Vísir - 27.05.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 27.05.1975, Blaðsíða 4
4 Auglýsing um niðurfellingu söluskatts af nokkrum tegundum matvöru Fjármálaráöherra hefur ákveöiö aö nýta heimild i 22. gr. lagá nr. 11 frá 28. april 1975 til aö fella niður söluskatt frá og meö 1. mai 1975 af vörum, sem falla undir eftirfarandi tollskrárnúmer, sbr. lög nr. 6/1974 um tollskrá og fleira: Tollskrárnúmer Vöruheiti 07.01.20 Tómatar 07.01.31 Laukur 07.01.39 Annaö nýtt grænmeti 08.01.10 Bananar, nýir 08.01.30 Ýmsir ávextir, nýir 08.02.10 Appelsinur, tangarinur, mandarinur og klemen- tlnur 08.02.21 Sitrónur 08.02.29 Aörir citrusávextir 08.03.10 Fikjur, nýjar 08.04.10 Vinber, ný 08.05.00 Hnetur. nýjar 08.06.10 Epli 08.06.20 Perur og kveöur 08.07.00 Steinaldin, ný 08.08.00 Ber, ný 08.09.01 Melónur 08.09.09 Aörir nýir ávextir 09.01.11 Kaffi i smásöluumbúöum 09.01.12 Kaffi i öörum umbúöum 09.02.00 Te 18.05.01 Kakaoduft, ósykraö i smásöluumbúðum 18.05.09 Kakaoduft, ósykraö i öörum umbúðum 18.06.01 Kakaoduft, sykrað 19.07.00 Brauö, skonrok og aörar algengar brauövörur án viöbætts sykurs, hunangs, eggja, feiti, osts eða ávaxta 19.08.00 Kökur, kex og aörar Iburöarmeiri brauövörur, einnig meö kakaoi enda innihaldi vörur þessar minna en 20% af þunga af súkkulaöi 21.02.10 Kaffiextraktar, kaffikjarnar, kaffiseyöi, og vörur úr þessum efnum. 21.02.20 Extraktar, kjarnar og seyöi úr tei eða mate og vörur úr þessum efnum. Niöurfelling söluskatts tekur jafnt til innlendrar fram- leiöslu er félli undir ofangreind tollskrárnúmer sem inn- flutnings. Undanþágur skv. auglýsingu þessari taka þó ekki tii sölu þessara vara I veitingahúsum, greiðasölustöðum, smur- brauöastofumogöörum hliöstæöum sölustööum né heldur til sölu vara, sem unnar eru úr þessum vörum. Sælgæti eða súkkulaöikex, sem yfirleitt er selt I stykkjatali, er ekki heldur undanþegiö, þótt súkkulaðiinnihald þess sé undir framangreindum mörkum. Smásöluverslanir, sem selja bæöi söluskattfrjálsa og söluskattskyldar vörur skulu halda innkaupum á skatt- frjálsum og skattskyldum vörum aögreindum i bókhaldi eins og nánar er ákveðiö i reglugerö fjármálaráöuneytis- ins 30.april 1975 um þaö efni. Þær verslanir, sem eiga birgöir af áöur nefndum vörum i byrjun maimánaöar 1975 og njóta vilja frádráttar frá heildarveltu vegna þeirra við söluskattsuppgjör fyrir þann mánuö, skulu senda skatt- stjóra birgöaskrá meö söluskattskýrslu fyrir maimánuö. Þeir aöilar, sem selja söluskattfrjálsar vörur til endur- seljenda skulu halda þeirri sölu aögreindri frá annarri sölu á sölureikningum. Auglýsing þessi kemur i staö auglýsingar nr. 145 frá 30. april 1975 og auglýsingar um breyting á auglýsi.ngu nr. 145 frá 20. april 1975. Fjármálaráðuneytið, 23. mai 1975 Auglýsing um nidurfellingu tolla af ýmsum lyfjum l.gr. Ráðuneytiö hefur ákveðiö aö beita heimild i 21. gr. laga nr. 11 28. april 1975 og fella niöur tolla af eftirtöldum lyfjum: A. Lyfjum sem falla undir tollskrárnúmer 30.01.00 og 30.02.00. B. Sérlyfjum sem skráö eru á sérlyfjaskrá. C. Óskráöum sérlyfjum sem falla undir tollskrárnúmer 30.03.09 og flutt eru til landsins meö heimild heilbrigðis- yfirvalda skv. 3.mgr. 54gr.lyfsölulaga nr. 30/1963. 2. gr. Lyf fær þvi aöeins tollmeöferö samkvæmt framanskráöu, aö viö tollafgreiöslu liggi fyrir staöfesting Lyfjaeftirlits rikisins meö áritun á vörureikning, að um lyf upptaliö i A, B eöa C-lið 1. gr. sé aö ræöa. 3. gr. Auglýsing þessi birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga aö máli og öölast þegar gildi. jFjármálaráðuneytið, 23. mai 1975 Fró Skólagörðum Reykjavíkur Innritun fer fram sem hér segir: í Laugardalsgarða fimmtudaginn 29. mai kl. 9-11, fyrir börn búsett austan Kringlu- mýrarbrautar og norðan Miklubrautar. í Aldamótagarða sama dag kl. 1-3, fyrir börn búsett vestan Kringlumýrarbrautar. í Ásendagarða föstudaginn 30. mai kl. 9-11 fyrir börn búsett sunnan Miklubrautar og austan Kringlumýrarbrautar ásamt Blesugróf. í Árbæjargarða á sama tima fyrir börn úr Árbæjarsókn. í Breiðholtsgarða v/Stekkjarbakka, sama dag kl. 1-3. Innrituð verða börn fædd 1962-66 að báðum árum meðtöldum. Þátttökugjald kr. 1200 greiðist við innrit- un. Skólagarðar Reykjavikur. Skólavist í menntaskólum Umsóknarfrestur um skólavist 1 menntaskólum og menntadeild- um næsta skólaár er til 10. júni n.k. Allar umsóknir um mennta- skólavist i Reykjavik skulu sendar til Menntaskólans I Reykja- vik, við Lækjargötu, en aörar umsóknir til viökomandi skóla. ' Tilskilin umsóknareyöubiöö fást i gagnfræðastigsskólum og menntaskólum. Menntamálaráöuneytiö, 23. mai 1975. Aðalfundur Aðalfundur Hagtryggingar h.f. árið 1975 verður haldinn i Tjarnarbúð i Reykjavik laugardaginn 31. mai og hefst kl. 14. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. 15. grein samþykkta félagsins. Lagabreytingar. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæða- seðlar verða afhentir hluthöfum eða öðr- um með skriflegt umboð frá þeim i skrif- stofu félagsins að Suðurlandsbraut 10, Reykjavik, 28. til 31. mai á venjulegum skrifstofutima. Stjórn Hagtryggingar h.f. Félogasamtök til sölu Vendo gossjálfsali, litið notaður, sem gæti verið hentugur fyrir hvers konar félagastarfsemi, fyrirtæki og fleiri aðila. Uppl. i sima 42605 kl. 9-18 og 85045 eftir kl. 18. íiianYWNAgaca ll ID3VADUAJ 8fYSS IMÍ2 Til sölu svo til nýjar þurrhreinsivélar og gufu- pressa, selst saman eða sitt i hverju lagi. Uppl. i sima 34601. Visir. Þriöjudagur 27. mai 1975 REUTER í _ ___ ap/ntb 1 MORGUN U Eiga þeir að reyna að setja nýtt met? Sovézku geimfararnir tveir, sem staddir eru uppi í Saljut-4 láta nú hendur standa fram úr ermum við undirbúning rannsókn- anna, sem þeir eiga að inna af hendi. Eru það einkum rannsóknir á sólu, plánetum og stjörnum, yfir- borði jarðar og gufuhvolfi. Segja þeir, að tæki stöðvar- innar séu i fullkomnu lagi og virki vel. Viðskilnaður fyrirrennara þeirra, sem voru 30 daga i geim- stöðinni, virðist þvi hafa tekizt vel. Það er hald margra, að þessari áhöfn sé ætlað að slá met geimfaranna I Soyuz-17 og dvelja um borð i Saljut-4 lengur en 30 daga. Knievel slasaður Of urhuginn Evel Knievel liggur nú alvar- lega slasaður á sjúkra- húsi í London, eftir að hann stökk á mótorhjóli sínu yfir 13 strætisvagna, en braut hjólið í lendingu. Þegar hann var borinn burt af slysstaðnum, allur lemstraður, lýsti þann þvi yfir, að nú legði hann þessi fifldjörfu stökk sin á hilluna fyrir fullt og allt. Læknir sjúkrahússins sagði um meiðsli Knievels, aö þau væru alvarleg en ekki hættuleg. Menn minnast Knievels frá blaðafrásögnum i fyrra, þegar hann reyndi að skjóta sjálfum sér á eldflaug yfir Snjákafljóts- gljúfur i Idaho. Það mistókst, og var sýning hans i London sú fyrsta eftir þau mistök. Og « verður vist sú siðasta um leið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.