökkvi- bila frá Selfossi og Ljósafossi. Tveir slökkvibilar úr Reykjavik voru komnir á staðinn klukkan rúmlega fimm og hinir komu skömmu siðar. Þá voru björgunarsveitir einnig kallaðar út, en er ljóst varð að takast mundi að hefta eldinn með þeim mannafla, sem á staðnum var, var hætt við að senda björgunarsveitir á stað- inn. Gróður á Þingvöllum er nú mjög þurr og breiddist þvi eldurinn út eins skjótt og raun varð á. Þegar slökkviliösmenn komu á vettvang var hægt að komast fram fyrir eldinn með reykgrimum og þannig hefta frekari útbreiðslu hans. Vatni var og dælt á eldinn og fóru slökkvibllar um þriggja klló- metra leið niður að Þingvalla- bænum til að fylla tanka sina aftur af vatni. Eldurinn hafði verið slökktur um klukkan hálfsjö um kvöldið. „Þarna hafa orðið skemmdir á eins og hálfs kilómetra löngu og Um tvö til þrjú hundruð metra breiðu belti,” sagði séra Eirikur Eiriksson þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum i morgun, er Visir ræddi við hann. „Mest er það mosi ofan af hrauni, sem brunnið hefur, en trjágróðurinn sjálfur slapp furðanlega vel. Veruíegar skemmdir urðu ekki á honum. Ég reikna með, að ef við fáum hlýindi og dögg núna, nái gróðurinn sér á strik fljótlega aftur. Þó verður þetta sár ekki farið að gróa að marki fyrr en næsta sumar”, sagði séra Eirik- ur. Slökkviliðsmenn úr Reykja- vik voru á vakt austur á Þing- völlum fram eftir nóttu og tveir lögreglumenn voru þar I morgun á vakt. Þess má geta, að um hvita- sunnuna varð einnig mikill gróðurbruni á Þingvöllum, þótt sá hafi ekki verið jafn umfangs- mikill og i gær. — JB VARÐI BUSTAÐINA Eldur í Munaðarnesi: Mikill eidur sleikti að minnsta kosti þrjá hektara lands fyrir neðan bústaðina i Munaðarnesi I gær. Er álitið að sigaretta eða annar eidur af manna völdum hafi orsakað brunann. „Það voru fjölskyldur I öllum bústöðunum núna um helgina og þvi tiltækt mikið lið manna til slökkvistarfa,” sagði Jón Ernst Ingólfsson, sölumaður úr Reykjavlk, sem þarna var með konu slna og barn. „Fyrst I stað datt mönnum ekki annað I hug en að einhver væri að brenna rusli, en þegar reykurinn tók að magnast var VEGURINN farið að athuga málið nánar og kom þá I ljós, að þetta var sinu- bruni og eldurinn hafði einnig læst sig I kjarrið og trén,” sagði Jón frá. „Eldsins varð vart um klukk- an ellefu fyrir hádegi,” hélt hannáfram. „Askömmum tlma var svæðið á milli Noröurár og upp aö veginum fyrir neðan húsin eitt eldhaf. Húsin voru þó aldrei I hættu. Vegurinn kom I veg fyrir það. A timabili voru tveir slökkvi- bllar á staðnum, og sjálfboða- liðana skorti ekki. Auk þeirra, sem bjuggu I bústöðunum, tóku menn af bæjunum I nágrenninu þátt I slökkvistarfinu og kom sá liðsauki á pallbilum á staðinn,” sagði Jón. Kvaðst hann állta, að eitthvað um fimmtlu manns hafi unnið að slökkvistarfinu þegar mest var. Tókst þessum fjölda að ráða niðurlögum elds- ins á tveim tímum. „Ég lærði það þarna,” sagöi Jón loks, „að maður á ekki að skipta sér af svona löguðu. Ég varö fyrir þvl óláni að slasa mig þarna I gær. Ég var þá að vinna við að koma upp varnargaröiog notaði kvisl við það verk. I miðjum kliðum brotnaði verk- færið og ég skarst illa I andliti. Það.reyndist ekki vera læknir á staðnum og ég varð að fara á minum eigin bll til að leita læknishjálpar. Hún fékkst — og ég varð að borga lækniskostnað- inn úr mlnum eigin vasa. Það þurfti að taka nokkur spor, þvi ég hafði skorizt illa.” Það verður ekki sagt, að þeir sem fóru I Munaðarnes til að leita sér hvildar og hressingar þessa helgina, hafi leitað á rétt- an stað... _ þjm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.