Vísir - 27.05.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 27.05.1975, Blaðsíða 5
5 Visir. Þriðjudagur 27. mai 1975 TLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Sovézku geimfararnir, Pietr Klimuk (t.v.) og Vitaly Sevastianov, sem mi eru staddir uppi I Saljut-5. Myndin var tekin, þegar þeir voru að stiga um borð i Soyuz-18. Rœða 50 mílna landhelgi við Sovétmenn Hafréttarmálaráðherra Noregs, Jens Evensen, kom til Moskvu i gær til viðræðna við sovézka ráðamenn um þá ráða- gerð norsku stjórnarinnar að færa landhelgi Noregs út i 50 milur. Evensen mun sitja fundi með Alexander Ishkov fiskimálaráð- herra til þess að leysa vandamál, sem upp kunna að koma við út- vikkun landhelginnar úr tólf mil- um. — Er það einkanlega Baretnshafið, sem hagsmunir Sovétmanna og Norðmanna kynnu að rekast á. Bæði þykir það svæði liklegt til að búa yfir náttúruauðlindum og um leið vera hernaðarlega mjög mikilvægt. Norðmenn hafa lýst þvi yfir, aö útfærsla landhelginnar i 50 milur muni verða eins fljótt og kostur er á á þessu ári. En þó ekki fyrr en þeirhafa ráðfærtsig við þau lönd, sem helzt eiga hlut að máli, eins og Sovétrikin og Bretland. Vonir um samn- inga við rœningj ana fjörutíu Tanzaníustjórn er talin reyna eftir einhverjum bakleiðum að ná stúdent- unum frá ræningjunum fjörutíu/ en hún hefur þverlega synjað að verða við kröfum ræningjanna /,og mun ekki láta kúga sig", eins og komizt var að orði. Sendiherra Bandarikjanna i Dar Es Salaam lét á sér skilja i gærkvöldi, eftir að hann hafði átt viðræður við Nyerere for- seta, að reynt væri að ná sam- komulagi við ræningjana um að sleppa stúdentunum. Kvaðst hann sjálfur ekki vera úrkula vonar um að unnt væri að bjarga þremenningunum, Jane Hunter, Kenneth Smith og Emily Bergamann, frá skæru- liðunum. — Eins og menn minn- ast af fréttum var þeim rænt úr tjaldbúðum þeirra við Tanganyika-vatn, þar sexn þau unnu undir stjórn Jane Godall að rannsóknum á lifnaðarhátt- um chimpansa. Fjórða stúdentinum var sleppt aftur til mannabyggða með orðsendingu þess efnis, að ræningjarnir krefðust 200.000 sterlingspunda lausnargjalds, 570 sjálfvirkra riffla plús skot- færi og að tveir leiðtogar þeirra yrðu látnir lausir úr fangelsi. — Þau boð fylgdu, að stúdentarnir yrðu skotnir, ef kröfunum yrði ekki fullnægt innan 60 daga. Barbara Smuts, sem færði Nyerere forseta skilaboðin, sagði, að hún og hinir stúdent- arnir hefðu verið i haldi i þorpi einu i frumskóginum, þar sem skæruliðarnir hefðust við og þeirra nánustu. Voru þau geymd i moldarkofum, en leyft að umgangast hvert annað. Mat fengu þau nógan, en heldur þótti þeim kosturinn framandi. Hún færði með sér bréf frá hverju hinna þriggja. Létu stúdentarnir þar i ljós, að þeir væru sannfærðir um að skæru- liðarnir mundu standa við orð sin um að skjóta þau. Titó for- seti orð- inn 83 ára Attatiu og þriggja ára varö núna á sunnudaginn Josip Broz Titó, forseti Júgóslaviu. — Þessi mynd var tekin þá um morguninn af afmælisbarninu og konu hans, Jovanka Broz, að skera afmælis- tertuna. Riddaralegur að vanda bauð marskálkurinn auðvitað lifsförunaut sinum fyrstu sneiðina. — Heillaóskirnar streymdu til forsetahallarinnar þennan dag. Herinn setur sósíalista Stjórnmálahreyfing hersins i Portúgal hefur sett ofan i við sósialista- flokkinn fyrir að ráð- herrar hans skuli ekki sitja rikisstjcrnarfundi. Jafnframt hefur her- stjórnin látið i veðri vaka, að gripið verði til skjótra ráðstafana til að binda enda á stjórn- málakreppuna i landinu. t yfirlýsingu, sem gefin var út eftir 15 stunda fund stjórnmála- hreyfingarinnar, sagði, að 250 foringjar hersins (sem fundinn sátu) hafi gagnrýnt sósialista fyrir að neita að sitja rikis- stjórnarfundi, þar til kröfur þeirra hefðu verið uppfylltar. Sósialistar hafa krafizt þess, að kommúnistar, sem tóku aðalmál- gagn sósialista „Republica” — eitt siðasta blaðið, sem ekki var áróðursgagn kommúnista — traustataki, skiluðu þvi aftur. Auk þess krefjast sósialistar að losað verði um heljartak það sem kommúnistar hafa nú á verka- lýðsfélögunum, fjölmiðlunum og sveitarstjórnum. 1 yfirlýsingu stjórnmálahreyf- ingarinnar gætti greinilega óþolinmæði ráðamanna hersins með flokkadráttum i landinu. Hins vegar höfðu menn búizt hálft i hvoru við þvi, að herinn gengi lengra og bannaði starfsemi stjórnmálaflokka i Portúgal. En af þvi varð þó ekki. Greinilegt er nú, að vonir sósi- alista um að aðgerðir þeirra að undanförnu mundu hvetja hina hófsamari innan hersins til þess að spyrna fótum við yfirgangi kommúnista, hafa brugðizt. Stjórnmálahreyfing hersins lýsti yfir fullum stuðningi við Vasco Goncalves forsætisráð- herra, sem dregið hefur óspart taum kommúnista. — Með þvi' að gagnrýna sósialista og ekki aðra er sósialistaflokkurinn settur út á kaldan klaka. ofan í við Mario Soares, leiðtogi sósialista, og Paul Rego, ritstjóri „Republica”. Blaðið sýnist þeim glataðog flokkurinn hefur fengið ofanigjöf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.