Vísir - 27.05.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 27.05.1975, Blaðsíða 12
12 Vísir. Þriðjudagur 27. mai 1975 Sunnan gola eða kaldi, skýjað og dálítil þoku- mdða BRIDGE I bók Ungverjanna kunnu, Robert Darvas og Paul Lucas, er eftirfarandi spil. Vestur spilar út hjartaáttu i fjórum spöðum suðurs. Hvernig spil- ar þú? NORÐUR AG75 103 K632 K84 KD1042 A5 AD4 652 SUÐUR Þetta virðist ekki marg- slungið spil en ... 9 slagir beint (eins i grandi) en hvar á að fá þann tiunda? Tigullinn gefur möguleika, einnig laufaás hjá vestri, og nú gerum við áadl- un. Hjartatia á útspilið — höldum vestri frá spilinu — og gefum, þegar austur drepur. Austur spilar trompi og tromp þrivegis ,,hreinsar” litinn. Þá hjartaás, siðan ás og drottning i tigli og tigull á kónginn. Ef þeir falla er spilið i höfn — einnig ef austur á fjóra tigla. Þá gefum við austri slag á fjórða tigulinn — köstum laufi heima — og hann verður að spila laufi eða hjarta i tvö- falda eyðu. Ef vestur á fjóra tigla er tigullinn trompaður — og ef vestur á laufaás er spilið ekki erfitt. Laufi er spilað að heiman — ef vestur lætur smáspil spilum við áttu blinds og austur er inni og spilið vinnst. Ef vestur hins vegar lætur hærra spil en áttuna gef- um við samt. Austur gæti átt ásinn einspil! — en þegar vestur heldur áfram með smálauf stingum við upp á kóngnum. bá vinnst spilið ef vestur á ásinn — einnig ef austur átti i upphafi laufaás- inn annan. Þegar Bent Larsen sigraði á stórmeistaramótinu i Orense á Spáni i vetur vann liann Pomar fallega. Larsen liafði hvitt og átti leik i eftirfarandi stöðu ■ i W; m m ■ Ck ■ ÍH 1 A p n VI 1 WM Á ® Éll Jl, WM 1 & m Y'A’li' W'i /Lm) &í im m>, lí ÍS 26. h5 — D:;h5 27. Re6 — Dg6 28. Rxg7 — Dxg7 29. Bxg7+ — Kxg7 30. Dc3+ — Kg8 31. e5 og Pomar gafst upp. LÆKNAR Reykjavik — Kópavogur. Dagvakt: kl. 08.00—17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst i heim- ilislækni simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtudags, simi 21230. Hafnarfjörður — Garðahreppur. Nætur- og helgidagavarzla, upp- lýsingar i lögregluvarðstofunni, simi 51166. A iaugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i sim- svara 18888. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apótekanna vikuna 23.-29. mai er i Laugarnesapóteki og Ingðlfs Apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum frldögum. Kópavogs Apótek er opið öll kvöld til ki. 7, nema laugardaga er opið kl. 9-12 og sunnudaga er iokað. Rafmagn: 1 Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. 1 Hafnarfirði i sima 51336. Iiitaveitubiianir simi 25524. Vatnsveitubilanir simi 85477. Simabiianir simi 05. Slysavarðstofan: simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakt er i Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstig alia laugardaga og sunnudaga ki. 17-18. Simi 22411. Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51100. Málverkasýning Dagana 23. mai til 1. júni heldur Róbert Guillemette málverka- sýningu i kjallara Aðalstrætis 12 (gengið inn frá Grjótagötu). Opið verður frá 15 til 22 daglega. A sýningunni, sem er 3ja sýning Ró- berts hér á landi, verða 10 oliu- málverk, 16 vatnslitamyndir og 5 pennateikningar. Róbert Guillemette er fæddur i Normandi árið 1948. Hingað til lands kom hann haustið 1970 og hefur stundað ýmis störf til sjávar og sveita auk þess sem hann hefur náð góðu valdi á is- lenzkri tungu, m.a. með námi við Háskóla Islands. Af fyrri sýningum Róberts var sú fyrri þeirra samsýning með Gaston i mai ’72 og sú seinni einkasýning i júli ’73, báðar i Gallery Grjótaþorp. Keflavikurprestakall Ölafur Oddur Jónsson verður til viðtals i Kirkjulundi á fimmtu- dögum kl. 17 til 19 út mafmánuð og einnig i sima 91-74297 aðra daga. Borgarbókasafn Reykjavikur Sumartimi AÐALSAFN, Þingholtsstræti 29 A, simi 12308 Opið mánudaga til föstudaga kl. 9- 22. Laugardaga kl. 9-16 Lokað á sunnudögum BOSTAÐASAFN, Bústaðakirkju, simi 36270. Opið mánudaga til föstudaga ki. 14-21. HOFSVALLASAFN, Hofsvalla- götu 16. Opið mánudaga til föstudaga ki. 16-19. SÓLHEIMASAFN, Sólheimum 27, simi 36814. Opið mánudaga til föstudaga kl. 14-21. Laugardaga kl. 14-17. BÓKABÍLAR, bækistöð i Bú- staðasafni, simi 36270. BóKIN HEIM, Sólheimasafni. Bóka og talbókaþjónusta við aldraða, fatlaða og sjóndapra. Upplýsingar mánud. til föstud. kl. 10- 12 i sima 36814. FARANDBÓKASÖFN. Bókakass- ar lánaðir til skipa, heilsuhæla, stofnana o.fl. Afgreiðsla i Þing- holtsstræti 29 A, simi 12308. Engin barnadeild er lengur opin en til kl. 19. Munið frimerkja- söfnun Geðverndar Pósthólf 1308eða skrist. fél. Hafn- arstræti 5. Kynningarklúbburinn Björk (eiginkonur félaga i Meistara- félagi húsasmiða) heldur fund i kvöld kl. 8.30 i Skipholti 70. Sýnd- ar verða myndir frá siðasta sumarferðalagi. Væntanlegt sumarferðalag kynnt. Stjórnin. Fyrrverandi nemendur Ingi- bjargar Jóhannsdóttur skóla- stjóra frá Löngumýri, vinsamleg- ast hringið i sima 12701, 32100, 37896, 30675. Kammermúsík- klúbburinn 4.tón!eikar 1974-1975 mánudaginn 26. mai kl. 21:00 i Bústaðakirkju. Aðalfundur félags þroskaþjálfa verður hald- inn að Kópavogshæli miðviku- daginn 28. mai kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kristniboðsfélag karla Munið fundinn i Betaniu, Laufás- vegi 13, mánudagskvöldið 26. mai kl. 8.30. Gunnar Sigurjónsson hef- ur bibliulestur. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Leikvailanefnd-Reykjavikur veit- ir upplýsingar um gerð, verð og uppsetningu ieiktækja, svo og skipulagningu leiksvæða, alla virka daga kl. 9-10 f.h. og 13-14 e.h. Siminn er 28544. Keflavik Kristniboðsfélagið i Keflavik heldur fund þriðjudaginn 27. mai kl. 20.30 i Kirkjulundi. Susie Backman og Páll Friðriksson sjá um efni fundarins. Allir eru vei- komnir. Filadelfia Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Haraidur Guð- jónsson. | í DAG j í KVÖLD | í DAG | í KVÖLD g „Tvífarmtl,, nýr flokkur hefst klukkan 20,35: HVER ER HINN RAUNVERULEGI DAVID FORSTER? Spennandi barátta milli tvífara hefst í sjónvaipinu í kvðld. i stað ,/Helenar", sem sjónvarpið lauk við sýn- ingará siðast liðið þriðju- dagskvöld, hefst í kvöld nýr framhaldsþáttur frá BBC. Þáttur þessi nefnist „Tvifarinn" en á frum- málinu „The Man Who Was Hunting Himself"og er í þrem hlutum, sem eru framhöld hver af öðrum. Fyrsti þátturinn hefst við kyrrlát landamæri Austur- og Vestur-Þýzkalands. David For- ster (Donald Burton) er að koma úr viðskiptaferð til Leip- zig i Austur-Þýzkalandi. Hann starfar sem forstjóri tækniráð- gjafafyrirtækis, en ætlar innan skamms að hefja störf hjá NATO, þar sem hann mun starfa við flugskeytarannsókn- ir. Brezku gagnnjósnadeildinni hefur borizt um það vitneskja i gegnum njósnara i Beriin, að ráðabrugg sé uppi um að koma tvifara Forsters i þessa stöðu. Mason (David Savile) er stadd- ur við landamærin, þegar For- ster kemur til baka, til að kanna, hvort virkilega sé um hinn rétta Forster að ræða. Forster er stöðvaður og yfir- heyrður og leitað i bíl hans. Ma- son kemst ekki að :niðurstööu, en raunar er þetta hinn sanni Fórster, sem hann hefur undir höndum. Handan landamæranna er Gregory nokkur (einnig leikinn af Donald Burton) að hljóta sina fullkomnun i að likja eftir For- ster. Þótt árangurinn sé góður vita þeir, sem að þjálfun Gre- gory standa, að erfitt verður að likja eftir hinum ýmsu skap- gerðareinkennum Forster. Það er þvi ákveðið að hræra upp i taugakerfi Forstér. Með aðgerðum, sem settar eru af stað, á að gera Forster tauga- veiklaðan og óöruggan, þannig að álitið á honum minnki. Siðan Mason liðþjáifi biður við austur-þýzku landamærin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.