Vísir - 27.05.1975, Page 6

Vísir - 27.05.1975, Page 6
6 Visir. Þriðjudagur 27. mai 1975 vísir Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Augiysingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Enga vitleysu nú Rikisstjórninni var i vetur legið á hálsi fyrir að vera of svifasein i aðgerðum, þegar hallaði undan fæti i efnahagsmálum. Sannarlega urðu sveifl- urnar miklu hraðari en jafnvel sérfræðingarnir höfðu spáð, en skjótari aðgerðir hefðu tvimæla- laust dregið úr áföllunum. Alþjóð veit, að þetta verður erfitt ár. Enn hafa viðskiptakjörin versnað. Sérfræðingarnir spá nú jafnvel enn lakari útkomu en spár þeirra i vetur bentu til. En i þessum útreikningum sérfræðing- anna er ekki tekið tillit til lamandi áhrifa vinnu- stöðvana. Nú stendur togaraverkfallið og sam- úðarverkfall vélstjóra á kaupskipum, og áhrifin vaxa óðfluga. Eitthvað mun hafa rofað til i vél- stjóradeilunni, en deila undirmanna situr föst. Ef semst við vélstjóra, komast kaupskipin af stað, þótt verkfall á stóru togurunum héldi áfram. Þetta verkfall gengur ekki. Almenningsálitið krefst þess i vaxandi mæli eftir þvi sem vikunum fjölgar, sem verkfallið stendur, að rikisstjórnin gripi i taumana. Verkföllin eru fleiri. Verkfallið i Sementsverk- smiðjunni veldur vinnustöðvun i steypustöðvum og siðan samdrætti i byggingariðnaði. Þótt fáir menn séu i verkfalli i þessari verksmiðju, eru af- leiðingarnar gifurlegar og vaxa stig af stigi. Fjöldi skólafólks, sem hafði reiknað með að fá vinnu i byggingariðnaði, flokkast nú á atvinnu- leysisskrá. Litið sem ekkert hefur miðað i þessari deilu. Verkfall starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar er einnig þungbært, þótt þar sé um fáa menn að ræða. Það veldur landbúnaðinum vandkvæðum, og súrefnisskortur hrjáir vélsmiðjur. Verkfallið i Kisilverksmiðjunni skerðir útflutninginn, sem sizt má hraka. Mestu átökin eru þó enn ókomin, ef svo fer sem horfir. Svokölluð baknefnd Alþýðusambandsins hvetur verkalýðsfélögin til að fara i verkfall 11. júni. Þvi stefnir i allsherjarverkfall. Vinnu- veitendur geta að sjálfsögðu ekki fallizt á kröfur verkalýðsfélaganna eins og þær eru lagðar fram, og bilið er algerlega óbrúað enn. Vonir höfðu staðið til, að unnt yrði að semja um visitölumálið og einhver önnur hliðarmál fyrir 1. júni og siðan næðist samkomulag um, að ekki kæmi til verk- falla i sumar. Þessar vonir hafa brugðizt. Þannig er vegið að þjóðarbúinu, annars vegar eru skakkaföll á mörkuðum erlendis og hins veg- ar erum við sjálf að grafa undan okkur með sóun verðmæta. Afskipti stjórnvalda af deilum Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasambandsins hafa gefizt misjafnlega i liðinni tið. 1 fyrra voru þau til hins verra, eins og alþjóð veit, þar sem stjórnvöld létu óhindraða þá niðurstöðu, að kauphækkunum skyldi nær samstundis dembt út i verðlagið. ■ Reyndar fékkst þessi niðurstaða vegna fyrirheita stjórnvalda um þetta. í þetta sinn verður þörf á þvi, að rikisstjórnin fylgist vel með og sjái til þess, að sama vitleysan verði ekki aftur. — HH 4 ITekst Husak að bola Svoboda, síðasta sam- herja Dubceks, fró? Almennt er búizt við því, að Gustav Husak, leiðtogi tékkneska kommúnista- flokksins verði næsti for- seti Tékkóslóvakíu, eftir kosningarnar, sem þar fara fram i vikunni. Lang- varandi veikindi Ludviks Svoboda, fy.rrum hers- höfðingja, þykja skjóta loku fyrir, að hann gegni forsetaembættinu áfram. Menn eiga ekki annars von en að kosningarnar fari fram með friði og spekt, en lögfróðir menn telja þó, að heilsubrestur Svoboda forseta annars vegar og ákvæði stjórnskrárinnar hins vegar skapi stjórnvöldum vissan vanda. 1 stjórnarskránni er nefnilega kveðið svo á, að sá, sem hafi for- setaembættið með höndum, viki ekki úr þvi fyrr en fimm ára kjör- timabili hans lýkur, hann deyr eða segir af sér. Honum verður ekki vikið úr embætti, ekki einu sinni af þinginu, sem kaus hann. Svoboda forseti er sagður þungt haldinn, svo veikur, að hann hef- ur ekki getað gegnt embættis- störfum i rúmt ár. Uppi eru get- gátur um að hann sé of veikur til þessað geta komið fram opinber- lega og sagt af sér embætti á formlegan hátt. Ef rétt reynist, þá situr maður fyrir i forsetastólnum, og Husak kemst þar ekki að. Lubomir Strougal, forsætisráðherra, mundi þá gegna skyldum forset- ans, eins og hann hefur gert siðasta árið. En þetta sýnist það eina, sem hindrað gæti Husak i að verða forseti Tékkóslóvakiu. Allt annað virðist honum i haginn. Hann mundi ekki einu sinni þurfa að af- sala sér framkvæmdastjórastöðu kommúnistaflokksins Miðstjórn flokksins, það apparatið, sem tekur allar mikil- vægustu ákvarðanirnar, kemur saman til fundar i dag. Sennilega verður þá tekin ákvörðun um, hver skuli vera i framboði til for- setakosninganna fyrir flokkinn. Fundur hefur siðan verið boðaður i sameinuðu þingi á morgun. Löglærðir menn leiða að þvi getum, að svo hafi verið búið um hnútana, að þingið breyti stjórnarskránni og bæti þar inn ákvæði, sem veiti þvi möguleika til að vikja manni úr forsetastóli, ef hann hefur ekki getað gegnt skyldum sinum um ákveðið tima- bil — eins og t.d. i heilt ár. Slikt ákvæði mundi einmitt taka til þess, sem nú er komið upp. — Eftir slika breytingu gæti þingið kosið Husak. Stjórnarskrá Tékkóslóvakiu gerir ráð fyrir, að nýr forseti sé kosinn, áður en fjórtán dagar liða frá þvi að næsti forseti féll frá. Kosning hans fer fram með þeim hætti, að þingmenn beggja deilda þingsins greiða atkvæði leyni- lega. Þegar Ludvik Svoboda var endurkjörinn 1973, fékk hann 341 atkvæði af 350. Það hefur verið hefð, að þessi kosning fari fram i Vladislav- salnum i Hradcany—kastala i Prag, en það er hinn opinberi bústaður forsetans. Venjulega hefur þessari kosningu verið sjónvarpað. Miðstjórn kommúnistaflokks- ins, fulltrúar sameinaðs þings og Þjóðfylkingin gera sameiginlega tillögu um frambjóðanda við þingið. Orðrómurinn um, að dr. Husak hugsaði sér að setjast i forseta- stólinn jafnhliða þvi, sem hann yrði áfram leiðtogi kommúnista- flokksins, hefur farið æ hærra siðustu vikurnar, en langt er siðan hann kom fyrst upp. — Em- bættismenn verjast þó allra frétta, eins og venjulega. Fréttaskýrendur telja, að Husak hafi orðið tryggari i sessi eftir þvi sem lengra hefur liðið frá falli Dubceks. Kosning hans til forsetaembættis yrði vissulega örugg staðfesting þess, að Husak er valdamesti maður Tékkósló- vakiu. Fari svo, veröur Husak áttundi forseti Tékkóslóvakiu og fyrsti Slóvakinn, sem sezt i það em- bætti. Einn maður annar hefur haft með höndum bæði forsetaem- bættið og framkvæmdastjórn kommúnistaflokksins. Það var Antonin Novotny, sem var forseti 1957 til ’68, þegar Alexander Dubcek tók við forystu flokksins af honum og frjálslyndistimabilið hófst. — Þegar Novotny sagði af sér, tók Svoboda forseti við. Hinir nýju ráðamenn, sem tóku við eftir innrás Varsjárbanda- lagsrikjanna, treystust ekki til að hrófla við Svoboda vegna lýðhylli þessa aldraða striðskappa. Svo- boda sat áfram i von um að geta linað ögn hreinsunaraðgeröirnar, sem vænta mátti að hæfust gegn Dubcek og samherjum hans. — Enda fór svo, að engu blóði var úthellt, þótt mannaskipti yrðu i öllum lykilembættum. En nú munu Husakog félagar telja sér óhætt að hugsa til hreifings. Mundi engum koma það á óvart, ef Svoboda missti lika sæti sitt i æðsta ráði flokksins um leið og hann léti af forsetaem- bætti — ef til kemur. Liklegasti eftirmaður hans i- æðsta ráðinu yrði Vaclav Hula, efnahagssérfræðingur stjórnar- innar og varameðlimur i æðsta ráðinu. Dr. Husak hyggur á forsetaembættið jafnhliða fram- kvæmdastjórastööu kommúnistaflokksins. Föðurlandsvinurinn Svoboda veröur nú sennilega að vikja, og þar með hverfur siðasti Dubcek-inn. m mm Umsion: G.P.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.