Vísir - 26.05.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 26.05.1975, Blaðsíða 12
12 Vlsir. Mánudagur 26. mai 1975 Ólafur Júlíusson: „Fœturnir neit- uðu að hlýða" Eitt af beztu tækifærum ls- lands i sibari hálfleiknum á móti Frökkum var, þegar Ólafur Júlíusson komst inn fyrir vörn- ina, en skaut langt fram hjá úr löngu færi. ,,Ég missti boltann abeins of langt inn á miðjuna, þegar ég ætlaði aö bruna upp aö markinu, og ég heyrði I þessum svarta miðherja þeirra koma másandi á eftir mér. Ef ég hefði ekki misst hann til hliöar, hefði ég komizt alla leið, þvi það fór dýrmætur tfmi I þessi aukaskref. Ég tók þvl sjensinn á að skjóta, en þá gáfu fæturnir sig, þvl ég var alveg búinn af þreytu.” Annars var ég ánægður með útkomuna hjá okkur. En kórón- an hefði það samt veriö að geta skorað hjá þeim.” — klp — Joe Gilroy: „Bjóst ekki við ísl. liðinu svona góðu" „Þetta er i fyrsta sinn, sem ég sé Islenzka landsliðið I knatt- spyrnu leika, og bjóst aldrei við þvi, aö það væri svona gott,” sagði Joc Gilroy, þjálfari 1. deildarliðs Vals, eftir leikinn, en þá kom hann ásamt erlendu þjálfurunum niður I búnings- klefa til aö ræða við Tony Knapp. „islenzka liðiö var I heildina betra en það franska ef maður skoðar leikinn I heild. Miðað við að þetta er I upphafi keppnis- timabils hér hjá okkur, en þeir að ljúka við sitt, var þetta frá- bært hjá islenzku strákunum. Að vísu voru Frakkarnir með betra útliald , en það kom i ijós siðustu 15 minúturnar, en i heildina átti íslenzka liðið fleiri marktækifæri og hefði með smáheppni getað sigrað.” -klp- r Asgeir Sigurvinsson: voru allt en hressir" „Þeir annað ,,Ég get vel skilið að þeir séu svekktir eftir þessi úrslit,” sagði eini frönskumælandi leik- maðurinn I isienzka iandsiiðinu, Asgeir Sigurvinsson, er við töl- uðum við hann eftir leikinn. „Það er mikið áfall fyrir þá að ná ekki nema jafntefli við okkur — og sleppa vel með það, — enda var hljóðið ekki sem bezt i þeim á leiðinni út af og I baðinu. Við getum ekki verið annað en ánægðir með útkomuna, þvi þetta er annað jafnteflið I röð, sem við gerum við stórþjóð i Evrópu á knattspyrnusviðinu. Og það er virkilega farið að taka eftir okkur núna.” Fyrir landsleikinn afhenti Jón Asgeirsson, formaður Samtaka iþróttafréttamanna, Asgeiri hina miklu styttu samtakanna sem iþróttamaður ársins fær. Asgeir var sem kunnugt er efst- ur i kjöri iþróttafréttamanna og „iþróttamaður ársins”. Honum var fagnað innilega af hinum fjölmörgu áhorfendum — og leikmönnum beggja liða — þeg- ar hann tók við styttunni. A mynd Bjarnleifs tii hliðar er As- geir meö gripinn fagra. Skotor gjörsigraðir á Wembley-leikvanginum! — Enskir unnu brezku meistarakeppnina og Skota 5-1 Eftir allar skamm- irnar siðustu vikurnar tóku ensku landsliðs- mennirnir i knattspyrn- unni sig heldur betur saman i andlitinu á laugardag — unnu þá stórsigur 5 — 1 á Skotum i brezku meistarakeppn- inni og léku á köflum snilldarlega. Meö sigrinum hlaut England brezka meistaratitilinn, þar sem Wales tapaði i Belfast fyrir Norður-írlandi á föstudagskvöld 0 — 1. Fáir reiknuðu með sigri Eng- lands gegn Skotlandi á laugardag á Wembley, þar sem leikir enska liðsins höfðu ekki verið sann- færandi I fyrri leikjunum — en Skotar aftur á móti virkað sterkir. En Don Revie var nú með alla slna beztu menn — Colin Bell, Kevin Keegan komu inn aftur, og Kevin Beattie, Ipswich, sem bak- vörður, en hann hafði ekki getað leikið i fjórum siðustu leikjum Englands vegna meiðsla. En nú gerði hann bakvarðarstöðuna að sinni. Enska liðið byrjaði með miklum krafti og eftir sjö min- útur hafði það raunverulega gert út um leikinn — skorað tvö mörk. Hið fyrra skoraði Gerry Francis, bezti leikmaður enska liðsins, meö miklum þrumufleyg af 25 metra færi. Náði knettinum eftir markspymu Ray Clemence og tveimur min. siðar léku þeir Ball og Keegan i gegn. Keegan gaf fyrir og þar var hinn ungi Beattie kominn —skallaði fallega i mark. Þeir Ball, Bell og Francis náðu yfirtökunum á miðju vallarins og sjálfstraust ensku leikmannanna var mikið eftir hina góðu byrjun. Upp úr miðjum hálfleik fór þó skozka liöið aðeins að sýna klærnar — en komst litið áleiðis gegn sterkri vörn Englands. Þó átti Parlane, Rangers, skot i stöng og Alfie Conn, Tottenham, spyrnti framhjá eftir hornspyrnu. Enska liðið var hins vegar afar hættulegt i upphlaupum sinum og á 41. minútu jók Bell muninn i 3 — 0, með stórfallegu marki — lang- skot. Skotar byrjuðu á miðjunni og brunuðu fram — gefið fyrir og þar hrökk kötturinn i hönd Colin Todd. Austur-þýzki dómarinn dæmdi umsvifalaust vitaspyrnu sem fréttamönnum BBC fannst strangur dómur, en ensku leik- mennirnir hreyfðu ekki mót- mælum. Bruce Rioch, Derby, tók vitaspyrnuna og skoraði örugg- lega. 3 — 1 og tvö mörk með 60 sek millibili. 1 siðari hálfleiknum hafði enska liöið enn meiri yfirburði og skoraöi þá tvö mörk til viðbótar. Francis skoraði hið fyrra á 64. min. eftir að Ball hafði tekið aukaspyrnu, en David Johnson hið siðara á 72,min. eftir mikil læti í vitateig Skotlands. Þriðja mark hans fyrir England i tveimur landsleikjum —og það er hlutverk miðherja að skora, þó að hann hafi hins vegar ekki að öðru leyti verið mjög atkvæða- mikill. Skotar gerðu 2 breytingar á liði sinu, þegar liða tók á hálf- leikinn. Hutchison, Coventry, kom I stað Duncan, og Lou Ma- cari fyrir Ted MacDougall, en þeir gerðu litlar rósir — Hutchin- son beinlinis slakur. Fjórum min. fyrir leikslok kom Dave Thomas, QPR i stað Keegan hjá Engiandi. Lokastaðan i brezku keppninni varð þannig: islandsmeistarinn i goifi — Björgvin Þorsteinsson — tapaði I aukakeppni fyrir Ragnari ólafs- syni GR i Þotukcppninni, sem fram fór á Hvaleyrarvellinum i Hafnarfirði I gær. Þeir voru báðir á 164 höggum eftir 36 holúrnar, og þur'ftu þvi að leika eina aukaholu um 1. sætið. Ilana lék Ragnar á 4 höggum en Björgvin á 5, og hlaut þvi Ragnar fyrsta sætið. í þriðja sæti kom Þorbjörn Kjærbo GS á 166 höggum. Þar á England 3 1 2 0 7-3 4 Skotland 3 111 6-7 3. N-lrland 3 111 1-3 3 Wales ' 3 0 2 1 4-5 2 Sigur Englands er einn hinn stærsti, sem landið hefur unnið gegn Skotlandi — þó stórar tölur hafi oft áður sézt t.d. 9 — 3 fyrir England 1961 og 7 — 2 1955. Þá vann England og stórsigur i Glasgow 1973 5 — 0. Skozka lands- liöiðhefurekkiunnið England á Wembley siðan 1967 — en Skotar urðu þá fyrstir til að sigra heims- meistara Englands 3 — 2. Þessi leikur var hinn áttundi hjá enska landsliðinu undir stjórn Don Revie — og I þeim hefur Eng- land ekki tapað, en hins vegar hafa verið talsverðar óánægju- raddir með lið Revie. Þess má til gamans geta, að David Watson, Sunderland er eini leikmaðurinn, sem Revie hefur valið i alla átta landsleikina. Skipan enska liðsins var þannig gegn Skotlandi. Clemence, Whitworth, Watson, Todd, Beattie, Ball, Bell, Francis, Channon, Johnson og Keegan. Varamaður Thomas, Skotland. Kennedy, Jardine, MacQueen, MacGraine, Munro, Rioch, Dalglish, Parlane, MacDougall, Duncan og Conn. Varamenn Hutchison og Macari. Tekjur af leiknum námu 244 þúsund sterlingspundum, sem er metupphæð fyrir landsleik á Wembley. —hsim. eftir komu Hálfdán Þ. Karlsson GK á 167, Einar Guðnason GR á 169 og Jóhann Ó. Guðmundsson GN og Július R. Júllusson GK á 173 höggum. Með forgjöf sigraði Reynir Baldursson GK — á 147 nettó , Agúst Svavarsson GK 148 og Hálfdán Þ. Karlsson GK varð þriðji á 150. Næsta opna keppni er um næstu helgi hjá Golfklúbbi Suðurnesja — Vikurbæjarkeppnin — — klp — Ragnar vann þotuna!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.